Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Blaðsíða 4
Sjóðheit Þorgerður n Sjálfstæðismenn hafa af því mikl- ar og rökréttar áhyggjur að klofn- ingur blasi við í framhaldi af því að Evrópusinn- ar voru reknir út á gaddinn með landsfundar- samþykkt um að aðildarvið- ræðum við ESB skyldi þegar í stað hætt. Á fundi Evrópusinna inn- an flokksins mátti sjá þingkonurnar Ragnheiði Ríkharðsdóttur og Þor- gerði Katrínu Gunnarsdóttur þung- búnar vegna stöðunnar. Ekki er tal- ið ólíklegt að báðar muni þær ganga til liðs við nýtt, frjálslynt stjórn- málaafl ef til kemur. Ragnheiður þykir vera ólíkindatól og til alls vís. Þorgerður Katrín hefur aftur á móti engu að tapa innan Sjálfstæðis- flokksins þar sem frami hennar er á enda. Hermt er að hún sé sjóðheit fyrir því að komast í oddvitastöðu hjá nýju hægraafli. ÞorSteinn beStur n Besti kosturinn sem oddviti nýs hægriflokks er af mörgum talinn vera Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi for- maður Sjálfstæð- isflokksins, sem er sannfærður Evrópusinni. Þorsteinn var á fundi Evrópu- sinna fyrr í vik- unni en gaf það út að hann teldi ólíklegt að flokk- urinn myndi klofna vegna málsins. Þeir sem til þekkja telja að sú skoðun hans ráðist af því að hann vilji ekki leggja undir að vera þekktur fyrir að hafa stýrt Sjálfstæðisflokknum án brotlendingar. Þetta kann þó að breytast ef nýr flokkur verður stofn- aður. Þá kann svo að fara að fremstir í fylkingu standi þeir fornu fjendur Davíð Oddsson og Þorsteinn. En talið er að Davíð hafi ráðið því að harðlínu- stefnan gegn ESB varð ofan á. tækifæri guðlaugS n Guðlaugur Þór Þórðarson alþing- ismaður liggur lágt í umræðunni eftir að séra Halldór Gunnarsson í Holti bannfærði hann á landsfundin- um og heimtaði afsögn hans og Gísla Marteins Baldurssonar borgarfulltrúa. Guðlaugur stend- ur nú vinafár á pólitískum kross- götum. Innan þingliðs Sjálfstæðis- flokksins er hann einfari eftir að samherjar hans eru horfnir á braut. Örlög hans eru í raun þau sömu og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdótt- ur sem er valdalaus í flokknum en laf- ir inni. Hvorugt getur vænst þess að fá ráðherrastól að nýju. Guðlaugur Þór kann því að eiga tækifæri til pólitískr- ar upprisu með því að ganga Evrópu- sinnum formlega á hönd. lýðSkrum n Innan Samfylkingar er uppi krafa um að Gylfi Magnússon við- skiptaráðherra verði látinn fjúka hið fyrsta. Gylfi komst til áhrifa eftir að hafa flutt magnaða ræðu á borgara- fundi á Austur- velli sem mót- mælandi. Þetta fleytti honum á ráðherrastól. En nú þykir hann sýna að lýðskrum- ið var honum efst í huga á Aust- urvelli. Gylfi er kominn í þá stöðu að vera einn helsti varðhund- ur illræmdra fjármálafyrirtækja sem hafa tapað máli sínu fyrir Hæstarétti. Þykir samfylkingar- mönnum afleitt að bera ábyrgð á ráðherra sem ekki vill fara eftir dómi Hæstaréttar. Það hefur því hitnað mjög undir ráðherrastóli hans og gæti dregið til tíðinda fyrr en varir. sandkorn 4 fréttir 2. júlí 2010 föstudagur „Þau eru búin að stefna mér aftur, í fjórða sinn,“ segir söngvarinn Herbert Guðmundsson en húseignafélagið að Prestbakka 11 til 21 hefur stefnt Her- berti og fyrrverandi eiginkonu hans Svölu Guðbjörgu Jóhannesdóttur vegna viðgerða á þaki raðhúsalengju. Aðspurður hvað málið snýst um seg- ist Herbert ekki vita það því hann sé hættur að hugsa um þetta mál. „Ég er hættur að pæla í þessu og held áfram að lifa mínu lífi. Ég hef allt öðrum hnöppum að hneppa en að pæla í svona geðveiki. Lífið er dýr- mætara en það. Ég er bara í ræktinni núna,“ segir Herbert. Ásamt því að vera í ræktinni segir Herbert að von sé á nýrri plötu frá honum sem hann vinnur með syni sínum. „Um leið og HM klárast þá fer nýtt lag frá mér í út- varpsspilun sem nefnist Time,“ seg- ir Herbert og ef lagið er eitthvað í lík- ingu við það sem áður hefur komið frá honum eiga útvarpshlustendur von á góðu. Í júní í fyrra sneri Hæstiréttur Íslands dómi Héraðsdóms Reykja- víkur um að Herbert ætti að greiða húseignafélaginu að Prestbakka 11 til 21 3,9 milljónir króna. Húseigna- félaginu var í staðinn gert að greiða Herberti og Svölu 1,2 milljónir króna vegna málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti. Herbert segist þurfa að heyra í lögmanni sínum um málið til að vita út á hvað það gengur. „Ég er hættur að lifa í þessu þetta er svo mikill fá- ránleiki,“ segir Herbert. Lögmaður Herberts segir í sam- tali við DV að krafist hafi verið frá- vísunar á kröfu húseignafélagsins því málið sé vanreifað en ekki hafi ver- ið fallist á þá frávísunarkröfu og fer málið aftur í gang í haust. birgir@dv.is Herberti Guðmundssyni stefnt í fjórða sinn vegna þakviðgerða: „Ég er hættur að pæla í þessu“ Stefnt í fjórða sinn Herbert Guðmundsson segist ekki ætla að eyða lífinu í að hugsa um leiðindin sem fylgja deilumálum við húseignafélagið. Ragnar Sær Ragnarsson framkvæmdastjóri fékk hlutabréfakaup sín í Glitni banka hf. felld niður í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ragnar keypti bréfin 2. október árið 2008, þremur dögum eftir þjóðnýtingu bankans, en ekki kom til uppgjörs á bréfunum fyrr en 7. október. Þá voru bréfin verðlaus og dæmd ónýt vara í Héraðsdómi Reykjavíkur. ÞARF EKKI AÐ BORGA ÓNÝT GLITNISBRÉF „Ég er ánægður með að dómurinn féll mín megin,“ segir Ragnar Sær Ragnarsson, framkvæmdastjóri og fyrrverandi formaður leikskólaráðs Reykjavíkur, sem fékk hlutabréfa- kaup sín í Glitni banka hf. felld niður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Ragn- ar keypti bréfin 2. október árið 2008, þremur dögum eftir að Glitnir var þjóðnýttur, fyrir tæpar tvær milljón- ir króna en ekki kom til uppgjörs á bréfunum fyrr en 7. október. Þá voru þau orðin verðlaus eft- ir að Fjármáleftirlitið hafði tekið yfir vald hlutahafafundar Glitnis, vikið félagsstjórn bankans og skipað skila- nefnd. Glitnir krafðist þess fyrir dómi að Ragnar ætti að greiða fyrir bréfin en dómurinn félltst ekki á sjónarmið bankans. Ragnar átti að fá bréfin afhent daginn eftir að viðskiptin fóru fram en fékk þau ekki afhent á vörslureikn- ing sinn fyrr en 7. október. Bank- inn hélt því þó fram að Ragnar hefði fengið bréfin lögð inn á reikning sinn fyrir 7. október en dómnum sagði bankann ekki hafa geta fært nægj- anlegar sannanir fyrir því. Ragnar var sýknaður af öllum kröfum Glitn- is Banka og bankinn dæmdur til að greiða honum fjögurhundruð þús- und krónur vegna málskostnaðar. Aldrei gerst áður Að sögn Sigrúnar Helgu Jóhanns- dóttur, lögmanns Ragnars Sæs, þá er niðurstaðan í málinu í raun byggð á því að ef vara, hvort sem er bíll eða hlutabréf, skemmist áður en seljand- inn nær að afhenda kaupandanum þá liggur áhættan hjá seljandnum. „Það hefur aldrei gerst áður vegna hlutabréfakaupa,“ segir Sigrún. Ragnar Sær hefur verið virkur í starfi borgarstjórnarflokks Sjálfstæð- isflokksins og var sem fyrr segir for- maður leikskólaráðs Reykjavíkur. Þá sótti Ragnar nýlega um störf sem bæjarstjóri í Fljótsdalshéraði og Ísa- fjarðarbæ. Dagsetning hlutabréfakaupa Ragnars Sæs vekur athygli en hann keypti bréfin þremur dögum eftir að Glitnir var þjóðnýttur. Aðspurður hvers vegna hann hafi keypt bréfin eftir að bankinn var þjóðnýttur seg- ist Ragnar ekki vilja tjá sig um það og vísar á lögmann sinn Sigrúnu Helgu. „Það var náttúrulega stór hópur fólks sem mat það svo að það sem að bankinn var orðinn 75 prósent í rík- iseign þá var þetta orðin traust fjár- festing,“ segir Sigrún Helga. Hún segir fjölda fólks hafa ákveð- ið að fjárfesta í bankanum eftir að hann var þjóðnýttur. Það hafi þeir gert í þeirri trú um að stöðugleiki hans væri tryggður. „Ég veit ekki um nein tiltekin mál þar sem menn voru ekki búnir að greiða líkt og Ragnar en stór hópur var búinn að greiða fyrir sín viðskipti,“ segir Sigrún. Hún segir að hópur fjárfesta ætli fara fara í mál við ríkið vegna sambærilegra við- skipta. Forsendur brostnar Í dómnum segir að ekki hafi verið ágreiningur um að kauptilboð eða pöntun Ragnars Sæs var samþykkt af hálfu bankans, sem tók að sér að afhenda honum hin pöntuðu verð- mæti á tilteknum degi, það er 2. okt- óber 2008, gegn greiðslu fimm dög- um síðar. „Stefnandi stóð hins vegar ekki við það að afhenda hin pöntuðu verðmæti á tilsettum tíma, en eins og að framan er rakið, er ósannað, að stefndi hafi fengið umrædd hluta- bréf á sinn vörslureikning fyrr en 7. október 2008.  Þann dag voru bréfin hins vegar orðin algerlega verðlaus og voru ekki lengur skráð í Kaup- höllinni og engin viðskipti með þau þar, enda verðgildi þeirra 0 krónur. Á þeim tímapunkti höfðu bréfin því ekki lengur þá eiginleika, sem stefndi mátti ætla að þau hefðu, það er að vera hæf til viðskipta,“ segir í dómn- um. „Af þeim sökum, að stefnandi stóð ekki við að afhenda bréfin á umsömdum tíma og enn fremur þar sem afhending umsaminna verð- mæta var stefnda í raun ómöguleg síðar, þar sem engin verðmæti voru fyrir hendi, þegar yfirfærsla bréf- anna á vörslureikning stefnda fór fram, mátti stefnanda vera ljóst, að allar forsendur stefnda fyrir kaup- um hlutabréfa í Glitni banka voru brostnar.“ BiRGiR OlGeiRSSOn blaðamaður skrifar: birgir@dv.is Það hefur aldrei gerst áður vegna hlutabréfakaupa. Ragnar Sær Ragnarsson Fékk hlutabréfakaup sín í Glitni banka hf. felld niður í Héraðsdómi Reykjavíkur. MynD FRéttABlAðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.