Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Blaðsíða 30
30 viðtal 2. júlí 2010 föstudagur Íris Kristinsdóttir hefur sagt skilið við sveitaballastemninguna. Hún er sest á skólabekk eftir 17 ára fjarveru og lætur drauminn rætast með leiklistarnámi. Íris varð mamma aðeins 18 ára. Hún missti vinnuna þegar hún kom úr fæð- ingarorlofi með yngsta barnið sitt og fór þá í gegnum erfiða tíma sem einstæð, atvinnulaus, þriggja barna móðir. Hún segist aldrei hafa misst móðinn og í dag er hún hamingjusöm í sambúð með manni sem gæti ekki verið ólíkari henni. tónlistin er skemmtileg-ur bransi en batteríin mín kláruðust. Ég hafði spilað um hverja helgi í fimm ár, meðfram fullri vinnu, og var orðin ansi þreytt,“ segir Íris Kristinsdóttir móðir, nemi og söngkona. Íris er sest aftur á skólabekk eftir 17 ára hlé og líkar vel enda að láta gamlan draum rætast. Hún er að læra leiklist í Kvikmyndaskóla Ís- lands og mun útskrifast sem leik- kona í desember. Hún hefur þegar komið fram á hvíta tjaldinu, í litlu hlutverki í kvikmyndinni Bjarnfreð- arson og sakamálaþáttunum Réttur 2. „Þetta voru lítil hlutverk en engu að síður ómetanleg reynsla fyrir mig og ég lærði helling,“ segir Íris en bætir við að þótt hún sé hætt að syngja opinberlega sé hún alltaf að semja texta og lög á bak við tjöld- in. „Það er eitthvað sem ég get gert heima. Leiklist og söngur eru tíma- frek fög og á meðan ég er að koma mér á framfæri sem leikkona er leiklistin í fyrsta sæti.“ Í hljómsveit með Kærastanum Írisi kom fram á sjónarsviðið árið 1999 þegar hún söng lagið Orgin- al ásamt Stefáni Hilmarssyni. Þá hafði hún verið í sveitinni Írafár um tveggja ára bil en fljótlega eft- ir Sálar-ævintýrið gekk hún til liðs við hljómsveitina Buttercup. Íris og meðlimur Butterup, Valur Heiðar Sævarsson, voru um tíma eitt heit- asta par landsins en þegar sam- bandinu lauk yfirgaf Íris Buttercup og stofnaði hljómsveitina Ber. Í dag eru sjö ár síðan Ber lagði upp laup- ana svo Íris hefur verið fjarverandi á sveitaböllum í langan tíma. Um tímann með Buttercup seg- ir hún: „Ég var ung og bara rétt að byrja að feta mig í ástarlífinu – og lífinu yfirhöfuð. Eins fallegt og mér fannst að syngja fyrir fólk varð maður stundum fyrir vonbrigðum því oft fannst manni eins og fólk hefði meiri áhuga á einkalífi okkar og skandölum en tónlistinni,“ seg- ir hún en hljómsveitin var að vinna að nýrri plötu þegar samband þeirra Vals endaði. Þar sem parið hafði verið dag- legur gestur á síðum dagblaðanna ákváðu þau að halda sambands- slitunum út af fyrir sig af ótta við að fréttirnar kæmu niður á sölu plöt- unnar. „Það getur verið erfitt að umgangast fyrrverandi þegar sam- band rennur út í sandinn en þetta gekk ágætlega hjá okkur. Samt yfir- gaf ég bandið að lokum og veit að það var besta ákvörðunin.“ ófrÍsK 17 ára Íris var aðeins 18 ára gölmul þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn, Krist- in Frey sem í dag er 16 ára. Hún við- urkennir að það hafi verið henni erfitt að vera fjarri syninum vegna vinnunnar en segist alltaf hafa reynt að halda jafnvægi milli fjöl- skyldulífs og bransans. „Sunnudag- ar voru alltaf heilagir dagar hjá okk- ur Kristni. Ef við vorum úti á landi keyrðum við til baka um nóttina svo við gætum eytt deginum sam- an. Honum fannst þetta spennandi heimur og var stoltur af mömmu sinni en ég var alltaf með smá sam- viskubit. Ég reyndi samt að láta það sem minnst á mig fá og reyna frekar að sameina þessa tvo heima því ég veit að það er vel hægt að vera bæði mamma og söngkona.“ Faðir Kristins Freys var æsku- ást Írisar en þau voru aðeins 15 ára þegar þau byrjuðu saman. „Í raun- inni fannst mér ekkert voðalegt áfall að komast að því að ég væri ófrísk 17 ára. Ég setti bara hausinn undir mig og tók því fagnandi en ef ég hugsa til baka þá var ég bara krakki. Ég bar strax virðingu fyrir þessu lífi sem var að vaxa inni í mér og ákvað að takast á við þetta verk- efni,“ segir hún en samband henn- ar við pabba Kristins gekk ekki upp. „Við erum góðir vinir í dag og að sama skapi er samband okkar Krist- ins Freys ótrúlega gott. Hann er að verða 17 ára og það er svo gaman að fylgjast með honum. Þetta er góður og yndislegur strákur og ég er ofsa- lega heppin með hann,“ segir Íris sem á tvö önnur börn, Emilíu Þóru, 4 ára, og Ólaf Styrmi, 2 ára, en sam- band hennar við föður þeirra gekk heldur ekki upp. féll fyrir andstæðu sinni Í dag er Íris í sambúð með Gretti Adolf Haraldssyni, byggingar- tæknifræðingi og húsasmíðameist- ara. Þau Grettir kynntust í fyrra- sumar og Íris segir að eins ólík og þau eru þá eigi þau mjög vel saman. „Við kynntumst fyrir tilviljun í partíi sem hvorugt okkar var á leiðinni í en ákváðum svo bæði að kíkja í. Mér leist rosalega vel á hann fyrst þegar ég sá hann og líkar enn. Ég tók strax eftir honum en heyrði hann tala um einhverja konu og Yfirgaf poppið fyrir leiklistina Ég var orðin 34 ára þegar við kynnumst og hélt að allir bestu bitarn- ir væru farnir. Ég sá strax að þetta væri vandaður strákur og varð strax mjög skotin en ég var líka pínu hrædd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.