Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2010, Blaðsíða 43
29. janúar 2010 FÖSTUDAGUR 43 Eiður Smári Guðjohnsen er kominn aftur til Englands. Hann gengur nú í raðir Tottenham eftir að hafa verið hársbreidd frá því að endurnýja kynni sín við Gianfranco Zola hjá West Ham. Var þetta rétt valið hjá Eiði? West Ham er lið án framherja á meðan Tottenham er með fjóra mjög góða framherja. Bíður hans meiri bekkjarseta eða slær hann aftur í gegn? BEKKURINN BÍÐUR EIÐS „Að fara í eitthvert annað lið á Eng- landi væri eiginlega skref niður á við,“ hefur Eiður Smári Guðjohnsen látið hafa eftir sér. Eiður lék auðvit- að lengi á Englandi með Chelsea og varð tvisvar Englandsmeistari. Þessi orð mælti hann þegar ljóst væri að hann myndi yfirgefa Chelsea og svo aftur síðar meir þegar látið var að því liggja að hann væri að fara frá Barce- lona. Hann er þó kominn í þá stöðu að geta ekki annað en fallið frá þessum orðum, og það er allt í lagi. Hann gengur nú í raðir Tottenham þegar öll vötn virtust renna til West Ham. En hvað bíður hans hjá Tottenham? Meiri bekkjarseta? Hjá Tottenham eru tveir landsliðsframherjar Eng- lands sem Harry Redknapp, stjóri liðsins, lætur byrja alla leiki. Meira að segja markamaskínan og fyrir- liði liðsins, Robbie Keane, er látinn verma tréverkið. ZOLA SVIKINN Mikið hefur verið skrifað og skrafað í enskum fjölmiðlum um Eið Smára Guðjohnsen eftir því sem honum hefur gengið verr og verr í franska boltanum. Breska pressan hefur ávallt dásamað hann og hefur und- anfarnar vikur og mánuði keppst við að koma honum að í úrvalsdeild- inni. Lengi vel var haldið að Sam Allardyce hjá Blackburn myndi fá Eið til sín en undanfarið hefur West Ham verið hvað áhugasamast um Eið. Gianfranco Zola, stjóri West Ham, lék með Eiði hjá Chelsea og eru þeir ágætir vinir. Samkvæmt fréttum frá Englandi fór Eiður í læknisskoðun hjá West Ham og virtist ekki annað í stöðunni en hann myndi ganga í raðir liðsins. Það var þá sem Harry Redknapp, stjóri Tottenham, bland- aði sér í málin. Hann hafði samband við Arnór Guðjohnsen, föður Eiðs, og upp frá því hófst rússíbanareið. Svo fór á endanum að Eið- ur samdi við Tottenham, að því er virðist ekki peninganna vegna eins og margir vilja halda fram. Harry Redknapp fullyrti í fjölmiðlum að Totten ham myndi ekki greiða krónu meira en West Ham væri að bjóða honum. Mætti því segja að Eiður hafi svikið félaga sinn Zola á endan- um. Stuðningsmenn félagsins, það er að segja West Ham, hafa allavega ekki vandað Eiði Smára kveðjurnar á spjallborðum félagsins. Hafa þar fallið mörg misfalleg orð. BÍÐUR BARA BEKKURINN? West Ham virtist í fljótu bragði vera draumastaður fyrir Eið að komast á. Lið þar sem hann væri orðinn kóngurinn enda hefði hann verið eitt langstærsta nafnið í liðinu. Það sem meira er þá er West Ham í fram- herjavandræðum og vantar einmitt leikmann eins og Eið. Reynslumik- inn mann með afbragðstækni sem getur haldið boltanum, haldið uppi spilinu, verið fyrir aftan fremsta mann og jafnvel sett nokkur mörk. Staðan er klárlega önnur hjá Tot- tenham. Þar er framherjaparið al- gjörlega niðurneglt. Landsliðs- mennirnir Jermaine Defoe og Peter Crouch eru klárlega par númer eitt hjá Harry Redknapp enda fáir þjálfarar í heiminum jafnhrifn- ir af því að vera með einn stór- an og annan lítinn frammi. Eru þeir svo geirnegldir frammi að fyrirliði liðsins, Robbie Keane, kemst ekki lengra en á bekkinn. Það er ansi gróft þegar hugsað er til þess að Keane hefur rað- að inn mörkunum fyrir Totten- ham og ekki má gleyma að hann er 10. markahæsti leik- maður ensku úrvalsdeildar- innar frá upphafi. Tottenham er síðan með fjórða framherjann, Rússann Roman Pavlychenko. Ansi líklegt er þó að hann yfirgefi félagið, sérstaklega með komu Eiðs. Eiður þarf líka að vona það til þess að verða ekki fimmti framherji liðsins. Harry Redknapp hefur lýst yfir aðdá- un sinni á Eiði en blákalt á málið lit- ið er Redknapp gífurlega íhaldssam- ur og spilar á því sem hann heldur að virki endalaust. Og honum verður ekki haggað. Ekki eru heldur miklar líkur á því að Eiður detti niður á miðjuna. Totten ham spilar 4-4-2 með tvo afar vinnusama miðjumenn. Er erfitt að hugsa til þess að Redknapp treysti Eiði Smára í það verkefni. En einu má ekki gleyma. Það sem alltaf er sagt um Eið Smára Guð- johnsen. Hann kemur allt- af til baka. Þannig mað- ur er hann. Enski bolt- inn hentar honum og Tottenham er vel spilandi lið. Nú er samt komið að Eiði að svara öllum. Og það gerir hann á vell- inum. TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is JERMAIN DEFOE n Mörk á tímabilinu: 19 n Landsleikir/mörk: 37/11 PETER CROUCH n Mörk á tímabilinu: 12 n Landsleikir/mörk: 34/16 ROBBIE KEANE n Mörk á tímabilinu: 10 n Landsleikir/mörk: 92/40 19 MÖRK12 MÖRK 10 MÖRK KEPPINAUTARNIR EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN Endurkoma eða bekkjarseta?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.