Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Page 79

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Page 79
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015 79 GUNNHILDUR JAKOBSDÓTTIR, SNÆFRÍÐUR ÞÓRA EGILSON OG K JARTAN ÓLAFSSON Í bókinni Starfshættir í grunnskólum við upphaf 21. aldar (Gerður G. Óskarsdóttir, 2014) er lýst niðurstöðum viðamikillar rannsóknar á viðhorfum til skóla og skóla- starfs, námsumhverfis, stjórnunar og skipulags og fleira. Þar kemur ótvírætt fram að foreldrar og starfsfólk skóla telja samstarf sín í millum nauðsynlegt fyrir velferð og nám barna (Kristín Jónsdóttir og Amalía Björnsdóttir, 2014). Þótt ekki sé fjallað sér- staklega um fötluð börn í þessu samhengi má ætla að náið samráð foreldra og starfs- fólks skóla geti skipt sköpum eigi að tryggja þátttöku þeirra og velsæld í skólanum. Tilgangur rannsóknarinnar Niðurstöðurnar sem hér eru kynntar eru hluti af rannsóknarverkefninu Lífsgæði, þátt- taka og umhverfi barna sem búsett eru á Íslandi, sem unnið var í samstarfi við Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (GRR). Tilgangur þessa hluta rannsóknarinnar var að kanna mat foreldra 8–17 ára getumikilla barna með einhverfu (með greindartölu ≥80) á þátt- töku barnanna og áhrifum umhverfisins heima fyrir, í skólanum og úti í samfélaginu. Í þessari grein verður greint frá mati foreldra á þátttöku og umhverfi barna í skólanum í því skyni að svara eftirtöldum rannsóknarspurningum: • Er munur á þátttöku barna með og án einhverfu í athöfnum í skólanum að mati foreldra þeirra? Ef svo er, í hverju felst munurinn? • Er munur á áhrifum umhverfisins á þátttöku barna með og án einhverfu í skólanum að mati foreldra þeirra? Ef svo er, í hverju felst munurinn? AÐFERÐ Þátttakendur Þátttakendur í rannsókninni voru foreldrar 8–17 ára barna með og án einhverfu. Við val á þátttakendum í rannsóknarhóp var stuðst við skilgreiningar flokkunarkerfis- ins ICD-10 á einhverfu en með því er átt við Aspergersheilkenni, ódæmigerða ein- hverfu, einhverfu og aðrar skyldar raskanir á einhverfurófi. Valviðmið fyrir börn í rannsóknarhópi var sett við greindartöluna ≥80 vegna þess að rannsóknin var hluti af stærra rannsóknarverkefni þar sem reyndi meðal annars á getu barna til að svara sjálf (Linda Björk Ólafsdóttir, Snæfríður Þóra Egilson og Kjartan Ólafsson, 2014). Sam- kvæmt skrám GRR uppfylltu 303 íslensk börn með einhverfu þessi valviðmið þegar rannsóknin fór fram. Í samanburðarhóp voru valin fjögur börn fyrir hvert barn í rann- sóknarhópi, alls foreldrar 1200 barna. Börn í samanburðarhópi voru pöruð við börn í rannsóknarhópi með tilliti til fæðingarmánaðar og -árs, kyns og búsetu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.