Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Side 36
36 FÖSTUDAGUR 29. janúar 2010 VERÖLD BOLLINN SEM REFSAR DRYKKJUÓÐUM Pýþagórasarbolli er heiti á drykkjarfangi sem neyðir þann sem drekkur til að neyta drykkjarins aðeins í hófi. Bollinn leyfir neyt- andanum að fylla hann með víni upp að ákveðnu marki. Ef sá sem drekkur fyllir bollann upp að mark- inu má hann drekka í friði. Ef sá sem drekkur sýnir græðgi hins vegar með því að fylla glasið umfram það, hellir bollinn niður innihaldinu í gegnum botninn, oftast í kjöltu hins óhófsama drykkjumanns. Bollinn ber útlit venjulegs drykkjarfangs fyrir utan að súla stendur í miðjunni. Eðlisfræðileg öfl valda því að drykkurinn hellist niður ef óhóflega er hellt í bollann. Vökvaþrýstingur í pípum innan í bollan- um og súlunni sjá til þess. Bollinn er sagður uppfinning hins mikla forngríska stærðfræðings Pýþag- órasar frá eyjunni Samos, en ferðamenn geta keypt bollann í minjagripabúðum á grísku eyjunni. UMSJÓN: HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON, helgihrafn@dv.is HJÓLSÖGIN Í HAFINU n Hjólhákarlinum svipaði mjög til hárkarlategunda nútímans en hann varð útdauður fyrir um 300 milljón árum. Hárkarlategundir nútímans eru stöðugt að missa tennur og koma því nýjar jafnskjótt í staðinn, liggja þannig nokkrar raðir tanngarða saman í hvorum kjálka fyrir sig. Hjá hjólhákarlinum var þetta öðruvísi háttað því hann hafði sérstakan neðri kjálka sem leit út eins og hjólsög. Nýjar tennur á hjólinu ýttu þeim eldri burt. Líffræðingar eru ekki á eitt sáttir um alla starfsemi tannanna í þessum útdauða hákarli, en eitt er víst að hann leit mjög furðulega út. RISAVAXIN HUNDRAÐFÆTLA n Arthropleura armata var gríðarlega stór hundraðfætla sem varð útdauð fyrir um rúmlega 300 milljón árum síðan en ekki þykir líklegt að dýrið snúi aftur í bráð, sem betur fer kannski. Það er stærsta hryggdýrið á landi sem vitað er um í sögunni og náði um 2,5 metra lengd. Dýrið átti enga óvini á landi, en ekki er vitað hvernig það dó út. Líklegt er að smærri arthropleura-tegundir hafi nærst á plöntum á meðan þær stærstu hafi verið alætur og notað sterkbyggða kjálkana til að hakka í sig græna rétti og til að veiða smávaxin dýr og skordýr. Líffræðingar telja að þessi risavaxna hundraðfætla hafi nærst á um tonni af gróðri á ári. STÆRSTI API SÖGUNNAR n Prímatar eru ættbálkurinn sem sameinar menn, apa og lemúra. Giganto pithecus, „gríðarstóri apinn“, er talinn vera stærsti prímati sem uppi hefur verið. Vitað er að hann lifði í Kína, Suðaustur-Asíu og á Indlandi. Hann var allt að 3-4 metrar á hæð þegar hann reis upp á afturlappirnar. Tegundin er talin hafa verið uppi um nokkuð langt skeið, frá 5 milljónum ára til 300-200 þúsund árum síðan. Ekki er vitað nákvæmlega út af hverju gigantopithecus varð útdauður en sumir telja að hann hafi ekki getað aðlagað sig breyttum skilyrðum á jörðinni en ísöld var skollin á um það leyti sem apinn hvarf. Gigantopithecus var fjarskyldur ættingi órangútans. Margir halda að pýramídarnir í Giza í Egyptalandi liggi einir í víðum faðmi eyðimerkurinnar. Ástæðan er að flestar ljósmyndir sem við sjá-um af þessum ótrúlegu undrum fornaldarinnar eru teknar frá sama sjónarhorni, hliðinni sem snýr út að eyðimörkinni. Fæsta langar til að smella myndum af pýramídunum frá þeirri hlið er snýr að úthverfum stórborgarinnar Kaíró. Það virðist á einhvern hátt eyðileggja fyrir ferðalöngum þá einföldu sýn er þeir hafa af pýramídunum. Líkt og þeir vilji flýja raunveruleikann og ímynda sér að ríki faraóanna sé enn þá við lýði. Mörgum ferðalöngum þykir þannig grátlegt að horfa upp á nútímabygg- ingarnar er hafa hrannast upp við rætur pýramídanna. Í þessum byggingum er mikil starfsemi í kringum túrismann, en Giza er einn vinsælasti ferðamanna- staður í heimi. Einnig hefur það verið erlendum ferðamönnum hinn mesti þyrnir í augum að sjá að skyndibitakeðjurnar KFC og Pizza Hut selja mat í nokkurra skrefa fjarlægð frá djásnum Fornegyptanna. Blaðamaður rakst inn á spjallsvæði á tjáskiptasíðunni reddit.com þar sem nábýli pýramídanna og Pizza Hut var rætt. Ónefndum netverja leist illa á fyr- irkomulagið og spurði: „Hverjum datt eiginlega í hug að reisa pýramída við hliðina á pizzastað?“ Áslaug Einarsdóttir kvikmyndagerðarkona ferðaðist til Egyptalands fyrir nokkrum árum. „Þetta var eins og vera persóna í súrrealskri bíómynd að sitja á Pizza Hut og horfa á Spfinxinn fyrir utan gluggann. Þarna er ákaflega sérstök menningarleg blanda og svæðið í kringum pýramídanna alltaf að verða vest- rænna,“ segir Áslaug. PIZZA HUT PÝRAMÍDARNIR Í GIZA OG SPFINXINN OG PÍTSAN Fæstir vita að fáein skref skilja sfinxinn og Pizza Hut að. Enda hafa flestir einungis séð ljósmyndir á borð við þessa. Í FORNÖLD? Ljósmyndarar velja frekar að mynda pýramídana frá hliðinni er snýr að eyðimörkinni. HORFT ÚT AF PÍTSUSTAÐNUM Útsýnið yfir pýramídanna er stórkostlegt frá Pizza Hut. DV1001288722

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.