Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Blaðsíða 50
50 útlit umsjón: viktoría hermannsdóttir viktoria@dv.is 2. júlí 2010 föstudagur
Ég elska þessa gömlu tísku og er alltaf að skoða gamlar tískumyndir. Ég pæli rosa-lega mikið í þessari gömlu tísku. Síðan á ég mikið af „plain“ svörtum skóm þannig
að ég prufaði að gera par því mig hefur alltaf langað
í svona sjálf. Svona skóhlífar voru notaðar í hern-
um í gamla daga til að hlífa skónum og líka fyrir lít-
il börn,“ svarar Elísabet aðspurð hvar hugmyndin
að skóhlífunum hafi kviknað. Skóhlífarnar má nota
yfir alla hælaskó – bæði opna og lokaða. Hún leggur
mikið upp úr hverju pari og hvert og eitt er einstakt.
„Ég hef gert mörg pör sem eru með tveimur hlið-
um þannig að það er hægt að nota báðar hliðar. Ég
nota öll möguleg efni og sum efnin fæ ég aldrei aft-
ur. Þetta eru vintage-antík efni sem mér hafa verið
gefin í gegnum árin og ég hef keypt á mörkuðum
erlendis. Ég er búin að vera að safna þeim
í mjög langan tíma. Sum efnin eru
alveg eldgömul og algjörlega ein-
stök og það gerir þetta líka svona
meira skemmtilegt,“ segir Elísabet
en hönnun hennar er undir mikl-
um „vintage“ áhrifum.
sokkar yfir skó
Skóhlífarnar eru ekki það eina sem
Elísabet hannar. „Ég hef verið
að gera alls konar boli og stutta
keipa en hef fært mig
dálítið út í skóhlíf-
arnar núna því það
hefur verið mikil eft-
irspurn eftir þeim,“ segir hún og bæt-
ir við: „Ég hef líka verið að gera sokka
sem fara líka utan um skóna. Þeir
teygjast svona svolítið skemmtilega
og maður rennir þeim eiginlega bara
yfir skóna.“
rómantískur Parísarstíll
Elísabet hefur saumað síðan hún
var unglingur. „Ég fór í húsmæðra-
skólann þegar ég var 16 ára og lærði
grunnsaum og allt svoleiðis þar. Síð-
an þá hef ég bara verið á fullu að
sauma og hanna og teikna allt sem
mér dettur í hug. Mig dreymir samt
um að fara í Listaháskólann einn dag-
inn. Það hefur bara ekki gefist tími
til þess hingað til,“ segir Elísabet.
Hún segist sjaldnast vera hug-
myndalaus og vera alltaf að. „Mér
dettur allt í einu eitthvað í hug og þá
bara framkvæmi ég það. Ég rokka
upp og niður í alls konar stíl. Ég
elska gamlan stíl og hef alltaf
verið veik fyrir svona rómantísk-
um Parísarstíl. Ég er samt ekkert
endilega alltaf föst í þessum róm-
antíska stíl heldur geri ég bara alls
konar.“
heldur verðinu í lágmarki
Hún segist reyna að verðleggja hlutina
eins lágt og hún geti. „Mig langar ekki að selja
þetta of dýrt þó að í raun ætti þetta að vera dýr-
ara en þetta er. Skóhlífarnar eru frá átta þúsund og
upp í átján þúsund en þær dýrari eru þá úr alvöru
skinni og leðri. Þetta er íslensk hönnun og tekur
bæði tíma og mikla vinnu og er auðvitað allt hand-
saumað,“ segir hún. Það tekur Elísabetu yfir heilan
dag að vinna hvert par af skóhlífum og því augljóst
að mikil vinna er lögð í hvert og eitt þeirra.
Pop-up markaðurinn
Fram undan hjá Elísabetu er að halda áfram að
hanna og sauma og verður hún meðal annars að
selja hönnun sína á Pop-up markaðnum í enda
júlí. „Þangað til er hægt að hafa samband við mig í
gegnum heimasíðuna mína, babette.is.“
elísabet Björgvins-
dóttir hannar undir
merkinu Babette.
Hönnunin er undir
áfrifum frá fyrri
tímum. Elísabet
hannar meðal
annars skóhlífar
sem gefa gamla
skóparinu þínu nýtt
líf. Skóhlífarnar eru
handgerðar og eng-
in tvö pör eru eins.
undir áhrifum
tísku fyrri tíma
Nýr útimark-
aður verð-
ur um helg-
ina í portinu
bak við danska sendiráðið á
Hverfisgötu. Markaðurinn verð-
ur haldinn alla laugardaga og
sunnudaga í júlí og ágúst. Á
markaðnum munu íslensk-
ir hönnuðir selja hönnun sína.
Mikil gróska er í íslenskri hönnun
um þessar mundir og því tilvalið
að fara og versla milliliðalaust við
unga, íslenska hönnuði.
Dior Hydra Lifa Créme
Protective inniheldur
rakagefandi efni, vítamín
og önnur virk efni úr
blómagörðum Dior.
Húðin fær aukinn raka og
vörn gegn sindurefnum
auk þess sem hún verður
þéttari og ferskari. sam-
kvæmt framleiðendum
er þetta fyrsta rakalínan
sem seinkar fyrstu
einkennum öldrunar.
Rakakremið er með sPF
15 vörn fyrir sólinni.
Nú eru sumarútsölurnar byrjaðar víða um bæinn. Þá er tilvalið að skella sér í búðir og freista þess að gera sem best kaup. Það er þó
ýmislegt sem þarf að hafa í huga þegar far-
ið er á útsölur. Útsölurnar sem eru núna eru
sumarútsölur sem þýðir að flestar búðir eru
að losa sig við sumarlínuna sína. Það hefur
sína kosti og sína galla þar sem við búum á
Íslandi. Sumarið hér er ekki langt eins og við
vitum og því gott að hafa í huga hversu lengi
flíkin nýtist. Gott er að hafa augun opin fyr-
ir klassískum hlutum, bolum, peysum, bux-
um og fleira sem nýtist allan ársins hring. Og
nauðsynlegt er að muna að góð kaup á út-
sölu geta líka verið mjög slæm kaup ef flíkin
endar svo á að vera ónotuð inni í skáp. Marg-
ir eru þó með ákveðnar flíkur í huga sem þeir
hafa ekki tímt að kaupa sér og því tilvalið
að reyna að fá þær á útsölum á betra verði.
Einnig er sniðugt að reyna að gera góð skó-
kaup því oft er mjög mikill afsláttur af skó-
taui. Útsölur eru byrjaðar bæði í Kringlunni
og Smáralind og í einhverjum búðum í mið-
bænum.
Raka- og víta-
mínbomba úr
blómagarði Dior
Útimarkaður
um helgina
Prótínmeðferð
sem dregur úr
öldrunar-
einkennum
super Corrective
serum úr Bio-
Performance
línu shiseido
örvar endur-
nýjun þriggja
lykilþátta sem
halda húðinni
unglegri,
kollagens,
elastíns og
hyaluronic-
sýru. um leið
vinnur serum-
ið á helstu
öldrunar-
einkennum
húðarinnar,
hrukkum og
slappri og
líflausri húð.
Húðin fær raka
og næringu
þannig að
hún ljómar og
verður mýkri
og stinnari.
Hugmyndin
að seruminu er
fengin frá svoköll-
uðum cosmetic regeneration-með-
ferðum þar sem prótínum er spraut-
að undir húðina. Prótínið kallast EGF
sem stendur fyrir epidermal growth
factor og er náttúrulega til staðar í
líkamanum. meðferðin stuðlar að
því að húðfrumurnar sjálfar fái mátt
til að endurnýjast og öðlast fullan
lífskraft.
serumið vinnur þannig að þegar
það er borið á húðina örvast nátt-
úrulegt EGF-prótín húðarinnar og
framleiðsla á kollageni, elastíni og
hyaluronic-sýru eykst. Þannig geta
gamlar bandvefsfrumur endurheimt
getu sína til að vaxa og fjölga sér
með sama hraða og ungar frumur.
Á sumarútsölum er ýmislegt sem þarf að hafa í huga svo hægt sé að græða sem mest.
Best er að hafa augun opin fyrir klassískum hlutum, bolum, peysum, buxum og öðru
sem hægt er að nota allan ársins hring.
gerið góð kaup á útsölum