Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Síða 91
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015 91
GUNNHILDUR JAKOBSDÓTTIR, SNÆFRÍÐUR ÞÓRA EGILSON OG K JARTAN ÓLAFSSON
LOKAORÐ
Í lögum og reglugerðum er kveðið á um rétt fatlaðra barna til aðgengis og þátttöku
til jafns við önnur börn. Í gegnum tíðina hefur sjónum að mestu verið beint að
einstaklingsbundnum þáttum í fari barnanna. Þessi rannsókn sýnir að ekki er síður
mikilvægt að huga að áhrifum umhverfisins þegar stuðla skal að þátttöku barna með
einhverfu. Jafnframt er brýnt að huga að huglægri upplifun barnanna því þrátt fyrir
jöfn tækifæri þeirra og jafnaldra til þátttöku þá upplifa börn með einhverfu sig ekki
endilega sem virka þátttakendur. Aukin þekking á áhrifum umhverfis er undirstaða
þess að hægt sé að veita viðeigandi stuðning og aðlögun á vettvangi. Þá er ekki síður
mikilvægt að nægilegt framboð sé á viðeigandi úrræðum og athöfnum sem henta
börnunum og höfða til þeirra. Mikilvægt er að horfa heildrænt á alla þætti þátttöku
og umhverfis og huga að þeim ólíku kröfum sem mismunandi athafnir og aðstæður í
skólum gera til barna.
ATHUGASEMD
Við viljum færa foreldrum sem þátt tóku í rannsókninni kærar þakkir fyrir þeirra fram-
lag, án þeirra hefði þessi rannsókn aldrei orðið að veruleika. Starfsfólki Greiningar- og
ráðgjafarstöðvar ríkisins færum við einnig kærar þakkir fyrir alla þá vinnu og ráð-
gjöf sem það lagði til. Jafnframt þökkum við starfsfólki Rannsóknar- og þróunarmið-
stöðvar Háskólans á Akureyri fyrir ánægjulegt samstarf. Verkefnið er styrkt af Rann-
sóknarsjóði Háskólans á Akureyri og Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands. Rannsóknin
var gerð með leyfi Vísindasiðanefndar nr. VSN-13-081 og tilkynnt til Persónuverndar.
HEIMILDIR
Achenbach, T. M. og Rescorla, L. A. (2001). Manual for the ASEBA school-age forms and
profiles: an integrated system of multi-informant assessment. Burlington: ASEBA.
Bagby, M. S., Dickie, V. A. og Baraneck, G. T. (2012). How sensory experiences of chil-
dren with and without autism affect family occupations. American Journal of Occu-
pational Therapy, 66(1), 78–86. doi:10.5014/ajot.2012.000604
Bedell, G., Coster, W., Law, M., Liljenquist, B. S., Kao, Y-C., Teplicky, R., … Khetani, M.
A. (2013). Community participation, supports and barriers of school-age children
with and without disabilities. Archives of Physical Medicine and Rehabilitation, 94(2),
315–323. doi:10.1016/j.apmr.2012.09.024
Bedell, G. M., Khetani, M. A., Cousins, M. A., Coster, W. J. og Law, M. C. (2011). Par-
ent perspectives to inform development of measures of children´s participation
and environment. Archives of Physical Medicine and Rehabilitation, 92(5), 765–773.
doi:10.1016/j.apmr.2010.12.029