Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Blaðsíða 17
föstudagur 2. júlí 2010 fréttir 17 Stórhöfða 25 • simi 569 3100 Opið virka daga frá kl. 9 -18 Nálastungudýnan • Eykur orkuflæði og vellíðan • Er slakandi og bætir svefn • Notkun 10-20 mínútur í senn Heilsusamlegar vörur Verð 9.750 kr. Bakteygjubrettið • Eykur sveigjanleika • Linar bakverki Verð 7.950 kr. Stuðningshlífar • Einstök hönnun og gæði • Bak, úlnliðs, ökkla- og hnéhlífar www.eirberg.is Hælsærisplásturinn • Verndar fætur og hindrar blöðrumyndun • Vatnsheldur – vörn gegn bakteríum • Dregur úr óþægindum og sársauka Fæst í apótekum Airfree lofthreinsitækið • Betra loft - betri líðan! • Eyðir örverum og ryki Verð frá 33.950 kr. SKÓLASTJÓRINN SEM GEKK OF LANGT Nokkuð ljóst er því að umræðan um Hraðbraut er rammpólitískt mál. Sjálfstæðis- og hægrimenn benda á vinstrimenn og segja að umræðan sé runnin undan rifjum vinstrimanna á meðan vinstrimenn munu líklega nota Hraðbraut sem dæmi um vafa- samt einkaframtak og sem mótrök gegn einkavæðingu í menntakerfinu. Úttekt Ríkisendurskoðunar á starf- semi skólans mun því líkast til verða pólitískt bitbein þegar hún liggur fyr- ir. Gagnrýndur af kennurunum Gagnrýni kennara Hraðbrautar á Ólaf er þó tiltölulega ný af nálinni samkvæmt heimildum DV og er alls ekki byggð á athugunum þeirra á fjármálum skólans. Óánægja þeirra með Ólaf hófst fyrir um tveimur árum þegar kennararnir komust að því að starfskjör þeirra, bæði laun og aðrar launatengdar greiðslur, væru ekki í samræmi við það sem geng- ur og gerist í öðrum menntaskól- um. Þegar kennararnir báðu Ólaf að staðfesta aðild þeirra að Kennara- sambandi Íslands með undirskrift sinni neitaði hann því á þeim for- sendum að hann treysti ekki sam- bandinu vegna fyrri samskipta hans við það, sem vísað er til hér að ofan. Gagnrýni kennaranna snérist einnig um að Ólafur sinnti starfi sínu ekki sem skyldi og gengu þeir á fund hans með undirskriftalista þar sem þeir gagnrýndu fjarveru hans frá skólanum. Fyrr á þessu ári funduðu kenn- ararnir með Ólafi til að reyna að fá hann til að staðfesta aðild þeirra að sambandinu. Þeir fundir leiddu meðal annars til þess að Ólafur snéri vörn í sókn og rak tvo kennara sem höfðu beitt sér fyrir aðildinni að Kennarasambandinu. Annar kenn- aranna, Hilmar Pétursson, fékk eng- ar skýringar á uppsögninni. Kennar- ar skólans gengu á fund Ólafs með undirskriftalista þar sem þeir mót- mæltu uppsögnunum á starfsmönn- unum tveimur. Nokkuð ljóst er hins vegar að starfsmennirnir voru reknir fyr- ir að krefjast aðildar að Kennara- sambandinu enda hefði það þýtt að Hraðbraut hefði þurft að komast að samkomulagi við skólann um kjara- samning. Slíkt hefði þýtt aukin fjár- útlát fyrir skólann. Frá því að þessir atburðir áttu sér stað í mars hefur óánægjan auk- ist meðal starfsliðs skólans og er ein birtingarmynd hennar sú að að- stoðarskólastjórinn sagði starfi sínu lausu. Ríkisendurskoðun og samstarfssamningurinn Tvennt mun væntanlega ráða úr- slitum um framtíð Menntaskólans Hraðbrautar á næstunni: Úttekt Rík- isendurskoðunar og svo eins hvort menntamálaráðuneytið endurnýjar samstarfssamninginn við skólann í lok þessa árs eða ekki. Miðað við þær upplýsingar sem fram hafa komið um fjármál skól- ans og óánægju kennara Hraðbraut- ar með eiganda og skólastjóra hans verður að teljast afar ólíklegt að sam- starfssamningurinn við Ólaf verði endurnýjaður. Einnig kann að spila inn í að mikill niðurskurður hefur verið hjá hinu opinbera og herma heimildir DV að jafnvel hafi stað- ið til að endurnýja ekki samninginn við Ólaf eingöngu á þeim forsend- um að spara þyrfti fjármuni. Fréttir af ástandinu í skólanum auka hins veg- ar mjög á líkurnar á því að ekki verði af endurnýjun því upp hefur komist að framlögin frá ríkinu renna alls ekki öll til skólastarfsins. Ef samningurinn við Hraðbraut verður ekki endurnýjaður þýðir það væntanlega að skólinn mun þurfa að leggja upp laupana í núverandi mynd þar sem í rekstri hans er stólað svo mjög á framlög frá ríkinu. Þá liggur ekki ljóst fyrir hvað verður gert í mál- efnum nemenda skólans og hvernig þeir muni þá ljúka skólagöngu sinni. Ein möguleg leið væri að starfrækja skólann í einhvern tíma áfram en taka ekki nýnema inn í hann. Þá væri skólastarfinu sjálfhætt þegar búið væri að útskrifa alla nemendur hans. Erfitt er hins vegar að fullyrða hvern- ig þetta verður gert en afar ólíklegt er að rekstri Hraðbrautar verði hald- ið áfram nú þegar meira er vitað um starfsemi skólans síðastliðin ár. Nú ætlaði Katr-ín Jakobsdóttir í anda vinstri-grænna að ganga af skólanum dauðum. ÓSLESIÐ Eitt af því sem vakið hefur athygli við stjórn Hraðbrautar er hversu margir af stjórnar- mönnum skólans og Hraðbrautar ehf. hafa verið nánir og tengdir Ólafi Hauki Johnson. Til dæmis hefur systir hans, Helga Guðrún Johnson, bæði setið í stjórn skólans og í stjórn eignarhaldsfélagsins. Mágur hans, Pétur Björn Pétursson, hefur verið stjórnarformaður skól- ans, en það er sami maður og rak með honum Sumarskólann á árum áður, og vinir hans hafa setið í stjórn skólans, til dæmis Bjarni Jónsson ljósmyndari. Kona Ólafs, Borghildur Pétursdóttir, situr einnig í varastjórn skólans. Í eignarhaldsfélagi skólans sitja nú í stjórn Ólafur og kona hans. Þeir sem starfa fyrir skólann og tengd félög eru því flestir ef ekki allir nátengdir Ólafi. Núverandi stjórn Hraðbrautar samkvæmt stjórnarfundi 28. maí 2010: n Pétur Björn Pétursson formaður n Höskuldur Ásgeirsson n Bjarni Jónsson n Helga Guðrún Johnson Náið sambaNd við Ólaf Varastjórn: n Borghildur Pétursdóttir n Benedikt Sveinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.