Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Blaðsíða 44
Tvídæmdur Til Kenneth McDuff var bandarískur raðmorðingi sem grunaður var um að hafa myrt að minnsta kosti fjór- tán manns. Hann dvaldi á dauðadeild árin 1968 til 1972 þegar hann var náðaður. Þremur dögum eftir að hann var náðaður framdi hann morð. Kenneth McDuff fædd-ist árið 1946 í Rose-bud, smábæ í Texas, og sýndi fljótlega af sér andfélagslega hegðun. Í skóla var hann umtalaður tuddi og níddist á lítilmagnanum, en hann var einnig bleyða sem lagði á flótta undan þeim sem stóðu uppi í hárinu á honum. Viðleitni kennara til að hafa áhrif á hegðun Kenneths var eyðilögð af móður hans sem trúði því staðfastlega að hann væri holdgervingur mann- legrar gæsku. Skólaganga Kenneths var ekki löng og hann fór að vinna með föður sínum í steypuvinnu, og frítímanum eyddi hann í drykkju, slagsmál, kvennafar og hraðakstur sem yfirleitt endaði með ósköpum. Hann stundaði innbrot og var dæmdur í fang- elsi árið 1965, sleppt innan árs og hafði ekki lært lexíuna. Kenneth var vinafár og almennt illa þokk- aður, en átti þó nokkra áhangend- ur. Einn þeirra var hinn átján ára Roy Dale Green. Fyrstu morðin og fyrri dauðadómurinn Þann 6. ágúst 1966 óku Kenneth og Roy stefnulaust um Texas eins og svo oft áður. Í úthverfi Fort Worth ráku félagarnir augun í kyrrstæðan bíl. Síðar hélt Roy því fram að hann hefði haldið að ætl- unin væri að angra fólkið sem var í bílnum. Annað kom á daginn. Kenneth skipaði ungmennunum, Robert, vinkonu hans Ednu og frænda Roberts, Marcus, að koma út úr bílnum. Síðan voru Robert og Marcus læstir í farangurs- geymslu annars bílsins og Edna í farangursgeymslu hins bílsins. Síðan var ekið á afvikinn stað þar sem Kenneth skaut Robert og Marcus til bana þar sem þeir báðu sér griða, enn liggjandi í far- angursgeymslunni. Ednu myrtu félagarnir eftir að hafa misnotað hana kynferðislega. Daginn eftir heyrði Roy fréttir af morðunum, fékk samviskubit og gaf sig fram. Hann fékk vægari dóm fyrir að bera vitni gegn Ken- neth sem var dæmdur til dauða fyrir morðið á Robert. Kenneth fær frelsið að nýju Hæstiréttur Bandaríkjanna bann- aði dauðarefsingar árið 1972 og af þeim sökum styttust dómar fjölda fanga, þeirra á meðal Kenneths sem fékk reynslulausn í október 1989, þrátt fyrir að hafa reynt að múta skilorðsfulltrúa með það fyrir augum að losna úr fangelsi fyrr en ella. Þremur dögum síðar fannst lík Serafiu Parker og þótt Kenneth hafi aldrei opinberlega verið tengdur við morðið á henni er talið að hún hafi fallið fyrir hans hendi. Þrátt fyrir að Kenneth væri á skilorði fór hann aldrei í felur með að hann var jafn rotinn og fyrr. Áfram stundaði hann drykkju og vændishús, varð háð- ur krakki og með frásögnum af eigin afrekum tókst honum að laða að sér áhangendur. Engu að síður tókst honum að fá inn- göngu í tækniskóla Texas. Sí og æ talaði Kenneth um að útvega skotvopn og drepa fíkniefna- salana og stela af þeim dópinu. En þetta var álitið orðagjálfur af hans hálfu. Sem ekki var raunin. Vændiskonur hverfa Í október 1991 ók Kenneth fram hjá vegatálma í Waco. Lögregl- an og fleiri vitni sáu að í farþega- sætinu fram í sat kona sem virtist vera með handleggina fyrir aft- an bak. Konan sparkaði ítrekað í bílrúðuna. Fyrir einhverra hluta sakir var Kenneth ekki stöðvaður og síðar kom í ljós að konan var Brenda Thompson, 37 ára vænd- iskona. Hún sást aldrei aftur. Örfáum dögum síðar hvarf önnur vændiskona, Reginia Moore, 22 ára, og sást ekki tang- ur né tetur af henni eftir það. Þann 29. desember 1991 voru Kenneth og kunningi hans, Hank Worley, á rúntinum í Austin í Texas í fíkniefnaleit. Síðar sagði Worley að Kenneth hefði nokkr- um sinnum bent á laglegar kon- ur og sagst vilja „taka þær“. Þeir sáu Colleen Reed, 28 ára endur- skoðanda, þar sem hún þvoði bíl sinn á þvottastöð. Kenneth greip hana og neyddi inn í bíl félag- anna. Vitni sáu til þeirra og köll- uðu á lögregluna, en það var of seint. Félagarnir óku út úr bæn- um þar sem þeir nauðguðu Col- leen. Worley sagði að Kenneth hefði síðan slegið hana svo fast að honum fannst hann heyra bein brotna og að Colleen hefði virst annaðhvort dauð eða með- vitundarlaus. Kenneth losaði sig við lík Colleen eftir að leiðir hans og Worleys skildi. Ekkert lát á morðum Í stuttan tíma hafði Kenneth unnið í Quik-Pak-markaðin- um á háskólasvæði tækniskóla Texas. Vaktfélagi Kenneths var Aaron Northrup og vann eigin- kona Northrups, Melissa, einnig í versluninni, en á næturvakt. Eftir að Kenneth hætti störfum í Quik- Pak hafði hann á orði að hann vildi ræna búðina og „taka“ kon- una sem ynni þar á næturvakt. Þann 1. mars 1992 varð Aaron áhyggjufullur þegar Melissa kom ekki heim eftir eina næturvakt- ina. Við rannsókn fann lögreglan bíl Kenneths skammt frá versl- uninni og bíl Aarons nærri skóg- lendi í Dallas-sýslu. Samkvæmt framburði vitna hafði sést til Kenneths bæði í grennd við þann stað þar sem Melissu var rænt og ljóst var að um var að ræða sama mann og hafði rænt Colleen. Mánuði síðar fann fiskimaður lík Melissu í malarpytti skammt frá þeim stað þar sem bíll henn- ar hafði fundist. Hún var komin tvo mánuði á leið. Á sama tíma fannst illa farið lík í skóginum skammt frá Quik-Pak. Líkið var af vændiskonu, Valenciu Kay Joshua, sem hafði síðast sést í febrúar á háskólasvæðinu í leit að herbergi Kenneths. Kenneth handtekinn í Kansas Þegar þar var komið sögu var Kenneth kominn til Texas með fölsuð skilríki í fórum sínum og kominn með vinnu í öskunni. Eft- ir að líkið af Melissu fannst hófst leit lögreglunnar að Kenneth og 1. maí 1992 var hann settur á lista yfir þá menn sem lögreglan vildi hvað helst hafa hendur í hári á. Strax daginn eftir hafði vinnu- félagi Kenneths samband við lög- regluna og Kenneth var stöðvað- ur þar sem hann ók ruslabílnum hina hefðbundnu leið. Fyrst var réttað yfir Kenneth vegna morðsins á Melissu North- rup. Framkoma hans við réttar- höldin var honum ekki til hags- bóta. Hann var dæmdur fyrir morðið á henni og síðan hóf- ust réttarhöld vegna morðsins á Col leen Reed. Þrátt fyrir að lík hennar hefði ekki enn fundist var hann sakfelldur fyrir morð- ið á henni og vógu vitnisburður Worleys og sú staðreynd að hár af Colleen hafði fundist í bíl hans þungt. Kenneth McDuff var dæmd- ur til dauða í annað sinn. Eftir því sem nær dró stefnumóti Ken- neths og böðulsins vísaði hann á hinsta hvílustað Reginiu Moore, Brendu Thompson og Colleen Reed. Stundaglas Kenneths tæmdist 17. nóvember 1998 eftir að hann fékk banvæna sprautu í Hunts- ville-fangelsi. Réttlætið sigraði að lokum. 44 saKamál umsjón: KolbEinn þorstEinsson kolbeinn@dv.is 2. júlí 2010 föstudagur dauða Eftir að Kenneth hætti störfum í Quik-Pak hafði hann á orði að hann vildi ræna búðina og „taka“ konuna sem ynni þar á næturvakt. Kenneth McDuff og þrjú fórnarlamba hans melissa northrup (efst), Valencia Kay joshua (t.v.) og Colleen Reed (t.h.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.