Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Qupperneq 23
aratkvæðagreiðslu. Ísland stendur nú þegar ekki und- ir þeim skilyrðum sem eru fyrir upp- töku evru, og ef kínverskir fjármála- markaðir tækju dýfu með tilheyrandi áhrifum á alþjóðlega fjármálamark- aði væri Ísland líklega enn fjær þess- um skilyrðum. Milljarðar í neyðaraðstoð Þrátt fyrir að kínverskir bankar hafi náð að endurfjármagna sig fyrir tugi milljarða bandaríkjadala, þyrftu þeir að safna mörgum milljörðum í við- bót ef fasteignamarkaðurinn myndi taka frekari dýfu. Kínverskir bankar hafa lánað stór- ar fjárhæðir til stórra framkvæmda í landinu frá því stjórnvöld í Peking komu af stað aðgerðarpakka að and- virði 586 milljarða bandaríkjadala. Meðal þeirra fjárfestinga sem ráðist hefur verið í eru bygging flugvalla og lagning lestakerfis. Aðgerðarpakkinn átti að tryggja áframhaldandi fjár- festingar í landinu og átti að koma í veg fyrir að áhrif alþjóðlegu fjármála- kreppunnar myndu finnast í Kína. Fjárfestingarnar og framkvæmdirnar sem voru kostuð með þessum lánum standa ekki undir sér og stefna marg- ar framkvæmdirnar hratt í þrot. Glórulausar fjárfestingar Draugabærinn Ordos í norðurhluta Kína er dæmi um framkvæmdir sem gerðar voru í þeim eina tilgangi til að halda uppi framkvæmdum og tryggja atvinnu. Borgin hefur ekki nema 17,8 íbúa á ferkílómetra en til samanburðar búa um 430 íbúar á ferkílómetra í Reykjavík. Fjárfesting- ar eins og framkvæmdirnar við bæ- inn Ordos standa ekki undir sér og gætu slíkar fjárfestingar vegið þungt á móti aðgerðarpakka stjórnvalda. Eins hafa bankar í Kína fjármagn- að tilraunir Jiamusi, lítillar borgar í Heilongjiang héraði nyrst í Kína, til að byggja segulhraðlest, þrátt fyrir að fjárfestingar í Sjanghæ með sams konar lestar hafi ekki staðið undir sér. fréttir 4. júní 2010 föstudagur 23 Hópur vísindamanna frá háskól- anum í Suður-Flórída hefur fund- ið olíu í Golfstraumnum. Ekki ligg- ur ljóst fyrir hvaða áhrif þetta gæti haft á Ísland eða önnur lönd en olí- an gæti þó haft mikil áhrif á sjávarlíf allt í kringum Golfstrauminn. Olían á uppruna sinn í olíuborholu í Mex- íkóflóa sem hefur staðið opin eftir sprengingu á olíuborpalli fyrir tæp- um tveimur mánuðum. Vísindamennirnir segja í tilkynn- ingu á vefsíðu háskólans að fundur- inn sé merkilegur fyrir þær sakir að um sé að ræða agnir sem ekki sjást með berum augum og olían sé lag- skipt til móts við ómengaðan sjó. Bandarískir vísindamenn hjá Nátt- úrufræðistofnun Bandaríkjanna hafa einnig varað við því að olíu úr borholunni gæti farið að gæta við strendur Flórída. Þegar hefur orð- ið vart við olíu á yfir 200 kílómetra svæði við strendur  Louisiana  og tjöruboltum hefur skolað á strend- ur Alabama og Mississippi. Tilraunir  BP til að stoppa lek- ann úr borholunni hafa ekki borið árangur. Fólk um allan heim hef- ur sniðgengið bensínstöðvar BP og hefur mikil reiði ríkt meðal almenn- ings vegna seinagangs fyrirtækisins við að leysa málið. Yfirmenn bensínstöðvanna segja mótmælin hafa lítil áhrif og sagði yf- irmaður bensínstöðvar félagsins í Flórída: „Fólki er alveg sama,“ í sam- tali við New York Times en tekjur af sölu á bensíni eru aðeins lítið brot af tekjum fyrirtækisins. Kostnaður fyr- irtækisins af því að stoppa lekann er metinn á um 1 milljarð dollara. KREPPA Í KÍNA ÓGNAR EVRÓPU Eiríkur Bergmann Eiríkur segir að kreppa í Kína gæti valdið því að til verði tvöfalt Evrópusamband. Vísindamenn í Bandaríkjunum átta sig á meinlegri afleiðingu olíulekans í Mexíkó: Olíuagnir finnast í Golfstraumnum Olía Ekki hefur tekist að stoppa lekann og er olían farin að berast út í Golfstrauminn. Viðurkenndar stuðningshlífar www.eirberg.is • 569 3100 Stórhöfða 25 Opið virka daga frá kl. 9 -18 Úrval af stuðningshlífum og spelkum fyrir ökkla. Góðar lausnir fyrir þá sem hafa tognað eða eru með óstöðugan ökkla. • Veita einstakan stuðning • Góð öndun • Henta vel til íþróttaiðkunar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.