Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Blaðsíða 8
Leikarinn og leikstjórinn Stefán Jónsson hefur verið ráðinn í stöðu prófessors við Listaháskóla Íslands þrátt fyrir að hafa hvorki lokið meist- araprófi né doktorsgráðu. Þess í stað taldi sérstök matsnefnd skól- ans reynslu hans og þekkingu koma í stað menntunar og því hlaut hann stöðuna. Ásamt því að ráða prófessor í arkitektúr réð Hjálmar H. Ragnars- son, rektor Listaháskóla Íslands, Stefán í stöðu prófessors í leiklist frá og með 1. ágúst næstkomandi. Níu umsækjendur voru um starfið. Þriggja manna dómnefnd, sem skip- uð var þeim Torfa Tulinius, Kristínu Jóhannesdóttur og Stefáni Baldurs- syni, mat sjö þeirra hæfa og þar af fjóra „vel hæfa“ til að gegna starfinu. Miðað var við starfssvið og skyldur eins og starfið var auglýst af hálfu skólans. Þessir fjórir voru kallaðir í viðtöl og Stefán á endanum ráðinn. Átti von á gagnrýni Hjálmar rektor er virkilega ánægður með ráðningu Stefáns en viðurkenn- ir að hann hafi átt von á því að ráðn- ingin yrði gagnrýnd. Þegar kemur að listum telur hann afar mikilvægt að horfa til reynslu, ekki síður en til menntunar. „Stefán hefur starfað hjá okkur eiginlega frá stofnun skólans, bæði sem stundakennari og fasta- kennari. Undanfarin ár höfum við ekki ráðið í þessa stöðu en gerðum það nú. Ráðningarferill skólans er eftir mjög hörðum reglum þar sér- skipuð nefnd fer yfir hæfisskilyrði umsækjenda,“ segir Hjálmar. „Dómnefndin mat reynslu og þekkingu Stefáns til jafns við meist- arapróf. Samkvæmt því uppfyll- ir hann öll formleg skilyrði og var dæmdur vel hæfur ásamt þremur öðrum. Úr þeim hópi valdi ég svo eftir viðtöl með öllum. Við fórum al- gjörlega eftir öllum reglum því fer- illinn er mjög formlegur og ég réð algjörlega samkvæmt mati dóm- nefndar.“ Ekki hrifinn Gísli Már Gíslason, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla, hefði viljað að gerðar væru sömu kröfur við ráðningu prófessora hjá einka- háskólum og hjá ríkisháskólum. Aðspurður finnst honum reynsla ekki koma í stað menntunar. „Kröf- ur okkar eru fastmótaðar. Þær gera ráð fyrir því að prófessor hafi lok- ið doktorsprófi í sinni fræðigrein, að viðkomandi hafi unnið mjög lengi að rannsóknum og fengið þær birt- ar í virtum tímaritum og í þriðja lagi að viðkomandi hafi langa kennslu- reynslu á háskólastigi. Reynsla kem- ur ekki í stað menntunar. Ég tel æski- legt að Listaháskólinn gerði sömu kröfur,“ segir Gísli Már. Aðspurður viðurkennir Hjálmar að meðal annarra umsækjenda hafi verið að finna einstaklinga með meiri menntun en Stefán. Hann segir það nýtilkomið að gerðar séu kröfur um prófgráður í listum. „Í listheim- inum eru það tiltölulega ný fyrirbæri, þessar formlegu prófgráður, þannig að við verðum að gera matið út frá menntun og auðvitað ekki síst út frá reynslu. Ég átti alveg von á gagn- rýni. Við erum mjög meðvituð um að virða menntun fólks en það þýð- ir ekkert að fá einhvern inn í prófess- orsstöðu sem aldrei hefur leikstýrt. Stefán hefur það svo sannarlega því hann hefur afburðamikla reynslu og er því vel að þessu kominn. Ég held að það sjái það allir að ráðning hans sé mjög lógísk,“ segir Hjálmar. Deilir við jónínu n Matthías Halldórsson aðstoð- arlandlæknir lætur af störfum nú um mánaðamótin. Undanfar- ið hefur hann staðið í opinber- um deilum við Jónínu Bene- diktsdóttur eft- ir að hann lýsti yfir efasemdum um gagnsemi detox-með- ferðar hennar. Jónína hefur verið harðorð í garð Matthíasar og meðal annars hótað honum og embætti landlæknis málsókn láti hann ekki af því sem hún kallar atvinnuróg. Matthías snýr sér nú alfarið að geðlækning- um á Landspítalanum. BeneDikt tengDur HraðBraut n Málefni Menntaskólans Hrað- brautar vöktu nokkra athygli í vikunni. Þó hefur ekki áður komið fram að einn tiltekinn landsþekktur maður teng- ist skólanum. Þetta er Bene- dikt Sveins- son, forstjóri og faðir Bjarna Benediktsson- ar formanns Sjálfstæðisflokksins. Benedikt situr í varastjórn Hrað- brautar. Miðað við hverjir sitja í stjórn skólans hlýtur þetta að þýða að Benedikt tengist Ólafi H. Johnson skólastjóra. Hugsanlegt er að þessi tengsl séu í gegnum Garðabæ, þar sem þeir báðir búa, eða í gegnum Sjálfstæðisflokkinn og jafnvel hugsanlega Frímúrara- regluna en skrafað hefur verið um að báðir séu meðlimir í samtökun- um dularfullu. engeyingar í sögu HraðBrautar n Annar Engeyingur tengist reynd- ar líka sögu Hraðbrautar. Þetta er Björn Bjarnason, fyrrverandi menntamála- ráðherra, en hann tryggði Hraðbraut ríf- leg fjárframlög frá ríkinu þeg- ar skólinn var opnaður árið 2003. Ef Björns hefði ekki not- ið við hefði Hraðbraut því líklega aldrei verið opnuð. Tengingin á milli Benedikts og Björns er svo auðvitað sú að þeir eru náfrænd- ur, bræðrasynir, en Benedikt faðir Björns og Sveinn faðir Benedikts voru bræður. Því gæti verið auð- velt að smíða samsæriskenning- ar um pólitískar tengingar Ólafs, Hraðbrautar og Sjálfstæðisflokks- ins og að þær hafi hjálpað til við að tryggja Ólafi peninga fyrir skólann. sandkorn 8 fréttir 2. júlí 2010 föstudagur Stefán Jónsson, leikari og leikstjóri, var nýverið ráðinn í prófessorsstöðu við Lista- háskóla Íslands en hann er hvorki með meistarapróf né doktorsgráðu. Bæði valnefnd skólans og rektor telja reynslu hans vega það upp. Formaður félags prófessora harmar að ekki hafi verið gerðar sömu kröfur og hjá ríkisháskólunum. Reynsla metin í stað menntunaR Ég held að það sjái það allir að ráðning hans sé mjög lógísk. trauSti HafStEinSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Stefán Jónsson lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1984. Að því loknu nam hann við útlendingadeild Université Paul Valéry í Frakklandi þar sem hann lærði frönsku og um franska menn- ingu. Síðar útskrifaðist Stefán sem leikari frá Guildhall School of Music and Drama í Lundúnum árið 1989. Starfsreynsla hans er víðtæk, bæði sem leikari, leikstjóri og kennari. Á árunum 2003 – 2005 starfaði hann við leikstjórn hjá Borgarleik- húsinu og árin 2005 – 2008 hjá Þjóð- leikhúsinu. Þá hefur hann sett upp sýningar með ýmsum sjálfstæðum leikhúsum og Nemendaleikhúsi Listaháskólans. Stefán hefur hlotið ýmsar viðurkenningar og verðlaun fyrir listræn störf sín, meðal annars Grímuna 2003 fyrir bestu leikstjórn. Sem leikari starfaði Stefán lengst hjá Þjóðleikhúsinu, eða frá 1992 – 2002, en áður hafði hann leikið hjá Borgarleikhúsinu um þriggja ára skeið. Þá hefur Stefán komið fram sem leikari í fjölda kvikmynda, sjón- varpsmynda og í útvarpsleikritum. Stefán gegndi stöðu fagstjóra leikarabrautar við Listaháskólann frá 2008 og kenndi áður sem stundakennari í leiktúlkun frá stofn- un deildarinnar. trausti@dv.is Ferill nýráðins prófessors: ráðinn AfvalnefndListaháskólans varStefántalinnvelhæfurogreynsla hansúrleikhúsheiminummetintil mótsviðmenntunannarravelhæfra umsækjenda. Ánægður Hjálmarrekturervirkilega ánægðurmeðaðhafaráðiðnýja prófessoraogsegirreynslunaskipta verulegumáliþegarkemuraðlistum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.