Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Qupperneq 26
FJÖLBREYTT Á SÓDÓMU Hljómsveitirnar Árstíðir og Lights On The Highway standa fyrir tónleik- um á Sódómu á laugardag auk enska söngvaskáldsins Toms Hannay. Hann mun stíga á svið með nokkr- um íslenskum spilurum. Tónleikarnir eru undirbúningur Árstíða fyrir tón- leikaferð um Svíþjóð en Lights on the Highway er nýkomin úr tónleikaferð til London þar sem sveitin gerði góða hluti. Lag hennar Leiðin heim hefur fengið mikla spilun undanfarið og verið í toppsæti vinsældalista Rásar 2 svo vikum skiptir. UM HELGINA VINJETTUHÁTÍÐ Á EYRARBAKKA Vinjettuhátíð verður haldin í Húsinu á Eyrarbakka á sunnu- daginn klukkan 16. Níu einstaklingar munu lesa þar upp, þar á meðal Auðbjörg Guðmundsdóttir, fyrrv. húsfreyja í Húsinu, Sigurgeir H. Friðþjófsson leikari, Þóra Grétarsdóttir leikkona og Ármann Reynisson vinjettuhöfundur. Einnig verður boðið upp á píanó- og flautuleik. Gert er ráð fyrir að dagskráin standi í tvær klukkustundir. Aðgangur er ókeypis. BEDROOM COMMUNITY Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU Stofnendur Bedroom Commu- nity, þeir Valgeir Sigurðsson, Nico Muhly, Ben Frost og Sam Ami- don, halda tónleika í Þjóðleik- húsinu á sunnudag. Tónleikarn- ir kallast The Whale Watching Tour og eru partur af Listahá- tíð í Reykjavík. Þeir félagar hafa gert það gott víða um Evrópu með tónleikunum en tónleikarn- ir á sunnudag eru þeir síðustu í röðinni. Ýmsir listamenn koma fram á tónleikunum svo sem Nadia Sirota, Una Sveinbjarnar- dóttir, Borgar Magnason og Helgi Hrafn Jónsson. Tónleikarnir hefj- ast klukkan 20.00 og er miðaverð 3.500 krónur. 26 FÖSTUDAGUR 14. maí 2010 David Byrne tekur þátt í Listahátíð í Reykjavík í ár: POPPSTJARNA Á LISTAHÁTÍÐ VIGDÍS SETUR VATNSMÝRAR- HÁTÍÐ Vatnsmýrarhátíð verður sett á laug- ardag klukkan 14.00 við Norræna húsið. Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, setur hátíðina en hún er helguð vísindum og leik, umhverfi og náttúru, börn- um landsins og barnamenningu. Á hátíðinni koma fram fjölmargir listamenn svo sem Blikandi stjörn- ur, Lúðrasveitin Svanur og trúðar úr leikritinu Bláa gullið. Við gróðurhús Norræna hússins verður skemmti- leg bragðtilraunasmiðja fyrir börn. Henni stýrir Mads Holm, upplýs- ingafulltrúi Norræna hússins fyrir nýnorrænan mat. Allir velkomnir. David Byrne er sennilega best þekkt- ur sem tónlistarmaður og meðlimur hljómsveitarinnar Talking Heads. Þegar því samstarfi lauk hélt Byrne áfram að vinna að margvíslegum tónlistarverk- efnum, en einnig að myndlist. Hann vinnur talsvert með innsetningar í al- mannarými og utan hefðbundinna sýn- ingarsala og hefur Byrne sýnt ýmis verk víða um heim allt frá árinu 1990. Á Listahátíð í Reykjavík er Byrne með tvær innsetningar; annars veg- ar Inside Out, ljósmyndir í gluggum Hafnarhúss Listasafns Reykjavíkur, og hins vegar Moral Dilemmas sem sam- anstendur af siðferðislegum og eða ein- kennilegum spurningum sem lesa má auk svarmöguleika á upplýsingastönd- um Reykjavíkurborgar. Þetta er í fyrsta sinn sem síðarnefnda sýningin er sýnd í almenningsrými. Verk beggja þessara sýninga eru komin upp.  „Pshyco killerinn“ Byrne segir með- al annars um ljósmyndaverkefnið að hann hafi alltaf hrifist af auglýsinga- tækninni sem notuð sé til að þekja hlið- ar og glugga strætisvagna. Fólkið sem sé inni í vagninum sjái út en það fólk sem úti er og horfir inn sjái aðeins stóru aug- lýsingamyndirnar. „Það er eins og heimurinn sé pakk- aður inn í myndir og auglýsingar; eins og hvert yfirborð sé ekki bara það sjálft, heldur eitthvað annað líka. Mér datt í hug að setja dyr og glugga yfir glugga, til að leika mér að þessu fyr- irbrigði. Kannski augljós hugmynd. En ef nútímalistasafn gæti litið út eins og nútímalistasafn en einnig eins og samblanda af lúxushóteli, vefnaðar- vöruverslun og venjulegu húsi – þá væri það dásamlegt.“ David Byrne Í kunnuglegum stellingum. Á Listahátíð í Reykjavík sýnir Byrne á sér hlið sem færri þekkja til. MYND GETTY STÓRSTJÖRNUR SÝNA SAMAN Verk eftir miklar stjörnur myndlistar- heimsins gefur að líta á sýningum sem opnaðar verða í Listasafni Íslands um helg- ina í tengslum við Listahátíð í Reykjavík. Á einni þeirra verður sýnd fræg mynda- röð Cindy Sherman sem skaut henni upp á stjörnuhimininn fyrir þrjátíu árum, grafík verk eftir sjálfan Edvard Munch eru á annarri og loks verður opnuð yfir- litssýning á íslenskri myndlist frá lokum 19. aldar til nútímans. „Hún er á topp tíu í heiminum á meðal myndlistarkvenna myndi ég segja. Serían sem við erum að sýna er fyrsta serían hennar og skaut henni upp á stjörnuhimininn þegar hún var kornung,“ segir Sigríður Mel- rós Ólafsdóttir, annar sýningarstjóra sýninganna þriggja sem opnaðar verða í Listasafni Íslands á morgun, laugardag. Hún talar þar um banda- rísku myndlistarkonuna Cindy Sher- man sem á myndirnar á sýningunni Ónefnd kvikmyndaskot, eða Untitled Film Stills. Myndaröðin sem þar gefur að líta samanstendur af 69 svarthvítum ljós- myndum sem unnar voru á árunum 1977 til 1980. Sherman sviðsetur þar sjálfa sig í ímynduðum kvikmyndum sem kalla fram hughrif löngu liðinn- ar gullaldar svörtu myndanna svo- kölluðu, film noir, um miðja 20. öld. „Þessi myndaröð breytti stöðu ljósmyndarinnar sem miðils í list- inni,“ segir Sigríður. „Á þessum tíma var myndlistarheimurinn dálít- ið karlaveldi og stærstu málararn- ir voru miklar stjörnur. Síðan kemur hún þarna kornung með þessa seríu, allt annan miðil, og má segja að hún skjóti körlunum að nokkru leyti ref fyrir rass. Og Sherman hefur haldið sínu alveg síðan. Hún kemur reglu- lega með nýjar myndaraðir og þær eru ekkert að dala. Sherman hefur þannig verið stórstjarna í þrjátíu ár.“ Myndaröð sem markaði tímamót Á myndunum ímyndar Sherman sér að hún sé í senu í einhverjum bíómyndum. Þetta eru ekki neinar ákveðnar kvikmyndir sem hafa ver- ið gerðar, og hún er engin ákveðin kvikmyndapersóna eða kvikmynda- stjarna, að sögn Sigríðar. „En þetta eru allt trúverðugar myndir, myndir sem líta út eins og senur í gömlum, svarthvítum kvikmyndum.“ Þau tímamót sem myndaröðin markaði segir Sigríður fyrst og fremst felast í þeim möguleikum sem Sher- man sýndi fram á að hægt er að nota í listrænni notkun og framsetningu ljósmynda. „Allt í einu verður mögulegt að nota ljósmyndina sem listaverk. Hún er ekki ljósmyndari heldur myndlist- armaður og presenterar þetta sem listaverk. Jafnframt notar hún per- formans á nýjan hátt. Hún er sjálf á öllum myndunum, hún farðar sig, er með leikmynd og búninga og býr þannig til leikrit eða performans sem birtist bara í myndinni. Og hún er ein að verki – hún er ljósmyndar- inn, módelið, farðarinn, leikmynda- hönnuðurinn og hvaðeina. Enginn sér þetta fyrr en myndin er tilbúin og með þessu öllu setur hún perfor- mansinn í aðeins aðra vídd.“ Sigríður bætir við að Sherman hafi þó vissulega ekki verið algjör- lega ein á þessari listrænu leið með ljósmyndaformið. Þetta hafi ver- ið í deiglunni víða um heim, á Ís- landi hafi Sigurður Guðmundsson til dæmis verið farinn að vinna með ljósmyndir. Betra seint en aldrei Spurð hvers vegna þessi þekkta myndaröð Shermans sé sett upp hér á landi núna segir Sigríður að Cindy Sherman Ein myndanna í myndaröðinni frægu. ÓNEFND KVIKMYNDASKOT / UNTITLED FILM STILLS, 1978 SVARTHVÍT LJÓSMYND / BLACK AND WHITE PHOTOGRAPH 8 X 10 TOMMUR / INCHES MEÐ LEYFI LISTAMANNS OG METRO PICTURES / COURTESY OF THE ARTIST AND METRO PICTURES
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.