Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Síða 148

Uppeldi og menntun - 01.07.2015, Síða 148
UPPELDI OG MENNTUN/ICELANDIC JOURNAL OF EDUCATION 24(2) 2015148 UPPELDIS - OG MENNTUNARFRÆÐI 40 ÁRA SAMSETNING UPPELDIS- OG MENNTUNARFRÆÐIDEILDAR Þar sem stór hluti þess framhaldsnáms sem verið hafði í Kennaraháskólanum mynd- aði hina nýju Uppeldis- og menntunarfræðideild var í upphafi nokkurt ójafnvægi á milli grunn- og framhaldsnáms í deildinni. Þegar grunnnám í uppeldis- og mennt- unarfræði fluttist sumarið 2009 af Félagsvísindasviði yfir á Menntavísindasvið jöfn- uðust þessi hlutföll nokkuð þar sem námið var fjölsótt. Hins vegar vissi fólk ekki hvernig þessu námi myndi farnast á Menntavísindasviði og þótti allt eins líklegt að nemendum myndi fækka þar sem nálægðin við kennaranámið myndi draga til sín þá sem hefðu á annað borð áhuga á uppeldi og menntun. Raunin varð hins vegar þver- öfug, það hefur fjölgað í náminu og nú stendur það mjög vel. Annað sem komið hefur á daginn er að grunnnámið hefur verið góður styrkur fyrir framhaldsnámið í deildinni. Margir nemendur sem ljúka grunnnámi sækja sér framhaldsnám á ólíkar námsleiðir deildarinnar. Einnig hefur samkennsla á Mennta- vísindasviði, ekki síst samstarf við þroskaþjálfafræði og tómstunda- og félagsmála- fræði, rennt traustari stoðum undir grunnnámið og gert það hagkvæmara. Doktorsnám á Menntavísindasviði var frá upphafi skipulagt þvert á sviðið en ekki innan hverrar deildar fyrir sig. Af þeim sökum hefur ekki verið skilgreint doktors- nám innan Uppeldis- og menntunarfræðideildar þótt fjölmargir doktorsnemar hafi útskrifast frá deildinni (orðnir alls 19 haustið 2015). Þetta fyrirkomulag hefur í senn kosti, svo sem þá að skipulag, utanumhald og gæðaviðmið doktorsnámsins eru sam- ræmd fyrir allt sviðið, en líka ókosti eins og þá að doktorsnemar eru stundum ekki nógu vel tengdir starfi í deild. Í sjálfsmatsskýrslu Uppeldis- og menntunarfræðideildar frá haustinu 2013 kemur fram að í deildinni voru 19 kennarar, 169 nemendur í grunnnámi, 358 nemendur á meistarastigi og kennarar deildarinnar leiðbeindu 34 doktorsnemum. Þótt nemend- um á Menntavísindasviði hafi fækkað nokkuð síðustu ár hefur fjöldinn í Uppeldis- og menntunarfræðideild haldist nokkuð jafn. STJÓRNUN OG SKIPULAG Í UPPELDIS- OG MENNTUNARFRÆÐIDEILD Á MENNTAVÍSINDASVIÐI Fyrsti deildarforseti Uppeldis- og menntunarfræðideildar var Hanna Ragnarsdóttir. Hanna hafði staðið að uppbyggingu náms í fjölmenningarfræði við Kennaraháskóla Íslands og verið aðstoðarrektor skólans síðustu árin fyrir sameiningu. Ásdís Hrefna Haraldsdóttir tók fljótlega við starfi deildarstjóra í Uppeldis- og menntunarfræðideild og ásamt Hönnu átti hún eftir að móta verklag í deildinni næstu árin. Ólafur Páll Jóns- son tók svo við af Hönnu sem deildarforseti 1. júlí 2014. Fyrsta árið eftir sameiningu Kennaraháskólans og Háskóla Íslands (2008–2009) voru þrjár námsbrautir í deildinni, Menntunarfræði, Sérkennslufræði og Menntastjórnun og matsfræði. Á öllum námsbrautunum var boðið upp á nám á framhaldsstigi en nám á grunnstigi var einungis í boði á námsbrautinni Menntunarfræði; alþjóðlegt nám í menntunarfræði (180 ECTS). Næsta ár bættist svo grunnnámið í uppeldis- og menntunarfræði við auk nýrrar námsbrautar á meistarastigi, Sálfræði í uppeldis- og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.