Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Page 22
22 FÖSTUDAGUR 4. júní 2010 FRÉTTIR Hitabeltisstormurinn  Agatha  sem gekk yfir Mið-Ameríku um helgina og í byrjun vikunnar, með tilheyrandi úrkomu, kostaði um 100 manns lífið. Stormurinn tók ekki bara líf heldur skyldi úrkoman sem fylgdi storm- inum eftir sig risastóra holu í miðju millistéttarhverfinu  Ciudad  Nu- eva  í höfuðborg  Gvatemala,  Guate- mala  City. Holan sem eru um 30 metrar að þvermáli og rúmlega 60 metra djúp gleypti heilt þriggja hæða hús. Einn lést þegar húsið sökk ofan í jörðina. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem jörðin opnast í  Gvatemala, en það gerðist síðast árið 2007 og þá kostaði það þrjá lífið. Haft er eftir Karla  Maldonado, íbúa á svæðinu, í gvatemalska blað- inu El  Periodico, að hún hafi fund- ið fyrir einhverskonar  bylgju  sem hafi hrist allt húsið sem hún býr í. Hún segir líka í samtali við blað- ið: „Einhverjir af nágrönnum  mín- un  sem búa nær holunni segja að það hafi verið eins og jarðskjálfti.“ Sumir íbúanna á svæðinu ganga svo langt að segja að stjórnvöld í borg- inni hafi rangt fyrir sér og að holan sé ekki af völdum  hitabeltisstorms- ins, heldur hafi jörðin undir borg- inni verið á hreyfingu í mörg ár, segir á vef The Daily Beast sem fjall- ar ítarlega um holuna. Borgaryfir- völd útskýra þetta sem afleiðingu af því þegar rigningarvatn brýtur upp steintegundir á borð við kalkstein og skilur eftir sig hella sem eiga það svo til að falla saman. 30 metra breið hola myndaðist í Gvatemala í kjölfar hitabeltisstorms: Jörðin gleypti þriggja hæða hús Kínverskir bankar standa núna frammi fyrir sömu stöðu og bank- ar á Wall Street gerðu fyrir 2 árum. Fasteignamarkaðurinn riðar til falls og bankarnir skjálfa vegna þessa. Vaxandi ótta hefur gætt á Vesturlöndum við hugsanlega fjár- málakreppu í Kína en kínversk stjórnvöld hafa hingað til hald- ið efnahag landsins uppi með öfl- ugum fjárfestingum og reynt að tryggja sífelldan vöxt fasteigna- markaðarins í landinu. En eft- ir að alþjóðlega fjármálakreppan reið yfir þurftu kínversk stjórn- völd að leggja fram mörghundruð milljarða dollara björgunarpakka. Kínverska hagkerfið er það þriðja stærsta í heiminum og myndi kreppa þar í landi hafa djúp áhrif á fjármálakerfi heimsins. Evrópusambandið sem nú stendur í sínum eigin björgunar- aðgerðum fyrir aðildarríki mynt- bandalags Evrópu, þyrfti að leita nýrra leiða til að koma til móts við þær þjóðir sem standa illa inn- an bandalagsins. Kínversk kreppa gæti haft mikil og djúp áhrif á upp- byggingu Evrópusambandsins. Gæti þýtt tvöfalt Evrópusamband Eiríkur Bergmann stjórnmálafræð- ingur segir að áhrif fjármálakreppu í Kína myndi hafa áhrif á Evrópusam- bandið rétt eins og önnur ríki. Eirík- ur segir það hins vegar „svo gott sem útilokað að evran liðist í sundur,“ en hins vegar sé spurning um hvern- ig Evrópusambandið myndi taka á stöðu einstakra Evrópuríkja. „Dram- atískasta staðan sem við gætum séð er að Evrópuþjóðum væri sparkað út úr evrusamstarfinu,“ segir Eiríkur. „Önnur afleiðing sem við gætum séð, er að það verði til tveggja laga Evrópusamband. Það væri annars- vegar innri kjarni Evrópuríkja með samráð um ríkisfjármál. Svo hins vegar væri ytra lag Evrópuríkja sem ekki væri með jafnnáið samráð.“ Evran og Ísland Ólíklegt væri þá að Ísland fengi að taka þátt í myntbandalagi Evrópu- sambandsins á komandi árum, þrátt fyrir að Íslendingar myndu sam- þykkja aðild að sambandinu í þjóð- Afleiðing sem við gætum séð, er að það verði til tveggja laga evrópusamband. KREPPA Í KÍNA ÓGNAR EVRÓPU Kínversk stjórnvöld hafa dælt peningum inn í kínverska hagkerfið undanfarið í þeirri von um að alþjóðlega fjármálakreppan nái ekki til landsins. Þrátt fyrir þetta sjá Kín- verjar fram á fasteignakreppu og stærstu bankar landsins standa höllum fæti. Eiríkur Bergmann segir að vandamál í Kína gætu haft mikil áhrif á Evrópusambandið og hugsanlegt sé að til verði tvöfalt Evrópusamband í kjölfar fjármálakreppu í Kína. AÐALSTEINN KJARTANSSON blaðamaður skrifar: adalsteinn@dv.is Kreppa Kínversk stjórnvöld reyna allt sem þau geta til að koma í veg fyrir fjármálakreppu í landinu. New York viður- kennir fóstrur New York-fylki gæti orðið fyrsta fylk- ið til að viðurkenna starf barnfóstra sem starf með réttindum. Þing New York-fylkis samþykkti nýverið tillögu þess efnis að barnfóstrur og aðrir starfsmenn inni á heimilum hefðu réttindi á við aðrar starfsgreinar. Stefnir því í að barnfóstrur fái lög- bundinn frídag einu sinni í viku og rétt á greiddum veikindadögum. Repúblikanar gagnrýndu frum- varpið og sögðust ekki geta stutt frumvarp sem tryggir ólöglegum innflytjendum lögbundin réttindi. Þingmaður demókrata svaraði þeirri gagnrýnni og sagðist ekki þurfa að sjá landvistarleyfi fólks til að geta farið með það eins og manneskjur. Lokaðir inni í til- raunaskyni Sex menn frá fjórum löndum hafa verið lokaðir inni og munu þeir vera innilokaðir næstu 520 daga. Tilraun- in er framkvæmd í Moskvu og er ætl- unin með henni að rannsaka hvern- ig hugsanlegt ferðalag til Mars hefði áhrif á einstaklinga. Vísindamenn- irnir sem framkvæma tilraunina koma til með að fylgjast með hvaða áhrif innilokunin hefur á stressvið- brögð einstaklinganna og hvernig þeir takast á við einveruna. Rýmið sem mennirnir sex eru lokaðir inni í er sambærilegt því rými sem þeir hefðu í ferðalagi til Mars. Michael Jackson-safn Rudy Clay, borgarstjóri Gary í Indi- ana-fylki í Bandaríkjunum, heima- bæ Michaels Jackson, tilkynnti í vikunni um fyrirhugað Michaels Jackson-safn. Bæjarstjórinn sagði að fyrirhugað væri að leggja 300 millj- ónir bandaríkjadala í uppbyggingu á safninu. Joe Jackson, faðir Michaels Jackson, var við hlið Clays þegar til- kynnt var um safnið. Dánarbú popp- kóngsins sendi samt sem áður frá sér tilkynningu stuttu eftir til borg- arstjórans þar sem athygli er vakin á því að dánarbúið væri ekki búið að gefa leyfi fyrir notkun nafns eða mynda af Jackson fyrir safnið. Einnig sagði í tilkynningunni að dánarbúið hygðist sjálft ætla að opna safn. Crocks bjargaði barni frá dauða Það má vera að Crocks-skórnir séu litnir hornauga í tískuheiminum, en það verður sagt um fáa aðra skó að þeir bókstafega bjargi mannslífum. Crocks-skórnir björguðu lífi þriggja ára bresks drengs þegar hann tók upp bilaða hárþurrku í sundlaugar- klefa. Straumurinn af hárþurrkunni var svo mikill að hefði drengurinn ekki verið í Crocks-skónum, sem virkuðu eins og einangrun frá gólf- inu, hefði hann að öllum líkindum dáið. Þetta er haft eftir sjúkraliðum sem sáu um að hlúa að drengnum eftir slysið á vef Telegraph. Holan Jörðin gleypti 3 hæða hús í höfuðborg Gvatemala

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.