Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Blaðsíða 29
... myndinni Toy Story 3 Allt í myndinni virkar. Pabbar gætu grátið. ... sjónvarpsþættinum Cougar Town Konungleg skemmtun. ... myndinni The A-Team Hraður og hávær Hollywood- hasar sem flestir ættu að geta skemmt sér yfir. ... HM- stofunni Frábær þáttur með frábær- um þáttar- stjórnanda og fótboltafræð- ingum. föSTudAgur n Gusgus á Akranesi Gusgus og Óli ofur spila í Breiðinni á Akranesi í kvöld í tilefni af bæjarhátíðinni Írskum dögum. Þeir sem ekki hafa farið á tónleika með Gusgus hafa ekki lifað. Og að sjá Óla ofur er ofurmannleg skemmtun. Miðaverð 2000 krónur í forsölu, 2500 við hurð. Forsala í Eymundsson Akranesi og Mohawks Kringlunni. n Fönk á Nasa Tónlistarhátíðin Funk í Reykjavík fer fram á Nasa um helgina. Á föstudagskvöld koma fram Dj Honkey and Lynne, Tómas R. Einarsson, Ojba-rasta, Jagúar og Hjálmar. Húsið opnar klukkan 19.30, aldurstakmark 20 ára. n Splash á Goslokahátíð Splash partí fer fram í Vestmannaeyjum í kvöld í tengslum við Goslokahátíð. Dj Óli Geir, Dj Joey D, Kristmundur Axel, Friðrik Dór, sjóðandi undirfatasýning og beerbong-keppni svo eitthvað sé nefnt. Aldurstakmark er 18 ára, miðaverð 1500 krónur. n 80´s ball á Players Ef þú elskar ekki 80´s tónlist ertu ófær um að elska. Þess vegna fer fram 80´s-ball með diskótekinu Dísu á Players í Kópavogi í kvöld. Dj Maggi sér um fjörið og athugið, það er frítt inn. lAugArdAgur n Mínus og Agent Fresco á Sódómu Hljómsveitirnar Mínus og Agent Fresco munu spila saman á Sódómu. Báðar sveitirnar eru að vinna að væntanlegum breiðskífum sínum og munu því tónlistar- áhugamenn fá að heyra það allra nýjasta í bland við það eldra. Húsið opnar klukkan 23 og er miðaverð aðeins 500 krónur. n Speisað fönk Tónlistarhátíðin Funk í Reykjavík heldur áfram á Nasa í kvöld. Fram koma Dj Magic, Boba, Kristín, Africa Lole, Moses Hightower og Fela Kuti Tribute. Húsið opnar klukkan 19.30, aldurstakmark 20 ár. n Nóra í Havarí Hljómsveitin Nóra var að senda frá sér sína fyrstu hljómplötu sem nefnist Er einhver að hlusta?. Til að fagna því kemur bandið saman í versluninni Havarí í Austurstræti á laugardaginn og tekur nokkur lög af plötunni. Lagið Sjónskekkja af þessari nýju plötu sat nýverið í tvo mánuði á vinsældarlista Rásar 2. Ókeypis er á tónleikana sem hefjast klukkan 16. n Torfæruball Mono í Valaskjálf Íslandsmótið í torfæru verður haldið á Egilsstöðum á laugardaginn og af því tilefni slær hljómsveitin Mono upp ekta torfæruballi í Valaskjálf. Ballið er opið öllum 18 ára og eldri. Óvæntur gesta- söngvari mætir á svæðið. Hvað er að GERAST? Tónleikar til heiðurs Pearl Jam á Sódómu Reykjavík: Magni verður Vedder Tónleikar til heiðurs bandarísku rokksveitinni Pearl Jam verða haldnir á föstudaginn á Sódómu Reykjavík. Leikin verða lög af nánast öllum plötum sveitarinn- ar ásamt lögum sem hafa ratað í kvikmyndir. Sá sem ætlar sér að reyna að fara í hina stóru skó Edd- ies Vedder er enginn annar en Magni Ásgeirsson, kenndur bæði við hljómsveitina Á móti sól og sjónvarpsþættina Rockstar: Super- nova. Pearl Jam á farsælan feril að baki og hefur verið leiðandi rokksveit frá upphafsárum sínum í grugginu, en sveitin er enn í fullu fjöri í dag. Meðlimir Pearl Jam sögðu nýlega í viðtali að Ísland væri á óskalista yfir þá staði sem þeir vildu sækja heim og spila fyrir. Að sögn aðstandenda heiðurstónleikanna á Sódómu eru þeir haldnir til að senda jákvæða orku til Pearl Jam. Það sé aldrei að vita nema þeir svari kallinu og komi fyrr fremur en síðar. Þeir sem ætla að fremja hinn vinsæla perlusultuseið á Sódómu auk Magna eru Franz Gunnars- son gítar, Haraldur V Sveinbjörns- son söngur og gítar, Stefán Ingimar Þórhallsson á trommur og Birgir Kárason á bassa. Húsið er opnað klukkan 23, tón- leikarnir hefjast á miðnætti. Miða- verð 1000 krónur, eingöngu selt við dyr. ... bókinni Sögu- staðir Unun að lesa þessa bók og skoða myndirnar, segir gagnrýnandi. ... mynd- inni get Him to the greek Stórskemmti- leg og krassandi grínmynd. föstudagur 2. júlí 2010 fókus 29 Magni Verður hann „magnificent“ á Sódómu? MYND KArl PeTerSSoN giftir sig á Íslandi vampíra sem étur fólk og þá bara varð ég að læra lagið og varð að fara að syngja það. Amma sleppti alltaf ljóta kaflanum og söng bara það fallega. Hún sá líka alltaf bara það fallega í líf- inu svo það er viðeigandi fyrir hana,“ segir Hera og augljóst er að hún sakn- ar ömmu sinnar. Brúðkaup á Íslandi Hera stoppar stutt á landinu í þetta skiptið eða aðeins í sex vikur. Hún er þó ekki bara komin til að spila því hún ætlar að ganga í hjónaband með kær- astanum sínum, Hirti Arasyni. Þau hafa verið saman í sjö ár og fannst því kominn tími til að láta pússa sig sam- an. „Við erum bara á fullu að skipu- leggja allt núna á nokkrum dögum. Við giftum okkur ekki í kirkju held- ur gefur sýslumaður okkur saman og svo höldum við veislu fyrir vini og ættingja. Þetta verður ekkert rosalega hefðbundið. Okkur finnst aðalatriðið að hafa vini og fjölskyldu með okkur,“ segir Hera og er augljóslega spennt fyrir stóra deginum. Hera er mjög hrifin af íslenskri hönnun og klæðist henni mikið. Á brúðkaupsdaginn verður engin breyting þar á því Hera ætlar að hafa íslenskt fiskiroð í brúðarkjólnum. Hún vill þó ekki gefa upp of mikið en finnst mikilvægt að hafa eitthvað ís- lenskt í kjólnum. Brúðkaupsferð til Parísar Fljótlega eftir brúðkaupið halda þau aftur heim á leið, hinum megin á hnöttinn. Þau taka samt stutt stopp í París á leiðinni heim þar sem þau ætla að eyða hveitibrauðsdögunum. „Ég var búin til í París og er búin að vera lengi á leiðinni þangað. Ég ætlaði meira að segja einu sinni að fá mér tattú – svona strikamerki sem stæði á „made in Par- is“ en ég lét nú aldrei verða af því,“ seg- ir hún hlæjandi. „Ég er mjög spennt að fara til Parísar og ég vona að ég geti spilað þar. Það er í vinnslu. Það er verið að reyna að segja við mig að ég eigi ekki að vera með tónleika þarna í brúðkaupsferðinni minni en ég meina – hvernig get ég farið til Parísar og ekki spilað? Mér finnst skemmtilegast að hafa spilað þar,“ segir Hera kankvís. Nýjasta lagið alltaf uppáhalds Frá París halda nýgiftu hjónakorn- in svo heim á leið til Nýja Sjálands þar sem tveir hárlausir kettir ásamt foreldrum Heru og litla bróður bíða þeirra. Planið er svo að sögn Heru að halda brúðkaup þar líka fyrir vini og ættingja sem þar búa. „Ég fer út að taka upp plötu og vonandi líða ekki tvö ár þangað til að við komum aftur,“ segir hún brosandi. Hera er alltaf að og hefur nóg á sinni könnu. „Ég er alltaf að semja. Ég tek svona tarnir hvort sem ég er að taka upp, spila eða semja. Ég er búin að vera voða mikið að semja núna. Það kemur yfirleitt alltaf saman lag og texti, ekki bara lag eða bara texti. Uppá- haldslagið mitt er alltaf það nýjasta og þau eru nokkur núna þannig að það er mjög gaman,“ segir Hera spennt fyrir tónleikaferðinni um landið og brúð- kaupinu framundan. viktoria@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.