Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Blaðsíða 31
föstudagur 2. júlí 2010 viðtal 31 hugsaði með mér að auðvitað gæti svona myndarlegur og gæðalegur maður ekki verið annað en frátek- inn. Síðar kom í ljós að hann hafði verið að tala um kærustu vinar síns,“ segir Íris en þau Grettir spjöll- uðu saman allt kvöldið. Hún við- urkennir að hann hafi vitað hvaða konu hann væri að spjalla við og segir hann ekki hafa óttast að falla fyrir poppstjörnu. „Honum fannst bara strax mikið til mín koma. Við erum alveg á sitthvorum pólnum, hann sér allt út frá rökhugsun en ég er meira fiðrildi. Hann er verkefnastjóri hjá verk- takafyrirtækinu Jáverk og stjórnaði meðal annars framkvæmdum á 19. og 20. hæðum í Turninum í Kópa- vogi og bauð mér þangað að borða einn daginn. Ég dáist alveg að því sem hann er að gera og finnst hann svo klár og veit að sama skapi finnst honum ég frjó í listinni.“ Aldrei hringdu vArúðAr- bjöllurnAr Þegar þau Grettir hittust hafði Íris verið ein í tvö ár. Hún segist hafa ákveðið að taka sér tíma til að finna sjálfa sig. „Þegar ég hætti með barnsföður mínum árið 2007 ákvað ég að taka mig í gegn. Ég vildi kynn- ast sjálfri mér betur og komast að því hvað ég væri að gera vitlaust. Þarna var ég komin yfir þrítugt en þá hættir maður að nenna öllu rugli og vil bara komast að kjarnanum. Grettir hafði líka verið einn í tvö ár svo við vorum bæði tilbúin í nýtt samband. Ég veit að það er klisja en um leið og þú hættir að leita að ástinni þá finnur hún þig. Ég hafði kom- ið mér vel fyrir í íbúðinni minni með börnin mín þrjú og var ný- byrjuð í draumanáminu. Ég var að lifa spennandi lífi og var að gera það sem mig langaði að gera. Ég og börnin vorum í fyrsta sæti og okkur leið vel.“ Grettir á sex ára strák svo fjöl- skylda þeirra Írisar er stór eða sex manna. Íris segir frekari barneignir þó inni í myndinni. „Auðvitað lang- ar okkur til að eignast barn saman en við verðum bara að finna til þess rétta tímann. Við erum bæði svo upptekin. Við erum jafn hamingju- söm í dag og þegar við hittumst fyrst og mér finnst ég mjög heppin kona. Grettir tekur jafnan þátt í heim- ilisverkunum og einnig virkan þátt í uppeldinu og börnin taka honum mjög vel,“ segir hún og bætir við að ástarsamband hafi ekki verið á dag- skrá hjá henni þegar leiðir þeirra rákust saman. „Ég var mjög stress- uð yfir því að kynna börnin fyrir nýjum manni og vildi fara rólega í sakirnar en þetta gekk allt áreynslu- laust fyrir sig.“ Eftir nokkur ástar- sambönd sem ekki gengu beið Íris lengi eftir að varúðarbjöllur færu að hringja. „Ég var orðin 34 ára þegar við kynnumst og hélt að allir bestu bitarnir væru farnir. Ég sá strax að þetta væri vandaður strákur og varð strax mjög skotin en ég var líka pínu hrædd. Við tókum okkur góðan tíma til að kynnast og aldrei heyrð- ist í bjöllunum,“ segir hún brosandi. Átti ekki krónu með gAti Þegar Íris skildi við seinni barns- föður sinn var hún ófrísk. Hún hafði starfað á skrifstofu en þegar hún kom til baka eftir fæðingarorlof var kreppan í algleymingi og hennar beið uppsagnarbréf. „Ég var ein- stæð, þriggja barna móðir og at- vinnulaus í ofanálag. Það var engin leið að fá vinnu en ég fékk eitt starfs- viðtal þar sem ég keppti við 70 aðra. Þetta var mjög erfitt tímabil en eftir á að hyggja það besta sem gat komið fyrir mig. Eitt kvöldið þegar ég var að fara sofa sá ég auglýsingu frá Kvikmyndaskólanum þar sem stóð að námið væri LÍN-hæft. Ég fór því í prufu og komst inn.“ Hún viðurkennir að þessi tími hafi verið erfiður og að oft hafi hún ekki átt krónu með gati. „Ég gat ekki hugsað mér að vera á atvinnuleysis- bótum því ég vissi að þannig næði ég ekki endum saman. Sem einstæð þriggja barna móðir í eigin íbúð fékk ég fín námslán og gat borgað af öllu en þurfti inn á milli að leita hjálp- ar hjá mínum nánustu. Ég fékk að kaupa ódýran fisk af veiðimönnum og setti niður kartöflur með syst- kinum mínum auk þess sem fóstur- pabbi, sem býr í sveit, gaf mér kjöt. Sú hugmynd að þetta gengi ekki upp til lengdar kom aldrei upp. Ég leyfði mér ekki að hugsa þannig því ég veit að ef maður vill hlutina nógu mikið þá gengur allt vel,“ seg- ir hún og bætir við: „Ég er auk þess með erlent bílalán sem hefur far- ið upp úr öllu veldi og þótt ég hafi unnið þrjár vinnur síðustu tólf árin og eignast 30 prósent af íbúð minni hefur verðtryggingin étið það allt upp,“ segir hún og bætir við að hún sé búin að taka út reiði vegna efna- hagsástandsins. „Ég tók tímabil þar sem ég var alveg brjáluð. En svo átt- aði ég mig. Þetta er ekki í mínum höndum og ég neita að eyða tíman- um í reiði. Það er svo leiðinlegt.“ Feimin Að eðlisFAri Íris ólst upp í sveit, nánar tiltek- ið á bænum Hamri í Austur-Húna- vatnssýslu. Hún gekk í Húnavalla- skóla en flutti með móður sinni á höfuðborgarsvæðið þegar Íris var 14 ára, þegar samband móður henn- ar og fósturföður endaði. „Ég fór úr 100 manna skóla yfir í 600 manna Garðaskóla. Ég er svo mikið kamel- jón að umskiptin voru lítið mál fyr- ir mig auk þess sem frænka mín var með mér í skólanum og tók mig að sér. Hún kenndi mig að klæða mig, mála mig og dansa á diskótekum,“ segir hún brosandi og bætir við að frænkunni hafi líklega ekki litist á sveitapíuna. „Ég var ofsalega hallærisleg og leit út fyrir að koma beint úr fjós- inu en ég var fljót að ná þessu,“ segir hún og bætir við að hún hafi verið frekar rólegur unglingur. „Ég er feimin að eðlisfari og það hef- ur aldrei verið neinn „rebel“ í mér. Við mamma höfum alltaf átt gott samband og svo var ég komin með kærasta 15 ára svo ég var ekki villt- ur unglingur,“ segir Íris sem hætti sinni skólagöngu þegar hún varð ófrísk eftir fyrstu önnina í Fjölbraut í Garðabæ. kvikmyndAgeirinn heillAr Þrátt fyrir langan poppferil hefur Íris aldrei verið í neinu rugli. „Vissulega tók maður rispur eftir böll auk þess sem ég var alltaf með bjór á meðan ég var að spila en það var bara til þess að sýnast og geta skálað við liðið, svo var ég með mitt vatnsglas á bak við. Ég hef aldrei prófað eiturlyf enda varð ég mamma svo ung og það var ekki inni í myndinni. Hins vegar byrj- aði ég að reykja ung og hef hætt og byrjað aftur mörgum sinnum en er ákveðin í að takast að hætta alfarið.“ Aðspurð hvort hún sakni popp- lífsins segist hún fá útrás fyrir lista- þörf sína með leiklistinni. „Þetta er svipað starfsumhverfi. Að spila á tónleikum er eins og að sýna í leik- sýningu og að taka upp þátt eða bíómynd eins og að vera í stúdíói. Kvikmyndageirinn er svo ótrúlega, brjálæðislega, spennandi heimur og því er algjör synd að það sé búið að skera niður styrki um 30 prósent á meðan niðurskurður innan annarra listgreina er aðeins 10 prósent. Niðurskurðurinn hefur áhrif á fjármagn erlendis frá því skilyrði til að fá það er að Kvikmyndasjóður styrki verkefnið. Íslensk kvikmynda- gerð er á mikillri uppleið og menn- ingargildi bransans er ómetanlegt. Við eigum mikið af hæfileikaríku fólki og það er sorglegt að það fái ekki tækifæri til að gera sitt fyrir landið. Um 200 manns koma að gerð einn- ar kvikmyndar og stærsti hluti fjár- magnsins fer í laun og skilar sér því beint til baka í formi skatta,“ segir hún og er mikið niðri fyrir. FrAmtíðin snýst um FjölskyldunA Aðspurð um draumahlutverkið segir hún söngleiki kitla. „Mig langar rosa- lega að komast að í leikhúsum. Það eru einhverjir töfrar sem gerast þar. Því miður veitir námið ekki inngöngu í Félag íslenskra leikara því skólinn er ekki enn á háskólastigi sem er afar leiðinlegt því þetta er mjög krefjandi og ítarlegt nám. Ef mér tekst að næla í þrjú meðalstór hlutverk í kvikmynd- um opnast möguleiki á prufum í leik- húsum og kannski verður það mín leið á svið. Ég vil endilega fá að spreyta mig og finnst að FÍL mætti endurskoða reglurnar með tilkomu þessa náms og gefa þannig fleira fólki tækifæri,“ segir hún og viðurkennir að það hvarfli stundum að henni að kannski hefði verið gáfulegra að velja hagnýt- ara nám. „Stundum verð ég hrædd þegar ég hugsa um framtíðina en það er bara praktíska hliðin á mér sem mér tekst að hrista í burtu. Ég ætla mér að komast inn í þenn- an heim. Ég vann á skrifstofu í tíu ár sem var fínt en ég vil vinna við það sem ég hef ástríðu fyrir. Ef ég hugsa til framtíðar sé ég spennandi tíma en eins og er snýst framtíðin um fjöl- skylduna og börnin mín, starfslega séð er allt ennþá í þoku. Ég er hins vegar bjartsýn og veit að það á eftir að birta til.“ indiana@dv.is fyrir leiklistina Fjölskyldan í fyrsta sæti Íris segir framtíðina snúast um fjölskylduna. Hún viðurkennir að frekari barn- eignir séu inni í myndinni og að þau Grettir muni finna rétta tímann í það. myndir hörður sveinsson Feimin að upplagi Íris ólst upp í sveit en flutti á höfuðborgarsvæðið þegar hún var 14 ára. Hún segist hafa verið svakalega hallærisleg en að frænka hennar hafi kennt henni að klæða sig og mála. 101 gæðastund suðrænir smáréttir – allir drykkir á hálfvirði frá kl. 17.00 til 19.00 alla daga hverfisgata 10 sími. 5800 101 101hotel@101hotel.is www.101hotel.is hamingjusöm „Ég fékk að kaupa ódýran fisk af veiðimönnum og setti niður kartöflur með systkinum mínum auk þess sem fósturpabbi, sem býr í sveit, gaf mér kjöt. Sú hugmynd að þetta gengi ekki upp til lengdar kom aldrei upp.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.