Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Blaðsíða 79
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015 79
GUNNHILDUR JAKOBSDÓTTIR, SNÆFRÍÐUR ÞÓRA EGILSON OG K JARTAN ÓLAFSSON
Í bókinni Starfshættir í grunnskólum við upphaf 21. aldar (Gerður G. Óskarsdóttir,
2014) er lýst niðurstöðum viðamikillar rannsóknar á viðhorfum til skóla og skóla-
starfs, námsumhverfis, stjórnunar og skipulags og fleira. Þar kemur ótvírætt fram að
foreldrar og starfsfólk skóla telja samstarf sín í millum nauðsynlegt fyrir velferð og
nám barna (Kristín Jónsdóttir og Amalía Björnsdóttir, 2014). Þótt ekki sé fjallað sér-
staklega um fötluð börn í þessu samhengi má ætla að náið samráð foreldra og starfs-
fólks skóla geti skipt sköpum eigi að tryggja þátttöku þeirra og velsæld í skólanum.
Tilgangur rannsóknarinnar
Niðurstöðurnar sem hér eru kynntar eru hluti af rannsóknarverkefninu Lífsgæði, þátt-
taka og umhverfi barna sem búsett eru á Íslandi, sem unnið var í samstarfi við Greiningar-
og ráðgjafarstöð ríkisins (GRR). Tilgangur þessa hluta rannsóknarinnar var að kanna
mat foreldra 8–17 ára getumikilla barna með einhverfu (með greindartölu ≥80) á þátt-
töku barnanna og áhrifum umhverfisins heima fyrir, í skólanum og úti í samfélaginu. Í
þessari grein verður greint frá mati foreldra á þátttöku og umhverfi barna í skólanum
í því skyni að svara eftirtöldum rannsóknarspurningum:
• Er munur á þátttöku barna með og án einhverfu í athöfnum í skólanum að
mati foreldra þeirra? Ef svo er, í hverju felst munurinn?
• Er munur á áhrifum umhverfisins á þátttöku barna með og án einhverfu í
skólanum að mati foreldra þeirra? Ef svo er, í hverju felst munurinn?
AÐFERÐ
Þátttakendur
Þátttakendur í rannsókninni voru foreldrar 8–17 ára barna með og án einhverfu. Við
val á þátttakendum í rannsóknarhóp var stuðst við skilgreiningar flokkunarkerfis-
ins ICD-10 á einhverfu en með því er átt við Aspergersheilkenni, ódæmigerða ein-
hverfu, einhverfu og aðrar skyldar raskanir á einhverfurófi. Valviðmið fyrir börn í
rannsóknarhópi var sett við greindartöluna ≥80 vegna þess að rannsóknin var hluti
af stærra rannsóknarverkefni þar sem reyndi meðal annars á getu barna til að svara
sjálf (Linda Björk Ólafsdóttir, Snæfríður Þóra Egilson og Kjartan Ólafsson, 2014). Sam-
kvæmt skrám GRR uppfylltu 303 íslensk börn með einhverfu þessi valviðmið þegar
rannsóknin fór fram. Í samanburðarhóp voru valin fjögur börn fyrir hvert barn í rann-
sóknarhópi, alls foreldrar 1200 barna. Börn í samanburðarhópi voru pöruð við börn í
rannsóknarhópi með tilliti til fæðingarmánaðar og -árs, kyns og búsetu.