Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Page 148
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015148
UPPELDIS - OG MENNTUNARFRÆÐI 40 ÁRA
SAMSETNING UPPELDIS- OG MENNTUNARFRÆÐIDEILDAR
Þar sem stór hluti þess framhaldsnáms sem verið hafði í Kennaraháskólanum mynd-
aði hina nýju Uppeldis- og menntunarfræðideild var í upphafi nokkurt ójafnvægi á
milli grunn- og framhaldsnáms í deildinni. Þegar grunnnám í uppeldis- og mennt-
unarfræði fluttist sumarið 2009 af Félagsvísindasviði yfir á Menntavísindasvið jöfn-
uðust þessi hlutföll nokkuð þar sem námið var fjölsótt. Hins vegar vissi fólk ekki
hvernig þessu námi myndi farnast á Menntavísindasviði og þótti allt eins líklegt að
nemendum myndi fækka þar sem nálægðin við kennaranámið myndi draga til sín þá
sem hefðu á annað borð áhuga á uppeldi og menntun. Raunin varð hins vegar þver-
öfug, það hefur fjölgað í náminu og nú stendur það mjög vel.
Annað sem komið hefur á daginn er að grunnnámið hefur verið góður styrkur
fyrir framhaldsnámið í deildinni. Margir nemendur sem ljúka grunnnámi sækja sér
framhaldsnám á ólíkar námsleiðir deildarinnar. Einnig hefur samkennsla á Mennta-
vísindasviði, ekki síst samstarf við þroskaþjálfafræði og tómstunda- og félagsmála-
fræði, rennt traustari stoðum undir grunnnámið og gert það hagkvæmara.
Doktorsnám á Menntavísindasviði var frá upphafi skipulagt þvert á sviðið en ekki
innan hverrar deildar fyrir sig. Af þeim sökum hefur ekki verið skilgreint doktors-
nám innan Uppeldis- og menntunarfræðideildar þótt fjölmargir doktorsnemar hafi
útskrifast frá deildinni (orðnir alls 19 haustið 2015). Þetta fyrirkomulag hefur í senn
kosti, svo sem þá að skipulag, utanumhald og gæðaviðmið doktorsnámsins eru sam-
ræmd fyrir allt sviðið, en líka ókosti eins og þá að doktorsnemar eru stundum ekki
nógu vel tengdir starfi í deild.
Í sjálfsmatsskýrslu Uppeldis- og menntunarfræðideildar frá haustinu 2013 kemur
fram að í deildinni voru 19 kennarar, 169 nemendur í grunnnámi, 358 nemendur á
meistarastigi og kennarar deildarinnar leiðbeindu 34 doktorsnemum. Þótt nemend-
um á Menntavísindasviði hafi fækkað nokkuð síðustu ár hefur fjöldinn í Uppeldis- og
menntunarfræðideild haldist nokkuð jafn.
STJÓRNUN OG SKIPULAG Í UPPELDIS- OG
MENNTUNARFRÆÐIDEILD Á MENNTAVÍSINDASVIÐI
Fyrsti deildarforseti Uppeldis- og menntunarfræðideildar var Hanna Ragnarsdóttir.
Hanna hafði staðið að uppbyggingu náms í fjölmenningarfræði við Kennaraháskóla
Íslands og verið aðstoðarrektor skólans síðustu árin fyrir sameiningu. Ásdís Hrefna
Haraldsdóttir tók fljótlega við starfi deildarstjóra í Uppeldis- og menntunarfræðideild
og ásamt Hönnu átti hún eftir að móta verklag í deildinni næstu árin. Ólafur Páll Jóns-
son tók svo við af Hönnu sem deildarforseti 1. júlí 2014.
Fyrsta árið eftir sameiningu Kennaraháskólans og Háskóla Íslands (2008–2009) voru
þrjár námsbrautir í deildinni, Menntunarfræði, Sérkennslufræði og Menntastjórnun
og matsfræði. Á öllum námsbrautunum var boðið upp á nám á framhaldsstigi en nám
á grunnstigi var einungis í boði á námsbrautinni Menntunarfræði; alþjóðlegt nám
í menntunarfræði (180 ECTS). Næsta ár bættist svo grunnnámið í uppeldis- og
menntunarfræði við auk nýrrar námsbrautar á meistarastigi, Sálfræði í uppeldis- og