Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Síða 35

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Síða 35
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015 35 GERÐUR ÓLÍNA STEINÞÓRSDÓTTIR, AMALÍA BJÖRNSDÓTTIR OG BÖRKUR HANSEN vinnustað. Rannsókn hennar leiddi í ljós að sjálfsbjargaraðferðir (e. coping strategies) gætu skipt miklu máli fyrir faglega sjálfsmynd og hegðun fólks í starfi. Þessi áhersla á samskipti beindi athyglinni að tilfinningum einstaklinga og þeim hvötum og gildum sem liggja að baki störfum þeirra (Maslach, Schaufeli og Leiter, 2001). Sýn Freudenberger og Maslach á kulnun var ólík (Hakanen og Schaufeli, 2012). Í klínísku rannsóknunum hjá Freudenberger var áherslan á geðheilsu og einkenni kuln- unar en í félagslegu rannsóknunum beindist athyglin að sambandinu á milli veitanda (e. provider) og viðtakanda (e. recipient) (Maslach o.fl., 2001). Aðferðirnar sem voru notaðar til að nálgast fyrirbærið kulnun voru eigindlegar og lýsandi og notuð voru viðtöl, tilviksrannsóknir og vettvangsathuganir (Maslach o.fl., 2001). Viðtölin leiddu í ljós að tilfinningaleg örmögnun er ekki óalgeng afleiðing af ofurálagi í starfi. Á níunda áratug 20. aldar hófst tímabil sem einkenndist af kerfisbundnum empír- ískum rannsóknum á kulnun (Maslach o.fl., 2001). Rannsakendur fóru að nota megind- legar rannsóknaraðferðir, meðal annars spurningalista, og þróuð voru nokkur mis- munandi mælitæki til að meta kulnun (Kristensen, Borritz, Villadsen og Christensen, 2005; Maslach og Jackson, 1981). Kulnun var skoðuð út frá streitu í starfi sem tengdist ýmsum þáttum, eins og starfsánægju, stofnanahollustu (e. organizational commit- ment), starfsmannaveltu (e. turnover) og starfsskuldbindingu (e. job engagement) (Maslach o.fl., 2001; Schaufeli og Bakker, 2004). Þær fræðilegu skilgreiningar sem hafa verið settar fram til að lýsa kulnun eru yfirleitt mjög svipaðar. Altun (2002) lýsti kulnun sem sálfræðilegu ástandi af völdum langvarandi streitu og álags, sem getur bæði verið líkamlegt og andlegt. Samkvæmt Maslach og félögum (2001) er starfskulnun sálfræðilegt ástand sem orsakast af lang- varandi viðbrögðum við streitu á vinnustað sem skapast vegna ósamræmis milli væntinga starfsmanns og krafna viðkomandi starfs. Flestar rannsóknir sýna að kuln- un megi fyrst og fremst greina í störfum sem byggjast á og fela í sér mikil mannleg samskipti (Maslach og Jackson, 1981). Í starfsgreinum þar sem tengslamyndun á sér stað þarf starfsmaður oft að gefa öðrum mikið af sér og það getur valdið honum lang- varandi tilfinningalegu álagi. Samkvæmt fjölvíddakenningu Maslach og samstarfsmanna er kulnun svörun við langvarandi og síendurtekinni tilfinningalegri og samskiptalegri (e. interpersonal) starfsstreitu (Maslach og Goldberg, 1998). Kenningin tekur til þriggja vídda: tilfinn- ingalegrar örmögnunar, hlutgervingar og dvínandi starfsárangurs. Tilfinningaleg örmögnun einkennist af streitu sem leiðir til þreytu og tilfinningalegrar uppgjafar (e. worn-out). Starfsmaðurinn fær á tilfinninguna að hann hafi unnið yfir sig eða sé tæmdur af tilfinningalegum úrræðum (Hakanen og Schaufeli, 2012; Maslach og Jack- son, 1981; Maslach og Leiter, 1997). Þegar tilfinningaleg örmögnun verður of mikil er líklegt að hlutgerving eigi sér stað (Brotheridge og Grandey, 2002; Maslach og Gold- berg, 1998; Maslach og Jackson, 1981). Hlutgerving vísar til aukins áhugaleysis á um- önnun og meðferð skjólstæðinga, en það er leið starfsmannsins til að draga úr nánum samskiptum (Maslach o.fl., 2001) og minnka þannig tilfinningalegt álag. Ef starfs- manni finnst árangur sinn í starfi fara dvínandi (e. reduced personal accomplishment) er það til marks um að hann telji sig lítt færan til að skila verkefnum sínum á viðun- andi hátt (Maslach o.fl., 2001). Þessi tilfinning fyrir vangetu í starfi tengist örmögnun og er oft orsök hennar (Brotheridge og Grandey, 2002; Maslach og Goldberg, 1998).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.