Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Page 28
28 FÖSTUDAGUR 14. maí 2010 NÆRMYND Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður og hugmynda- fræðingur Kaupþings, er tvímæla- laust maður vikunnar í þjóðmála- umræðunni á Íslandi. Hann er eftirlýstur af Interpol eftir að gef- in var út handtökuskipun á hendur honum vegna rannsóknar sérstaks saksóknara, Ólafs Haukssonar, á málefnum Kaupþings. Sigurður hef- ur ekki orðið við tilmælum sérstaks saksóknara um að koma til lands- ins í yfirheyrslur heldur hefur hann reynt að semja við embættið um að hann verði ekki handtekinn ef hann kemur til landsins frá Bretlandi. Í liðinni viku fylgdist Sigurð- ur með úr fjarlægð þegar fjórir af helstu samstarfsmönnum hans hjá Kaupþingi voru handteknir og yf- irheyrðir af sérstökum saksókn- ara vegna gruns um að þeir hefðu framið ýmiss konar lögbrot þeg- ar þeir stýrðu bankanum. Sigurður var hjartað í Kaupþingi, helsti hug- myndafræðingur bankans, æðsti stjórnandi og sá sem keyrði hömlu- litla útrás bankans áfram. Sigurður hlaut því einnig að lenda í sigti sak- sóknarans. Sigurður dvelur nú á tveggja milljarða króna heimili sínu í Chel- sea-hverfinu í London og veltir fyr- ir sér næstu skrefum: Hvort hann komi hingað til lands til að fara í yfir- heyrslu eða ekki. Sigurður er nánast umsetinn af blaðamönnum hvaða- næva að sem vilja ná af honum tali vegna handtökuskipunarinnar og er hann nánast eins og fangi á eig- in heimili. Menn í kringum Sigurð hafa spáð í spilin með honum og var honum fyrst ráðlagt að fara til Ís- lands í yfirheyrslu. Eftir að breska lögreglan Scot- land Yard gaf það út að hún myndi ekki framselja Sigurð til Íslands kom annað hljóð í strokkinn. Þá voru ráðleggingar manna í kringum hann frekar á þann veginn að hann ætti að „þrauka í varnarstöðunni“, eins og einn þeirra orðaði það. Sigurður er því eiginlega kom- inn í þá stöðu, eftir að hafa gefið ákæruvaldinu á Íslandi langt nef, að hann verður að bíða af sér storm- inn í London: Hann og sérstakur saksóknari, Ólafur Hauksson, eru í störukeppni á meðan heimsbyggð- in fylgist með. „Þrjóskari en andskotinn“ Í kalda stríðinu við ákæruvaldið á næstunni mun einn helsti eiginleiki Sigurðar líklega koma sér afskaplega vel fyrir hann. Sigurður þykir nefni- lega með þrjóskari mönnum sem fyrirfinnast. „Hann er þrjóskari en andskot- inn,“ segir fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi sem DV ræddi við. Nær allir viðmæl- endur DV nefna þetta karaktereinkenni einna fyrst þegar þeir eru spurðir um Sigurð. Annar viðmæl- andi blaðsins, sem stund- aði viðskipti með Sigurði á fyrstu árum aldarinnar, segir að Sigurður sé „mjög ákveð- inn og fastur fyrir“. Annar háttsettur fyrrverandi starfs- maður Kaup- þings notar einnig það orðalag að Sigurður sé „þrjóskur al- veg eins og andskot- inn“. „Hann er alger keppnismað- ur; ég hef aldrei hitt mann sem þolir álag eins vel og hann... Síðustu dag- ana sem Kaupþing lifði fyrir hrun og allt samfélagið var komið upp í loft var hann alveg ótrúlega yfirveg- aður. Ég veit ekki hvort hann fór heim til sín og piss- aði svo á sig en það var ekki að sjá á honum að þetta hefði mikil áhrif á hann. Á meðan all- ir voru í panikki var hann alveg pollró- legur,“ segir starfs- maðurinn, sem vann með Sigurði í nokkur ár. Þessi eiginleiki Sigurðar mun örugglega nýtast hon- um vel á næstunni á meðan hann verst á heimili sínu í London og væntanlega einnig í kjöl- farið, eftir að hann verður handtekinn og yfirheyrð- ur sem hlýtur óhjákvæmi- lega að ger- ast. Kjarkaður nagli Við þessa einþykkni og þrjósku sem viðmælendur blaðsins nefna bætist svo að Sigurður þykir kjarkaður - enda segir það sig kannski sjálft út frá því hvernig hann hefur neitað að koma til landsins þrátt fyrir beiðni saksóknara. „Hann er ekki heigull, eins og menn hafa verið að tala um út af því að hann hefur ekki komið heim, heldur er hann mjög kjarkaður. Hann er alveg tilbúinn til þess að mæta örlögum sínum. Og það er sann- færing EFTIRLÝSTUR RÁÐHERRASONUR Sigurður Einarsson í Kaupþingi hefur farið frá því að þiggja fálkaorðu til þess að vera eftirlýstur af Inter- pol á einungis nokkurra ára tímabili. Hann komst í hæstu hæðir í íslensku samfélagi og var hampað sem æðsta stjórnanda stærsta banka landsins en er nú alræmdur. Fyrrverandi samstarfsmenn Sigurðar bregða upp mynd af gríðarlega þrjóskum keppnismanni sem gefst aldrei upp. INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar: ingi@dv.is STARFSMANNALÁNIN MISTÖK Einn af viðmælendum DV ræðir um það að stærstu mis- tök Sigurðar Einarssonar sem stjórnarformanns Kaup- þings hafi verið þrenn: „Stærstu mistökin eru þrenn hjá honum. Í fyrsta lagi flutti hann ekki bankann úr landi. Í öðru lagi byrjaði hann of seint að selja eignir eins og Storebrand og FIH því hann hafði svo mikla trú á Kaup- þingi og hélt reyndar, alveg fram á síðasta dag, að þetta myndi reddast. Í þriðja lagi voru þessi starfsmanna- lán svakaleg mistök hjá honum. Hann skildi hundruð manna eftir í mjög erfiðri stöðu, fólk sem hafði ekkert að gera með ákvarðanir bankans. Leiðtogar eiga ekki að skilja undirmenn sína eftir úti á hafsjó. Það var algert bull hjá honum að tryggja það ekki að við starfsmennirnir þyrftum ekki að bíða skaða af þessum starfsmannalán- um. Siggi skildi fullt af fyrrverandi starfsfólki sínu eftir í mjög erfiðum málum. Það er fullt af fólki sem þjáist út af þessu. Þetta er ekki eitthvað sem fyrirtæki á að gera við fólk: Starfsmenn eiga ekki að bíða skaða af hvatakerfi.“ Þess skal getið að viðmælandi DV sem lét þessi orð falla fékk starfsmannalán frá Kaupþingi. LÍTIÐ FYRIR SMÁATRIÐI „Sigurður var stjórnandi sem skipti sér lítið af smátriðum og gaf ungu fólki víðtækt frelsi og mikla ábyrgð. Hann er þekktur fyrir að ýkja tölur og það er fræg sagan af honum þegar hann var spurður hversu margir byggju á Íslandi og hann svaraði: „Innan við milljón.“ Það var þetta ofur- sjálfstraust sem skildi hann frá okkur hinum til að byrja með.“ Ármann Þorvaldsson um Sigurð. Tekið úr bók hans Ævintýraeyjunni, bls. 20. „HEIÐURSMAÐUR“, SEGIR PÁLMI „Hann er alger heiðurs- maður. Og það er með ólíkindum að horfa upp á þessa aðför að honum. Ég þekki hann ekki að öðru en því að vera strangheiðarlegur og traustur maður. Þau samskipti sem ég hef átt við þennan mann eru aðeins af hinu góða. Hann er maður sem var í þessari stöðu og gerði það vel - þó það eigi kannski ekki við að orða þetta svona í dag,“ segir Pálmi Haralds- son, kenndur við Fons, um Sigurð. Samruninn mikli Kaupþing sameinaðist Búnaðarbankanum á vormánuðum 2003 og tóku starfsmenn Kaupþings yfir hinn nýja sam- einaða banka. Sigurður og Hreiðar Már Sigurðsson sjást hér með Sóloni Sigurðssyni og Hjörleifi Jakobssyni, stjórnendum Búnaðarbankans. Á milli lagatækna Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, sækir nú fast að ná Sigurði til landsins til yfirheyrslu. Gestur Jónsson lögmaður gætir hagsmuna Sigurðar í málinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.