Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Blaðsíða 19
föstudagur 2. júlí 2010 fréttir 19 „Mér finnst mjög erfitt að rifja þetta upp en ég vil aðvara unga krakka því ég vil ekki að neinn þurfi að ganga í gegnum það sem ég hef þurft að ganga í gegnum,“ segir Helga Björk Möller 24 ára frá Vestmannaeyjum sem lenti í alvarlegu bílslysi fyrir sjö árum. Hún og vinkonurnar höfðu ver- ið á rúntinum þegar þær ákváðu að fara í spyrnu. Helga Björk var að keyra og missti stjórn á bíln- um í beygju og klessti á vegg við Steypustöðina. Vinkona hennar, Anna Ragnheiður, lést í slysinu, önnur slasaðist töluvert og sjálf slasaðist Helga mikið. Helga þurfti að læra allt upp á nýtt en hún varð fyrir framheilaskaða, missti jafn- vægi og varð að notast við hjóla- stól fyrstu árin eftir slysið. Í dag er hún komin úr stólnum en styðst við hækjur. „Slysið hefur breytt lífi mínu á allan hátt. Stundum á ég ágæta daga en stundum er allt ömur- legt og ég vil hreinlega ekki lifa. Stelpurnar sem ég kallaði vinkon- ur mínar lokuðu á mig svo í dag er fjölskyldan einu vinir mínir og vill sem betur fer umgangast mig enn og ég er þakklát fyrir það. Ég vildi óska að ég gæti spólað til baka og tekið bílprófið upp á nýtt og tekið aðrar ákvarðanir. Ég var svo ung og var viss um að ekkert ætti eftir að koma fyrir mig. Ég hélt að það myndi ekki skipta máli þótt ég færi í spyrnu.“ Fékk ekki að fara með Móðir Helgu, Ólöf Helgadóttir, mun aldrei gleyma kosningadeg- inum 10. maí 2003. „Við mæðgur höfðum farið saman í kosninga- kaffi og svo fór Helga út með vin- konum sínum. Um kvöldið kemur hún heim og spyr mig hvort hún eigi ekki að skutla mér í Ásgarð en ég sagðist bara myndu hitta hana þar. Þegar hún kom þang- að sagðist hún ætla á rúntinn en að hún myndi sækja mig og keyra mig heim. Það var svo skrítið að hún sagði bara; sjáumst, en Anna Ragnheiður kvaddi mig almenni- lega. Um klukkan 1.30 fæ ég sím- hringingu og heyri að þær hafi lent í árekstri. Það hvarlaði ekki að mér að þær væru slasaðar og ég segi við þáverandi kærasta Helgu að hún sé líklega búin að eyði- leggja bílinn hans. Ég varð bara frekar pirruð því ég hafði sjálf ný- lega keyrt á. Ég bara trúði ekki að eitthvað svona gæti gerst í svona litlum bæ,“ segir Ólöf en bætir við að hún hafi gert sér grein fyrir al- varleika málsins þegar hún mætti á slysstað. „Ég sá hana fasta inn í bílnum og sá ekki betur en að hún andaði ekki. Hún var send með þyrlu til Reykjavíkur en ég fékk ekki að fara með. Ég þurfti því að dóla mér í Herjólfi í fjóra tíma um morguninn og komst ekki til hennar fyrr en í hádeginu,“ seg- ir Ólöf sem er afar ósátt við að hafa ekki fengið að fara með dótt- ur sinni í land. „Ég á erfitt með að sætta mig við að aðstandend- ur þurfi að sitja eftir. Ég veit að sjúkravélin var tilbúin og skil ekki af hverju við fengum ekki að fara með henni. Ég veit vel að þetta kostar allt peninga en sem betur fer kemur svona lagað ekki fyrir á hverjum degi,“ segir hún og bæt- ir við að áfallahjálpin hafi einnig verið af skornum skammti. Hugsar daglega til bílstjór- ans Fyrstu tvo, þrjá dagana eftir slys- ið var Helgu ekki hugað líf en eft- ir 14 daga á gjörgæslu var hún flutt yfir á barnadeild þar sem hún lá í kóma þar til í júlí. Eftir það tók við eins árs dvöl í endurhæfingu á Grensás. „Helga opnaði augun en hún þekkti okkur ekki og við viss- um ekkert hvernig líf beið hennar. Við urðum að halda á henni, mata og skipta á henni. Hún kunni ekki neitt og þekkti engan mat, ekki einu sinni pitsu, sjálf pítsudrottn- ingin. Það var bara eins og við vær- um komin með 60 kílóa smábarn,“ segir Ólöf sem á erfitt með að heyra fréttir af bílslysum, sérstak- lega þegar ungt fólk á í hlut. „Slysið í Keflavík hefur sett líf mitt á ann- an enda. Þegar svona alvarleg slys verða fer ég aftur á slysstað í hug- anum og líður mjög illa, verður kalt og heitt til skiptis, get ekki borðað og fer í sama pakkann og fyrir sjö árum. Ég tek slysin gríðarlega inn á mig og get ekki annað en hugsað til bílstjórans á hverjum degi. Það er meira en að segja það að verða valdur að svona slysi. Þetta er bara alveg hræðilegt,“ segir hún og bæt- ir við að hún spái mikið hvað geti haft áhrif á unga fólkið svo það fari varlegar í umferðinni. „Langar það virkilega að vera í Helgu Bjarkar sporum? Ég get ekki ímyndað mér það.“ Vill ekki lifa Þær mæðgur segja slysið hafa gjör- breytt þeirra lífi og lífi allrar fjöl- skyldunnar. Helga Björk segist oft hugsa um hvernig lífi hennar væri háttað í dag ef hún hefði ekki keyrt á vegginn. „Líf mitt var gott fyr- ir slys. Ég hafði farið örlítið út af sporinu en ég var edrú þegar ég olli slysinu,“ segir Helga sem starf- ar í hlutastarfi í eldhúsi og eyð- ir stórum hluta dagsins við æfing- ar. Ólöf, móðir hennar, segir slysið hafa kennt sér margt og sérstaklega það að taka einn dag í einu. „Þegar ég vakna á morgnanna vona ég að dagurinn verði góður fyrir okkur og sérstaklega Helgu. Hún á stundum mjög bágt og hefur nokkru sinn- um hringt í mig og sagst ekki vilja lifa lengur. Þetta er ekki auðvelt líf,“ segir hún og bætir aðspurð við að hún upplifi mikinn ótta gagnvart öllum börnunum sínum. „Ég var hræðilega hrædd þegar kom að því að synirnir fengju bílpróf og vildi hreinlega ekki leyfa þeim að fara í prófið en pabbi þeirra og afi tóku það ekki í mál og sögðu að þeir yrðu að fá bílpróf. Ég er bara svo hrædd um þá og síhringjandi til að athuga hvort allt sé í lagi. Þetta mun örugg- lega fylgja mér alla tíð.“ Skil reiðina Ólöf og móðir Önnu Ragnheið- ar, stúlkunnar sem lést, höfðu ver- ið bestu vinkonur og nánast alið börnin upp saman, að sögn Óla- far. Eftir slysið sé sambandið hins vegar ekkert. „Helga Björk og Anna Ragnheiður voru æskuvinkonur og ég veit að hún saknar hennar ofsa- lega mikið. Fólkið í Eyjum upp- lifði mikla reiði gagnvart Helgu eft- ir slysið enda lifði hún þetta af. Ég held samt að fæstir hafi gert sér grein fyrir alvarleika meiðsla henn- ar, hún á langt í land með að lifa eðlilegu lífi og horfir á eftir vinkon- unum mennta sig, giftast og eignast börn á meðan hún sjálf berst fyrir bata. Bestu vinkonur hennar létu sig hverfa og ég hefði viljað að bæði foreldrar og prestar hefðu frætt þær meira,“ segir Ólöf og bætir við: „Við fengum stuðning frá mörgum en ég skil samt reiðina og að einhverjum takist ekki að fyrirgefa. Sjálf hef ég ekki misst barn og get ekki ímynd- að mér hvernig það er. Ef ég hugsa út í að missa annan strákinn minn á þennan hátt veit ég ekki hvernig ég myndi bregðast við. En svona getur komið fyrir alla og ég vildi bara að fólk væri ekki svona fljótt að dæma. Við hugsuðum um að flytja úr bæn- um en vildum ekki rífa strákana upp. Það var svo einkennilegt að sjá vinina hverfa frá manni og að upp- lifa kunningjana allt í einu næst manni. Svona slys umturnar öllu og ef ég hugsa til baka skil ég ekki hvernig við fórum í gegnum þetta. Það þyrmir alltaf yfir mig þegar þessi tími kemur. Einmitt þegar flestir fagna sumrinu líður mér ekki vel,“ segir Ólöf og Helga Björk tek- ur við: „Það er svo sorglegt að svona slys þurfi að gerast því þau eru svo óþörf. Ungir krakkar eru bara svo vissir um að ekkert komi fyrir þau. Við höldum að við séum ódauðleg en sannleikurinn er sá að við vitum aldrei hvenær slysin gerast.“ Vildi að ég gæti spólað til baka Helga Björk Möller var nýkomin með bílpróf þegar hún fór í spyrnu með tvær vinkonur sínar með sér í bílnum. Ökuferðin endaði skelfilega og önnur vinkona hennar lét lífið. Sjálf hefur Helga Björk ekki náð að jafna sig eftir slysið og býst ekki við að geta nokkurn tímann jafnað sig andlega. Helga Björk og mamma hennar, Ólöf, féllust á að segja sína sögu í von um að bjarga einhverjum frá því að keyra of hratt. Ég vildi óska að ég gæti farið til baka og tekið bílprófið upp á nýtt og tekið aðr- ar ákvarðanir. Ég var svo ung og var viss um að ekkert ætti eftir að koma fyrir mig. Á gjörgæslu Helgu Björk var ekki hugað líf fyrst eftir slysið. indíana ÁSa HreinSdóttir blaðamaður skrifar: indiana@dv.is Mæðgur Helga Björk og Ólöf segja slysið hafa gjörbreytt öllu lífi fjölskyldunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.