Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Page 22

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Page 22
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 201522 VEGFERÐ TIL FULLORÐINSALDURS Edelstein og Sigurjóns Björnssonar á þýðingu uppeldishátta (Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2007; Kristjana Stella Blöndal, 2014). Þorbjörn Broddason og fleiri hafa kortlagt þróun bóklestrar og fjölmiðlanotkunar meðal unglinga í hálfa öld (Þorbjörn Broddason, Kjartan Ólafsson og Sólveig Margrét Karlsdóttir, 2010). Þórólfur Þórlindsson, Þór- oddur Bjarnason og fyrirtækið Rannsóknir og greining hafa kortlagt og greint marga þætti í lífsháttum og viðhorfum unglinga (Jón Gunnar Bernburg og Þórólfur Þórlinds- son, 2007; Þóroddur Bjarnason, 2009; Þórólfur Þórlindsson, Þóroddur Bjarnason og Inga Dóra Sigfúsdóttir, 2007) og Jón Torfi Jónasson og Kristjana Stella Blöndal hafa skoðað brotthvarf úr framhaldsskóla (t.d. Kristjana Stella Blöndal, Jón Torfi Jónasson og Anne-Christin Tannhäuser, 2011). Ástæða er til að greina nokkuð ítarlegar frá fá- einum nýlegum rannsóknum sem hafa í ríkari mæli beinst að vegferð eins og hún hefur verið skilgreind hér. Jóhanna Rósa Arnardóttir skoðaði leið ungmenna inn á vinnumarkað eftir að þau höfðu lokið námi eða horfið frá því og niðurstöður hennar voru þær að samhengi milli skólagöngu og starfa fylgdi að mestu leyti sama munstri og í öðrum Evrópulöndum og Bandaríkjunum. Háskólapróf leiddi alla jafna til betri starfa en próf af starfsnáms- brautum framhaldsskóla en þeir sem hurfu frá námi fengu minnst metnu störfin. Þó leiddi starfsnám frekar en háskólanám til fastráðningar fljótlega að námi loknu, en fólk með háskólapróf fór síðan fram úr öðrum. Greining Jóhönnu Rósu sýndi enn fremur að menntun foreldra réð miklu um það hversu hátt sett störf börn þeirra fengu (Jóhanna Rósa Arnardóttir, 2014). Sterkt sérkenni íslenskrar vegferðar til fullorðinsára er að atvinnuþátttaka ung- menna hefur haldist mikil, þrátt fyrir öra lengingu skólagöngu og bættan efnahag heimila. Fram á sjöunda áratuginn stundaði meginþorri ungmenna tveggja til fjög- urra mánaða sumarvinnu frá 13 ára aldri en hlutfall 13–16 ára sem vann sumarvinnu lækkaði næstu áratugi úr 98% árið 1962 (Ólöf Garðarsdóttir, 2009) í 74% árið 1997 (Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, 1999) og í 46% 2007 (Margrét Einarsdóttir, 2014). Á hinn bóginn fór vinna ungmenna með námi vaxandi; fyrirliggjandi upplýsingar benda til þess að hlutfall þeirra sem stunduðu launaða vinnu með framhaldsskólanámi og á síðasta ári grunnskóla hafi numið um 40% frá 1990 og fram að hruninu 2008 og að yfir 30% hafi unnið meira en 12 tíma á viku. Þetta er lengri vinnutími ungmenna en meðal annarra Norðurlandaþjóða (Margrét Einarsdóttir, 2014). Annað sterkt sérkenni íslenskrar vegferðar er að sveigjanleiki áfangakerfis hefur gefið íslenskum ungmennum möguleika á að teygja á framhaldsskólanámi sínu og taka hlé frá námi, ekki síst til að stunda launavinnu. Á Íslandi hafa ungmenni líka frekar getað gefið sér tíma til þátttöku í ungmennamenningu en annars staðar, samanber t.d. þann fjölda alls konar hljómsveita sem spretta upp úr framhaldsskólum landsins. Sveigjanleiki framhaldsskólans er sennilega meiri en í nokkru öðru OECD-landi og á ríkan þátt í því að Íslendingar eru að meðaltali eldri við framhaldsskólalok en annars staðar (Gestur Guðmundsson og Hulda Karen Ólafsdóttir, 2013). Vinna íslenskra ung- menna meðfram námi og í hléum frá námi hefur m.a. í för með sér að heildarþátttaka Íslendinga á vinnumarkaði er einna mest og lengst í OECD-löndum, þótt námslok verði síðar á Íslandi en annars staðar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.