Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Blaðsíða 14
100 MILLJARÐAR ERU LÍTIÐ BROT Gjaldþrot SeðlabankanS 175 milljarðar Í aðdraganda bankahrunsins lánaði Seðlabanki Íslands bönkum og fjármálafyrirtækjum gríðarlega háar fjárhæðir í þeirri von að bankarnir myndu ná að standa af sér erfiðleikana. Bankarnir urðu aftur á móti gjaldþrota og Seðlabankinn varð tæknilega gjaldþrota. Heildarkostnaður ríkissjóðs af gjaldþroti Seðlabankans er um 175 milljarðar króna. 14 fréttir 2. júlí 2010 föStudaGur Heildarkostnaður vegna afnáms gengistryggingar lána sem almenningur tók nemur um 100 millj- örðum króna. AGS hefur áhyggjur af stöðunni. Auðmenn hafa þó fengið hundruð milljarða króna afskrifaða án þess að verða persónulega gjaldþrota. Þá þurfa Íslendingar að borga 300 milljarða Icesave-skuld og 196 milljarða í framlög til nýju bankanna. IceSave-Skuld lágmark 300 milljarðar Íslendingar gætu þurft að greiða Bretum og Hollendingum að lágmarki 300 milljarða króna til þess að bæta það tjón sem hlaust af töpuðu fé á Icesave-innlánsreikningum Landsbankans. Það þýðir að hver einasti Íslendingur þarf að taka á sig tæplega milljón krónur vegna falls Landsbankans. framlöG ríkISSjóðS tIl vIðSkIptabankanna 196 milljarðar Kostnaður skattgreiðenda vegna eiginfjárframlaga ríkisins til viðskiptabankanna þriggja, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans, er 196 milljarðar króna. Það gera um 733 þúsund krónur á hvern Íslending. afSkrIftIr ólafS ólafSSonar 88 milljarðar Skuldir Kjalars, sem námu 88 milljörðum króna, við gamla Kaupþing voru nánast afskrifaðar að fullu. Skuldir Kjalars við bankann námu um 115 milljörðum króna í september 2008. Arion banki gerði í vetur samning við Ólaf um að hann héldi Samskipum en hann og stjórnendur Samskipa eiga nú skipafélagið að fullu. afSkrIftIr björGólfS GuðmundSSonar 3 milljarðar Björgólfur átti stærstan hlut í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, sem var skuldum vafið þegar hann missti félagið í hendur bankans. Talið er að skilanefnd Glitnis og Íslandsbanki hafi afskrifað rúmlega þrjá milljarða króna af um það bil fimm milljarða skuldum félagsins áður en nýr eigendahópur keypti Árvakur. afnám GenGIS- tryGGInGar lána 100 milljarðar Það gæti kostað 100 milljarða að afnema gengistryggingar lána, sem hafa sligað marga lántakendur. Það er aðeins hluti af þeirri upphæð sem tæknilegt gjaldþrot Seðlabanka Íslands kostaði. afSkrIftIr maGnúSar krIStInSSonar 50 milljarðar Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, fékk um það bil 50 milljarða króna skuld afskrifaða eftir að hann samdi við skilanefnd Landsbankans. Skilanefndin leysti ekki til sín kvóta Magnúsar, sem var ekki í persónulegum ábyrgðum fyrir langmestum hluta skulda sinna. afSkrIftIr bauGSfeðGa 30 milljarðar Þegar 30 milljarða króna lán, sem 1998 ehf. tók hjá Kaupþingi sumarið 2008, var fært frá skilanefnd Kaupþings yfir til Nýja Kaupþings og nú Arion banka var lánið metið á 17 milljarða. Miðað við vísitöluþróun stóð lánið í 48 milljörðum í lok síðastliðins árs. Munurinn er því um 30 milljarðar króna. Talið er að það gætið kostað í heild- ina um 100 milljarða króna að af- nema gengistryggingu lána, eftir að Hæstiréttur Íslands dæmdi í júní að slíkt fyrirkomulag á lánum væri ólög- legt. Þessi kostnaður myndi þá lenda á fjármálafyrirtækjum, íslenska rík- inu og á lántakendum. Sjálfur hefur Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra sagt að versta niðurstaða í kjölfar dóms Hæstaréttar myndi fela í sér 100 milljaðra króna kostnað fyrir rík- issjóð. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur einnig lýst áhyggjum af íslenska bankakerfinu í kjölfar dómsins. Ef þessi kostnaður við að leiðrétta hlut almennings er settur í samhengi við upphæðir sem nefndar hafa verið í tengslum við skuldaafskriftir ein- staka manna, þá breytist dæmið. Þannig fékk Ólafur Ólafsson 88 millj- arða afskrifaða svo hann gæti hald- ið yfirráðum í Samskipum. Magnús Kristinsson, útgerðarmaður og fjár- festir, slapp einnig við að borga um 50 milljarða króna. valgeir örn ragnarsson blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is framlaG ríkISInS tIl SparISjóða kerfISInS 20 milljarðar Fjárlög fyrir árið 2010 gera ráð fyrir 20 milljarða eiginfjárframlagi ríkissjóðs til sparisjóðakerfisins. Fjármálaráðherra segir þó að ekki liggi fyrir endanleg fjárhæð í því sambandi. afSkrIftIr WernerSSona 135 milljarðar Karl Wernersson og Steingrímur Wernersson voru í hópi stærstu fjárfesta á Íslandi. Félög í þeirra eigu, svo sem Milestone og Þáttur International, eru gjaldþrota og aðeins lítið brot fæst upp í kröfur. Þá er félag þeirra Svartháfur stórskuldugt og ekki útséð með framtíð þess. Afskrifa þarf á annað hundrað milljarða króna af skuldum þeirra. D v g r a FÍ K J Ó n in g i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.