Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2010, Síða 40
MORÐ OG MATREIÐSLA Katherine Mary Knight var fyrsta ástr- alska konan sem dæmd var til lífstíðarfangelsisvistar án möguleika á reynslulausn. Katherine Mary var sakfelld fyrir morðið á sambýlismanni sínum, John Charles Thomas Price. Eftir að hafa myrt John Charles gerði hún að líki hans og útbjó mál- tíðir sem hún ætlaði að bera fyrir börn hans. Lesið um morðkvendið og matreiðslukonuna Katherine Mary í næsta helgarblaði DV. ÞJÓÐVEGAMORÐINGINN William George Bonin, „Þjóðvegamorðinginn“, rændi, nauðgaði og myrti alls fjórtán unglingsdrengi á árunum 1979 og 1980. Bonin var grunaður um að hafa myrt fleiri karlmenn en var þó aldrei ákærður fyrir þau morð. William George Bonin stóð ekki einn í fjöldamorðunum sem hann framdi í Los Angeles-sýslu frá 1979 til 1980. Sér til aðstoðar hafði hann unga karlmenn á aldr- inum 17 ára til 21 árs, en fórnar- lömbin voru ungir karlmenn á aldrinum tólf ára til tuttugu og eins; puttaferðalangar, skóla- nemar og jafnvel karlkyns hórur. Allajafna voru fórnarlömbin neydd inn í Chevy-Van Bonins þar sem þau voru yfirbuguð, hendurnar bundnar og þeir síð- an beittir kynferðislegu ofbeldi. Ungu karlmennirnir sem lentu í klónun á Bonin og kumpánum hans voru síðan flestir kyrktir með eigin skyrtubolum, en sum- ir voru reyndar barðir til bana. Tveir þeirra voru neyddir til að drekka klórsýru og á tveimur hafði ísstingur verið rekinn inn í annað eyrað. Enn einn drengur- inn fékk slag og dó áður en Bonin gat klárað verkið. Flestir voru þeir drepnir inni í bifreið Bonins og líkum þeirra síðan fleygt í vegarkantinn á þjóðvegum víða í Kaliforníu. Við að minnsta kosti ellefu morð naut Bonin aðstoðar einhvers eins af fjórum karlmönnum sem vitað er að hafi verið samverkamenn hans. Eins árs morðæði hefst Fyrsta morðið sem Bonin var ákærður fyrir var morðið á Thom- as Lundgren, fjórtán ára putta- lingi sem Bonin neyddi inn í bíl sinn að morgni 28. maí 1979. Lík Lundgrens fannst við þjóðveg í Agoura og krufning leiddi í ljós að hann hafði verið barinn, stung- inn og kyrktur. Að auki höfðu kynfæri hans verið fjarlægð. Morðið framdi Bonin með aðstoð Vernons Butts sem var grunaður um að hafa verið til taks við að minnsta kosti sex morð. Þremur mánuðum síðar, 4. ágúst, rændi Bonin sautján ára gutta, Mark Shelton, og myrti hann, og daginn eftir rændu Bonin og Butts þýskum putta- ferðalangi, Marcus Grabs. Þegar þeir höfðu lokið sér af með hann var hann stunginn oftar en sjötíu sinnum og fleygt út í vegarkant á þjóðvegi í Malibú. Ekki létu Bonin og Butts þar við sitja heldur rændu og myrtu fimmtán ára dreng, Donald Hy- den, og losuðu sig við líkið af honum nærri Ventura Freeway 27. ágúst. Frá september fram til desem- ber 1979 myrti Bonin fimm unga menn til viðbótar, annaðhvort einn eða í félagi við Butts eða annan skósvein sinn, hinn nítj- án ára James Munroe. Munroe var Bonin innan handar í desem- ber við að myrða Dennis Frank, sautján ára. Yngsta fórnarlambið tólf ára William Bonin fagnaði nýju ári 1980 með því að myrða Michael McDonald, 16 ára, 1. janúar. Rúmum mánuði síðar, 3. febrúar, rændi Bonin, í félagi við Gregory Miley, fimmtán ára puttaferða- langi, Charles Miranda. Eftir að hafa misnotað Miranda kynferð- islega, og kyrkt hann með stálvír, henti Bonin líkinu í húsasund. En Bonin var ekki búinn að fá nóg þennan daginn og stakk upp á því við Miley að þeir næðu í einn dreng enn. Örfáum klukkustund- um síðar, á Huntington-strönd, rændu, nauðguðu og myrtu Mil- ey og Bonin James McCabe. McCabe var aðeins tólf ára og var yngsta fórnarlamb Bonins. Hann hafði verið á leiðinni í Disney- land þegar hann varð á vegi tví- menninganna, en lík hans fannst illa farið þremur dögum síðar við ruslagám í borginni Walnut. Morðin vekja athygli fjölmiðlanna Boni lét lítið fyrir sér fara til 14. mars, en þá lét hann til skarar skríða þegar hann rændi Ronald Gaitlin, 18 ára, og áður en mán- uðurinn hafði runnið sitt skeið hafði Bonin myrt þrjá að auki. 10. apríl rændi og myrti Bonin tvo unga menn og endurtók þannig leikinn frá 3. febrúar með því að fremja tvö morð einn og sama daginn. Þremur vikum síð- ar, 29. apríl, í Stanton nörruðu Butts og Bonin nítján ára ung- ling, Darin Kendrick sem vann í stórmarkaði, inn í bifreið Bonins þar sem henni hafði verið lagt á bílastæði markaðarins. Butts og Bonin losuðu sig við líkið af Kendrick einhvers staðar nærri Artesia Freeway. 19. maí brá svo við að Butts neitaði að verða Bonin samferða í einn morðleiðangurinn. Bonin lét það ekki aftra sér frá því að ræna, nauðga og myrða Sean King, 14 ára dreng frá South Gate. Í kjölfar morðsins fór Bonin heim til Butts og gumaði af verknað- inum. En nú var svo komið að morðin höfðu náð áthygli fjöl- miðlanna sem gáfu morðingjan- um viðurnefnið Þjóðvegamorð- inginn. Kunningi Bonins opnar munninn 29. maí heyrði einn kunningja Bonins, táningur að nafni Billy Pugh, af morðunum í útvarpinu þegar hann afplánaði fangelsis- dóm fyrir bílþjófnaði. Pugh grun- aði að Bonin gæti átt hlut að máli og viðraði grunsemdir sínar við lögregluna. Lögreglan kannaði í kjölfarið bakgrunn Bonins og í ljós kom að Bonin hafði á bakinu fjölda dóma fyrir kynferðisleg- ar árásir á táningsdrengi. Því var ákveðið að setja Bonin undir eft- irlit og hófst það 2. júní 1980. Sama dag og eftirlitið hófst náði Bonin þó sínu síðasta fórn- arlambi, hinum átján ára Steven Wells. Bonin rændi honum við strætisvagnaskýli og hafði hann með sér heim til sín. Wells var nauðgað, hann barinn og að lok- um kyrktur með eigin skyrtubol. Við morðið naut Bonin aðstoð- ar James Munro, sem leigði hjá Bonin um það leyti. Bonin naut hins vegar aðstoðar bæði Munros og Butts við að losna við líkið af Wells. 11. júní, níu dögum eftir að eftirlitið með Bonin hófst, hafði lögreglan erindi sem erfiði. Lög- reglan fylgdist með þegar Bonin reyndi, án árangurs, að lokka fimm táningspilta inn í bifreið sína. Það ver ekki fyrr en í sjöttu tilraun sem Bonin tóks ætlunar- verk sitt. Lögreglan elti Bonin þar til hann lagði bílnum á bílaplani við Santa Moniva Boulevard þar sem lögreglan handtók Bonin fyr- ir árás á fimmtán ára dreng, Har- old T. Pítsa í síðasta mál Þegar Bonin var í varðhaldi ját- aði hann að hafa rænt , nauðgað og myrt tuttugu unga menn og drengi, og einum betur og nefndi Butts til sögunnar sem sinn helsta hjálparkokk. Bonin var ákærður fyrir 16 morðanna sem hann ját- aði á sig og voru það mál sem sak- sóknari hafði óyggjandi sannanir fyrir sekt Bonins í. Bonin sýndi aldrei iðrun og þegar einn fréttamaður spurði Bonin hvað hann væri sennilega að gera ef hann hefði ekki náðst svaraði Bonin: „Ég væri enn að drepa, ég gæti ekki hætta að drepa. Það varð auðveldara með hverju morði.“ William Bonin var fyrsti dauðadæmdi fanginn í Kaliforn- íu sem var tekinn af lífi með ban- vænni sprautu. Síðasta máltíð Bonins var, að hans eigin ósk, tvær stórar pepperónipítsur, einn og hálfur lítri af kaffirjómaís og sex litlar dósir af kókakóla. Bonin var tekinn af lífi 23. febrúar 1996 í aftökuklefanum í ríkisfangelsinu í San Quentin. UMSJÓN: KOLBEINN ÞORSTEINSSON, kolbeinn@dv.is 40 FÖSTUDAGUR 14.maí 2010 SAKAMÁL Ég væri enn að drepa, ég gæti ekki hætta að drepa. Það varð auðveldara með hverju morði. Bonin í járnum Þjóðvegamorð- inginn játaði á sig 21 morð en var sakfelldur fyrir sextán.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.