Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Blaðsíða 42
42 skrýtið umsjón: helgi hrafn guðmundsson helgihrafn@dv.is 2. júlí 2010 föstudagur Vinalegt, og svolítið töff kameldýr reykir sígarettur. Krúttlegur hund-ur drekkur bjór í sólinni umkringd-ur fallegum konum. Þannig auglýstu stórfyrirtækin R.J Reynolds og Budweiser vör- ur sínar, sígarettur og bjór, á síðustu áratugum tuttugustu aldarinnar. Kameldýrið Joe Camel var helsta andlit Camel-sígarettanna frá 1987 til 1997. Hund- urinn Spud McKenzie var lukkudýr Budweis- er-bjórsins til ársins 1992, eftir að þrýstihópar höfðu harðlega gagnrýnt auglýsingarnar með hundinum, sem þóttu ósæmilega barnvænar. frægari en mikki mús Joe Camel var viðkunnanlegt kameldýr. Hann birtist í ýmsum líkjum í auglýsingum á tíunda áratugnum þar sem hann sást ýmist sem eit- ilharður töffari með Ray Ban-sólgleraugu á blæjubíl, flugmaður orrustuþotu í Top Gun-stíl eða stórkostlega leikinn rafmagnsgítarleikari. Tóbaksfyrirtækið R.J. Reynolds auglýsti gríðar- lega mikið í sjónvarpi, dagblöðum og á auglýs- ingaskiltum. Árið 1991 birti bandarískt læknablað niður- stöður rannsóknar sem sýndi að fleiri fimm og sex ára börn þekktu andlit Joe Camel en Mikka mús og Fred Flintstone. R.J. Reynolds var í kjölfarið sakað um að beina auglýsingum sín- um til barna, en fyr- irtækið kannaðist alls ekki við það og neitaði að hætta að nota Joe Camel í auglýsingum árið 1997. stórgræddu á unglingum Í ljós kom að þriðjungur sígarettupakka sem seld- ir voru kaupendum und- ir aldri í öllum Bandaríkj- unum voru af gerðinni Camel. Í kjölfarið var R.J. Reynolds stefnt þar sem bent var á að unglingar hefðu keypt Camel-sígar- ettur fyrir um 500 milljón- ir dollara árið 1992. Hefði sami aldurshópur keypt Camel fyrir aðeins sex milljónir dollara árið 1988, áður en Joe Camel kom á sjónarsviðið. Eftir löng réttarhöld og mikinn þrýsting frá læknum, hætti R.J. Reyn- olds að nota Joe Camel í auglýsingum. Krúttlegi Bud-hundurinn Hundurinn Spud MacKenzie var af holdi og blóði, ólíkt Joe Camel. Hann var af tegund enskra vígahunda (e. Bull Terrier) og birtist ávallt í auglýsingum með bros á vör, krútt- legur að sjá, í fyndnum fötum. Hann var not- aður í bjórauglýsingum Budweiser frá 1986 til 1992. Stuttu eft- ir að hann varð fræg- ur upphófst þó nokkuð hneyksli, því í ljós kom að Spud var ekki karl- kyns, eins og gefið hafði verið út. Hann, eða öllu heldur hundurinn sem lék hann, var tík og hét réttu nafni Honey Tree Evil Eye. Sagt er að Spud hafi vakið mikla athygli á tegund sinni og í kjöl- farið hafi fjöldi hunda af tegundinni marg- faldast vestanhafs. Þeg- ar Spud McKenzie var á hátindi ferilsins var hægt að kaupa ótrúlegt úrval minjagripa, stutterma- boli og glingur merkt hundinum í bak og fyrir. Tekinn úr umferð En Spud, var líkt og Joe, afar umdeildur. Árið 1992 sökuðu ýmis heilsuverndarsamtök, þar á meðal Samtök mæðra gegn ölvunarakstri, Budweiser um að beina bjórauglýsingum sín- um til barna með hvuttanum. Eftir mikið japl, jaml og fuður ákvað stórfyrirtækið að hætta að nota hundinn í auglýsingaherferðum sínum, en viðurkenndi þó ekki að hafa haft börn í huga í markaðssetningunni. Tíkin Honey Tree Evil Eye lést árið eftir, í faðmi eigenda sinna í Illin- ois-fylki. Kameldýr í teiknimyndastíl keðjureykti með bros á vör í sígarettuauglýsingum. Lifandi hundur drakk kalt öl í bjórauglýsingum. Slíkt markaðsstarf þykir ekki við hæfi í nútímanum því margir telja að það geti höfðað til barna og hvatt þau til að herma eftir dýrunum vinalegu. Það er ástæðan fyrir því að Joe Camel og spud mcKenzie eru ekki lengur meðal vor. auglýstu bjór og sígarettur Vinaleg dýr Árið 1991 birti bandarískt lækna- blað niðurstöður rann- sóknar sem sýndi að fleiri fimm og sex ára börn þekktu andlit Joe Camel en Mikka Mús og Fred Flintstone. Hugmynd sem aldrei varð að veruleika: „Risavaxna hringekjan sem mun verða reist ofan á pýramídunum, þegar egypsk stjórnvöld hafa gefið leyfi fyrir henni, er stórkostlegt verkefni. Verkfræðingarnir hönnuðu hringekjuna svo ferðamenn gætu séð þessi risavöxnu mannvirki í eyðimörkinni úr lofti,“ segir í grein sem birtist í bandaríska vísinda- og uppfinningatímaritinu Modern Mechanix í júní 1931. Eintök af tímaritinu ganga nú kaupum og sölum á vefnum og í safnarabúðum því efnistök blaðsins þykja sérkennileg og jafnvel spaugileg í nútímanum. Vísindahyggjan sem varð til í kjölfar hinnar gríðarlegu hröðu tæknivæðingar á fyrri hluta tuttugustu aldar framkallaði oft hugmyndir sem í dag þykja fáránleg- ar. Hér er lagt til að eitt helsta menningardjásn mannkynssögunnar, pýramídarnir, verði í raun eyðilagt með því að reisa gríðarlega stórt tívolítæki á toppi þess. Það er mikil mildi að egypsk stjórnvöld skuli ekki hafa gefið grænt ljós á framkvæmdina, en á þessum tíma var Fuad 1. konungur Eg- yptalands. Risavaxin hringekja ofan á pýramídunum hringekjan Það er miklu betra að sjá pýramídana svona, er það ekki? modern mechanix Vísinda- og uppfinninga- tímaritið var vinsælt á fjórða áratug liðinnar aldar. Töffari joe Camel var vinalegur töffari sem keðjureykti. spud mcKenzie Í ljós kom að bjórhundurinn spud var tík, öfugt við það sem gefið hafði verið út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.