Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Side 54

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Side 54
54 umsjón: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON tomas@dv.is 2. júlí 2010 föstudagur „Fólk hélt að ég kynni ekkert að þjálfa,“ sagði hin lifandi goðsögn, Di- ego Armando Maradona, eftir að strákarnir hans í argentínska liðinu tryggðu sér farseðilinn í átta liða úr- slit HM með 3-1 sigri á Mexíkó. Það er ekki að ástæðulausu að menn héldu að Maradona kynni ekkert að þjálfa. Árangur hans var vægast sagt dapur áður en kom að heimsmeistaramót- inu. Maradona er trúaður og hjátrúar- fullur en hann tekur alltaf sömu rútín- una fyrir alla leiki. Argentína á stórleik gegn Þýskalandi á laugardaginn en Maradona þarf aðeins að vinna þrjá leiki til viðbótar til að komast í hóp mætra manna sem hafa unnið HM, bæði sem leikmenn og þjálfarar. Komst inn með naumindum Það er ekki að ástæðulausu að menn sögðu fyrir HM að Maradona gæti ekki þjálfað. Hann hefur verið meira en lítið umdeildur í starfi landsliðs- þjálfara síðan hann tók við og notast við yfir hundrað leikmenn á stuttum ferli sínum sem þjálfari. Argentína rétt svo komst á HM með sigri á Úr- úgvæ í hreinum úrslitaleik um fjórða sætið í undankeppni Suður-Ameríku, síðasta sætinu sem gaf farseðil beint á HM. Á undan því hafði liðið rétt svo marið Perú með ólöglegu marki. Maradona reyndi fyrir fyrir sér í þjálfun árið 1994 þegar hann tók við argentínska liðinu Mandiyú de Cor- rientes ásamt félaga sínum, Carlos Fren, en þeir voru samherjar hjá Arg- entinos Juniors í gamla daga. Þeir fé- lagar stöldruðu ekki lengi við og tóku nokkrum mánuðum síðar við Racing Club. Það fór heldur ekki vel og lauk því þálfaraferli Maradona snögglega. Skúrkar í gær – hetjur í dag Þó argentínska liðið beri ekki þess merki að vera best skipulagða liðið en það best þjálfaða í orðsins fyllstu merkingu er engin spurning um hvaða áhrif Maradona hefur á liðið. Hann kyssir þá og knúsar, segir þeim statt og stöðugt að þeir séu bestir og ber þjóðarstoltið í þá. Maradona nýt- ur hverrar einustu mínútu á HM og hefur látið blaðamennina heyra það, sömu menn og létu liðið ekki í friði fyrir nokkrum vikum. „Margir blaðamenn ættu að biðja leikmennina mína afsökunar,“ sagði hann á blaðamannafundi eftir síð- asta leikinn í riðlakeppninni en Arg- entína fór í gegnum B-riðilinn með fullt hús stiga. „Ég er ekkert að biðja neinn um að girða niður um sig en það væri heiðarlegasti hluturinn að gera. Þannig gætum við allir náð bet- ur saman,“ sagði Maradona. „Ég er að verða fimmtugur og ég er ekkert bitur maður. Ég verð samt pirr- aður þegar fólk virðir ekki leikmenn mína. Það er ekki auðvelt að fara úr því að vera núll og nix heima fyrir í það að vinna þrjá leiki á heimsmeist- aramóti. Á meðan við vorum að æfa fyrir HM sögðuð þið allir að við værum glataðir - versta lið sem Argentína hafi nokkurn tíma séð,“ sagði Maradona og bætti við: „Nú allt í einu erum við orðnir frábært lið og myndarlegustu strák- arnir í hverfinu. En það er ekki einu sinni satt. Við verðum að halda áfram að berjast því að mínu mati eru hin liðin enn líklegri til að vinna en við. Þegar maður vinnur leiki er mikil- vægt að missa sig ekki. Ef maður tekur bara einn leik fyrir einu og heldur fullu sjálfstrausti þá get- ur maður farið langt.“ Hjátrúarfullur Maradona er strangtrú- aður þó hann hafi ekki alltaf fylgt helstu fyrir- mælum Guðs almáttugs. Hann hefur eins og all- ir vita verið duglegur við fíkniefnaneyslu, reyking- ar og drykkju. Maradona hefur þó ekki verið til neinna vand- ræða hvað það varðar á HM til þessa en eitt hefur vakið athygli nokkurra fjölmiðla. Hjátrúin. Ítalska íþrótta- blaðið La Gazetta dello Sport gerði ítarlega grein um hjátrú kappans en ítalskur blaðamaður hefur fylgst náið með honum. Rútínan hefst eftir liðsræðuna á hótelinu, rétt áður en allir stökkva upp í rútu og halda á leikstað. Þá byrj- ar Maradona að syngja í rútunni. Þeg- ar komið er á leikstað gengur hann alltaf hringinn í kringum völlinn fyrir utan hliðarlínuna. Hann tekur síðan myndir af sér með hverjum og einum úr fylgdarliði Argentínu áður en hann heilsar upp á stuðningsmenn argent- ínska liðsins. Hann hringir síðan allt- af í dætur sínar, Dölmu og Gianninu, sem eru upp í stúku en þau símtöl eru oftast í beinni útsendingu. Hann endar síðan alltaf á því að senda kærustunni sinni, Veronicu Ojeda, fingurkoss í gegnum sjón- varps vélarnar. Áður en leikurinn hefst grípur hann svo fast um talnabandið sem hann heldur á í vinstri hendinni og sleppir því ekki fyrr en að leik lokn- um. Það sem blaðið hefur svo heimild- ir fyrir er að þegar Maradona heldur aftur til búningsklefa er honum rétt, alltaf á sama tíma, afrit af forsíðu eins argentínska dagblaðsins þar sem ver- ið er að fagna heimsmeistaratitlinum sem Argentína vann árið 1986. næstuleikir 8 liða úrslit 2. júlí - 14:00: Holland - Brasilía n Tvö af allra skemmtilegustu fótboltaliðum sögunnar eru nú orðin varnarsinnuð, skipulögð og sækja á fáum mönnum. Það er hreint ótrúlegt að hugsa til þess að Holland og Brasilía séu orðin lið sem erfitt er að brjóta niður. Bæði lið hafa verið afar sannfærandi á mótinu til þessa en Brassarnir þó heldur sterkari. Í báðum liðum eru margir leikmenn sem geta gert ótrúlega hluti og er því vonandi að þetta verði veisla en ekki leiðindi. Bæði lið geta stillt upp sínu sterkasta liði, en Elano hjá Brasilíu er þó meiddur. Lið- in hafa mæst níu sinnum í landsleik, Brassar unnið þrisvar, Hollendingar tvisvar og fjögur jafntefli hafa liðin gert. 2. júlí - 18:30: úrúgvæ - gHana n Bæði lið gátu ekki fengið betri mótherja og eiga þau jafngóða möguleika á að komast alla leið í undanúrslitin. Öll Afríka stendur með Ghana en það var eina Afríkuliðið sem komst í útsláttar- keppnina. Úr- úgvæjar hafa verið frábærir hingað til og aðeins fengið á sig eitt mark. Ghana aftur á móti spilar mjög skipulagðan leik og er beitt fram á við. Asamoah Gyan, þriggja marka maður á Hm, verður með og líklega Kevin-Prince Boateng líka, sem eru góðar fréttir fyrir Ghana. 3. júlí - 14:00: argentína - Þýskaland n stórleikur átta liða úrslitanna án nokkurs vafa. Þarna mætast þau tvö lið sem hafa skemmt áhorfendum hvað mest. Þau hugsa minna um að verjast og eru í raun alls ekkert frábær í því. Aftur á móti spila þau leiftrandi sóknarbolta og hefur þessi leikur alla burði til að verða sá allra, allra besti á mótinu. Lionel messi verður hungraður í að skora þar sem honum hefur ekki enn tekist það, og verða varnarmenn Þjóðverja því að passa sig. nú fá Argentínumenn loksins alvöru mótspyrnu og verður gaman að sjá hvernig maradona ræður við hana hana. 3. júlí - 18:30: Paragvæ - sPánn n Paragvæjar hafa fengið alla þá hvatningu sem þeir þurfa. Ein falleg- asta kona heims, undirfatafyrirsætan Larissa Riquelme, hefur lofað því að hlaupa nakin niður götur Asuncion vinni Paragvæ Hm. Eigi sá draum- ur að verða að veruleika þurfa Paragvæjar að leggja Evrópumeist- ara spánar sem hafa virkað meira og meira sannfærandi með hverjum leiknum. Leikur Paragvæ gegn japan var alls ekki góður en hérna mætast tvær þjóðir sem geta haldið boltanum vel. spánn er miklu sigurstranglegri en það er spurning um hversu mikið Paragvæjar vilja sjá Larissu nakta. Diego Armando Maradona hefur án efa verið maðurinn á HM fram að þessu. Koss- ar hans og einlæg fagnaðarlæti birtast á myndum og í sjónvarpi daginn út og daginn inn. Hann er loks að sanna að hann geti líka þjálfað, en það er hjátrú þessa mikla snill- ings sem hefur vakið einna mesta athygli. Hjátrúarfullur snillingur TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Engum líkur maradona hefur farið á kostum á Hm til þessa. Kossaflens maradona hefur verið duglegur að kyssa leikmenn sína. Snillingar á snillinga ofan með mann eins og messi í liðinu getur Argentína farið alla leið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.