Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Síða 12
Skattaskjól á aflandssvæðum, sem eru yfir níutíu talsins í heiminum í dag, eru helst notuð í ferns konar til- gangi; að komast hjá því að greiða skatta, láta peninga hverfa, þvo ólög- lega peninga og fela eignarhald. Skatta- og reglugerðarumhverfið á aflandssvæðunum er tiltölulega ein- falt. Þar leika fyrirtækin eða félögin nánast lausum hala í þeim skilningi að mjög erfitt er að fá upplýsingar um þau og ef þær fást leiða þær til enn meiri flækju. Lengur að berast til Íslands Það er þetta umhverfi sem íslensk fyrirtæki og einstaklingar hafa nýtt sér út í hörgul síðustu ár, en þess- ar aðferðir voru mun lengur að ber- ast til Íslands en til annarra þjóða. Í grein sem Eva Joly og Raymond Ba- ker skrifuðu og fjallar um ólöglegt flæði fjármagns segir að viðskipti í gegnum aflandssvæði hafi byrjað fyrir alvöru á sjöunda áratug síðustu aldar. Hugmyndir fæðast Áður en íslensku bankarnir voru einkvæddir voru starfsmenn þeirra farnir að bjóða viðskiptavinum sín- um, bæði fyrirtækjum og einstakl- ingum, upp á einkabankaþjónustu á aflandssvæðum. Þannig greinir Morgunblaðið frá því í frétt í byrjun janúar árið 2000 að Landsbankinn sé farinn að bjóða upp á svokallaða af- landsþjónustu. Gunnar Þ. Andersen, núverandi forstjóri Fjármálaeftirlits- ins, var á þessum tíma framkvæmda- stjóri alþjóða- og fjármálasviðs Landsbanka Íslands og stjórnar- formaður aflandsfyrirtækis Lands- bankans á eyjunni Guernsey. Segir Gunnar í samtali við Morgunblaðið að hugmyndin að þessu aflandsfyrir- tæki hafi fæðst árið 1997. Halldór J. Kristjánsson var banka- stjóri Landsbankans á þessum tíma. Haft er eftir honum í fréttinni að það sem fyrst og fremst vaki fyrir stjórn- endum Landsbankans með stofn- un aflandsfyrirtækis á Guernsey sé að breikka alþjóðlega þjónustu og „gefa kost á lögsögu, eins og Guern- sey, sem sérhæfir sig í því að veita hagstæð skattaleg skilyrði til rekstr- ar og býður upp á einfaldar og ódýr- ar lausnir í alþjóðlegum viðskiptum“. Halldór sagði mikla þörf á þessari þjónustu hjá einstaklingum og fyrir- tækjum. Þvottur peninga Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur verið harðsnúinn andstæð- ingur skattaskjóla um árabil og sagt að það sé nauðsynlegt að taka á þeim sem eru að misnota skattkerfi. Í grein Evu Joly og Raymond Baker sem áður er vitnað til er meðal ann- ars fjallað um aðferðir glæpahópa við að þvo peninga í skattaskjólum. Það er athyglisvert að lesa ummæli Hallórs J. Kristjánssonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbanka Íslands, í Morgunblaðinu árið 2000. „Sumir spyrja sig hvort aflandsþjónusta sé á einhvern hátt tengd því sem ekki þolir dagsljósið. Það er fjarri því, þannig starfsemi myndi Landsbank- inn aldrei stunda og yfirvöld í Gu- ernsey eru mjög ströng hvað þetta varðar. Ein ástæðan fyrir að við völd- um Guernsey var einmitt sú að þeir reka mjög nákvæmt bankakerfi og eru með mjög öflugar aðgerðir sem beinast t.d. gegn peningaþvætti. Bankaleyndin nær því ekki til ólög- legra hluta,“ er haft eftir Halldóri í Morgunblaðinu. Flókin kerfi Flækjustigið getur verið mjög hátt í aflandssvæðaviðskiptum. Kerf- in eru flókin með það að markmiði að fela slóð peninganna eða eign- arhaldsins. Á mannamáli; pening- arnir eru látnir hverfa með flóknum fléttum á milli aflandsfélaga, eign- arhaldsfélaga og skúffufyrirtækja í löndum þar sem bankaleyndin er algjör. Fjölmargar ríkisstjórnir úti um allan heim hafa á umliðnum árum kvartað mikið undan aflands- svæðunum og því mikla peninga- flæði sem fer í gegnum þessi svæði án eftirlits. Í tímaritinu Tíund sem Ríkisskattstjóri gefur út er flóknu dæmi úr íslenskum veruleika lýst þar sem eignarhald var falið með kynslóðum átta fyrirtækja. Eitt dæmi af mörgum Brugðið er ljósi á aðeins eina þeirra aðferða sem íslensk fyrir- tæki og einstaklingar hafa notað við að komast hjá því að greiða skatta. Aðferðin er einföld. Íslenskt eignarhaldsfélag á hlut í stóru fyr- irtæki á Íslandi. Eignarhaldsfélag- ið stofnar dótturfyrirtæki í Lúx- emborg, svokallað skúffufyrirtæki, sem aftur stofnar aflandsfélag. Það félag á svo eignarhaldsfélagið á Ís- landi. Á einhverjum tímapunkti lánar aflandsfélagið eignarhalds- félaginu á Íslandi háa upphæð. Þegar eignarhaldsfélagið fær svo greiddan arð frá fyrirtækinu sem það á stóran hlut í, er arðurinn not- aður til að greiða vexti af háa lán- inu sem aflandsfélagið lánaði. Af því er ekki greiddur skattur. Arður- inn fer því inn á reikninga skúffu- fyrirtækisins í skjóli aflandsfélags- ins. Aðferðirnar eru fjölmargar. Stjarnfræðilegar upphæðir Upphæðirnar á hverju ári, sem taldar eru renna í gegnum félög og sjóði á aflandssvæðum um all- an heima eru sagðar nema á bil- inu eitt til þrjú þúsund milljarð- ar bandaríkjadala – 129 þúsund til 387 þúsund milljarða íslenskra króna - upphæðir sem eru stjarn- fræðilegar á íslenskan mælikvarða. Í grein Evu Joly eru tölurnar sagðar á reiki eftir því hvaða stofnun legg- ur mat á þessa starfsemi. Kemur í ljós Steinunn Guðbjartsdóttir, for- maður Slitastjórnar Glitnis banka, gat ekki svarað þeirri spurningu á blaðamannafundi á miðvikudag vegna stefnu bankans á helstu eig- endur hans, hvort þessir einstakl- ingar ættu fjármagn eða eignir í skattaskjólum. Fræg er fréttin sem fréttastofa Stöðvar 2 fór fram með um stórfellda peningaflutninga ís- lenskra auðmanna í skattaskjól á Tortóla – sú frétt var reyndar dreg- in til baka. Það er þó ljóst að í huga margra er það staðreynd að eignir séu faldar í útlöndum. John Chris- tensen, talsmaður samtaka um réttláta skatta, er þess fullviss að miklar fjárhæðir hafi verið fluttar í skattaskjól frá Íslandi og bygg- ir hann þá skoðun sína af reynslu víða um heim. Á næstu misserum eiga mörg dómsmál eftir að rísa og uppgjör fyrirtækja eftir að fara fram. Miðað við hvað íslenskir lögmenn segja, sem nú starfa við þessi mál, er ljóst að þegar allt kemur upp á yfirborð- ið eiga flækjurnar eftir að koma í ljós og það hvort hægt sé að finna peningana. 12 FÖSTUDAGUR 14. maí 2010 FRÉTTIR Eignarhaldsfélagið skuldar aflandsfélaginu á Panama háar fjárhæðir. Arðurinn frá íslenska fyrirtækinu er því not- aður til að greiða vexti af þeim lánum og renna til aflandsfélagsins, inn á reikninga skúffufyrir- tækisins í Lúxemborg. Þær greiðslur eru skattfrjálsar. Íslenska fyrirtækið greiðir arð til eignarhaldsfélagsins, en arðgreiðslur milli hlutafélaga eru undanþegnar skatti. Ísland Íslenskt fyrirtæki í fullum rekstri. Ísland Íslenskt eignarhaldsfélag sem á stóran hlut í íslenska fyrirtækinu. Panama Aflandsfélag Lúxemborg Bankareikningar/ skúffufyrirtæki Aflandsfélagið verður eigandi að íslenska eignarhaldsfé- laginu. Stofnar skúffufyrirtæki í Lúxemborg Dótturfélag stofn- sett á aflandssvæði Verður eigandi að hlutabréfunum í lúxemborgíska skúffufyrirtækinu Leikendur n Íslenskt fyrirtæki í rekstri á Íslandi. n Íslenskt eignarhaldsfélag sem á stóran hlut í íslenska fyrirtækinu. n Eignarhaldsfélagið stofnar dótturfélag (skúffufyrirtæki) í Lúxemborg með aðstoð banka þar í landi. n Skúffufyrirtækið í Lúxemborg stofnar aflandsfélag í Panama, sem hefur bankareikninga í Lúxemborg. n Aflandsfélagið á Panama er 100% eigandi að Íslenska eignarhaldsfélag- inu, sem aftur á stóran hlut í Íslenska fyrirtækinu sem er í rekstri hér á landi. 1 2 3 4 FLÓKNAR SLÓÐIR OG HÁAR UPPHÆÐIR Talið er að um eitt til þrjú þúsund milljarðar bandaríkjadala flæði á ólöglegan hátt um fjármálakerfi heimsins ár hvert. Aðferðirnar sem notaðar eru við að fela eignarhald eða peninga eru flóknar og viðamiklar. Flækjurnar eru flóknar og finnast á Íslandi. JÓHANNES KR. KRISTJÁNSSON blaðamaður skrifar: johanneskr@dv.is Miðað við hvað íslenskir lög- menn segja, sem nú starfa við þessi mál, er ljóst að þegar allt kemur upp á yfirborðið eiga flækjurnar eftir að koma í ljós og það hvort hægt sé að finna pen- ingana. EIN AÐFERÐIN Hér má sjá hvernig íslenskt eignarhaldsfélag kemst hjá því að greiða skatt af arði og koma þeim peningum í skjól. Í GREIN EVU JOLY OG RAYMONDS BAKER ER FJALLAÐ UM ÓLÖGLEGT FLÆÐI FJÁRMAGNS OG ER UPPBYGGINGIN ÚTSKÝRÐ MEÐ ÞESSUM HÆTTI: n Skattaskjól (e. Tax havens) - Innheimta litla eða enga skatta af uppsöfnuðum hagnaði sem hefur safnast upp með ýmsum leiðum. n Leyndarsvæði (e. Secrecy jurisdictions) - Leyfir aðilum sem safna upp þessum hagnaði að fela sig á bakvið leppa og stjórnarmenn svo ekki sé hægt að greina raunverulegt eignarhald. Þessa leynd er hægt að kaupa í flestum skattaskjólum. n Dulbúin fyrirtæki (e. Disguised corporations) - Eru í milljóna tali um allan heim og eru falin af fjárhaldsmönnum sem eru leigðir til verksins. n Færsla lögheimilis (e. Red- omiciliation provisions) - Gerir aðilum kleift að færa lögheimili dulbúins fyrirtækis til annars leyndarsvæðis ef yfirvöld reyna að komast að raunverulegu eignarhaldi með fyrirspurnum eða rannsókn. n Óþekktir sjóðir (e. Anonymous trust accounts) – Sjóðirnir eru verndaðir af fjárhaldsmönnum en geta starfað að mörgu leyti sem fyrirtæki. n Falskar stofnanir (e. Fake foundations) – Móttekur og ráðstafar fé í nafni stofnunar sem utanfrá virðist raunveruleg. n Fölsk verðlagning (e. Falsified pricing) – Notað í vöruviðskiptum og er langstærsta aðferðin sem notuð er í ólöglegum fjármagnsflutningum. Vörur eru undirverðlagðar í útflutningi og yfirverðlagðar í innflutningi. n Peningaþvætti (e. Money laundering techniques) – Ólöglega fengnum peningum komið í umferð þar sem þeir sýnast löglegir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.