Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Blaðsíða 12
12 fréttir 2. júlí 2010 föstudagur „Við athugun á skatteftirliti í að- draganda hrunsins er ekki laust við að Machiavelli og bók hans, Furst- inn, komi upp í hugann. Machiavelli leggur mest upp úr svokallaðri ótta- stjórnun. Hann hefur ekki mikið álit á mannskepnunni og telur að ætli stjórnmálamaður sér að halda völd- um verði hann að vekja ótta með- al þegna sinna, ótta um refsingu. Þó verði hann að gæta þess að óttinn breytist ekki í hatur. Slíkt gerir hann með litlum eða lágum sköttum, eink- um gagnvart eignamönnum. Áþekk stefna varð ríkjandi í Stjórnarráðinu með stjórnarsetu Sjálfstæðisflokks- ins árið 1991 en flestar þær breyting- ar sem urðu á þjóðfélaginu á 18 ára valdatíð flokksins snúa að einhverju leyti að skattalögum.“ Þannig hefst grein Jóhannesar Hraunfjörð Karls- sonar skattasagnfræðings í nýju vefriti Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórn- mála hjá Háskóla Íslands. Tómlát stjórnvöld Jóhannes spyr í upphafi hvort skatt- svik, sem nú eru að koma í ljós, hafi verið í boði einhverra. Svar hans er að stjórnvöld vissu hvar skórinn kreppti. Þau vissu að fé var fært af landi brott í skattaskjól. Þau vissu að ekki var greiddur skattur af hlutafé. Jóhannes víkur orðum að því að hornsteinar lýðræðis og réttarríkis séu óspilltir stjórnmálaflokkar. Hann bendir á að í þrígang hafi tillögur nefnda verið lagðar fyrir stjórnvöld allar götur frá 1986 til þess að taka á skattsvikum. Stjórnvöld hafi hins veg- ar kosið leynt og ljóst að fylgja stefnu eftirlitsleysis eða laissez-faire stefnu um lágmarksafskipti hins opinbera af einkarekstri. Þetta hafi verið áberandi og einkennandi í stjórnartíð Sjálf- stæðisflokksins frá árinu 1991. Í öllum nefndarálitum sem Jó- hannes fjallar um í grein sinni er vik- ið að því hvernig koma megi í veg fyrir umfangsmestu skattalagabrotin. Hins vegar hafi lítið verið gert með tillög- ur nefndanna eða þeim jafnvel snúið í andhverfu sína. Þannig hafi starfs- mönnum í skatteftirliti stöðugt fækk- að, mest í fjármálaráðherratíð Geirs H. Haarde frá árinu 1998 til 2003. Á því tímabili fækkaði starfsmönnum í eftirliti úr 54 í 34, eða um 35 prósent. Dregið úr eftirliti „Fækkunin verður um sama leyti og einkavæðing banka og hlutverk fjár- málaþjónustu sem hlutfall af lands- framleiðslu eykst stórum, en ríkis- stjórnin dró lappirnar eins og hægt var með stofnun stórfyrirtækjaeftir- litsins. Störfum í eftirliti fjölgaði aft- ur á árunum 2004-2006, en eftir að Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri lét af störfum var aftur dregið úr eftir- litinu. Stefna stjórnvalda, fyrst og fremst þeirra Halldórs Ásgrímsson- ar og Geirs Haarde, var að draga úr skatteftirliti svo draumur þeirra um alþjóðlega fjármálaparadís yrði að veruleika,“ segir Jóhannes í greininni. Hann segir að í þessu skyni skyldi bankaleynd aukin. Þá hafi sannan- leg skattsvik á bilinu 3 til 6 milljarð- ar króna verið látin óátalin. „Alið var á ugg embættismanna og auk- ið á sundur þykkju meðal þeirra með óskýru stjórnskipulagi skattkerfisins. Eftirlitsleysið var greinilega í boði stjórnvalda en í sögulegu samhengi er umgengni stjórnmálaflokka við skatt- kerfið, einkum Sjálfstæðisflokks, sér- kennileg,“ segir Jóhannes sem vinn- ur nú að skráningu sögu skatta hér á landi. Hert að ríkisskattstjóra Jóhannes slær því föstu að flestar þær breytingar sem orðið hafi á hagkerf- inu á undanförnum árum snúi að einhverju leyti að skattalögum. Hann nefnir tilkomu EES-samningsins og frjálst flæði vinnuafls og fjármagns og kaup og sölu eigna innanlands sem erlendis. Hann nefnir kvótadóminn árið 1994 og einkavæðingu bankanna árið 2002. Í ljósi þessa hefði mátt ætla að skatteftirlit ykist í sama takti. En stöðugildum fækkaði hins vegar. Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri hafði þungar áhyggjur af þróun mála. Á fundi skattstjóra árið 2001 nefndi Indriði að huga þyrfti að samþjöpp- un og samþættingu í atvinnulífinu, heimsvæðingu fjármálaviðskipta, breyttu viðhorfi almennings og sam- taka, breyttri hegðun fagmanna og ráðgjafaraðila og breyttri upplýsinga- tækni. Menn í mörgum hlutverkum Jóhannes greinir frá því að Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri fjár- málaráðuneytis, hafi í kjölfar þessa verið spurður um afstöðu ráðuneyt- isins. Baldur taldi enga ástæðu til að- gerða og sagði: „Þetta eru mál sem eru í jafnri og stöðugri þróun og mér sýnist að það sé ekki þörf á neinum sérstökum aðgerðum af hálfu ráðu- neytisins.“ Sama gilti um Árna Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, þegar Jóhanna Sigurðardóttir, sem þá var þingmaður Samfylkingarinnar, spurði hann um breytingar á einstaklings- rekstri yfir í rekstur einkahlutafélaga í stórum stíl. Jóhannes segir að ef stjórnvöld hér á landi hefðu haft sömu áhersl- ur og annars staðar á Norðurlönd- unum árið 2003 hefðu starfsmenn skatteftirlits átt að vera 150 að tölu en ekki 35. Þegar árið 1986 lagði nefnd til að komið yrði á fót sérstakri 5 til 7 manna eftirlitssveit sérþjálfaðra og hæfra skattrannsóknarmanna. Sveit- in skyldi hafa það hlutverk að gera skyndikannanir á bókhaldi fyrirtækja. Stór áform „Þessi deild tók ekki til starfa fyrr en 2004 þegar Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri stofnaði sérstaka eftir- litseiningu með stórfyrirtækjum inn- an eftirlitssviðs embættisins. Stofnun deildarinnar mætti strax mikilli and- stöðu innan ríkisstjórnarinnar sem fannst greinilega að embætti ríkis- skattstjóra væri að fara á skjön við stefnu stjórnarinnar. Forsætisráð- herra, Halldór Ásgrímsson, skipaði meðal annars nefnd um alþjóðlega fjármálastarfsemi í nóvember 2005, sem skilaði skýrslu í október árið eftir um það hvernig mætti breyta Íslandi í skattaparadís. Formaður nefndarinn- ar var Sigurður Einarsson, stjórnarfor- maður Kaupþings, stærsta fyrirtækis Íslands,“ segir í grein Jóhannesar. Meðal þeirra sem sæti áttu í um- ræddri nefnd var Baldur Guðlaugs- son, ráðuneytisstjóri fjármálaráðu- neytisins, augljóslega í öðru hlutverki en þegar hann fjallaði um möguleika á hertu skatteftirliti. Í nefndinni sátu einnig Pálmi Haraldsson, kenndur við Fons, Ásdís Halla Bragadóttir og fleiri. Dómur ríkisskattstjóra í vil Á þessum árum var einnig deilt um aðgang skattyfirvalda að fjármála- upplýsingum og stóð Indriði H. Þor- láksson ríkisskattstjóri meðal annars í málaferlum við banka sem neitað höfðu skattyfirvöldum um upplýsing- ar um hlutabréfaeign. Sigurður Einarsson, þáverandi stjórnarformaður Kaupþings, fjall- aði um málaferlin í ræðu á fundi hjá Fjármálaeftirlitinu í janúar 2005 og sagði meðal annars: „Almennt tel ég að skattyfirvöldum á Íslandi yrði bet- ur ágengt ef þau ynnu með erlendum fjárfestum og stóru fyrirtækjunum okkar, meira í ætt við það sem Fjár- málaeftirlitið gerir, það er, með því að leiðbeina þeim, frekar en að draga þau fyrir dómstóla.“ Dómur féll í Héraðsdómi Reykja- víkur 30. mars 2006, ríkisskattstjóra í vil. „Hálfu ári síðar var Indriði H. Þor- láksson ríkisskattstjóri hættur störf- um. Hæstiréttur staðfesti héraðsdóm- inn 8. mars 2007 en upplýsingarnar berast ríkisskattstjóra ekki fyrr en í mars 2010, eða þremur árum síðar.“ Meðan á einkavæðingu bankanna stóð og löngu fyrir þann tíma höfðu stjórnvöld leynt og ljóst dregið úr skatteftirliti. Ef Ísland hefði fylgt þróuninni í nágrannalöndunum hefðu um 150 manns átt að sinna skatt- eftirliti í landinu. Þess í stað hafði þeim fækkað og voru aðeins 35 árið 2003. Þetta kemur fram í nýrri grein eftir Jóhannes Hraunfjörð Karlsson skattasagnfræðing. Hann segir að ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðis- flokksins hafi beinlínis rekið stefnu eftirlitsleysis. SKATTSVIK Í SKJÓLI STJÓRNVALDANNA JóHann HauKSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Fækkunin verður um sama leyti og einkavæðing banka og hlutverk fjármála- þjónustu sem hlutfall af landsframleiðslu eykst stórum. Brot úr grein Jóhannesar Hraunfjörð Karlssonar: „Núhefurhinsvegarkomiðíljósaðekkivoruþað15miljarðarkrónasemvoru vanframtaldirheldur127miljarðar,ogþósvoaðhelmingurþeirraupphæðar hefðiveriðgefinnuppafeinkahlutafélögum,þástæðu65miljarðareftir,sem þýddiaðvanreiknaðurskatturværi3.000miljónirkróna,ístað700miljónakróna. Þaðmááætlaaðvanframtalinnskatturvegnahlutabréfaviðskiptaséábilinu3-6 miljarðarkróna.Hvaðumhinárin?Svovirðistsemhvorkidómurinnnégrunur umstórfelldskattsvikhafivakiðathygliráðherra.Hitterþóljóstaðsvokölluð bankaleyndlagðihugmyndafræðilegangrunnaðskattaparadísstjórnvalda. […]Fjármálaráðuneytiðhefurkunngertsemliðíeinföldunaráætlunráðuneytis- insaðkomiðverðiáfótsérstakristórfyrirtækjaeiningu,þarsemframfariálagning, þjónustaogeftirlitmeðskilgreindumhópistærrifyrirtækja[…]Meðþessari breytinguerstigiðmerktskrefaðbreyttriverkaskiptinguhjáskattyfirvöldumí samræmiviðnýviðhorf. […] DavíðOddssonforsætisráðherrahafðiuppistórorðumembættiríkisskatt- stjóra.Þarhefurhannalltáhornumséroglæturíveðrivakaaðríkisskattstjóriog skattstjórarmisbeitivaldisínuogtelurnauðsynlegtaðstofnaembættiumboðs- mannsskattgreiðanda,þ.e.umboðsmannsalmenningsgagnvartskattyfirvöldum. UmþessarmundirhafðiVífilfell,framleiðandiCoca-ColaáÍslandi,lentískattrann- sókn.” 127 milljarðar vanframtaldir Geir H. Haarde Mjögfækkaðií skatteftirlitiífjármálaráðherratíðGeirs H.Haarde. Maður í mörgum hlutverkum BaldurGuðlaugssonráðuneytisstjórií fjármálaráðuneytinuáþessumtímavarí mörgumhlutverkum. Ríkisskattstjórinn fyrrverandi Grein- arhöfundurgefurískynaðIndriðiH. Þorlákssonhafiveriðhrakinnfrávöldum endafylgdihannekkilaissez-fairestefnu sjálfstæðismanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.