Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Page 18
SANDKORN n Mikill spenningur ríkir víða í Samfylkingunni fyrir próf- kjör víða á landinu um helgina. Mesta athygli á sennilega eftir að vekja baráttan um annað sæti á lista flokks- ins í Reykja- vík. Dagur B. Eggerts- son, oddviti listans, fær enga sam- keppni um fyrsta sætið en fjórir keppa um annað sætið. Borgar- fulltrúarnir Björk Vilhelmsdótt- ir, Oddný Sturludóttir og Sigrún Elsa Smáradóttir stefna allar á sætið auk varaborgarfulltrúans Dofra Hermannssonar. n Athyglisvert getur verið að fylgjast með hvernig nýliðunum í prófkjöri Samfylkingarinnar gengur. Sóknarpresturinn Bjarni Karlsson og útvarpsmaðurinn Hjálmar Sveinsson eru að stíga sín fyrstu skref í stjórnmálum og stefna á að verða borg- arfulltrúar. Þá er ekki síður fróðlegt að sjá hvern- ig kosningu Margrét K. Sverris- dóttir fær í prófkjörinu. Hún höfðaði löng- um til ýmissa í Samfylkingunni og hefur auðvitað starfað með flokknum í borgarmálum eftir að Ólafur F. Magnússon sneri aftur í borgarstjórn og leiðir hennar til áhrifa innan F-lista lokuðust. n Búast má við harðri baráttu um oddvitasætið hjá Samfylk- ingarfólki í Mosfellsbæ. Þar er gerð hörð atlaga að Jónasi Sig- urðssyni bæjarfulltrúa og odd- vita flokksins síðustu ár. Ýmsir töldu að hann myndi hætta núna en hann kom þeim hinum sömu á óvart með að halda áfram. Þrír bjóða sig fram gegn honum, þar á meðal Gunnlaugur B. Ólafs- son framhaldsskólakennari og Sigrún Pálsdóttir verkefnisstjóri sem bæði stefna á 1. til 3. sæti. Mesta samkeppni fær hann þó líklega frá fyrrverandi þingmanni Samfylkingar og Frjálslynda flokksins, Valdimar Leó Friðriks- syni, sem hefur starfað að bæj- armálum með Samfylkingu og stefnir ótrauður á oddvitasætið. n Sjálfstæðismenn í Hafnar- firði velja frambjóðendur sína fyrir sveitarstjórnarkosningar á laugardag. Rósa Guðbjartsdótt- ir er eini bæjarfulltrúi flokksins sem gefur kost á sér. Síðast fékk flokkurinn einhverja sína verstu útkomu í bænum. Nú er stefn- an sett á að bæta stór- lega við fylgi flokksins og veðja flestir á Rósu í það verkefni. Tveir aðrir gefa þó kost á sér í efsta sætið, Valdimar Svavarsson og Geir Jónsson en sá seinni reynd- ar í fyrsta til fjórða sætið. LYNGHÁLS 5, 110 REYKJAVÍK ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Sverrir Arngrímsson RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is FRÉTTASTJÓRAR: Brynjólfur Þór Guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Elísabet Austmann, elisabet@birtingur.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050. SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Hagsmunir fjölmiðla LEIÐARI Ríkisútvarpið hefur villst af leið und-anfarin ár og undirstrikað að það er ekki aðeins óþarft, heldur jafnvel skaðlegt samfélaginu. Í aðdraganda hrunsins lagði Ríkisútvarpið ekkert til umfjöllunar um háskann í efnahags- lífinu umfram aðra fjölmiðla. Gagnrýnislaus áróður stjórnmálamanna og útrásarvíkinga var sérstaklega áberandi. Áður en yfir lauk hafði RÚV tengt hagsmuni sína við Björgólf Guðmundsson, siðlausan eiganda Lands- bankans. Páll Magnússon útvarpsstjóri og Þórhallur Gunnarsson dagskrárstjóri gerðu samning við auðmanninn, sem nokkru fyrr hreykti sér af því að hafa reynt að kaupa DV til að leggja það niður, vegna þess að frétta- flutningur blaðsins af honum var honum ekki að skapi. En RÚV var ritskoðaranum að skapi, sem segir auðvitað meira um RÚV en hann. Hagsmunir fjölmiðla liggja fyrst og fremst í því að lifa af. Ef fjölmiðill er í taprekstri til lengri tíma veltur líf hans á þeim sem dælir í hann fé. Þannig lifir Morgunblaðið á eigend- um blaðsins sem niðurgreiða það og þannig lifir Ríkisútvarpið á vilja ráðherra hverju sinni til að borga meira af almannafé í reksturinn. Hagsmunir stjórnanda fjölmiðils liggja yfir- leitt í því að hann haldi vinnunni. Ef fjölmið- ill hans er í taprekstri velta hagsmunir hans annaðhvort á getu hans til að snúa rekstr- inum í plús eða velvild eigandans gagnvart honum. Seinna tilfellið býður upp á að hags- munum almennings verði fórnað á kostnað hagsmuna eigandans, enda er að öðru leyti óskiljanlegt að menn haldi vinnunni sem tapa peningum. Ef hagnaður er af fjölmiðli á hann líf sitt undir tekjulindinni. Þannig er tekjulind Fréttablaðsins eingöngu auglýsendur, sem fyrst og fremst eru stærri fyrirtæki. Lang- stærsti hluti tekna DV kemur beint frá lesend- um, ýmist þeim sem kjósa að gerast áskrif- endur eða kjósa að kaupa blaðið í verslunum. DV lendir í vanda ef blaðið vinnur gegn hagsmunum almennings, tekjulindar sinn- ar. Fréttablaðið er í vanda ef það móðgar fyr- irtæki, til dæmis bankana, olíufélögin eða stóru verslanakeðjurnar. Þau hafa ítrekað sýnt viljann í verki og refsað fjölmiðlum fyrir umfjöllun. Þannig hafa Arion banki og Lands- bankinn einungis viljað auglýsa í Fréttablað- inu og Morgunblaðinu, en aldrei í DV. Ástæð- an er mjög skiljanleg. Bankar vilja helst ekki birta sérhannaðan boðskap sinn á sama stað og komið er upp um blekkingar þeirra gegn almenningi. Morgunblaðið kemst fyrst í vanda ef það móðgar eigendahópinn sem niðurgreiðir stórfellt tapið á útgáfu þess. Áhrif almenn- ings á blaðið eru hverfandi. Jafnvel uppsögn 10 þúsund áskrifenda í mótmælaskyni dug- ir ekki til að hafa áhrif á blaðið, enda er það niðurgreitt í áróðurstilgangi af hópi sem hef- ur sameiginlega fjárhagslega hagsmuni af því að vinna gegn fyrningu kvótans og inngöngu í Evrópusambandið. Og af nógu er að taka hjá aðaleigandanum, ríkustu konu landsins, eins og fjallað er um í helgarblaði DV. Frá því að Fréttablaðið styrkti stöðu sína í góðærinu, fjármagnað af auglýsendum sem líkaði umfangsmikil dreifing og jákvæður fréttaflutningur af fyrirtækjum, veiktust aðr- ir fjölmiðlar. Á sama hátt veikjast fjölmiðlar sem eru í samkeppni við niðurgreidda starf- semi Ríkisútvarpsins. Stærstu fréttastofur landsins eru þannig alfarið niðurgreiddar af pólitíska valdinu annars vegar og viðskipta- valdinu hins vegar. DV er að mestu fjármagn- að beint af almenningi. Samningurinn við Björgólf Guðmundsson var aðeins hluti af afleiðingum þess að Rík- isútvarpið villtist af leið í peningaleit sinni. Í stað þess að halda sig við menningarlegt og lýðræðislegt hlutverk sitt varð aðaláhersl- an að stunda virka samkeppni við aðra fjöl- miðla og ná af þeim auglýsingatekjum. RÚV seldi meira að segja Áramótaskaupið til fast- eignasölu. Smám saman fór RÚV að leggja meiri áherslu á vinsælt efni sem myndi skapa stofnuninni auknar tekjur. En tilgangur RÚV er einmitt að bjóða upp á menningarlega gilt efni sem er ekki nógu vinsælt til að geta staðið undir sér með fjármagni frá fyrirtækjum sem vilja auglýsa. Ríkisútvarpið hefur tvenns konar meg- inhlutverk, menningarlegt og lýðræðislegt. Menningarlega hlutverkið má auðveldlega rækja öðruvísi, til dæmis með ríkiksstyrkj- um til allra annarra fjölmiðla fyrir menning- arumfjöllun og með því að takmarka rekstur RÚV við Rás 1 og menningarefni í Sjónvarp- inu. Útvarpsstöðvum RÚV hefur hnignað hratt síðustu ár. Íslendingar hlustuðu að meðaltali á Rás 1 og Rás 2 í 8,5 tíma á viku árið 2008. Á tveimur árum hefur hlustunin fallið niður í 6,3 tíma á viku. Þeir sem eru yngri en 49 ára hlusta reyndar aðeins á þessar stöðvar í 2,8 tíma á viku. Enda er það ekki forsendan fyrir rekstri Ríkisútvarpsins að fólk vilji nota það. Ef okkur mislíkar Ríkisútvarpið, til dæmis vegna gagnrýnisleysis þess gagnvart yfirvöld- um og stórfyrirtækjum, getum við ekkert gert. Við getum ekki sagt upp áskriftinni. Í raun fel- ast áhrif okkar í því að geta kosið stjórnmála- flokka á fjögurra ára fresti, sem hafa hina eða þessa afstöðu til RÚV. Það eru engin raun- veruleg áhrif. RÚV sækir fjármögnun sína til ráðherra, en ekki beint til almennings. Lengst af hafa hinir einráðu útvarpsstjórar ver- ið valdamenn í stjórnmálaflokkum, eins og Markús Örn Antonsson, fyrrverandi borgar- stjóri Sjálfstæðisflokksins. Ríkisútvarpið hef- ur verið misnotað af hinu pólitíska valdi og verður misnotað aftur. Enda eru stjórnmála- flokkarnir það eina sem veitir RÚV aðhald. Ekki getur almenningur það. Rekstur Ríkisútvarpsins í núverandi formi er skaðlegur hagsmunum almennings. Hann treystir í sessi það form fjölmiðils sem er hvað ólíklegast til að gæta hagsmuna almennings, ef frá eru taldir fjölmiðlar sem eru niður- greiddir af valdaklíkum. Tilvist RÚV er ekki forsenda þess að hið vandaða fjölmiðlafólk sem þar starfar haldi áfram störfum í fjöl- miðlum. Spyrlar Kastljóssins, Egill Helgason og fréttamenn Spegilsins myndu án nokkurs vafa verða ráðnir á aðra fjölmiðla til að halda áfram góðu starfi sínu, sem almenningur vill njóta. Ríkisútvarpið er ekki aðeins í heildina óþarft, heldur skaðlegt. Það snýst ekki um persónur, heldur um formið. Niðurgreiðslan á RÚV eykur líkurnar á því að aðrir íslenskir fjölmiðlar þarfnist niðurgreiðslna til að lifa af samkeppnina. RÚV er því ekki aðeins ófrjálst að forminu til, heldur ýtir það undir að aðr- ir fjölmiðlar verði ófrjálsir og fjarlægist hags- muni almennings. Niðurgreiddir fjölmiðlar starfa á endanum í þágu þess sem fjármagn- ar tapið, en ekki fólksins í landinu. Og yfirleitt er það fjölmiðlaefni þjóðfélagslega mikilvæg- ast sem hvorki stórfyrirtækin né ráðherrarnir vilja að líti dagsins ljós. Skjaldborg um skrattakolla Kæru landsmenn, ef það er satt að núverandi ríkisstjórn hafi ekki gert neitt til að rétta hlut fólksins, sem til- heyrir þeirri deild sem kallast heim- ilin í landinu, þá er kominn tími til að skipta um stjórn. Ef það er rétt að einungis hafi verið slegið skjaldborg um hagsmuni fjármagnseigenda, þá er kominn tími til átaka. Ef skratta- kollarnir eru þeir einu sem uppréttir skulu standa, eftir að þeir lögðu hag- kerfi þjóðarinnar í rúst, þá er kominn tími til að gera hér byltingu. Getur það verið að Steingrímur J. sé í liði með auðvaldinu? Getur það verið að hann sé að auðvelda mönn- um leið að peningum, gegnum kerfi sem byggt er á bókfærðu tapi? Get- ur verið að orð Jóhönnu um skjald- borgina hafi einungis átt að verða að eyrnafyllingu? Eru hin frómu orð einungis hjóm fyrir hnípna þjóð? Kæru Íslendingar, í þúsundatali horfist okkar fólk í augu við eymd og volæði, á sama tíma og okkur er sagt að ríkisvaldið sé að rétta skrattakoll- um allt sem hugsast getur. Núna og ekki seinna en núna þurfum við að fá svör. Okkur er sagt að í landinu sé vinstristjórn – stjórn sem vinnur að lausn flókinna vandamála. En það er ekki endalaust hægt að ljúga því að okkur að mál séu svo flókin að þau verði ekki rædd. Vinstrimenn sem leyfa AGS að smeygja snöru um háls okkar og hundsa það að fara dóm- stólaleið í samningum, til að rétta hlut fjöldans, þeir eru ekki vinstri- menn. Það þarf að vinna verk í þágu fjöldans – ekki á næstunni heldur strax í dag. Hingað til hefur allt verið unnið í þágu fámennrar klíku. Víst er það rétt að núverandi ríkisstjórn kom að hruni og rústum, þar sem ríkisfyr- irtækin höfðu verið einkavædd eða sett í ohf-farveg, kvótinn gefinn sæ- greifum, bankarnir seldir skuldu- nautum og svona má lengi telja. En góðum verkum í nútíð verður ekki frestað með fláræði fyrri ára. Núna þarf að taka til, vinna verk í þágu fjöldans. Helst þurfum við að komast hjá því að greiða skuld- ir óreiðumanna og svo þarf að taka til baka þær gjafir sem ríkið hefur fært auðvaldsklíkum. Ef í ljós kemur að menn hafi steypt þjóðinni í glöt- un þá þarf að refsa þeim mönnum. Það verður ekki fyrirgefið að eilífu að stjórnmálamenn verndi sína örfáu vini en veiti síðan fjöldanum náð- arhögg í gáleysi. Ef þeir sem stjórna landinu eru vanhæfir aular og all- ir sem einn innvígðir og múraðir í spillingu hrunsins þá þarf fjöldinn að taka völdin. Ég tilheyri hóp sem hingað til hef- ur stutt þessa stjórn. En þolinmæði mín er á þrotum. Stjórnin ætlar enn á ný með allar sínar þrautir í fláræði að fresta því að fara réttar brautir. KRISTJÁN HREINSSON skáld skrifar „Getur það verið að Steingrímur J. sé í liði með auðvaldinu?“ SKÁLDIÐ SKRIFAR 18 FÖSTUDAGUR 29. janúar 2010 UMRÆÐA JÓN TRAUSTI REYNISSON RITSTJÓRI SKRIFAR. Niðurgreiddir fjölmiðlar starfa í þágu þess sem niðurgreiðir, en ekki almennings.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.