Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Blaðsíða 36
36 viðtal 2. júlí 2010 föstudagur Bragi Guðbrandsson, for-stöðumaður Barnavernd-arstofu, segir að þar sem Götusmiðjan sé einkarekið meðferðarheimili sem Guðmundur Týr Þórarinsson, eða Mummi eins og hann er oftast kallaður, eigi sé erf- itt að nálgast málið. „Við erum með þjónustusamning við Götusmiðj- una sem fær 110 milljónir á ári. Sam- kvæmt samningum og samkvæmt lögum höfum við yfirumsjón og eftir- litsskyldu með heimilinu. Mér barst svo vitneskja um það í vetur að þarna væri ekki allt með felldu og fram á vor bárust mér reglulega tilkynning- ar um það frá starfsfólkinu. Við gerð- um þá úttekt á meðferðarárangri og niðurstöðurnar voru að hann færi versnandi. Aðeins einn þriðji af skjólstæðingum Götusmiðjunnar út- skrifaðist sem þýðir að tveir þriðju þeirra hlaupast á brott áður en með- ferð lýkur. Það hefur eitthvað með vanhæfi stjórnendanna að gera.“ Ófremdarástand í Götusmiðjunni Í maí barst Braga bréf frá starfsmönn- um og skrifuðu tíu af fjórtán und- ir. „Þar kom fram að ástandið væri mjög slæmt og svo slæmt að það ríkti í raun ófremdarástand. Starfsemin fór vel fram framan af en svo virð- ist sem áhugi eigandans hafi dvínað á síðustu misserum. Hann hætti að starfa þarna sjálfur og eftir því sem ég kemst næst gátu liðið nokkrir mán- uðir á milli þess sem hann kom inn á heimilið. Starfsmenn kvörtuðu samt undan einstökum og ófyrirséðum af- skiptum sem höfðu truflandi áhrif á starfið og meðferðarandann. Starfs- menn sökuðu hann líka um einelti gagnvart ákveðnum starfsmönnum.“ Í kjölfarið hætti Barnaverndar- stofa að senda börn í þetta úrræði og Bragi boðaði Mumma á fund. „Hann hafði þá dvalið erlendis um skeið. En á þessum fundi kom fram að það væri gagnkvæmur vilji beggja máls- aðila að ná samkomulagi um starfs- lok. Þannig að við vorum að vinna að starfslokasamningi. Við ætluðum að taka mánuð í það og útbúa til- lögu að starfslokasamningi sem báð- ir aðilar gætu sætt sig við. Á meðan var Mummi beðinn um að skipta sér ekki af starfseminni til þess að friður og ró gæti ríkt á heimilinu. Sjö krakk- ar voru eftir á heimilinu og þeir voru að ljúka sinni meðferð.“ ÓviðeiGandi leynifundur Hann segir að allt hafi gengið sam- kvæmt áætlun þar til Mummi hafi mætt skyndilega og rekið einn starfs- manninn fyrirvaralaust. „Þann sem hafði líklega haft forgöngu um að senda bréfið. Þessi starfsmaður var virtur og vinsæll, bæði á meðal annarra starfsmanna og barnanna. Réttlætiskennd þeirra var misboð- ið og það varð mikil ólga á heimil- inu. Krakkarnir heimtuðu skýringu á þessu því þeim þótti vænt um hann og höfðu tengst honum sterkum böndum. Þar sem enginn vissi fyrir hvað hann var rekinn var því beint til Mumma sem hélt einkafund með krökkunum. Þessi leynifundur var til marks um óskaplega óeðlileg vinnu- brögð, ekki síst í ljósi þess að sum barnanna þekktu hann ekki. Hann var ekki á gólfinu með þeim. Á fund- inum fór hann niðrandi orðum um starfsmanninn og í lokin lét hann þau orð falla að allt sem fram hefði komið væri trúnaðarmál. Hann lagði blátt bann við að nokkuð fréttist frá þessum fundi og meinaði börnun- um að tala við foreldra sína eða aðra starfsmenn. Sem er mjög á skjön við þá meðferð sem þarna var boðið upp á. Hann lét líka orð falla sem að mati unglinganna mátti túlka sem hót- un um líkamsárás. Það stríðir gegn siðferðisreglum og þeim lífsgildum sem stuðla að heilbrigðu lífi. Þetta kom mér einkennilega fyrir sjónir. Ég hef alltaf reynt að styðja Mumma í gegnum öll þessi ár, hann veit það. En þetta er ekki sá Mummi sem ég þekkti. Það er alveg ljóst. Þetta er annar Mummi en sá sem ég þekkti fyrir nokkrum árum.“ ekki svo valdamikill Bragi segir að börnin hafi upplif- að vanlíðan og kvíða eftir fundinn. Þegar Barnaverndarstofu hafi verið greint frá málinu hafi henni sem eft- irlitsaðila verið skylt að ganga í málið. „Við fórum á staðinn með fulltrúum frá barnaverndarnefnd Reykjavík- ur og barnaverndarnefnd Kópavogs sem eru sjálfstæðar stofnanir, Barna- verndarstofu og óháðum aðila. Það var samdóma álit þessara aðila að það væri ekkert annað í stöðunni en að taka börnin af heimilinu. Þetta var ekki ákvörðun sem ég tók einn og sér. Það er enginn svo áhrifamikill að hann geti ákveðið að fjarlægja börn úr meðferðarúrræði einn og sér. Ég gæti ekki gert það og myndi ekki gera það. Enda hef ég ekki einu sinni völd til þess. Þannig að þetta eru fráleit- ar ásakanir sem eiga ekki við rök að styðjast. En ég veit að það eru rík- ir fjárhagslegir hagsmunir í húfi hjá Mumma. Og ég kippi mér ekki upp við það þótt eitthvað sé sagt um mig. Ég er bara að vinna vinnuna mína. Ég orðinn gamall í hettunni og með þykkan skráp. Ég er bara hissa á því að það sé hægt að bjóða fólki og fjöl- miðlum upp á svona skýringar sem eru alveg út í bláinn. Það er eins og margir séu alltaf tilbúnir að trúa því versta upp á fólk. En það er ekki á færi eins manns að gera svona hluti.“ réttur barnanna Fleira kom til en þessi leynifundur. „Staðurinn var undirmannaður. Fáir starfsmenn með reynslu voru eft- ir og enn fleiri ætluðu sér að hætta á næstu dögum. Ef þetta hefði ver- ið ríkisrekið úrræði hefði verið hægt að vísa forstöðumanninum frá en þar sem Mummi á Götusmiðjuna var ekki hægt að gera það. En það er réttur barnanna að það sé gripið til aðgerða þegar svona mál koma upp. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Barnavernd- arstofa hefur afskipti af meðferðar- stofnun þó að inngripið hafi aldrei áður verið jafn afdráttarlaust. Þetta er fordæmalaust mál og fyrsta skipt- ið þar sem gripið er til þeirra ráða að fjarlægja börn af heimilinu. Hingað til hefur okkur alltaf tekist að klára mál í sátt við málsaðila og það stefndi allt í að okkur tækist það líka núna. Allt þar til málið tók óvænta stefnu, sem ég harma. En við gátum ekki boðið börn- unum upp á þetta og látið þau sitja undir því þegar það var verið að brjóta grundvallarreglur í meðferð sem á að byggja á heiðarleika og virðingu. Það er verið að kenna þeim að bera ekki út róg um aðra eða hóta fólki þannig að þarna skaut skökku við. Eins er verið að hjálpa þeim að takast á við leynd- armálin og losna við þau. Það má alls ekki búa til ný leyndarmál í meðferð. Það er ekki mannrækt.“ HverGi banGinn Verið er að rannsaka málið og Bragi vill ekki segja mikið meira í bili. Hann segir samt að enn sé ýmis- legt að koma í ljós og málið muni upplýsast að fullu. Það muni líka skýrast á næstu vikum hvort samn- ingi verði rift eða ekki, en fylgja þarf ákveðnum reglum til þess að hægt sé að gera það og enn er ekki búið að ganga frá því. „En við höfum eng- in áform um að senda börn aftur á Götusmiðjuna. Því miður fór þetta svona. Ég harma það. Það var okk- ar einlægi vilji að ljúka starfseminni í friði. Ég veit að Mummi vonaðist til að ráðuneytið færi yfir verkferla okkar og kannaði heimildir okkar. Hann telur að við höfum farið offari í mál- inu. Það er réttur hans. Ef hann telur að það hafi verið brotið á sér á hann hiklaust að kvarta við ráðuneytið. Ég fagna því að hann gerði það. Þá get- ur ráðuneytið lagt mat á það hvort við höfum virt rétt hans að vettugi eða ekki. Ég kvíði því ekki.“ ÓHentuGt rekstrarform Í ljósi reynslunnar setur Bragi spurn- ingamerki við einkarekin meðferð- arúrræði. Fram til ársins 1995 voru öll meðferðarheimili ríkisrekin en eftir það var skipt um stefnu og síð- an hafa þau flest verið einkarek- in. „Þetta mál vekur upp áleitnar spurningar. Ég tel ekkert óskynsam- legt að hverfa frá þeirri stefnu. En ekki bara út af þessu máli. Umhverf- ið hefur líka breyst. Hlutfallslega færri börn fara í stofnanameðferð núna en þau eiga oft við alvarlegri og flóknari vandamál að stríða en áður. Og það hefur bara sýnt sig að svona rekstrarform hentar illa þegar þarf að hafa afskipti af starfinu. Sem gerir það að verkum að það verður erfiðara að fyrirbyggja að svona mál geti þróast.“ ingibjorg@dv.is bragi Guðbrandsson vísar því á bug að hann hafi staðið fyrir árásum á Götu- smiðjuna. Hann sé ekki svo valdamikill að hann geti ákveðið það einn og sér að fjarlægja börn af meðferðarheimili en það hafi verið réttur barnanna að gripið væri til aðgerða og samdóma álit rannsóknar- nefndar. Þeim hafi verið ljóst að hálfgert ófremdarástand ríkti í Götusmiðjunni. arctictrucks.is Arctic Trucks . Kletthálsi 3 . 110 Reykjavík . Sími 540 4900 Góða ferð í fríið! með hágæða ferðavörum frá INNO Farangursbox Toppgrindabogar Reiðhjólafestingar Veiðistangafestingar Þetta eru frá-leitar ásakan- ir sem eiga ekki við rök að styðjast. það ríkti í raun ófremdarástand
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.