Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Side 19
svo gott að geta haft þær í mismun- andi númerum svo þær myndu duga lengur. Annars er þetta voðalega fal- legt og vel að þessu staðið. Hér eru líka handhekluð teppi sem einn skjólstæðingurinn heklaði og gaf. Sú er komin vel til ára sinna og á uppkominn son sem sker sig svolítið úr. Honum var strítt, meira að segja hér, af öðrum skjólstæð- ingum, þar til einn starfsmaðurinn tók hann undir sinn verndarvæng og stoppaði stríðnina. Þess vegna er þakklát móðir hans alltaf að reyna að gefa eitthvað til baka. Aðrir hafa líka látið gott af sér leiða. Hér liggur lagerinn frá barnafatabúð sem fór á hausinn samanbrotinn í skúffum, í kommóðu sem einnig fékkst gefins. Fá fermingarstyrk Mæðrastyrksnefnd er rekin af hag- sýnum húsmæðrum sem reyna að spara hverja krónu án þess að skera niður þjónustuna. Þær reyna að mæta fólkinu sem hingað kemur eins vel og þær geta. Við sérstök til- efni getur fólk jafnvel fengið meiri aðstoð, fyrir jólin fékk það inneign í vel völdum verslunum og eins fyrir fermingar. Fyrir fermingarnar í ár var samið við fatabúð um kaup á gjafa- kortum svo fermingabörnin gætu sjálf valið sér föt. Þá geta skjólstæð- ingar fengið gjafir fyrir barnaafmæli og svona ýmislegt þegar verulega illa stendur á. Frístundanámskeið fyr- ir börn er eitt af því. Föt fást gefin á þriðjudögum en matur á miðviku- dögum. Fjármálastjórinn er eldri kona, viðskiptafræðingur sem kann sitt fag upp á tíu. Hún mætir með rúllur í hárinu og slæðu til þess að fara yfir reikningana. Kemur svo aftur seinna, búin að taka rúllurnar niður og er komin með svona ljómandi fína liði í hárið. Úthlutun hefst klukkan tvö og um eittleytið er nánast allt orðið klárt. Þá mætir fjölskyldumaður á miðjum aldri á svæðið og Ragnhildur bregð- ur sér frá til þess að sinna þessum vini sínum. Hann er fastagestur og er að sækja matarpakka fyrir fjölskyld- una. Hann er einn af þeim sem fá að koma á öðrum tímum vegna sér- stakra aðstæðna, hann þarf nefni- lega að vera með konunni í endur- hæfingu á milli tvö og fimm. Sumir fá líka matarsendingu heim, þá fer Ragnhildur sjálf með poka til þeirra eftir að úthlutun lýkur. Dáðst að Elínu Hirst Um fimmtán manns eru komnir á svæðið upp úr eitt og standa í port- inu og bíða. Þetta eru aðallega karl- menn og í hópnum eru vel klædd- ir og snyrtilegir eldri menn. Áður en dyrnar eru opnaðar fyrir gestum setjast konurnar saman í hring og ræða málin. Þær byrja fundinn á að fara með kjörorð sín: „Þú mátt sjá og heyra en ekki segja frá.“ Þær fylgja þessu fram í fingurgóma og leggja sig alla fram við að vernda friðhelgi skjólstæðinga sinna. Á þessari samverustund lesa þær kvæði, ræða erfið mál, koma með til- lögur og bera fram spurningar. Þarna kemur fram að ein konan varð fyrir miklu áreiti þegar hún fór í Kolaport- ið um helgina og mætti fjölmörg- um skjólstæðingum Mæðrastyrks- nefndar. Hún lét það ekki angra sig en maðurinn hennar ætlar ekki aftur með henni í Kolaportið. Það er misjafnt hvað konurnar eru til í að gefa mikið af sér í þetta starf. Sumar spjalla við alla á meðan aðrar vilja ekki mynda persónuleg tengsl við skjólstæðingana. Á miðjum fundi kallar ein upp yfir sig að Elín sé komin. Ragnhild- ur opnar fyrir henni og mikil um- ræða skapast um skóna hennar, þeir þykja einstaklega flottir. Hún keypti þá áðan og er bara nokkuð ánægð með þá, fékk þá á góðu verði og gerði góð kaup. Hún brosir breitt til allra og sest svo í sætið. Fundurinn held- ur áfram. Konurnar skipta niður með sér verkum. Ein bendir á að ef dömu- bindin standa frammi eins og þau gera nú og öllum sé frjálst að taka eins mikið og þeir vilja munu þau örugglega öll enda í bakpoka eins manns, sem hingað kemur reglu- lega og er illa haldinn af söfnunar- áráttu. Það er samt ákveðið að láta þau standa frammi og leyfa honum þá bara að taka þau ef hann vill. Fyrrverandi fangavörður Svo er opnað. Fjöldi karlmanna kemur inn. Stundum er barist í röð- inni, og Ragnhildur segir að viðmót- ið á meðal erlendra gesta sé oft ann- að en á meðal þeirra íslensku, þeir séu oft duglegri við að olnboga sig áfram í röðinni. Þær eru því þarna frammi og fylgjast með því að allt fari vel fram. Svo fara gestir og skrá sig áður en þeir fá poka og djús. Blaðamenn eru í djúsdeildinni með Elínu og konu sem var eitt sinn fangavörður. Hún viðurkennir það nú að hún hefði nú viljað skipta um starfsferil en hún uppgötvaði það ekki fyrr en of seint. Eftir fertugt reyndist henni erfitt að fá aðra vinnu og hún segir að það sé almennt erf- iðara fyrir konur sem komnar eru á þann aldur að fá vinnu. Þannig að hún hætti daginn sem hún varð 65 ára gömul og hefur aldrei séð eftir því. Nærast á starfinu Okkar verkefni er að gefa djús með bros á vör og mæta fólki af vinsemd og virðingu eins og gert er hér. Skömm þeirra sem hingað koma er oft mikil og því þurfa allir að vera meðvitaðar um að auðvelda þeim þessi skref eins og hægt er með vin- samlegu viðmóti og hlýju. Stund- um taka konurnar á móti fólki með þessum orðum: „Komdu hér, elskan, við erum búnar að bíða eftir þér,“ og brosa svo blítt. Elín fer létt með þetta. Hún er búin að koma hingað nokkra miðvikudaga í röð og segir að þó að það sé ótrúlegt sé það mjög gefandi. Eftir fyrsta skiptið var hún þreytt en síðan hefur hún fengið næringu í gegnum þetta starf. Hér hefur henni líka tekist að draga úr eigin sjálfsvor- kunn auk þess sem henni þykir gott að hafa fastan punkt í tilverunni. Ekki að hún hafi annars setið að- gerðarlaus, hún hefur nóg fyrir stafni og segist vera hálf ofvirk. Hún geti ekki slakað á og hafi ekki getað það síðan hún hóf störf í fréttamennsku. Þá lærði hún að vinna hratt og nýta hverja mínútu. Nú þegar hún er sjálf atvinnulaus á hún líka auðveldara með að setja sig í spor þessa fólks. Tíðrætt um þjóhnappa Fólkið hér tekur henni líka vel. Það þekkja hana flestir. Sumir hafa orð á því en aðrir horfa feimnislega á hana. Einstaka manneskja spjallar svolítið, bendir á einhver tengsl eða addar henni á Facebook. Elín tekur vel á móti þeim öllum. Ein er samt ekki eins hress með þetta. Sú hreytir því í hana hvort fólk þykist vera svona gott eftir kreppu. Hvað Elín sé að gera hérna núna og af hverju hún hafi aldrei látið sjá sig fyr- ir hrun. Elín brosir og segist nú bara að vera að nýta tímann fyrst hún sé atvinnulaus. Það þykir nú ekki nógu gott og konan strunsar út. Sú sama sló starfsmann Mæðrastyrksnefndar í síðustu viku af því að kaffi sem hún fékk gefins var ekki nógu gott. Þá henti hún því frá sér, ætlaði að grýta því aftur inn en annar skjólstæðingur sýndi snör handbrögð og greip kaff- ið, sáttur með þennan auka feng. Stundum lenda starfsmennirnir í svona óþægindum. Eins og Securit- as-vörðurinn sem átti að sýna einum helgarblað 4. júní 2010 föstudagur 19 Margrét Sigurðardóttir er ein þeirra kvenna sem starfa fyrir Mæðra- styrksnefnd. Hún gegnir starfi fjár- málastjóra og var ráðin í það starf vegna reynslu sinnar af fjármál- um. „Þetta gefur mér bara heilm- ikið. Í staðinn fyrir að liggja heima og láta mér leiðast geri ég gagn. Það er gefandi að geta hjálpað fólki,“ segir Margrét spurð um ástæð- una fyrir því að hún starfi í sjálf- boðavinnu fyrir nefndina. „Ég held það sé svoleiðis með allar konurn- ar sem vinna þarna, við erum allar ánægðar að geta gert eitthvert gagn og hjálpað fólki.“ Margrét byrjaði að vinna fyrir Mæðrastyrksnefnd árið 2003 en hafði áður unnið í mörg ár með kvenfélögum. „Ég byrjaði að hjálpa með fjármálin þegar kvenfé- lögin tóku yfir nefndina. Ég var áður í kvenfélaginu Hvöt og kvenfélagi háskólakvenna. Þegar kvenfélögin tóku yfir tókum við við eintómum skuldum,“ segir Margrét. Mikil fjölgun fólks Hún segir mikið hafa breyst síðan hún byrjaði að vinna fyrir nefnd- ina. „Fyrst þegar ég byrjaði voru kannski sextíu fjölskyldur að fá út- hlutað í hverri viku. Nú fer það yfir fimm hundruð þegar verst er í enda mánaðarins. Þetta er mikill mun- ur.“ Starfsemi félagsins hefur aukist mikið á undanförnum árum í takt við versnandi efnahagsástand hér á landi. „Þetta eru erfið spor fyrir fólk sem kemur en við reynum að vera léttar og reynum að gera fólki það dálítið auðveldara. Svo þegar fólk situr fyrir framan mig og segir að það hafi aldrei getað trúað því að það þyrfti á þessu að halda þá segi ég bara við það:„Já, maður veit aldrei hver er næstur því það get- ur ýmislegt komið upp á en þegar það gengur betur hjá þér þá bara manstu eftir okkur,“ segir hún kank- vís. Fólk virðist vera þakklátt fyrir störf Mæðrastyrksnefndar því mik- ill hluti þess fjármagns sem þær fá kemur frá einstaklingum. „Við finn- um það hvernig það eru að veitast inn á reikninginn hjá okkur litlar upphæðir frá fólki sem finnst það geta endurgoldið okkur greiðann.“ Hún segir margt smátt gera eitt stórt og öll framlög komi sér vel. Konur á besta aldri Konurnar sem starfa í Mæðra- styrksnefnd vinna allar í sjálfboða- vinnu. „Þetta eru allt yndislegar konur á besta aldri. Þær eru hús- mæður, kennarar, sjúkraliðar og ýmislegt. Þær hafa allar alið upp börn, eru vanar að vinna og kunna að reka heimili. Við erum alltaf að vonast til að verða verkefnalaus- ar eða það þurfi enginn á okkur að halda en þangað til bara störfum við áfram.„ segir Margrét og hlær. „Þeg- ar ég var formaður kvenfélagsins Hvatar þurfti ég oft að senda konur í nefndina til að fá matarúthlutun. Þá hugsaði ég með mér að ég gæti ekki unnið við þetta, það væri of erfitt. En eftir að ég fór að vinna við þetta komst ég að því að ég gæti það al- veg. Ég tók það ekki svoleiðis inn á mig. Nú er mér farið að þykja vænt um fólkið sem kemur. Þegar það kemur heilsar það manni og margt af því er bara eins og heima hjá sér þegar það kemur,“ segir Margrét. Veikt fólk Margrét segir það þó geta tekið á að horfa upp á eymd fólks. „Mað- ur hefur lent í erfiðum atvikum þar sem fólk hefur grátið fyrir framan mann og það tekur á. Öryggisverðir frá Securitas sjá um að passa upp á að friðurinn haldist meðan matar- úthlutun fer fram. „Þeir komu eftir að Byrgið lokaði. Þá fór margt fólk á götuna og mikið af því fólki kom til okkar. Það fylgdu því vandamál því mikið af þessu fólki var mjög veikt,“ segir Margrét og tekur það fram að eftir að öryggisverðirnir tóku til starfa hafi friðurinn haldist. „Við reynum að gera okkar besta. Það er erfitt að vita af þessu fólki, það er enginn að koma þarna sem þarf ekki á því að halda. Fólk kemur bara í neyð,“ segir Margrét og telur at- vinnuleysi og hækkandi húsaleigu vera part af vandanum. „En það er auðvitað margt sem spilar inn í, svo eru sumir sem bara kunna ekki með peninga að fara,“ segir Margrét auð- mjúk. 25 ára einstæð tveggja barna móðir frá Króatíu. Hún býr í Grafarvogi og tekur strætó í hverri viku til að fara í matarúthlutunina. Hún segir matinn sem hún fái hjá Mæðra- styrksnefnd vera búbót en dugi þó ekki alfarið en hjálpi til. Hún er með tvö ung börn og bleiukostn- aðurinn er að sliga hana. Hún er nýbúin að fá vinnu við skúringar og vonast til þess að það verði til þess að hún þurfi ekki að koma jafnoft og fá matarúthlutun. Hún er þakklát fyrir hjálpina sem hún fær frá Mæðrastyrksnefnd. 49 ára gömul kona. Hún er mjög vel til höfð og í fínum fötum. Hún er mikið máluð og með flotta skartgripi. Hún býr ein og á eina uppkomna dóttur sem býr í öðru bæjarfélagi. Hún er frá Úkraíníu og hefur búið á Íslandi í um áratug en talar lélega íslensku. Hún vann fyrir sér sem saumakona í mörg ár og hefur unnið fyrir margar af betri búðum bæjarins. Hún varð hins vegar óvinnufær og varð að hætta vinnu þegar hún meiddist á annarri öxlinni. Hún var úrskurðuð öryrki í kjölfarið og gengur illa að sjá fyrir sér með bótunum. Þess vegna kemur hún vikulega í Mæðrastyrksnefnd og fær matarúthlutun. Hún segir það hjálpa mikið að fá mat þar sem matarverð hafi hækkað mikið. 48 ára einstæður karlmaður sem er öryrki. Hann býr í Breiðholti og fær far með vini sín- um í matarúthlutunina. Hann fær örorkubætur en segir bæturnar það lágar að þær dugi ekki fyrir mat, leigu og öðrum útgjöldum. Hann segir það hjálpa sér mikið að fá mat hjá Mæðrastyrksnefnd og maturinn dugi honum yfirleitt út vikuna. Stundum þurfi hann þó að bæta örlitlu við. Með því að þiggja mataraðstoð þar geti hann borgað leigu og aðra reikninga. 73 ára karlmaður sem býr einn. Hann er ellilífeyrisþegi og er á ellilífeyr- isbótum. Hann segir ástandið í þjóðfélaginu bitna mest á þeim sem standa illa. Hann er ósáttur við hvað ellilífeyririnn hans hefur skerst mikið undanfarið. Hann þiggur mataraðstoð í brýnustu neyð og er ekki stoltur af því að þurfa að þiggja hjálp. Hann segir matinn sem hann fái hjá nefnd- inni rétt svo duga fyrir hann en það sé betra en ekkert. Hann geti allavega borgað reikninga á meðan. 47 ára karlmaður sem þarf að sjá fyrir konu og tveggja ára barni þeirra. Hann er atvinnulaus en fær engar bætur því hann er búinn að vera atvinnulaus of lengi. Réttur fólks til atvinnuleysisbóta fyrnist ef maður er atvinnulaus lengur en þrjú ár. Hann segir farir sínar ekki sléttar við bankana. Hann hafi átt milljónir í bönkunum en það hafi allt horfið þegar bankarnir hrundu. Milljónirnar átti hann í Landsbankanum og Byr sparisjóði. Peningarnir sem hann átti voru arfur frá foreldr- um hans. Hann fór að ráðum starfsmanna bankans og fjárfesti í hlutabréfum í bankanum. Hann taldi það vera algjörlega öruggt en missti svo allt sitt. Hann er afar ósáttur við aðgerðaleysi stjórnvalda sem hann telur að hafi átt að bæta upp missi hans að einhverju eða öllu leyti. Hann á íbúð í Bakkahverfinu í Breiðholti en segist ekki geta staðið í skilum á afborgunum af henni lengur. Þessi fyrrverandi milljónamæringur kemur vikulega í Mæðrastyrksnefnd og þiggur mataraðstoð fyrir sig og fjölskyldu sína. Samkvæmt opinberum tölum um lágtekjumörk þarf einstaklingur að hafa að minnsta kosti 160.800 kr. á mánuði til að geta framfleytt sér. Hjón með tvö börn þurfa 337.700 kr. á mánuði til að framfleyta sér. Þeir sem hafa lægri tekjur eru undir lágtekjumörkum. Konurnar á bak við Mæðrastyrksnefnd vinna óeigingjarnt starf: „Gefandi að geta hjálpað“ Framhald á næstu síðu Staðreyndir um fátækt á Íslandi: 1988 bjuggu 8% þjóðarinnar við fátækt. Þar af voru 12,4% þeirra 65 ára og eldri. 1998 bjuggu 6,8% þjóðarinnar við fátækt. Þar af voru 4,3% þeirra 65 ára og eldri. 2010 búa 10,2% landsmanna við fátækt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.