Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.2010, Síða 40
40 föstudagur 4. júní 2010 skrýtið El Negro of Banyoles (ísl. Svertinginn frá Banyoles)“ var uppstoppað lík af afrískum manni sem var til sýningar á náttúrugripasafni Francesc Darder í spænska bænum Banyoles í Katalóníu á árunum 1916 til 1997. Það var fjarlægt eftir hávær mótmæli Afríkumanna og Spánverja af afrískum uppruna, sem hófust um og eftir Ólympíuleikana í Barce- lona árið 1992. Líkið var á endanum sent aftur til Afríku og grafið í Gaborone, höfuðborg Botswana í október árið 2000. Líkinu stolið Við vitum ekki hvað hann hét. En hann var líklega meðlimur Batlhaping-ættbálksins sem bjó forðum þar sem fljótin Vaal og Orange mætast, þar sem nú eru landamæri Suður-Afríku og Botswana. Hann var ungur maður, aðeins 27 ára. Hann náði líklega um 135 cm hæð, enda af ætt Búskmanna. Hann lést líklega úr lungnasjúkdómi sem kominn var til vegna sníkjudýra. Dánarárið var 1830. Þegar maðurinn lést stálu hinir frönsku Verr- eaux-bræður, sem voru á ferðalagi um suðurhluta Afríku, líkinu af honum. Þeir voru víðfrægir upp- stopparar og komu heim til Frakklands seinna sama ár með ýmis afrísk uppstoppuð dýr á borð við gíraffa, apa, fugla og fiska. Ekkert vakti þó jafn mikla athygli og hið uppstoppaða lík af Búsk- manninum, sem vakti mikla hrifningu og óhug Parísarbúa. Sýndir líkt og sirkusdýr Á þessum tíma var nýlendustefnan í algleymi. Stórþjóðir Evrópu stunduðu kerfisbundna rán- yrkju á náttúrugæðum Afríku og komu skelfilega fram við Afríkumenn. Afrískir þrælar voru seld- ir víða um heim en árið 1830 voru tvær milljónir svartra þræla við störf í Bandaríkjunum. Evrópumenn töldu svarta menn óæðri hvítum en lærðir menn skrifuðu fræðigreinar um meinta heimsku þeirra og villimennsku. Menn af kynþátt- um á borð við hina lágvöxnu Búskmenn voru flutt- ir til Evrópu og sýndir líkt og sirkusdýr á furðusýn- ingum. Hið uppstoppaða lík var sýnt á ýmsum sýning- um í Frakklandi á nítjándu öld. Árið 1887 keypti UppstoppaðUr maður á safni Búskmaðurinn lést árið 1830 við Orange-fljótið í Suður-Afríku. Líkinu var stolið, það stoppað upp og sýnt á ýmsum stöðum í Frakklandi og á Spáni í 170 ár áður en þrýsting- ur frá Kofi Annan og Sameinuðu þjóðunum varð til þess að maðurinn uppstopp- aði fékk loksins greftrun í afrískri jörð árið 2000. Þegar Kofi Annan varð að-alritari Sameinuðu þjóð- anna, árið 1997, hitti hann bæjar- stjórann í Banyoles og bað hann um að líkið yrði fjarlægt. SýningArgripur Búsk- maðurinn var stoppaður upp og notaður sem sýning- argripur í 170 ár. Hér er hann á Dardersafninu í Banyoles á Spáni. Myndin er frá 1977. MYnD F.X. ButinYà KoFi AnnAn Aðalritari Sameinuðu þjóðanna hitti bæjarstjórann í Banyoles og bað hann um að fjarlægja líkið uppstoppaða af safninu. MYnD gettY katalónski náttúrufræðingurinn Francesc Darder líkið og flutti til Spánar. Þar var líkið til sýning- ar á heimssýningunni í Barce- lona árið 1888. Því næst, árið 1916, fór líkið uppstoppaða, ásamt ýmsum uppstoppuðum dýrum, á safn sem kennt var við Darder og stofnað var til minningar um náttúrufræð- inginn í þorpinu Banyoles. gleymdur í 75 á Þar hlaut líkið nafnið „El Negro“ sem festist síðan við það. Löngu síðar varð líkið tákn, í augum margra safngesta, fyrir rányrkju Spánverja á nýlendutím- anum og þrælahald þeirra á afrísku fólki. Mörgum fannst siðlaust að stilla líki af manni upp sem sýningargrip. Þessar vangaveltur komu þó ekki til fyrr en á tíunda áratug tuttugustu ald- ar en þá hafði El Negro verið til sýn- ingar á safninu í Banyoles í um 75 ár án nokkurra athugasemda og deilna. Sameinuðu þjóðirnar í málið Árið 1991 skrifaði hins vegar Alphonse Arcelin, spænskur læknir sem á ættir að rekja til Haítí, bæj- arstjóra Banyoles bréf og bað hann um að fjarlægja líkið uppstoppaða umsvifalaust af Darder-safninu. Fjölmiðlar fjölluðu um bréf Arce- lins sem hlaut gífurlega athygli. Yfirmaður UNESCO (Menningar- málastofnunar Sameinuðu þjóð- anna), Federico Mayor Zaragoza, blandaði sér inn í málið og studdi málstað læknisins. Þegar Kofi Ann- an varð aðalritari Sameinuðu þjóð- anna, árið 1997, hitti hann bæjar- stjórann í Banyoles og bað hann um að líkið yrði fjarlægt. Þá höfðu margar ríkisstjórnir í Afríku lýst miklum stuðn- ingi við baráttu Arcelins og málið fór að líkjast milliríkjadeilu. grafinn í Botswana Eftir töluverðan þrýsting frá Sameinuðu þjóðunum og Einingarsamtökum Afr- íku, var líkið af búskmanninum fjarlægt af safninu í Banyoles og loksins flutt aftur til Afríku árið 2000, eftir að hafa verið sýn- ingargripur í 170 ár. Þar var það grafið í Tsolofelo-þjóðgarðinum í nágrenni Gaborone í Botswana. helgihrafn@dv.is Japanir stunduðu mikinn hernað í Kóreu seint á sextándu öld og börðust þar með mikilli heift. Jap- anskir stríðsmenn, samúræjar, stunduðu þá hefð að taka með sér minjagripi af orrustuvellinum – og þeir voru ekki af geðslegri endanum. Samú- ræjarnir tóku með sér nef og aðra líkamsparta af látnum Kóreumönnum heim til Japan. Í Japan var nefjunum svo staflað saman í sér- stökum hofum. Hof af þeirri gerð fannst árið 1983 í fornleifauppgreftri í Okayama nálægt Osaka. Í hofinu voru nef af tuttugu þúsund Kóreumönn- um. Þau voru flutt aftur til Kóreu árið 1992 þar sem þeim var gerð bálför. Svipað hof er að finna í Kyoto sem ber nafnið Mimizuka (ísl. Eyrnahóll). Sagan af líkamspörtunum sem Japanir fluttu yfir hafið hefur oft verið notuð sem tákn um grimmd Japana í Kóreu. JApAnir réðuSt á KóreuSKAgA á 16. ölD: Tuttugu þúsund mannanef í hofi Líkamspartar í hofum eyrnahofið Mimizuka (ísl. eyrnahóll) í Kyoto.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.