Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Qupperneq 6
6 föstudagur 4. júní 2010 fréttir
Nýir veNdir sópa
n Fréttir um 37 prósenta hækkun
kyndingarkostnaðar á svæði Orku-
veitu Reykjavík-
ur á næstu árum
leggst illa í íbúa
höfuðborgar-
svæðisins. Þeir
eins og aðrir hafa
þurft að þola
miklar búsifjar
vegna allskyns
æfinga ráða-
manna og útrásarvíkinga sem um
síðir leiddu til hruns bankakerfisins.
Spakir menn benda á að Orkuveitan
hafi að nauðsynjalausu tapað um 70
milljörðum króna á undanförnum
árum, einkum með andvaraleysi í
gengismálum á tímum þegar flestir
vissu að krónan ætti eftir að falla eins
og steinn. Nú, þegar nýir vendir sópa
von bráðar í borgarstjórn, búast menn
allt eins við því að Hjörleifur Kvaran,
forstjóri OR, lendi í sorptunnunni.
Hvað gera HiNir
fátæku?
n Hannes Hólmsteinn Gissurarson
stjórnmálafræðiprófessor hættir ekki
að koma mönn-
um á óvart. Hann
skrifaði í vikunni
tímamótapistil
á vefmiðli Press-
unnar þar sem
hann réttlætti
kaup atvinnurek-
enda á fylgispekt
Sjálfstæðisflokks-
ins við drauma þeirra um frjálst at-
vinnulíf. Styrkir við flokka, sem and-
snúnir væru frjálsu atvinnulífi, væru
óréttlætanlegir. Rifjast þá upp sagan
af því þegar fjáraflamenn Sjálfstæð-
isflokksins stóðu á gólfi hjá Jóni Ólafs-
syni og sögðu honum að fjölmiðlafyr-
irtæki hans bæri að greiða 5 milljónir
til flokksins. Jón neitaði og naut ekki
upp frá því frjálsa atvinnulífsins í
boði Sjálfstæðisflokksins.
ÞjóðerNisHlið
króNuNNar
n Vísir menn eru hugsi varðandi
fléttu Más Guðmundssonar seðla-
bankastjóra í gjaldeyrismálum. Þykir
mörgum sem of miklar fórnir séu
nú færðar fyrir krónuna með því að
véla lífeyrissjóðina til þess að selja
erlendar eignir
sínar fyrir 512
milljónir evra og
kaupa fyrir þær
íslenskar krónur.
Efasemdamenn
segja að einmitt
þetta ættu lífeyr-
issjóðirnir ekki að
gera. Með þessu
sé lítil þjóð að setja öll egg sín í sömu
körfuna, allt í þágu krónu sem ávallt
snýr þjóðernishliðinni upp. Auk þess
hegði ríkið og Seðlabankinn sér eins
og hver annar útrásarvíkingur með
því að bjóða lífeyrissjóðunum góð
kjör. Lífeyrissjóðirnir leiði hins veg-
ar hjá sér að mjög áhættusamt er að
skipta við íslenska ríkið.
Þeir bræðurNir
n DV sagði frá því á dögunum að fyr-
irtækið Hringbraut ehf. hefði hreiðr-
að um sig í húsakynnum Base ehf. á
Keflavíkurflugvelli. Fyrirtækið hefur
gert samning við tryggingarfélagið
Sjóvá um að taka við tjónabílum af til-
teknum gerðum
og endurvinna
úr þeim vara-
hluti. Bræðurn-
ir Árni og Þór
Sigfússynir koma
með beinum og
óbeinum hætti að
Hringbraut hvor
úr sinni áttinni.
Árni situr í stjórn
Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar
sem seldi Base ehf. almennnings-
eigur á vellinum á sínum tíma. Úr
hinni áttinni kemur Þór, bróðir hans,
þótt nafn hans hafi verið þurrkað út
af pappírum. Sést hefur til Þórs með
Sverri Gunnarssyni, aðaleiganda
Hringbrautar, eftir að Sjóvársamn-
ingurinn var gerður.
sandkorn
SlitaStjórnarmaður
í viðSkiptafléttum
Ólafur Garðarsson, slitastjórnarmaður hjá Kaupþingi, átti hlut að máli þegar Magn-
ús Jónatansson, náinn viðskiptafélagi Ólafs, gerði nýverið tilraun til að komast yfir
hálfbyggðar glæsiíbúðir á Seltjarnarnesi. Ólafur og Magnús voru viðskiptafélagar í
stórfelldum fasteignaviðskiptum í Örfirisey.
Ólafur Garðarsson, formaður slita-
stjórnar Kaupþings, tengist við-
skiptahugmyndum með eignir sem
heyra nú undir Arion banka. Ólafur
og Magnús Jónatansson, viðskipta-
félagi hans, hafa meðal annars skipst
á upplýsingum við starfsmenn fyrir-
tækjasviðs Arion banka um mögu-
leg kaup Magnúsar á hálfbyggðum
glæsiíbúðum á Hrólfsskálamel á Sel-
tjarnarnesi.
Í samtali við blaðamann DV neit-
aði Ólafur því í fyrstu að kannast við
að hafa komið nálægt málinu en
kvaðst síðar hafa komið boðum milli
sín, Magnúsar og Halldórs Bjark-
ars Lúðvígssonar hjá fyrirtækjasviði
Arion banka. DV er kunnugt um að
viðskiptafélagarnir Ólafur og Magn-
ús hafi í aprílmánuði síðastliðnum
einnig verið í sambandi við Inga
Guðmundsson vegna málsins, en
hann er yfirmaður á fyrirtækjasviði
Arion banka.
Glæsiíbúðir
Íslenskir aðalverktakar byggðu íbúð-
irnar við Hrólfsskálamel en svæð-
ið hefur verið skipulagt eftir að Ís-
bjarnarhúsið og fleiri hús á melnum
voru rifin. Allt verkefnið komst um
síðir í hendur verktakafyrirtækisins
Ármannsfells, en Landey, dótturfé-
lag Arion banka, hefur nú tekið yfir
rekstur félagsins og eignir þess.
Íbúðirnar við Hrólfsskálamel eru
á mismunandi byggingarstigi, en tal-
ið er að ljúka megi frágangi margra
þeirra á skömmum tíma. Aðeins er
búið í einni íbúð sem stendur, tvær
íbúðir til viðbótar eru seldar og
samningar um sölu á fjórum til við-
bótar eru í uppnámi samkvæmt upp-
lýsingum sem DV hefur aflað. Eins
og gefur að skilja hafa Arion banki og
Landey, dótturfélag bankans, hag af
því að fá sem mest út úr íbúðunum
og framkvæmdunum á Hrólfsskála-
mel. Það gæti gerst með tvennum
hætti; að Landey komi sjálft eignun-
um smám saman í verð eða selji þær
hæstbjóðanda.
Um er að ræða mikil verðmæti.
Íbúðirnar við Hrólfsskálamel 2 til 8
eru metnar á um 1,7 milljarða króna
samkvæmt upplýsingum sem Ingi
Guðmundsson hjá fyrirtækjasviði
Arion banka lét Ólafi Garðarssyni í té
í byrjun apríl síðastliðins. Upplýsing-
unum var augljóslega komið til Ól-
afs vegna þess að hann hafði gefið til
kynna að hann væri með áhugasam-
an kaupanda.
Ólafur kom raunar ótvíræðum
boðum til Inga Guðmundssonar
og Halldórs Bjarkars Lúðvígssonar
þessa sömu daga um að Magnús Jón-
atansson hefði áhuga á að kaupa all-
ar íbúðirnar af Arion banka. Í kjölfar-
ið bað Ingi um fund með Magnúsi til
að ræða málið frekar og hitti Magn-
ús Inga eða aðra starfsmenn Arion
banka síðar í aprílmánuði.
Viðskiptahugmynd fæðist
Eins og áður segir kannaðist Ólaf-
ur ekki við málið þegar blaðamaður
DV bar það upp við hann í upphafi.
Hann viðurkenndi síðar að hafa ver-
ið í sambandi við menn í Arion banka
vegna málsins og nefndi nafn Hall-
dórs Bjarkars í því sambandi. Sagðist
Ólafur ekki vera í neinum viðskipt-
um með eignir Arion banka sem væri
auk þess óviðkomandi störfum hans
í slitastjórn Kaupþings. Aðspurður
gaf hann jafnframt til kynna að slík
tengsl væru auk þess óviðeigandi.
Magnús Jónatansson segir í sam-
tali við DV að hann hafi haft ákveðn-
ar hugmyndir um framkvæmdir á
Hrólfsskálamel. „Ég vissi af þessu og
að lítil hreyfing væri varðandi íbúð-
irnar og lóðina. Ég spurði Ólaf við
hvern ég ætti að tala innan bankans
og það er allt og sumt. Þetta lognað-
ist út af eftir fyrsta fund þar sem lóð-
in var komin í hendur Seltjarnarnes-
bæjar.“
Þessi orð Magnúsar benda til þess
að hann hafi ekki aðeins haft áhuga á
íbúðunum heldur einnig óbyggðum
hluta lóðarinnar sem Seltjarnarnes-
bær fékk nýlega í skiptum fyrir Lýsi-
slóðina svonefndu.
Magnús lýsir Ólafi viðskiptafélaga
sínum sem vammlausum manni.
„Það er vandfundinn slíkur heilinda-
maður. Hann er góður lögfræðing-
ur og réttsýnn í viðskiptum,“ segir
Magnús.
Nánir viðskiptafélagar
Ólafur og Magnús eru nánir við-
skiptafélagar og stofnuðu meðal
annars eignarhaldsfélagið MÓS 2009
ehf. í lok síðasta árs ásamt Steini
Loga Björnssyni. DV hefur heimildir
fyrir því að MÓS ehf. hafi í samvinnu
við Askar Capital og erlent fyrirtæki
haft uppi áform um að bjóða í trygg-
ingarfélagið Sjóvá, sem að mestu
leyti er nú í eigu kröfuhafa Glitnis.
Askar Capital er nú starfrækt í skjóli
skilanefndar Glitnis.
Íslandsbanki á um 10 prósent í
Sjóvá en unnið er að sölu tryggingar-
félagsins af hálfu skilanefndarinnar
og Íslandsbanka.
Ólafur og Magnús komu að kaup-
um á hreinlætisvörufyrirtækinu
Besta ehf. á dögunum, en meðal
kaupenda var Ingólfur Garðarsson,
bróðir Ólafs.
Félagið Lindberg ehf., sem var að
hluta í eigu Ólafs, skuldar Icebank
rúmlega 3,5 milljarða króna. Eftir
því sem næst verður komist er Lind-
berg enn í eigu Magnúsar Jónatans-
sonar, eignarhaldsfélagsins Grettis-
stiklna og Icebank. Vísbendingar eru
um að Ólafur Garðarsson vinni enn
fyrir félagið. Lindberg keypti á árun-
um 2006 og 2007 tugi fasteigna í Örf-
irisey í Reykjavík. Skuldir félagsins
nú eru um 2,3 milljarðar króna um-
fram eignir samkvæmt ársreikningi
fyrir árið 2008. Ljóst er að kröfuhaf-
ar neyðast til þess að afskrifa umtals-
vert af skuldum félagsins.
Vel haldnir skilanefndar- og
slitastjórnarmenn
Ólafur Garðarsson er hæstarétt-
arlögmaður og einn af eigendum
Lögfræðistofu Reykjavíkur. Eigend-
ur lögfræðistofunnar eru áberandi
í skilanefndum og slitastjórnum
Landsbanka Íslands hf. og Kaup-
þings. Þar má nefna lögmennina
Lárentsínus Kristjánsson, formann
skilanefndar Landsbankans, og
Steinar Þór Guðgeirsson, formann
skilanefndar Kaupþings. DV hef-
ur áður greint frá ríflegum kjörum
skilanefndar- og slitastjórnarmanna
en þeir hafa innheimt upp und-
ir 25 þúsund krónur á tímann. Tíu
klukkustunda vinnudagur getur því
hæglega skilað 250 þúsund krónum
í verktakagreiðslum.
Skilanefndir eru nú undir boðv-
aldi kröfuhafa í hinum föllnu bönk-
um en ekki Fjármálaeftirlitinu.
Slitastjórnir föllnu bankanna eru
skipaðar af Héraðsdómi Reykjavík-
ur og lítur Fjármálaeftirlitið svo á að
boðvald yfir þeim sé að einhverju
leyti undir dómstólnum.
Vélað um glæsiíbúðir Glæsiíbúðirnar á Hrólfsskálamel 2 til 8 eru metnar á samtals
1,7 milljarða króna. Arion banki reynir nú að koma þeim í verð.
Slitastjórnarmaðurinn Ólafur
Garðarsson er einn af eigendum
Lögfræðistofu Reykjavíkur og hefur frá
upphafi verið í innsta kjarna hóps sem
fæst við skil og slit Kaupþings.
H&N-mynd Minnisvarði góðæris
ÍAV hóf byggingu íbúðanna við Hrólfs-
skálamel. Arion banki hefur leyst þær
til sín en bankinn er að sínu leyti undir
stjórn skilanefndar Kaupþings.
JÓHaNN HauKSSoN
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Ég spurði Ólaf við hvern ég ætti að
tala innan bankans og
það er allt og sumt.