Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Side 76

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Side 76
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 201576 SKÓLAÞÁTTTAKA OG UMHVERFI 8–17 ÁRA GETUMIKILLA BARNA MEÐ EINHVERFU um réttindi barnsins (nr. 19/2013), lögum um grunnskóla (nr. 91/2008) og lögum um málefni fatlaðs fólks með síðari breytingum (nr. 59/1992), er fjallað um rétt fatlaðra barna til þátttöku í leik og námi til jafns við önnur börn. Hins vegar sýna rannsóknir takmarkaðri þátttöku fatlaðra barna en jafnaldra þeirra auk þess sem umhverfið á heimilinu (Law o.fl., 2013), í skólanum (Coster o.fl., 2013) og úti í samfélaginu (Bedell o.fl., 2013) virðist fela í sér meiri hindranir fyrir fötluð börn en jafnaldra þeirra. Margt getur haft áhrif á tækifæri og möguleika barna til að taka þátt í því sem fram fer í kringum þau. Áður var skert þátttaka talin óhjákvæmileg afleiðing líkamlegrar eða andlegrar skerðingar (World Health Organization, 1980) en með breyttum við- horfum og aukinni þekkingu hefur sjónum í auknum mæli verið beint að samspili einstaklings og umhverfis (Bronfenbrenner, 1994; World Health Organization, 2001; World Health Organization, 2007). Börn verja miklum tíma í skólanum og hafa rann- sóknir sýnt að jákvæð viðhorf, aðgengileg rými, framboð á viðeigandi þjónustu og úr- ræðum og þekking starfsfólks séu meðal umhverfisþátta sem geti stuðlað að þátttöku fatlaðra nemenda en að skortur á framantöldu torveldi hana (Bedell, Khetani, Cousins, Coster og Law, 2011; Law, Petrenchik, King og Hurley, 2007; Snæfríður Þóra Egil- son og Hemmingsson, 2009). Því er brýnt að rýna vel í þá þætti í umhverfinu sem ýmist stuðla að eða torvelda skólaþátttöku nemenda. Þessi grein fjallar um þátttöku getumikilla nemenda með einhverfu í athöfnum í skólanum og áhrif umhverfisins á þátttöku þeirra. Þátttaka og umhverfi barna með einhverfu Einhverfa er röskun á taugaþroska sem birtist á þremur meginsviðum, þ.e. í félagsleg- um samskiptum, mál- og tjáskiptum og endurtekinni og áráttukenndri hegðun (World Health Organization, 1992). Tíðni einhverfu hefur hækkað gríðarlega á síðastliðnum 40 árum. Að hluta til má rekja hækkunina til breyttra og samstilltari skilgreininga í kjölfar aukinnar þekkingar á einhverfu. Í rannsóknum sem gerðar voru á tíðni ein- hverfu meðal íslenskra barna sem fædd voru á árunum 1974–1983 var hlutfallið 4,2/10.000 (Páll Magnússon og Evald Sæmundsen, 2001) en var komið í 120,1/10.000 (1,2%) meðal barna fæddra 1994–1998 (Evald Sæmundsen, Páll Magnússon, Ingibjörg Georgsdóttir, Erlendur Egilson og Vilhjálmur Rafnsson, 2013). Mest fjölgaði börnum sem voru vel stödd vitsmunalega en þau voru rúmlega helmingur hópsins. Hærra hlutfall drengja greinist með einhverfu og gefa nýjustu tölur til kynna hlutfallið 2,8 drengir á móti hverri stúlku (Evald Sæmundsen o.fl., 2013). Miðað við þann mikla fjölda rannsókna sem beinst hafa að tíðni einhverfu, erfðum og meðferðarleiðum hefur þátttaka barnanna í daglegu lífi, þar með talið í skólanum, verið lítið könnuð. Rannsóknir hafa þó leitt í ljós takmarkaðri þátttöku barna með einhverfu en annarra barna (Hilton, Crouch og Israel, 2008; Potvin, Snider, Prelock, Kehayia og Wood-Dauphinee, 2013; Reynolds, Bendixen, Lawrence og Lane, 2011; Solish, Perry og Mines, 2010) og virðist munurinn mestur í félagslegum samskiptum (Hilton o.fl., 2008; Solish o.fl., 2010). Þá benda rannsóknir til þess að óvenjuleg skyn- úrvinnsla, sem algeng er meðal einstaklinga með einhverfu, torveldi þátttöku þeirra í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.