Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 4. júní 2010 FRÉTTIR Sigríður Benediktsdóttir, hagfræð- ingur og einn höfunda Rannsókn- arskýrslu Alþingis, kom fram á ráð- stefnunni Tengslanet – Völd til kvenna, sem haldin var á Bifröst síð- astliðinn föstudag. Þar fjallaði Sigríð- ur Benediktsdóttir um brotalamir í bankakerfinu og skort eftirlitsaðila á hugrekki til þess að takast á við vand- ann. Hætti eftir rannsókn á Baugi Hugleysið mætti sjá af ýmsu, með- al annars því að Fjármálaeftirlit- ið gaf eftir þær reglur sem það setti við einkavæðingu bankanna um að Samson-félagið mætti ekki vera í öðr- um rekstri en bankarekstri til þess að koma í veg fyrir að hægt væri að leggja bréf Landsbankans að veði til þess að kaupa Eimskip. Eftir tveggja ára þrýsting frá eigendum Lands- bankans var reglunum breytt og þeim leyft að fara í annan rekstur samhliða bankarekstri. Enda hefði verið „ticking box“ eft- irlit með fjármálakerfinu, þar sem reglurnar voru sveigðar mjög til að hægt væri að uppfylla ákveðin skil- yrði. „Ef við hugsum efni fram yfir form. Sjálf er ég mun hrifnari af grísku aðferðinni en þeirri rómversku, og þá er ég ekki að meina að við eigum að safna skuldum eins og Grikkir. Gríska leiðin felst í því að setja upp stoð- ir sem halda og leyfa fyrirtækjum að starfa innan þess ramma. Rómverjar skrifa allt í stein. Ég tel að fjármála- markaðir þróist það hratt að það sé ekki hægt að skrifa allt í stein. En við þurfum að vinna okkur inn traust og gerum það ekki án góðra eftirlits- stofnana.“ Sigríður tók annað dæmi um hug- leysi Fjármálaeftirlitsins. „Starfsmað- ur Fjármálaeftirlitsins vann að rann- sókn þar sem hann var að tengja saman öll Baugsfyrirtækin. Þessi starfsmaður hætti áður en starfi hans lauk og það gerðist aldrei neitt meira. Hann hætti sennilega meðal ann- ars af því að hann var frústreraður. Það skorti hugrekki til þess að stoppa þetta.“ Aðspurð hvort hann hefði jafnvel verið keyptur inn í fjármála- stofnanirnar sagði hún að það hefði örugglega verið þannig, en hún gæti þó ekki tjáð sig um það sem kom fram í skýrslutökum en var ekki notað í rannsóknarskýrsluna. En það væri al- veg ljóst að það hefði ekki verið svig- rúm fyrir gagnrýni. Range Roverinn ekki þess virði Þá sagði hún að eigendur bankanna hefðu sett sér markmið og hvergi hnikað frá þeim, sama hvað og jafn- vel þótt ljóst hefði verið að aðrar leið- ir væru ákjósanlegri. Líkti hún því við mann sem stendur fyrir framan fjall, horfir á toppinn og ákveður að fara beina leið þangað, í stað þess að meta hvaða leið væri greiðfærust og taka svo einn áfanga í einu. Vöxtur bankanna væri orsök hrunsins, því þegar bankar yxu svona hratt yrði hrakval á viðskiptavinum og lánabúið versnaði. Þetta væri vel þekkt staðreynd. Vöxturinn hefði ver- ið byggður á sandi, en stóru bankarn- ir þrír tuttugufölduðust á sjö árum. Efnahagur og útlán uxu hraðar en innviðir þeirra réðu við. Bankakerf- ið var allt of stórt fyrir íslenskt hag- kerfi. Stjórnvöld og eftirlitsstofnanir hefðu þurft að hafa hugrekki til þess að skoða þessa stefnu en höfðu það ekki. Hvorki innra né ytra eftirlit jókst. „Bönkum var leyft að fara í fjárfesting- arstarfsemi sem er vitað er áhættu- samari en venjuleg bankastarfsemi. Kerfið var orðið svo stórt að það var enginn trúverðugur bakhjarl á bak við það. Það er öllum bönkum nauð- synlegt að hafa trúverðugan bakhjarl sem opnar helst aldrei budduna en er þarna og á nóg ef á reynir. Það var aldrei nein krítísk hugsun um það hvernig við værum að gera hlutina. Stjórnvöld skorti hugrekki til þess að stöðva það sem var í uppsigl- ingu. Það var hvergi til staðar nein pæl- ing eða útreikningar á því hvað þetta myndi kosta ef þetta gengi ekki upp. Það er rosa gaman að allir geti keypt sér Range Rover en ég skal lofa ykkur því að það er ekki þess virði.“ Ónefndum bankastarfsmanni í ís- lenskum viðskiptabanka þótti kúlu- lánin heldur ekki þess virði. Hann talaði um persónulegu kúlulánin í viðkomandi banka sem byssukúlur. Að hann hefði tekið á sig byssukúlu. Hefðu átt að læra af Íslands- málinu Árið 2006 stóð tæpt að það yrði efna- hagshrun á Íslandi og var Sigríður þá fengin til þess að vinna við svokall- að Íslandsmál úti í Bandaríkjunum, þar sem aðstæður hér á landi höfðu slæm áhrif á fjölda erlendra mynt- kerfa. Í stað þess að læra af þeirri reynslu var stefnunni haldið. „Stefna stjórnvalda árið 2007 var áframhald- andi vöxtur bankanna. Stefnunni var haldið, það var ekki skipt um skoðun. Stundum er gott að skipta um skoð- un.“ Viðhorfið breyttist ekki fyrr en það var of seint. Sömuleiðis kom ákall um hjálp allt of seint. „Við biðjum ekki um aðstoð fyrr en í e-maili til Seðlabankastjóra Bretlands árið 2008. Þá kemur beiðn- in sem önnur setning: „by the way, otherways we might need ... Þetta er gert í lok dags þegar krónan er í sínu mesta falli í áraraðir. Við biðjum um hjálp þegar það er orðin neyð.“ Samkvæmt Sigríði hefði þurft að grípa til aðgerða, ekki seinna en árið 2006 til þess að koma í veg fyrir fall bankanna án þess að það kæmi veru- lega niður á eignum þeirra. Tilraun- ir til að bjarga bönkunum án þess að viðurkenna vandann hefðu reynst kostnaðarsamar. Seðlabanki Íslands hefði til að mynda lánað 500 milljarða og þar af hefðu 300 milljarðar verið með veði í hlutabréfum bankanna. Atvinnuleysi of lítið Sigríður sagði einnig að varúðar- merki eða svokölluð rauð flögg eins og hún kallaði það hefðu verið huns- uð. Atvinnuleysi hefði til dæmis ver- ið allt of lítið á Íslandi og væri það merki um of mikinn hagvöxt. „0,7% atvinnuleysi er því miður merki um að það sé bullandi þensla. Ég er ekki að segja að rauða flaggið sé gott, en þetta er rautt flagg.“ Þá sagði hún að það hefði alls ekki verið gáfulegt að lækka skatta í bull- andi uppsveiflu og auka aðgengi að íbúðarlánum. Einu áhrifin sem það hefði væri að fólk sæti uppi með dýr- ari eignir og dýrari lán, en ekki meiri eignir. „Við vorum ekkert sérlega gáfuð í okkar efnahagsstjórn. Þegar stjórn- málamönnum var bent á að bíða með skattalækkanir í tvö til þrjú ár ár, til dæmis þangað til Kárahnjúkavirkj- un væri tilbúin hlustuðu þeir ekki.“ Hún benti á að skuldir heimilanna hefðu aukist gríðarlega og farið frá 400 milljörðum í 1800 milljarða á tut- tugu árum sem er sexföld aukning. Og heimilin hefðu verið í svokölluðu carry-tradi. Vinkona Sigríðar sem er hjúkrunarfræðingur í Mosfellsbæn- um hringdi í hana og sagði henni frá lánatilboði í erlendri mynt. „Ég sagði við hana, bíddu ég man ekki alveg hvernig það er en hvað færð þú aftur mikið útborgað í erlendri mynt? Það er ekki góð ráðlegging að taka lán í svissneskum frönkum og japönsku yeni þegar tekjur þínar eru í íslensk- um krónum. Og þetta kom frá fjár- málastofnunum. Ég dreg þær álykt- anir í skýrslunni að tekjur Íslendinga hafi ekki aukist svo mikið í þessum myntum.“ Lesið yfir hausamótunum á Davíð Enda töluðu seðlabankastjórar ann- arra landa yfir hausamótunum á þeim íslensku. „Við áttum að breyta reglum Íbúðalánasjóðs og passa að launasamningar væru ekki vísitölu- tengdir. Það þarf mjög mikið til þess að seðlabankastjórar annarra landa skipti sér af. Mér finnst það sýna hvað þeir álitu um okkur.“ Íslendingar hefðu líka gert allt brjálað vegna veðlána í Evrópu sem jukust um 2,5 milljarða evra frá upp- hafi febrúar 2008 til loka febrúar 2008. Í kjölfarið hefði Jean Claude Trichet seðlabankastjóri Evrópu hringt brjál- aður í Davíð. „Hann kom meira að segja hingað í apríl 2008 til þess að tala yfir hausamótunum á honum. Yves Mersch, seðlabankastjóri Lúx- emborgar, kom einnig hingað til lands sumarið 2008. Þetta hljómar eins og reifari. Utanaðkomandi fólk að rífast við okkur af því að það eru meirihátt- ar óskundar í gangi. Það var alveg ljóst að við vorum orðin verulega einangr- uð á alþjóðavettvangi.“ Á kvennaráðstefnu á Bifröst fjallaði Sigríður Benediktsdóttir, einn höfunda rannsóknarskýrslunnar, um skort stjórnvalda og eftirlitsaðila á hugrekki til að takast á við vandann sem blasti við allt frá árinu 2006, ef ekki fyrr. Hún segir einnig frá heimskulegri efnahagsstjórn, bankamanni sem líkti kúlulánum við byssukúl- ur og starfsmanni Fjármálaeftirlitsins sem lét af störfum eftir rannsókn á tengslum Baugsfyrirtækja. HUGLEYSI EFTIRLITSAÐILA INGIBJÖRG DÖGG KJARTANSDÓTTIR blaðamaður skrifar: ingibjorg@dv.is Þetta er gert í lok dags þegar krónan er í sínu mesta falli í áraraðir. Við biðj- um um hjálp þegar það er orðin neyð. Sigríður Benedikts- dóttir „Ég tel að fjármálamarkaðir þróist það hratt að það sé ekki hægt að skrifa allt í stein. En við þurfum að vinna okkur inn traust og gerum það ekki án góðra eftirlitsstofnana.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.