Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Blaðsíða 6
Situr Sem faStaSt n Guðlaugur Þór Þórðarson, al- þingismaður Sjálfstæðisflokksins, þráast enn við að segja af sér þing- mennsku og axla þannig ábyrgð á styrkjum stór- fyrirtækja til sín. Þrátt fyrir að hans eig- in flokkur hafi nýlega ályktað um að hann ætti að víkja, lætur Guðlaugur engan bilbug á sér finna. Guðlaugur er þekktur fyrir að vera háll sem áll og þegar spjótin beinast að honum lætur hann sig oft hverfa undir yfirborðið í nokkra daga þar til mestu lætin eru liðin hjá. Guðlaugur Þór hefur einmitt verið síðustu daga í slíkum köfunarleiðangri. Kári og flugvélin n Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, stendur í stórræðum þar sem hann þarf að verjast á tvennum víg- stöðvum fyrir dómstólum. Annars vegar hefur fyrirtæki sem sá um að hreinsa rotþró hans stefnt honum og hins vegar byggingarfyrirtækið sem byggir nýja húsið hans. Hann hef- ur áður staðið í deilum sem ratað hafa í fjölmiðla og ein slík saga er af samskiptum hans við flugþjón Icelandair. Er hann sagður frekar hafa kosið að yfirgefa flugvél og verða eftir í Boston en að leiðrétta fullyrðingar sínar um kynhneigð flugþjóns. Þessi saga hefur þó aldrei verið staðfest af Kára sjálf- um og flokkast því sem flökku- saga. erjur róbertS n Auðmaðurinn Róbert Wess- man og eiginkona hans Sigríður Ýr Jensdóttir standa enn í deilum við nágranna sína í Fossvoginum. Nágrannarnir vilja skaðabætur vegna afleiðinga framkvæmda á lóð þeirra hjóna árið 2006 en þeir vilja meina að Róbert hafi þá stækkað hús sitt það mikið að jörðin allt í kring hafi sigið. Helgi Magnússon tannlæknir, ná- granni Róberts, segir botnlangann hrein- lega ónýtan eftir mikið jarðsig sem hann rekur til fram- kvæmda Róberts. Mál tannlæknisins á hendur auð- manninum var tekið fyrir í Hér- aðsdómi Reykja- víkur í vikunni. sandkorn 6 fréttir 2. júlí 2010 föstudagur Jónína Bendiktsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Detox ehf., ætlar sjálf að gera rannsókn á áhrifum de- tox-meðferðar sinnar og beinir aug- um sínum að eldri aldurshópum, fólki á aldrinum 55 til 70 ára. Af því tilefni auglýsir hún sérstakt júlítilboð fyrir þennan aldurhóp. Sérkjörin fyrir eldra fólk auglýs- ir Jónína inni á vefsvæði sínu á Face- book og tilgreinir að tilboðið gildi í júlímánuði. Þannig geti fólk á áður- nefndum aldri notið sérkjara og tekið þátt í rannsókn hennar á líðan þátt- takenda. Þar að auki eru börn hvött til að bjóða foreldrum sínum í detox-frí og áðurnefnda rannsókn á meðferð- inni. Í athugasemdakerfi vefsvæðisins á Facebook er Jónína spurð nánar út í rannsókn sína en þar verst hún allra svara og biður fólk einfaldlega um að mæta og taka þátt í boðaðri rannsókn. Nokkur mótbyr Ekki er laust við að Jónína hafi þurft að sæta nokkurri gagnrýni undanfar- ið vegna detox-meðferðar sinnar en formlega var kvartað nýverið undan auglýsingum og fullyrðingum hennar til landlæknis. Í kjölfar kvartana sendi embætti landlæknis frá sér greinar- gerð þar sem efast er um gagnsemi detox-meðferðarinnar og ristilhreins- unar yfirhöfuð. Matthías Halldórsson aðstoðar- landlæknir segir embættið ekki setja sig upp á móti rannsóknum Jónínu en hvetur hana til að hafa þær vís- indalegar og framkvæmdar af óháð- um aðila svo hægt sé að taka mark á þeim. Hann mælir eindregið með því að hún reyni að fá niðurstöðurn- ar birtar í virtum vísindatímaritum. „Jónína má rannsaka það sem hún vill en ég velti fyrir mér hvað það er sem hún ætlar að rannsaka. Könn- un á líðan einstaklinga hefur lítið að segja því það er alltaf hægt að finna einstaklinga sem líður tímabund- ið betur bara við það að eitthvað sé gert. Óþarfi er að rannsaka það sem er nánast sjálfgefið, svo sem að blóðsykur og blóðfita lækkar við svelti. Sjálfur hef ég beðið hana um að sýna mér vísindalegar rannsókn- ir á detox, sem birtar hafa verið í rit- rýndum tímaritum, þar sem sýnt er fram á árangur. Jónína þarf helst að byggja upp rannsókn á vísindaleg- um aðferðum og fá hana birta á við- urkenndum stöðum,“ segir Matthí- as. Vill svara gagnrýni „Þá finnst mér skrítið að boða fólk í rannsókn og láta það borga fyrir. Ég er hræddur um að gerðar væru athuga- semdir ef læknar myndu boða slíka rannsókn,“ bætir Matthías við. Jónína sjálf segist fullvel þekkja vísindalegar aðferðir rannsókna enda hafi hún lært þær í sínu meistara- námi. Aðspurð leggst hún nú í rann- sókn til að svara gagnrýnisröddum sem skaðað hafa reksturinn gríðar- lega. „Þetta er sá aldurshópur sem helst glímir við lífsstílssjúkdóma. Í raun er mér alveg sama hvort þetta sé kallað rannsókn eða könnun en vísindalegar aðferðir þekki ég vel úr mínu námi. Ég veit alveg hvað rann- sóknir þýða. Við höfum framkvæmt þetta áður með góðum árangri undir stjórn sálfræðings. Markmiðið er að sýna fram á árangur með- ferðarinnar og hvernig þátt- takendur takast á við líf sitt eftir hana. Með haldbærum niðurstöðum langar mig til að svara þessari umræðu sem verið hefur því þetta hefur haft alveg gríð- arleg áhrif,“ segir Jónína. Jónína Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri Detox ehf., býður eldra fólki, á aldrinum 55 til 70 ára, sérstakt tilboð á detox-meðferðum í júlí og segir það vera í rannsóknarskyni. Hún ætlar að gera rannsókn á áhrifum meðferðarinnar og því fær eldra fólk sérkjör hjá henni. Matthías Halldórsson vonar að Jónína fái niðurstöðurnar birtar í vísindatímaritum. RANNSAKAR SJÁLF ÁHRIFIN AF DETOX n 55 til 70 ára? Ég hef ákveðið að fara af stað með rannsókn á áhrifum detoxins á þennan aldurshóp. Við bjóðum því þessum aldurshóp sérstakt verð í júlí. Vinsam- legast hafið samband við detox@detox.is ef þið viljið koma eða bjóða foreldrum ykkur í 2 vikna heilsubætandi frí. jónína boðar rannSóKn á facebooK: tRauSti HafSteiNSSoN blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Í raun er mér alveg sama hvort þetta er kallað rannsókn eða könn- un en vísindalegar aðferðir þekki ég vel úr mínu námi. Boðar rannsókn Á vefsvæði sínu boðar Jónína rannsókn á áhrifum detox á eldra fólk. Af því tilefni býður hún því upp á sérkjör á meðferðinni í júlí. Vonast eftir vísindum Matthías segir Jónínu mega rannsaka það sem hún vill en óskar jafnframt eftir vísindalegum vinnubrögðum af hennar hálfu til að mark sé á takandi. Jónsmessuhátíð Útivistar í spennandi umhverfi Nánari upplýsingar á utivist.is Laugavegi 178 - Sími 582 1000 - utivist.is Kona lögð á spítala eftir að hafa verið stönguð af nauti: Nautið komið á aldur Björn Helgi Snorrason, bóndi að Kálfa- felli við Kirkjubæjarklaustur, segir að nautinu sem stangaði konu á jörðinni um síðustu helgi verði slátrað innan nokkurra vikna. Ekki liggur nákvæm- lega fyrir hvaða naut stangaði konuna, en þau sem liggja undir grun eru flest hver orðin tveggja ára gömul og því komin í sláturstærð. Konan hafði farið yfir rafmagns- girðingu þar sem voru fleiri en tuttugu naut. Ekki er vitað hvers vegna konan fór inn fyrir girðinguna en talið er að nokkur nautanna hafi hlaupið í átt að henni og eitt eða fleiri stangað hana. Hún lemstraðist nokkuð við högg- in. Upphaflega var talið að hún hefði hlotið innvortis blæðingar en við nán- ari skoðun kom í ljós að svo var ekki. Hún var flutt með þyrlu Landhelg- isgæslunnar frá Kirkjubæjarklaustri til aðhlynningar á Landspítalanum um nóttina. Hún var síðan lögð inn á bæklunardeild Landspítalans. Bróðir Björns, sem býr á næsta bæ, kom fyrstur að konunni og Björn skömmu síðar. Hann segir þá hafa reynt að hlúa að henni eftir bestu getu þar til sjúkrabíl bar að garði. Hann segir kon- una hafa verið mjög hrædda. Ekkert vitni var að því þegar konan var stönguð. Björn segir nautin ekki hafa sýnt viðlíka hegðun gagnvart honum sjálf- um. Þetta geti hins vegar verið hættu- leg dýr þegar þau séu komin í slátur- stærð, sérstaklega ef ókunnugt fólk nálgast þau. Hann segist sjálfur allt- af taka með sér barefli til varnar þurfi hann að fara inn fyrir girðinguna. Björn segist hafa sinnt búskapi að Kálfafelli í á fjórða ár. Hann segir naut- gripaframleiðsluna vera aukabúgrein, þar sé aðallega mjólkurframleiðsla. rhb@dv.is tuttugu ungnaut Talið er að nokkur naut hafi tekið á rás í átt að konunni. Þau voru tuttugu innan girðingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.