Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Blaðsíða 2
SkólaStjóri Hraðbrautar græðir n Ólafur H. Johnson, viðskiptafræðingur, skólastjóri og annar eigandi Mennta- skólans Hraðbrautar, lét eignarhaldsfé- lagið sem á og rekur skólann lána fjár- festingarfélagi í hans eigu og annarra hluthafa 100 milljónir króna á árun- um 2007 og 2008. Ólafur á Hraðbraut ehf. ásamt eiginkonu sinni, Borghildi Pétursdóttur, sem jafnframt er framkvæmda- stjóri félagsins. Fjárfestingarfélag Ólafs skuldar rekstrarfélagi skólans 50 milljónir króna sem eru á gjalddaga árið 2012. Þetta kemur fram í ársreikningum eignar- halds- og rekstrarfélags skólans, Hraðbrautar ehf., og fjárfestingarfélags Ólafs, Gagns ehf., sem var helmingshluthafi í skólanum. Ólafur og Borghildur áttu helming í skólanum á móti fasteignafélaginu Nýsi þar til í byrjun síðasta árs en þá eignuðust þau helmings- hlut félagsins í skólanum. Þau eiga því Hraðbraut ehf. að fullu í dag. Þau eru einu stjórnarmenn félagsins. Hættur við að gera launakröfu n Yngvi Örn Kristinsson, fyrrverandi forstöðumaður hagfræðisviðs Landsbank- ans, hefur ákveðið að fara ekki með launakröfu sína í þrotabú Landsbankans fyrir dómstóla. Yngvi hafði gert 229 milljóna króna kröfu í búið. Slitastjórn bankans hafnaði því að gera hana að forgangs- kröfu og segist Yngvi hafa ákveðið fyrir um tveimur mánuðum að ganga ekki lengra með málið. Í nóvember sagðist Yngvi Örn ætla að gefa féð til góðgerðamála fengi hann kröf- una samþykkta. Hann vildi frek- ar að féð rynni þangað en í vasa erlendra kröfuhafa. Í yfirlýsingu sem Yngvi Örn sendi frá sér þá sagði hann að féllu starfsmenn Landsbankans frá kröfunum myndi helmingur eigna þrotabús Landsbankans fara til Breta og Hollendinga. 2 1 n „þetta er búið að ganga ákaflega vel“ n kennarar telJa Sig UnDirbOrgaða n greiDDi 27 MillJÓnir Í arð á tapári n ÓlafUr JOhnSOn kvÍðir ekki rannSÓkn ÓSÝNILEGA VALDA- STÉTTIN Á ÍSLANDI fréttir JÓHANNA GIFTIST JÓNÍNU fréttir beStU tJalDStÆðin MánUDagUr og þriðJUDagUr 28. – 29. JÚNÍ 2010 dagblaðið vísir 73. tbl. 100. árg. – verð kr. 395 neytenDUr ScOOter Í lanDi karlS n þJÓðverJinn Spilar Í galtalÆk fÓlk n hélDU Upp á Daginn Í Sveitinni ÞorGErðUr ENDUr- NÝJAðI SAmNINGINN KATrÍN SENDIr mÁLIð TIL rÍKISENDUrSKoðUNAr BJörN SAmDI VIð ÓLAF TÓK TUGI mILLLJÓNA Í Arð FrÁ SKÓLANUm eigandi og SKÓLaSTJÓRi MennTaSKÓLanS HRaÐBRaUTaR: milljarð ur í ríkissty rk 2 fréttir 30. júní 2010 miðv ikudagur Yngvi Örn Kristinsson, fyrrverandi forstöðumaður hagfræðisviðs Lands- bankans, hefur ákveðið að fara ekki með launakröfu sína í þrotabú Lands- bankans fyrir dómstóla. Yngvi hafði gert 229 milljóna króna kröfu í búið. Slitastjórn bankans hafnaði því að gera hana að forgangskröfu og segist Yngvi hafa ákveðið fyrir um tveimur mánuðum síðan að fara ekki lengra með málið. Í nóvember sagðist Yngvi Örn ætla að gefa féð til góðgerðamála fengi hann kröfuna samþykkta. Hann vildi frekar að féð rynni þangað heldur en í vasa erlendra kröfuhafa. Í yfirlýsingu sem Yngvi Örn sendi frá sér þá sagði hann að féllu starfsmenn Landsbank- ans frá kröfunum myndi helmingur af eignum þrotabús Landsbankans fara til Breta og Hollendinga. „Ég hef ekki áhuga á að styrkja þær þjóðir frekar en orðið er. Þá er ljóst að um helming- ur af kröfum starfsmanna, verði þær samþykktar, munu renna til ríkissjóðs vegna tekjuskatta og enn meira ef tek- ið er tillit til óbeinna skatta. Ísland og íslenska ríkið munu því ekki skaðast af kröfum mínum í þrotabúið,“ sagði Yngvi. Yngvi segir í samtali við DV að það hafi verið mistök að leggja fram kröf- una. „Það er eðlilegt að maður reyni að fá greiddan uppsagnarfrest sam- kvæmt ráðningarsamningi, en ég skynjaði í andrúmsloftinu að það væri ekki réttlætanlegt.“ Yngvi hefur ekki setið aðgerðalaus frá því hann hætti í Landsbankanum. Hann sótti um stöðu seðlabanka- stjóra þegar hún var auglýst laus til umsóknar í fyrra. Þá hefur hann sótt um stöðu framkvæmdastjóra Íbúða- lánasjóðs. Auk Yngva Arnar er vitað til þess að Ari Wendel, sem nú er einn af for- stöðumönnum fyrirtækjasviðs bank- ans, og Baldvin Valtýsson, fyrrverandi útibússtjóri í Lundúnum, hafi fall- ið frá kröfum sínum í búið. Ari hafði gert kröfu um sjötíu og fimm milljónir króna en Baldvin um níutíu milljónir króna. Baldvin segir í samtali við DV að hann hafi ákveðið að leita ekki rétt- ar síns fyrir dómstólum vegna þess hvernig hlutirnir hafi farið og vegna umræðunnar sem sé uppi í þjóðfé- laginu. Hann hafi ekki viljað fara í mál við Landsbankann. Aðspurður hvort kröfurnar séu réttlætanlegar í ljósi þess sem á undan hefur geng- ið, telur Baldvin svo vera. „Þetta eru launakröfur sem hefði átt að greiða, sérstaklega með það í huga að skatt- urinn hefur alltaf túlkað þetta sem launagreiðslur. Það er dómstóla að skera úr um réttmæti þeirra. Ástæðan fyrir því að ég féll frá kröfunum er að þetta voru kaupréttargreiðslur og ég vildi ekki fara í mál við Landsbankann vegna þeirra,“ segir Baldvin. Vill 490 milljónir króna Enn standa þó nokkrar kröfur fyrrver- andi starfsmanna bankans eftir í búið. Þær byggjast að langstærstum hluta á gerðum kaupréttarsamningum. Fyr- irtaka í þeim málum fór fram í Hér- aðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Þær verða síðan teknar fyrir á ný í lok sept- ember. Kröfurnar nema mörg hundr- uð milljónum króna. Hæstu kröfuna á Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar bankans, eða 490 milljónir króna. Sigurður G. Guðjónsson, lögmað- ur, hefur fjórtán umbjóðendur á sín- um snærum sem eiga launakröfur í búið. Hann segir lægstu kröfuna vera um tíu milljónir. Hann segir launa- kröfurnar hafa verið á gjalddaga 1. desember árið 2007. „Ágreiningurinn snýr að því hvort þetta séu launakröf- ur eða ekki í skilningi gjaldþrotalaga. Mér sýnist á öllu að það verði að skera úr um réttmæti krafnanna. Það hefur ekki náðst samkomulag við slitastjórn hingað til og ég á ekki von á því að það gerist,“ segir Sigurður. Sigurður vill að launakröfurnar séu túlkaðar sem slíkar í ljósi þess að af þeim skuli vera greiddur tekjuskatt- ur. Hann bendir á að ríkið myndi hafa talsverðar skatttekjur af kröfunum. Kristinn Bjarnason, lögmað- ur slitastjórnar Landsbankans, seg- ir slitastjórn bankans ekki hafa talið kröfurnar falla undir forgangskröfur samkvæmt lögum um gjaldþrota- skipti. Hann segir ekki hafa kom- ið til umræðu að málsaðilar semji um hvort hluti krafnanna skuli vera greiddur út. Slitastjórnin hafi ekki umboð til þess. Vill 150 milljónir króna Héraðsdómur Reykjavíkur tók fjölda þessara mála fyrir á mánudag. Með- YNGVI OG BALDVIN FALLA FRÁ KRÖFUM Yngvi Örn Kristinsson, fyrrverandi forstöðumaður hagfræðisviðs Landsbankans, hefur ákveðið að fara ekki með launakröfu sína í þrotabú Landsbankans fyrir dómstóla. Baldvin Valtýsson, fyrr- verandi útibússtjóri Landsbankans í Lundúnum, gerir það einnig. Eftir standa þó kröfur í búið upp á mörg hundruð milljónir króna sem byggjast að mestu á kaupréttarsamningum starfsmanna. Launakröfur nokkurra fyrrverandi stjórnenda Landsbankans samkvæmt kröfulista bankans frá nóvember 2009. 490 milljónir Steinþór Gunnarsson, forstöðumaður verðbréfamiðlunar. 377 milljónir Bjarni Þ. Bjarnason, forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar. 316 milljónir Guðmundur P. Davíðsson, forstöðumaður fyrirtækjasviðs. 215 milljónir Ingólfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri einstaklings- og markaðssviðs. 150 milljónir Haukur Þór Haraldsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs. 102 milljónir Kristján Gunnar Valdimarsson, forstöðumaður skattasviðs. 75,5 milljónir Guðmundur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs 73 milljónir Ívar Guðjónsson, forstöðumaður eigin fjárfestinga. 49 milljónir Guðmundur Ingi Hauksson, útibússtjóri í Austurstræti. LAUNAKRÖFUR RóBeRt HlYnuR BalDuRSSon blaðamaður skrifar: rhb@dv.is erfitt að réttlæta upphæðirnar Stefán Einar Stefánsson viðskiptasið- fræðingur telur kröfur um hundruð milljóna fara út fyrir öll velsæmismörk. Með fjórtán umbjóðendur Sigurður G. Guðjónsson er lögmaður fjórtán starfsmanna Landsbankans sem gera kröfu í þrotabúið. al þessara starfsmanna er Haukur Þór Haraldsson, fyrrverandi forstöðu- maður rekstrarsviðs bankans. Hauk- ur var í apríl sýknaður af ákæru um fjárdrátt á meðan hann starfaði hjá bankanum. Haukur hafði verið sak- aður um að draga að sér 120 milljónir króna. Hann hafði fært peningana af innlendum gjaldeyrisreikningi bank- ans yfir á eigin reikning. Dómurinn taldi ekki sannað að Haukur hefði ætlað að nota peningana í eigin þágu. Hann hafði þá sagt að hann hefði flutt peningana á eigin reikning með hags- muni bankans í huga, en það gerði hann þegar bankinn féll. Haukur gerir nú kröfu í þrotabú bankans um hátt í 150 milljónir króna. Hvatakerfi og fall bankanna Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþing- is er fjallað um kaupréttarsamninga starfsmanna bankanna. Þar segir að kaupréttarsamningar hafi átt stóran þátt í háum launum lykilstjórnenda bankanna. Að mati Rannsóknarnefndar Al- þingis áttu hvatakerfi bankanna Það er eðlilegt að maður reyni að fá greiddan uppsagnarfrest. Baldvin Valtýsson hefur sagt upp störfum sem útibússtjóri Lands- bankans í Lundúnum, sem er rek- inn af skilanefnd bankans. Lilja B. Einarsdóttir hefur tekið við starfi hans. Hún var áður aðstoðarútibús- stjóri í Lundúnum. Baldvin segir hafa verið kom- inn tíma á að hann hætti störfum. Samkomulag hafi verið milli hans og skilanefndar Landsbankans um að hann myndi hætta þegar erfið- ustu málunum sem sneru að útibúi Landsbankans í Lundúnum væri lokið. Starfsemin hafi dregist mikið saman að umfangi og starfsmönn- um fækkað úr 193 í 45. Hugur hans og fjölskyldunnar hafi líka lengi leit- að heim til Íslands. Til stendur að fjölskyldan flytji heim með haustinu. Baldvin hefur eftir sem áður óbeina aðkomu að Landsbankan- um sem stjórnarformaður fyrirtæk- isins Iceland Foods. Þetta er tíma- bundin ráðstöfun á meðan verið er að finna nýjan stjórnarformann. Baldvin segir ekki ljóst hvað hann muni taka sér fyrir hendur þegar hann komi aftur til lands- ins. Hann segist hafa verið orðinn þreyttur á Lundúnum og að það hafi verið komið ágætt af dvölinni þar. Hann segist ætla að njóta þess að vera í fríi með fjölskyldunni í sumar. Talið er að það taki um fimm til sjö ár að gera upp eignir útibús Landsbankans í Lundúnum. Áfram verður starfsemi í útibúinu á meðan verið er að gera upp eignir þess. Þar er meðal annars stór lánapakki og hlutur í fyrirtækjum eins og Iceland Foods og House of Fraser. rhb@dv.is BalDVIn ValtýSSon hættir SEm útibúSStjóri LAndSbAnkAnS: FLytUR heim í hAUst Gerði kröfu um níutíu milljónir baldvin Valtýsson hefur hætt störfum sem útibússtjóri Landsbankans í Lundúnum og hyggst flytja heim. miðvikudagur 30. júní 2010 fréttir 3 Krafðist 229 milljóna króna Yngvi Örn hefði gefið féð til góðgerða- mála hefði hann fengið kröfuna samþykkta. þátt í falli þeirra. Þar urðu skamm- tímahagsmunir bankans ofar lang- tímahagsmunum. Í skýrslunni segir: „Bankastjórnandi sem til dæmis hef- ur einungis einn tíunda hluta launa sinna í formi grunnlauna eða fastra launa en 90% sem hlutfall af árangri fyrirtækisins mun óhjákvæmilega einhvern tíma lenda í þeirri aðstöðu að þurfa að velja á milli þess að taka bókhaldslega ákvörðun sem leiðir til þess að hann fái greidd hærri samn- ingsbundin laun eða velja rekstrarleg- an og/eða bókhaldslegan kost í rekstri bankans sem ekki tryggir honum jafn há laun. Eins og áður segir er hættan sem af þessu leiðir sérstaklega mik- il í fyrirtækjum sem þegar eru mjög skuldsett. Í harðri samkeppni nútím- ans verður tæpast mikil stökkbreyting á arðsemi fyrirtækis með því að auka rekstrarlegt hagræði ... Slíkt hvatakerfi er líklegt til þess að ýta félaginu fram af brúninni, ef svo má að orði komast, því líkur eru á því að stjórnendurnir muni gera það sem þeim er uppálagt og kerfið hvetur þá til ef þeir eiga að öðrum kosti á hættu að missa vinn- una og sæta því tekjutapi sem af því leiðir.“ Siðferðislegar spurningar Stefán Einar Stefánsson, viðskiptasið- fræðingur við Háskólann í Reykjavík, segir að þegar meta eigi siðferðislega hlið krafnanna verði fyrst og fremst að horfa til þess hverjar upphæðirn- ar séu. „Það er erfitt að leggja hlutlægt mat á það hvar mörkin liggja, en kröf- ur um hundruð milljóna króna fara út fyrir öll velsæmismörk. Þær eru ekki eðlilegar þar sem fyrirtækið er keyrt í þrot og í ljósi þess að þessi hvatakerfi áttu að styrkja fyrirtækið en ekki öf- ugt. Svo leikur grunur á að markaðs- misnotkun þar sem að verði bréfa var haldið uppi megi að hluta rekja til kaupréttarsamninga. Þarna þarf að skoða hvar ábyrgðin liggur. Fram- kvæmdastjórar bankanna hljóta að hafa verið meðvitaðir um þetta,“ seg- ir Stefán. Stefán segir vera siðferðislega réttlætanlegra að aðrir kröfuhafar fái peninga úr búinu í ljósi þess að þeir töpuðu á ákvörðunum stjórnenda bankanna. Hann segir að skoða verði hvaða forsendur liggi að baki kröfun- um ef meta á siðferðislegan grund- völl þeirra. „Starfsmennirnir geta fallið frá kröfum á hvaða forsendum sem þeim sýnist. Ef þeir vilja leggja sáttinni í samfélaginu lið er það gott en það er ekki siðferðislega lofsvert ef þeir gera það vegna þess að þeir telja sig ekki hafa hagsmuni að verja,“ seg- ir Stefán. Aðspurður hvort hægt sé að rétt- læta þær kröfur sem hafa verið gerðar undir þeim formerkjum að féð verði gefið til góðgerðamála, telur Stefán svo ekki vera. „Ég spyr hvort ekki væri eðlilegra að aðrir kröfuhafar gæfu til góðgerðamála þegar þeir hefðu feng- ið til baka peningana sem þeir töp- uðu.“ Dæmdur fjársvikamaður frá bæn- um Steinkjer í Þrændalögum í Noregi er sakaður um að hafa eyðilagt líf nokkurra kvenna með því að svíkja út úr þeim fé eftir að hafa áunnið sér traust þeirra. Nýj- asta fórnarlamb hans, að því er dagblaðið Trønder-Avisa hermir, er íslensk kona, Stella María Guð- björnsdóttir, sem hitti hann í Bodø í Noregi í fyrra. Hún segir í viðtali við Trønder-Avisa að Norðmaður- inn hafi komið óvænt til Íslands skömmu síðar og lofað henni gulli og grænum skógum ef hún flytti með honum til Noregs. Hún hafi selt allar eigur sínar og millifært peningana sem fyrir þær feng- ust inn á reikning Norðmannsins. Þegar út til Noregs var komið hafi hins vegar komið í ljós að mað- urinn vildi aðeins féfletta Stellu Maríu. „Hann sýndi mér myndir af húsinu sem hann keypti í Noregi og bað mig um að flytja inn með sér,“ hefur blaðið eftir konunni. Hún segist í dag búa í lítilli íbúð á Íslandi, sárafátæk eftir svik svindlarans frá Steinkjer. Stella María segist ekki hafa verið eina fórnarlambið því að Norðmaður- inn hafi einnig blekkt íslensk vina- hjón hennar. Þau hafi einnig flutt til Noregs eftir að maðurinn hafi lofað þeim vinnu. En við komuna til Noregs hafi komið í ljós að enga vinnu var að fá. Hún segist hafa kært Norðmanninn til íslensku lögreglunnar. „Ég er eyðilögð og vonsvikin, mér finnst ég vera svo vitlaus,“ segir hún við blaðið. Búa saman í lítilli íbúð Stella María segir í viðtali við norska dagblaðið Trønder-Avisa að sjá verði til þess að svindlarinn verði stöðvaður. „Það verður að stöðva þennan mann. Ég vil segja mína sögu svo að fleiri lendi ekki í honum,“ segir Stella María við blaðið. Hún vildi hins vegar ekki ræða málið við DV. Í viðtalinu segist hún vera blönk og sorgmædd yfir því hvern- ig fór. Stella María á fjögur börn og er í námi. Hún segist í samtali við norska dagblaðið búa í lítilli íbúð þar sem hún og börnin sofi á dýn- um. Auk þess búi í íbúðinni vina- hjónin sem einnig lentu í svikum Norðmannsins. Grunaður um stórfelld svik Trønder-Avisa hefur sagt frá öðr- um fórnarlömbum mannsins, sem blaðið kallar „svikarann frá Stein- kjer“. Í síðustu viku ræddi blaðið við 28 ára gamla konu sem miss- ir húseign sína á næstunni vegna milljónaskulda sem hún er komin í vegna einkahlutafélags sem hún stofnaði með manninum. Maður- inn er grunaður um að hafa keypt varning í nafni félagsins og selt hann svo aftur á svartamarkaðin- um. Konan segir að maðurinn sé á bak og burt en hún fái enn sendar kröfur vegna skulda sem hann er grunaður um að hafa meðal ann- ars stofnað til á ferðalögum með öðrum konum. Hún hefur kært manninn til lögreglu vegna máls- ins. Á sama tíma er íbúðin henn- ar á nauðungarsölu og hún segist eiga von á því að verða úrskurðuð gjaldþrota og verði á svörtum lista hjá lánastofnunum í fimm til sjö ár. Konan segir að hún þurfi nú að taka út refsingu en á meðan geti hinn grunaði svindlari um frjálst höfuð strokið og lifi ljúfu lífi. Það finnist henni ósanngjarnt. Réttað yfir manninum á næstunni Samkvæmt Trønder-Avisa hef- ur maðurinn átta auðgunarbrota- dóma á bakinu. Norsk lögreglu- yfirvöld hafa hann grunaðan um tugi auðgunarbrota til viðbótar. Dagblaðið fullyrðir að hann hafi játað 16 brot í yfirheyrslum um síðustu jól en dregið játninguna til baka. Réttað verði yfir manninum á næstunni, en lögfræðileg atriði hafi tafið málareksturinn. Stella María segist hafa kært manninn til íslenskra lögregluyfirvalda. ritstjorn@dv.is ÍSLENSK MÓÐIR Í KLÓM SVIKARA Stella María Guðbjörnsdóttir hitti norskan mann í fyrra. Hann reyndist vera svikahrappur sem sveik út úr henni stór- fé. Í viðtali við dagblaðið Trønder-Avisa segir Stella María að maðurinn hafi féflett hana með lygum. Ég er eyðilögð og vonsvikin, mér finnst ég vera svo vitlaus. Varar fólk við Stella María segir sögu sína í viðtali við norska blaðið Trønder-Av- isa og varar lesendur við manninum, sem blaðið kallar „svikarann frá Steinkjer“. MYND: SKJÁSKOT AF VEF TRONDHEIM-AVISEN Annað fórnarlamb Norsk kona segist vera komin í gjald- þrot vegna skulda mannsins sem hún er ábyrgðarmaður fyrir. MYND: SKJÁSKOT AF VEF TRONDHEIM-AVISEN Þessar fréttir bar hæst í vikunni þetta helst Gísli Arnar Guðmundsson sportkafari rambaði á undurfallegan hyl undir fossi á ferðalagi sínu um Ísland. Hann dýfði sér á kaf og heillaðist af því sem fyrir augu bar. Sjófiskar og önnur sjávardýr búa í hylnum, inni í landi. Þar hefur fersk- vatnið blandast við sjó á áhrifaríkan hátt. Í hylnum búa meðal annarra dýra rauðsprettur og marglyttur. hitt málið 2 fréttir 2. júlí 2010 föstudagur Fæst í apótekum Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is Rodalon® -utanhúss Eyðir bakteríum, sveppagróðri, ólykt og mosa • Fyrir sólpallinn • Garðhúsgögnin • Sumarbústaðinn • Húsbílinn • Tjaldvagninn KAFARI FAnn LEYnIPARADÍS „Ég var á ferðalagi um landið fyrir nokkrum vikum og datt í hug að dýfa mér á kaf í ferskvatnshyl nokkrum sem er býsna langt frá sjó. Hylurinn er um þriggja metra djúpur og hef- ur myndast vegna þess að foss dynur fyrir ofan. Það sem gerir þennan stað svo sérstakan er að í honum leynast sjófiskar af ýmsu tagi sem svamla um í súrrealískum aðstæðum,“ segir Gísli Arnar Guðmundsson, sportkafari og ljósmyndari, sem fann óþekktan köf- unarstað á dögunum sem hann segir ægifagran og ótrúlegan. Þar í ósnertri náttúruparadís búi lífverur sem öllu jafna búa í hafinu. Gísli Arnar vill ekki gefa upp hvar á landinu hyl þennan sé að finna. „Ég vil ekki gefa upp staðsetningu að svo stöddu til að hlífa lífríkinu sem þarna er fyrir ágangi forvitinna.“ Heillaðist af fossinum Á meðan fjölskyldan beið úti í bíl klæddi Gísli Arnar sig í kafarabún- inginn og ákvað að kanna hylinn og taka ljósmyndir. „Ekki verður sagt að ég hafi orðið ánægður þegar ég kom niður því ég var með lágmarksbún- að meðferðis, með aðeins eina linsu og engin ljós. Loftið á kútnum þraut fljótt. Það þýðir að ég verð að fara þangað aftur fljótlega, en þetta var ótrúleg upplifun engu að síður. Þegar kemur að hylnum sér maður strax að hann er mjög djúpur. Þegar ég stakk hausnum ofan í vatnið og dýfði mér á kaf heillaðist ég af því sem fyrir augu bar. Hylurinn er ákaflega grænn og tær, alsettur afarstórum steinum sem stingast út. Ég heillaðist af fossin- um og kíkti undir hann, en hann fyss- ast niður í djúpið með loftbólum og hamagangi. Það var sérkennilegt að skynja orkuna, dyninn, kraftinn og há- vaðann og líta svo í kringum sig. Mér leið líkt og landkönnuði sem kemur að auðu landi, augu hans eru þau fyrstu sem skynja það,“ segir Gísli dreyminn. Sjávardýr í öllum litum En það sem Gísli uppgötvaði næst vakti enn meiri hughrif hjá honum. Í hylnum svömluðu sjávardýr á víð og dreif í öllum regnbogans litum. „Ég átti alls ekki von á þessu. Ég hef heyrt að flundran [flatfiskur af kolaætt] fari upp í árósa og að nú rannsaki menn hvort hún valdi skaða í íslenskum ferskvatnsám, maður getur alltaf átt von á að sjá hana. En þetta var sann- arlega óvænt, að sjá svona marga sjó- fiska á sama stað í fersku vatni. Ég veit ekki til þess að til séu myndir af þess- um fisktegundum í þessum aðstæð- um, fyrr en nú.“ Marglyttur í þúsundatali Samkvæmt Gísla búa nokkrar fiski- tegundir í hylnum en þar má nefna skarkola, rauðsprettu, síld og skráp- flúru. Þá séu ýmis smádýr á sveimi á þessum athyglisverða stað. „Á þriggja metra dýpi myndast skil þar sem salt- vatn liggur við botninn. Slík skil, þeg- ar saltvatn og ferskvatn kemur saman, eru magnað fyrirbæri og afar fallegt ásýndar. Áferðin er svo sérstök, það er eins og sé reykur eða eitthvað slíkt í sjónum á meðan ferskvatnið er tært,“ segir sportkafarinn sem kom auga á marglyttur í djúpinu. „Þegar ég elti rauðsprettuna og færðist nær djúpinu sá ég hvíta slikju yfir botninum. Mér datt í hug að þetta væri dauður gróður, svo þegar ég færðist nær sá ég að stappan var öll á iði. Þetta voru afar smágerðar mar- glyttur í þúsundatali, á stærð við fing- urbjargir. Þær virtust vera að finna leiðina út, þær voru líkt og fangar, innilokaðar í prísund sinni. Ég held að marglyttur drepist í ferskvatni og haldi sig því þarna í dýpinu þar sem saltvatnið er. Fyrir ofan, í skilunum, sveimaði síld ögn forvitin en virtist hrædd við óboðna gesti,“ segir Gísli. Svo virðist sem sjór hafi komist í hylinn sem verður til þess að dýralífið í kafaraparadísinni er jafn fjölskrúð- ugt og raun ber vitni. „Líklega hefur þessum kvikindum skolað þarna inn í vetur og eru nú innlyksa og það eru kannski göng á milli sjávar og hyljar- ins.“ Ljósmyndasýning á Akureyri Gísli Arnar Guðmundsson er áhuga- ljósmyndari og hefur tekið neðansjáv- armyndir víða um land. Þessa dagana sýnir hann ljósmyndir sínar á Glerár- torgi á Akureyri, en þar eru til dæmis myndir frá flakinu El Grillo í Seyðis- firði, úr gjánni Silfru á Þingvöllum og frá gjám í Kelduhverfi sem Gísli og félagar köfuðu í manna fyrstir fyrir skömmu. Mér leið líkt og landkönnuði sem kemur að auðu landi, augu hans eru þau fyrstu sem skynja það. HeLGi HrAfn GuðMundSSon blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Loftbólur og læti Undir fossinum, sem hér sést neðan frá, er hylur þar sem Gísli rakst á ótrúlegt lífríki. MYnd GíSLi ArnAr GuðMundSSon rauðspretta Hægt er skoða fleiri ljósmyndir eftir Gísla á vefslóðinni flickr.com/gassa. MYnd GíSLi ArnAr GuðMundSSon Skarkoli Þessi myndarlegi skarkoli á heima á staðnum sem Gísli fann. MYnd: GíSLi ArnAr GuðMundSSon Viltu vinna á dagblaði? frjálst, óháð dagblað Starf prófarkalesara er laust til umsóknar hjá DV. Starfið krefst frábærrar íslenskukunnáttu, hraðra vinnubragða, vand- virkni og góðrar, almennrar þekkingar. Reynsla af prófarkalestri er æskileg. Ráðið er tímabundið eða til lengri tíma. Möguleiki er á fullu starfi eða hlutastarfi, sem unnið er að mestu á kvöldin og um helgar. Próf verður lagt fyrir umsækjendur. Nauðsynlegt er að viðkomandi geti hafið störf þegar í stað. umsóknir berist á julia@dv.is fyrir 5. júlí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.