Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Side 36
Umsjón: Kjartan GUnnar Kjartansson, kgk@dv.is Sigurður Rúnar Friðjónsson mjólkursamlagsstjóri ms á akureyri Sigurður Rúnar fæddist í Reykjavík og ólst upp í Reykjavík, Búðardal og í Stykkishólmi. Hann var einn vetur í Skógaskóla, varð gagnfræð- ingur í Stykkishólmi, var tvo vetur í Iðnskóla Stykkishólms og stundaði mjólkurfræðinám i Dalum Mejeri- skole í Óðinsvéum í Danmörku. Sigurður Rúnar var mjólkur- fræðingur í Mjólkursamsölunni í Reykjavík 1971–77, mjólkursam- lagsstjóri Mjólkursamlags Dala- manna 1977–2007 og hefur verið mjólkursamlagsstjóri MS á Akur- eyri frá ársbyrjun 2007. Sigurður sat í stjórn Mjólkur- fræðingafélags Íslands um skeið, sat í hreppsnefnd Laxárdals- hrepps, síðar Dalabyggðar, 1978– 2006, var oddviti þar 1986–98, hef- ur setið í fjölmörgum nefndum og ráðum á vegum sveitarfélags- ins og í mjólkuriðnaði, sat í kjör- dæmisráði Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi og var fjórði maður á framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi til alþingiskosning- anna 1990. Þá var hann umdæm- isstjóri Lions á Vestur- og Norður- landi (109B) 1985–86. Fjölskylda Sigurður kvæntist 4.1. 1969 Guð- borgu Tryggvadóttur, f. 11. 4. 1948, stuðningsfulltrúa og bókaverði. Foreldrar Guðborgar: Tryggvi Gunnarsson, f. 12.12. 1894, d. 16.8. 1954, bóndi í Arnarbæli á Fells- strönd, og eftirlifandi k.h., Elísabet Þórólfsdóttir, f. 20.11. 1917, en hún dvelur á Dvalarheimilinu Silfur- túni í Búðardal. Börn Sigurðar og Guðborgar eru Friðjón Rúnar, f. 7.8. 1968, við- skiptafræðingur og framkvæmda- stjóri í Reykjavík, kvæntur Ísól Fanneyju Ómarsdóttur rekstrar- fræðingi og eru börn þeirra Anna Borg, f. 14.10. 1994, Sigurður Rún- ar, f. 28.3. 2002, og Kristín Heba, f. 29.6. 2006; Kristín, f. 7.3. 1973, fata- hönnuður í Reykjavík, og eru börn hennar Alexandra Sigrún, f. 29.10. 1992, og Ármann Rúnar, f. 21.10. 2000; Ármann Rúnar, f. 25.5. 1980, húsasmiður, en sambýliskona hans er Sigrún Hanna Sigurðar- dóttir leiðbeinandi og er sonur Ár- manns Daníel Rúnar, f. 13.5. 2004 en sonur Ármanns og Sigrúnar er Björgvin Rúnar, f. 17.11. 2007. Systkini Sigurðar eru Þórður, f. 2.1. 1952, forstjóri Þjóðhagsstofn- unar; Helgi Þorgils, f. 7.3. 1953, myndlistarmaður í Reykjavík; Lýð- ur Árni, f. 24.3. 1956, framkvæmda- stjóri í Lettlandi; Steinunn Kristín, f. 27.4.1960, húsmóðir í Hafnar- firði. Foreldrar Sigurðar voru Friðjón Þórðarson, f. 5.2. 1923, d. 14.12. 2009, alþm., dómsmálaráðherra og sýslumaður, og f.k.h., Krist- ín Sigurðardóttir, f. 30.12. 1928, d. 19.5. 1989, húsmóðir. Seinni kona Friðjóns er Guð- laug Guðmundsdóttir, f. 14.8. 1936, fyrrv. ritari. Ætt Systir Friðjóns er Guðbjörg, móðir Þorgeirs Ástvaldssonar dagskrár- gerðarmanns. Faðir Friðjóns var Þórður, b. á Breiðabólstað á Fells- strönd Kristjánsson, bróðir Sal- óme, ömmu Svavars Gestssonar sendiherra. Móðir Friðjóns var Steinunn, systir Þórhalls, föður Ólafs Gauks hljómlistarmanns. Steinunn var dóttir Þorgils, b. og kennara í Knarrarhöfn í Hvammssveit Frið- rikssonar, og Halldóru Sigmunds- dóttur. Kristín var dóttir Sigurðar, b. á Selsundi á Rangárvöllum Lýðsson- ar, b. á Hjallanesi á Landi, bróður Páls, föður Páls Kr., organleikara í Hafnarfirði og afa Júlíusar Sól- nes, fyrrv. ráðherra. Lýður var son- ur Árna, b. í Tungu, bróður Jóns á Skarði. Jón var sonur Árna, b. á Galtalæk á Landi Finnbogasonar, bróður Jóns, langafa Þóru, móð- ur rithöfundanna Svövu Jakobs- dóttur og Jökuls Jakobssonar, föð- ur rithöfundanna Illuga og Hrafns og Elísabetar skáldkonu. Móðir Árna í Tungu var Ingiríður, systir Jóns, afa Jóns Helgasonar, prófess- ors og skálds í Kaupmannahöfn. Ingiríður var dóttir Guðmundar, b. á Keldum, bróður Stefáns, langafa Magneu, langömmu Ólafs Ísleifs- sonar hagfræðings. Guðmund- ur var sonur Brynjólfs, b. í Vestri- Kirkjubæ Stefánssonar, b. á Árbæ Bjarnasonar, b. á Víkingslæk Hall- dórssonar, ættföður Víkingslækj- arættar. Móðir Sigurðar var Sig- ríður Sigurðardóttir, b. í Saurbæ í Holtum Sigurðssonar, pr. í Gutt- ormshaga Sigurðssonar. Móðir Sigurðar í Guttormshaga var Sig- ríður Jónsdóttir „eldprests“ Stein- grímssonar. Móðir Sigurðar í Saur- bæ var Sigríður Jónsdóttir, systir Steingríms biskups. Móðir Sigríð- ar, langömmu Sigurðar, var Krist- ín, systir Guðríðar, langömmu Jóns Helgasonar alþm. Kristín var dóttir Magnúsar í Mörk á Síðu Jónsson- ar, bróður Þórunnar, ömmu Jó- hannesar Kjarval. Móðir Kristínar, móður Sigurðar, var Guðrún Bárð- ardóttir, b. í Norður-Móeiðarhvols- hjálegu í Hvolhreppi Eyjólfsson- ar, bróður Guðfinnu, langömmu Hauks Helgasonar, hagfræðings og aðstoðarritstjóra. Móðir Guðrúnar var Guðbjörg Jónsdóttir, b. á Stóra- hofi Árnasonar og Kristínar Ein- arsdóttur, systur Guðmundar, afa Ingólfs Jónssonar ráðherra. Móðir Kristínar á Stórahofi var Guðbjörg Þorsteinsdóttir. Sigurður Rúnar verður að heim- an á afmælisdaginn. 60 ára á laugardag 80 ára á sunnudag Sigurður Hólm Þorsteinsson fyrrv. skólastjóri Sigurður fæddist á Hellu á Rangár- völlum. Hann lauk námi í innan- hússarkitektúr í Interiör Akademiet í Kaupmannahöfn 1954, kennara- prófi frá KÍ 1966, þriðja stigs prófi í uppeldis- og sálarfræði í Óslóarhá- skóla 1981 og fjórða stigs 1983, prófi í norsku fyrir útlendinga 1983, prófi í norrænni filologiu 1983, doktors- prófi í kennslufræði við háskólann í Missouri 1988 og stundaði nám fyrir skólastjórnendur 1990. Sig- urður starfaði við Landsbanka Ís- lands 1953-62, var blaðamaður við- Alþýðublaðið 1954-59, kenndi hjá Æskulýðsráði Reykjavíkur 1957-66, Æskulýðsráði Kópavogs 1958-75, Æskulýðsráði Hafnarfjarðar 1966- 75, Gagnfræðaskóla Kópavogs 1966- 75, Málaskólann Mími 1968-71, við Flensborg 1971-72, var skóla- stjóri Grunnskólans á Hvamms- tanga 1975-81, Þjálfunarskóla rík- isins 1982-84, Klúkuskóla 1985-95 Grunnskólans í Hrísey 1995-96, og var ráðgjafi og sérkennari við Grunn- skóla Norðurlands vestra 1981-82. Þá rak hann Kvöldskóla Hafnarfjarð- ar 1967-70 og Kvöldskóla Hvamms- tanga 1976-77 og hefur staðið fyrir námskeiðum í frímerkjasöfnun. Sigurður var framkvæmdastjóri hjá Ferðaskrifstofu Úlfars Jakobsen 1958-60, Ferðaskrifstofunni Sunnu 1981, hjá Rafgeislahitun hf. 1962-65, fararstjóri ferðamannahópa 1949- 86, rak eigin auglýsingastofu 1984- 85 og var meðeigandi fjölritunar- stofunnar Grettis 1976-83. Hann stundaði blaðamennsku og var fréttaritari allt frá 1954. Sat í sam- bandsráði SUJ 1958-62, í kjördæm- isráði Reykjaneskjördæmis 1960-62, í miðstjórn Alþýðuflokksins sama tíma, formaður barnaverndarnefnd- ar Blönduóshrepps 1982-86, ritari Félags frímerkjasafnara í Reykja- vík frá stofnun til 1960, stofnandi og forseti Landssambands íslenskra frímerkjasafnara 1967-78, heiðurs- forseti þess, alþjóðlegur frímerkja- dómari með réttindum FIP frá 1960, var alþjóðlegur ritari Bandalags ís- lenskra skáta 1964, formaður út- gáfuráðs BÍS 1983-84, ylfingaforingi Hraunbúa 1963-69, félagsforingi Húna á Hvammstanga 1976-79, var í stjórn Lionsklúbbs Hafnarfjarð- ar 1983-86 og Lionsklúbbs Hólma- víkur 1987-90 og hefur fengið fjölda gull-, silfur- og bronsverðlauna á frí- merkjasýningum frá 1958 og var for- maður safnaðarnefndar St. Jósef- skirkju í Hafnarfirði 1996-2000. Fjölskylda Sigurður kvæntist 13.11. 1948 Torf- hildi Steingrímsdóttur, f. 30.12. 1928, fyrrv. leiðbeinanda og húsmóður. Foreldrar Torfhildar voru Steingrím- ur Torfason, kaupmaður í Hafnar- firði, og k.h., Ólafía Hallgrímsdóttir húsmóðir. Börn Sigurðar og Torfhild- ar eru Guðrún Unnur f. 9.12.1949, spænskukennari í Flórída í Banda- ríkjunum, gift Donald William Mar- tyny, og eiga þau fjögur börn; Ólaf- ur, f. 30.8. 1953, matvælafræðingur í Hafnarfirði, kvæntur Önnu Berg- steinsdóttur, og eiga þau tvær dætur; Pétur Már, f. 4.5. 1955, fasteignasali í Flórída í Bandaríkjunum, kvænt- ur Stefaníu Úlfarsdóttur, og eiga þau tvær dætur; María, f. 19.5. 1957, veit- ingamaður á Hvammstanga, gift Erni Gíslasyni, og eiga þau fjögur börn. Alsystkini Sigurðar: Jónína Krist- ín, nú látin, hjúkrunarfræðingur; Sigríður, búsett í Kópavogi. Systkini Sigurðar, samfeðra: Helga, lengst af búsett á Bessastöð- um í Miðfirði; Högni, lést ungur; Gyðríður, búsett í Hafnarfirði; Björn, nú látinn, sagnfræðiprófessor. Foreldrar Sigurðar voru Þor- steinn Björnsson, f. 10.12. 1886, d. 27.5. 1973, frumbýlingur, bóndi og kaupmaður á Hellu á Rangárvöllum, og s.h.k., Ólöf Kristjánsdóttir, f. 4.6. 1892, d. 9.10. 1981, húsfreyja. Ætt Þorsteinn var sonur Björns, b. í Grímstungu Eysteinssonar, og Helgu Sigurgeirsdóttur, b. í Svartárkoti Pálssonar. Móðir Helgu var Vigdís Halldórsdóttir, b. á Bjarnarstöðum í Bárðardal, Þorgrímssonar. Móðir Halldórs var Vigdís Hallgrímsdóttir, ættföður Hraunkotsættar Helgason- ar. Ólöf var dóttir Kristjáns, b. í Út- hlíð í Biskupstungum Kristjánsson- ar, b. á Sperðli í Landeyjum Guð- laugssonar, b. á Króki Bergþórssonar. Sigurður verður að heiman á af- mælisdaginn. Hallbjörn er fæddur á Blönduósi en ólst upp á Skagaströnd. Hann lærði píanóleik í Tónlistarskólanum í Reykjavík í tvö ár. Hallbjörn hefur m.a. unnið við fiskvinnslu og verslun en hann rak nýlenduvöruverslunina Vík um tíma og var í mörg ár verslunar- stjóri hjá Kaupfélagi Húnvetninga á Skagaströnd. Hallbjörn, sem hefur verið í mörgum hljómsveitum, hefur ver- ið kvikmyndasýningarstjóri hjá Skagastrandarbíói og er einn eig- enda þess. Hann stofnaði Útvarp Kántrýbæ og hóf útsendingar 1992. Hallbjörn, sem söng með Kirkju- kór Hólaneskirkju og var þar með- hjálpari, hefur gefið út margar hljómplötur. Hann byggði upp veit- ingastaðinn Kántrýbæ og stóð fyrir tveimur kántrý-hátíðum. Hallbjörn, sem hefur starfað með Leikklúbbi Skagastrandar, var kjörinn í fyrsta ferðamálaráð A-Hún. Fjölskylda Hallbjörn kvæntist 25.5. 1958 Amy Evu Eymundsdóttur (áður Amy Evarda Hentze), f. 5.2. 1939, fisk- vinnslukonu og veitingamanni. Foreldrar hennar: Edmund Frits Leander Hentze (síðar Eymundur Eðvarðsson), f. 11.4. 1913 í Froba á Suðurey, d. 7.10. 1970, og Rakel Sevilda Hentze, f. 24.2. 1918 í Skála- vík á Sandey, d. 1995. Börn Hallbjörns og Amy Evu: óskírður drengur, f. 21.10. 1957, d. 21.10. 1957; Grétar Smári, f. 30.9. 1960, sjómaður á Skagaströnd, en kona hans er Conny frá Filippseyj- um og eiga þau tvo syni auk þess sem Grétar á eina dóttur; Kenný Aðalheiður, f. 8.11. 1963, húsmóð- ir á Skagaströnd, en maður henn- ar er Ómar Sig- urbjörnsson og eiga þau fjögur börn; Svenný Helena, f. 30.1. 1967, veitinga- maður á Skaga- strönd, en mað- ur hennar er Gunnar Sveinn Halldórsson veitingamaður og eiga þau þrjú börn auk þess sem hún á dóttur frá því áður. Hallbjörn átti fimmtán systkini en tólf þeirra komust á legg. Hann á nú þrjú systkini á lífi. Foreldrar Hallbjörns: Hjörtur Jónas Klemensson, f. 15.2. 1887, d. 6.2. 1965, sjómaður og for- maður í Vík á Skagaströnd, og Ásta Þórunn Sveinsdóttir, f. 21.7. 1891, d. 30.12. 1960. Þau bjuggu á Skagaströnd. Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is. 75 ára á laugardag Hallbjörn Hjartarson útvarpsmaður og fyrrv. veitingamaður á skagaströnd 36 föstudagur 4. júní 2010

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.