Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Síða 60

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Síða 60
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 201560 ÞVERSTÆÐAN UM LÝÐRÆÐISLEGT SKÓLASTARF sem fræðsluhlutverk; sem tæknilegt undirbúningshlutverk. En til að rækja hlutverk sitt vel sem borgari í lýðræði er ekki nóg að búa yfir þekkingu, það verður einnig að búa yfir tilteknum vitsmuna- og siðferðisdygðum. Og það er vegna þess sem venju- bundin kennsla í hefðbundnum greinum dugir skólunum ekki til að rækja lýðræðis- legt hlutverk sitt. Til að útskýra hvers vegna ég tel að skólarnir standi sig ekki nógu vel þegar kemur að eflingu lýðræðis vil ég hverfa aftur um ein 2500 ár, til Aþenu á 5. öld fyrir Krist, og víkja nokkrum orðum að Sókratesi sem slæptist þar um götur uns hann var dæmdur til dauða fyrir að spilla æskunni og tekinn af lífi. Sókrates vann ekki við neinn skóla, hann sagðist ekki vera kennari og leit ekki svo á að þeir sem fylgdu honum eftir væru lærisveinar hans. Hann skrifaði ekkert um sína daga og sagðist í raun ekki hafa neitt markvert fram að færa. Það er einkum í gegnum ritverk eins þeirra ungu manna sem slæptust með honum, Platóns, sem við þekkjum Sókrates. Í einu ritanna, Málsvörn Sókratesar (Platón, 1990b), getum við lesið um það hvernig hann aflaði sér heiftúðugra fjandmanna með því slæpingslega háttalagi að sitja á götum og torgum og ræða við fólk, einkum um skilgreiningu hugtaka. Í bók bandaríska heimspekingsins Mörthu Nussbaum, Cultivating Humanity, er Sókrates aftur í aðalhlutverki. Ekki sem persóna í samræðu heldur sem upphafsmaður menntunar sem hún segir að samtíminn þurfi svo átakanlega á að halda. Nussbaum segir að eitt af hlutverkum skóla sé að búa til borgara (e. citizens) og þessu hlutverki verði þeir að sinna vel (Nussbaum, 1998, bls. 8). Hún lítur á þetta hlutverk sem lykil- hlutverk skóla í lýðræðislegu samfélagi. Til að rækta lýðræði sem byggist á gagnrýni og rökræðu, frekar en að vera einfald- lega markaðstorg sérhagsmunahópa sem keppa hver við annan, lýðræði þar sem virkilega er litið á hugsun sem sameiginleg gæði, verður að búa til borgara sem hafa sókratíska getu til að hugsa um sínar eigin skoðanir. (Nussbaum, 1998, bls. 19, íslensk þýðing greinarhöfundar) Nussbaum lýsir svo þeirri meinsemd að fólk kjósi á grundvelli tilfinninga sem það hefur lapið upp eftir spjallrásum útvarpsins án þess nokkurn tímann að draga þær í efa, og segir: Þessi skortur á að hugsa gagnrýnið skapar lýðræði þar sem fólk talar hvert til annars en á aldrei í eiginlegum rökræðum. Í slíku andrúmslofti eru vond rök látin standa sem góð, og fordómar geta of auðveldlega klæðst í búning skynsemi. Til að afhjúpa fordóma og tryggja réttlæti er rökræða nauðsynleg, hún er grundvallartæki borgara- legs frelsis. (Nussbaum, 1998, bls. 19, íslensk þýðing greinarhöfundar) Sókrates er reyndar ekki sá eini úr fornöldinni sem skiptir máli í þessu sambandi og fer með hlutverk í bók Nussbaum. Hún nefnir einnig Aristóteles og hugmynd hans um ígrundaða borgaravitund (e. reflective citizenship), stóumenn og hugmynd þeirra um frjálsa eða frelsandi menntun (e. liberal eða liberating education), og hugmynd Seneca um ræktun mennskunnar (e. cultivation of humanity) en hann var einmitt einn af stóumönnum. Hugmyndir í anda þessara fornu hugsuða hafa átt sér talsmenn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.