Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Blaðsíða 48
„Minn uppáhaldslitur er galla- buxnablár. Hann er svo sumarleg- ur og æðislegur og passar við allt,“ segir Ingibjörg Egilsdóttir fyrirsæta sem starfar fyrir tískugúrúinn Karl Berndsen en Kalli hefur hafið inn- flutning á vinælum vörum frá Lon- don. „Þessar vörur heita Nails Inc og eru nagla- og handalína og hafa það fram yfir önnur merki að bjóða upp á mjög mikið litaval,“ segir Ingi- björg og bætir við að „france mani- cure“ sé ekki lengur málið. „Það er algjörlega búið. Í dag eru það lit- ir, litir og aftur litir! Bæði á nöglum fingra og tása.“ Ýmsar stórstjörnur eru kennd- ar við naglalökk Nails Inc, eins og Lady Gaga, Rihanna, Íslandsvinkon- an Mel B, Mariah Carey og Britney Spears. „Þær hafa allar valið sér lit til að bera á tónleikaferðalögum og lit- irnir eru kenndir við þessi stóru nöfn. Lady Gaga notar hvítt og matt lakk og Rihanna ljósgrátt. Þessi lökk eru rosalega vinsæl sem og lakkið Jer- myn Street sem er hvað vinsælast en það er beisgrátt.“ Auk naglalakka eru einnig augn- hár í nýju línunni. Sjálf segist Ingi- björg óhrædd við að nota gerviaugn- hár. „Ég nota þau mikið þegar ég fer fínt. Margar konur halda að það sé eitthvað erfitt að nota augnhár en ef þú færð réttu kennsluna frá upp- hafi er þetta bara eins og að setja á sig varalit.“ Karl Berndsen tískufrömuður flytur inn naglalökk stjarnanna: flytur inn litrík naglalökk RauðhæRð- aR stunda mest kynlíf Í þýskri rannsókn kom í ljós að rauðhærðar konur eru virkari en aðrar konur þegar kemur að ástar- leikjum. „Ljóshærðar konur skemmta sér kannski best en það eru þær rauðhærðu sem stunda mest kynlíf,“ segir Christine Baumanns, höfundur könnunarinnar. Í rannsókninni kom einnig fram að þær konur sem höfðu litað á sér hárið rautt voru venjulega í makaleit. „Ástæðuna er ekkert endilega að finna hjá konunum sjálfum. Rauði liturinn er litur ástríðunnar og margir karlmenn telja að rauðhærðar konur séu ekkert að gaufa við hlutina heldur komi sér beint að verki,“ segir Baumanns. ÞRiðja hveR feikaR Það Þriðja hver kona feikar að fá það reglulega, samkvæmt nýlegri breskri könnun. Þar kemur fram að meðalkonan stundar kynlíf 99 sinnum á ári en í 34 skipti endar ástarleikurinn ekki á full- nægingu fyrir hana. Konur eru sannfærðar um eigin leiklistar- hæfileika því um 90% þeirra eru vissar um að makinn geti ekki gert greinarmun á milli þess þegar þær fá það raunverulega eða feika það. Fullnægingar- leysið virðist þó taka sinn toll en rúmlega 20% segjast hafa minni áhuga á kynlífi fyrir vikið. Sami fjöldi viðurkennir að þær hugsi um aðra menn á meðan á ást- arleiknum stendur í von um að æsast meira. Hins vegar segjast yfir 80% frekar velja góðan mann sem sé lélegur rekkjunautur en villtan fola sem veiti þeim enga athygli. 48 lífsstíll umsjón: indíana ása hreinsdóttir indiana@dv.is 2. júlí 2010 föstudagur 17 meRki Þess að Þið séuð ekki paR 1. Þið hittist aldrei fyrir klukkan 22. 2. Þið hafið farið út saman en aldrei út að borða, bara til að fá ykkur í glas. 3. Þú veist ekki fullt nafn hans, eða hvar hann á heima. 4. Eini staðurinn þar sem þið eruð ein er uppi í rúmi. 5. Þú hefur alltaf samband að fyrra bragði, nema þegar hann hringir seint um kvöld. 6. Þið sofið saman en hafið aldrei sofið hlið við hlið. 7. Þið fáið ykkur aldrei morgunmat saman. 8. Það er minna en vika síðan þið hittust. 9. Það er liðin meira en vika síðan þú heyrðir í honum. 10. Hann læðist út um miðjar nætur án þess að kveðja. 11. Einu samskipti ykkar eru í gegn- um SMS. 12. Öll deitin ykkar hafa farið fram í gegnum Skype. 13. Hann skilur eftir seðlabúnt á náttborðinu þínu. 14. Þegar þú biður hann um að vera lengur getur hann það ekki því hann á stefnumót. 15. Þið kaupið ykkur drykki í hvort í sínu lagi. 16. Hann veit ekki hvernig kaffi þú drekkur. 17. Hann er giftur. Falleg Ingibjörg er fyrirsæta og starfar einnig fyrir tískugúrúinn Karl Berndsen. Hennar uppáhaldslitur er gallabuxna- blár. Sminkan og fyrrverandi þulan anna rún Frímannsdóttir eignaðist sitt þriðja barn fyrir mánuði. Anna Rún nýtur þess að vera í fæðingarorlofi í góða veðrinu og fer dag- lega í langa göngutúra með barnavagninn. Þriðja meðgangan sú lengsta „Það er dásamlegt að vera í fæðing- arorlofi yfir sumartímann, ég gæti ekki beðið um betri tíma,“ segir Anna Rún Frímannsdóttir, sminka og fyrr- verandi þula, en hún eignaðist lítinn dreng þann 25. maí. Anna Rún hefur verið dugleg að nýta sér góða veðr- ið það sem af er sumri. „Ég finn mik- inn mun að eiga á þessum árstíma en stelpan mín fæddist í lok desem- ber og því leið dágóður tími áður en ég fór að fara með hana út í vagnin- um því ekki rýkur maður með nýfætt barn út í frostið. Núna fer ég hins vegar daglega í langa göngutúra með barnavagninn sem er alveg yndis- legt.“ nafnið leyndó Anna Rún átti tvö börn fyrir, Daníel Huga sem verður níu ára í vikunni og Birtu Dís sem er fimm ára. „Þau þurftu að bíða dálítið eftir litla bróð- ur þar sem ég gekk tvær vikur fram yfir og undir lokin voru þau því orðin ansi óþreyjufull, greyin. En þau eru alveg að springa af stolti, eru mjög góð við hann og dugleg bæði tvö að hjálpa til,“ segir hún og bætir við að sá nýfæddi hafi ekki enn fengið nafn. „Nafnið er nokkurn veginn ákveð- ið og við erum svona þessa dagana að máta það við hann. Það er erfitt að finna skírnardag svona yfir sum- artímann þegar allir eru í fríi hér og þar svo hann verður örugglega ekki skírður fyrr en í ágúst,“ segir hún en bætir við að þau passi sig vel á því að missa ekki nafnið óvart út úr sér. „Ég er svo gamaldags að því leytinu og vil alls ekki að nafnið spyrjist út fyrr en í skírninni. Þangað til höldum við því út af fyrir okkur.“ Anna Rún segir meðgönguna hafa gengið eins og í sögu. „Það má kannski segja að það erfiðasta hafi verið að ganga svona lengi með en ég var orðin ansi spennt undir lokin enda bjóst ég við að eiga nær settum degi. Eldri strákurinn kom í heim- inn tveimur dögum fyrir settan dag og með stelpuna gekk ég fjóra daga fram yfir. Það er því ansi öfugsnúið að þriðja meðgangan hafi verið sú lengsta,“ segir hún hlæjandi og bætir við að sá stutti sé mjög vær og góð- ur. „Hann bara drekkur og sefur eftir pöntun. Algjört draumabarn. Maður gæti ekki verið heppnari.“ Barnasprengja á rÚV Anna Rún starfaði sem þula þar til í apríl þegar starfið var svo eftir- minnilega lagt niður. Aðspurð hvað hún ætli að leggja fyrir sig eftir fæð- ingarorlof segist hún ekki hafa mikl- ar áhyggjur af framtíðinni. „Ég vinn enn hjá RÚV þó ég sé hætt í þul- unni en ég hef unnið í sminkinu þar í rúm þrjú ár. Einnig er ég sjálfstætt starfandi í faginu og ég mun örugg- lega halda áfram að taka að mér skemmtileg verkefni eftir fæðingar- orlofið. Það er voða gott að stjórna vinnutímanum þegar maður er með lítið barn. Þegar prinsinn minn verður svo nógu stór til að fara á leik- skóla finn ég mér eitthvað spenn- andi að gera,“ segir hún. Tvær aðrar þulur voru einnig barnshafandi á síðustu metrunum í starfinu, þær Katrín Brynja Her- mannsdóttir og Matthildur Magnús- dóttir, og Anna Rún segir stelpurnar duglegar að halda sambandinu. „Við þulurnar og sminkurnar erum sam- an í saumaklúbbi og hittumst reglu- lega, þær voru til dæmis nokkrar hjá mér í löns um daginn. Katrín Brynja eignaðist strák í febrúar og Matthild- ur á von á sér í lok júlí. Ég held að það hafi sjaldan verið jafn margar RÚV-stelpur barnshafandi á sama tíma og stefnum við að því að hafa okkar eigin mömmuklúbb þegar all- ar eru búnar að eiga,“ segir hún að lokum. indiana@dv.is Ég held að það hafi sjaldan verið jafnmargar RÚV-stelp- ur barnshafandi á sama tíma og stefnum við að því að hafa okkar eigin mömmuklúbb þegar all- ar eru búnar að eiga. Fór tvær vikur fram yfir Anna Rún átti tvö börn fyrir, Daníel Huga sem verður níu ára í vikunni og Birtu Dís sem er fimm ára. með þann stutta gekk hún tvær vikur fram yfir og voru eldri systkinin orðin ansi óþreyjufull. Jermyn street Ingibjörg segir gallabuxnabláalitinn í uppáhaldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.