Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Blaðsíða 33
föstudagur 2. júlí 2010 viðtal 33 um eldhúsgluggann. „Ef eitthvað fór úrskeið- is þá greip ég inn í, að sjálfsögðu. Það er mitt hlutverk sem forstöðumaður. Ég er ábyrgur gagnvart þessum börnum. Ég vildi að reglum staðarins væri hlýtt og tók það nærri mér þeg- ar starfsmenn brutu vísvitandi reglurnar og lét vita að það væri óviðunandi.“ Hann nefnir dæmi. „Ein reglan er sú að strákur og stelpa mega ekki vera ein saman. Einu sinni heyrði ég brjálaða teknótónlist úti í Smiðju og fór út til að athuga málið. Þar hitti ég strák og stelpu sem voru með masterlykla að öllum húsunum. Þá hafði einn starfsmað- urinn lánað þeim lyklana og sagt þeim að fara að leika sér. Ég tók hann á teppið, sagði að þetta gerði hann aldrei aftur. Við erum ekk- ert að tala um börn sem eru eins og litla stelp- an með eldspýturnar. Við erum í langflestum tilfellum að tala um hardcore, litla krimma. Götukrakka með langan sakaferil.“ Rak hann ekki Mummi lýsir samtalinu sem markaði enda- lok Götusmiðjunnar með allt öðrum hætti en Bragi. „Ég kom að máli við þennan starfs- mann því mér hafði borist ýmislegt til eyrna. Hann var í vinnu hjá mér, ekki Barnavernd- arstofu. Þá svaraði hann því til að hann hefði ekkert við mig að tala. Hann fengi sín fyrir- mæli frá Barnarverndarstofu og honum væri ráðlagt að tala ekki við mig. Hann væri undir þeirra verndarvæng. Þá sagði ég: „Jæja, elsku kallinn minn, þá vil ég að þú farir af staðn- um.“ Hann var greinilega í uppnámi og ekki í neinu ástandi til þess að vera með börnunum. Hann spurði hvort ég væri að reka hann en ég neitaði því, sagðist bara vilja að hann færi og hugsaði um þetta. Áður en hann fór talaði hann um okkar erjur við krakkana. Hann safn- aði liði í sín persónulegu mál með börnun- um, sem eiga ekki að vera inni í málum starfs- manna. Þetta er maðurinn sem Braga er svo tíðrætt um að sé svo frábær.“ Síminn rokkar og Mummi svarar. Hann hlær. „Ég hef heyrt þáttinn ykkar og veit að þetta er tómur fíflagangur og þið jarðið menn hægri og vinstri. Mig langar voða lítið í það. Ég má ekki við meira.“ Þetta eru strákarnir á X-inu. Tímasetning viðtalsins stangast á við annað viðtal sem Mummi er að fara í á Út- varpi Sögu. Þeim tekst þó að finna tíma sem hentar og Mummi ákveður hlæjandi að hitta þá. „Þetta er bara fíflagangur. Kaldhæðni. Ef- laust verð ég dreginn sundur og saman í ein- hverju háði,“ útskýrir hann: „Ég er ekkert yfir krítík hafinn.“ afneitaR leynifundi Hinn svokallaði leynifundur var haldinn í kjöl- farið. Mummi lýsir honum svona: „Daginn eftir hringdi ráðgjafinn minn í mig og sagði að börnin væru reið út í mig og ég þyrfti að tala við þau. Ég settist niður með krökkunum, þeir hjóluðu í mig og sögðu að ég hafði rek- ið manninn. Ég sagði að það væri ekki rétt, ég hefði beðið hann um að fara því hann var ekki í andlegu jafnvægi. Umræðan fór af stað og krakkarnir fóru að brainstorma um erfiðleika í hjónabandi mannsins, hugsanlega fallbraut hans og eitthvað þess háttar. Ég setti börnin ekki inn í hans mál, hann gerði það sjálfur og ég var að slökkva elda. Þetta var bara spjall, ekkert óeðlilegt í Götusmiðjunni þar sem tal- að er um allt milli himins og jarðar. Og hvað átti ég að gera? Ég var vondi gæinn og varð að útskýra mig. Starfsmaðurinn var búinn að setja þau inn í málin og ég átti enga útgöngu- leið. Átti ég að fara? Ég gat ekki hætt.“ Aðspurður af hverju starfsfólki var mein- að að sitja fundinn segir hann það ekki rétt. „Þetta var bara tilfallandi. Ég spurði dagskrár- stjórann hvort ég ætti ekki bara að sjá um þetta og hann sagði jú, jú. Þetta var bara spjall. Ég sagði ráðgjöfunum frá því sem þar fór fram á vaktskiptafundi í hádeginu. Ef meðferðin fer að ganga út á að hafa vitni í öllum viðtölum er hún komin út í vitleysu.“ „Ég tala tungumálið þeiRRa“ Hann blæs líka á að það sé rétt að hann hafi beð- ið börnin um að halda því leyndu sem fram fór á fundinum. „Ég bað þau um að virða trúnað við starfsmanninn. Þetta var mjög lauslegt og bara spurning um að virða trúnað af því að það var ýmislegt rætt á þessum fundi. Svo barst talið yfir í það að einhver hefði stungið einhvern í bakið og bla, bla, bla. Þegar þau voru á götunni voru menn barðir ef þeir sviku aðra. Eftir heilmikl- ar umræður sagði ég orðrétt: „Í den var það nú oft þannig að menn voru hnébrotnir þegar þeir skvíluðu.“ Þú veist,“ hann blæs bókstaflega frá sér. „Trúðu mér, við erum ekki að tala um litlu stelpuna með eldspýturnar. Við erum að tala um harðsvíruð götubörn. Þau tala íslensku og ég tala tungumálið þeirra. Lögmálið á götunni er að ef þú ferð í lögguna og skvílar ertu dauða- dæmdur. Það er undirheimatal og við erum að tala um krakka úr undirheimunum. Þetta eru krakkar sem hafa brotist inn, stolið bílum, bar- ið fólk, lent í barsmíðum, nauðgunum og alls konar. Einhvers staðar fer þetta skrumskælt eitt- hvert. ÖskRaR á lÖgRegluRannsókn „Þegar þarna var komið sögu var kominn á bindandi samningur um að Barnaverndarstofa myndi borga mig út. En þegar þetta gerðist stökk Bragi á vagninn. Hann hafði hagsmuna að gæta þegar hann stjórnaði svokallaðri rannsókn sem honum bar að láta mig vita af. Það er kriminalt að hóta ofbeldi og það átti að kæra mig fyrir það. Enn hefur enginn gert það. Lögreglan átti að fara með málið og óháðir aðilar. Ekki einn aðili. Hann átti að fara fram á lögreglurannsókn og ég öskra á það í dag. Það var réttur minn. Annað, ef ég hefði talað óvarlega í hita leiks- ins, átti þá að loka heimilinu? Hann gat sett mig til hliðar á meðan rannsókn stóð yfir. Bragi ber það fyrir sig að hann hafi verið með fulltrúa frá barnaverndarnefnd Reykjavíkur og Kópa- vogs með sér. Hver segir þeim hvað á að gera? Hver er æðsti yfirmaður barnaverndarmála á Íslandi? Og einráður varðandi alla ákvarðana- töku? Giskaðu.“ „Ég vaR svikinn“ Starfsmaðurinn sem um er að ræða er vinur Mumma til fimmtán ára. „Ég réð hann aftur í vinnu fyrir einu og hálfu ári af því að hann var fasteignasali og með allt niður um sig. Svona launaði hann mér greiðann. Ég var stunginn í bakið alveg big time. Ég er með hnífasettið í bakinu. Maður á aldrei að ráða vini sína í vinnu. Þetta er góður strákur inn við beinið og ég óska honum alls hins besta en hann stakk mig í bakið. Hann réri undir þessu með forstjóran- um.“ Reiði var hvatinn, segir Mummi sem þarf að svara þriðja símtalinu meðan á þessu sam- tali stendur. Það er ekki nema von að hann sé órólegur og ókyrr í sætinu. Þegar hann leggur á hristir hann höfuðið og segir: „Djíses kræst. Þorgeir Ástvalds.“ Hann fær sér annan kaffisopa og heldur áfram með söguna: „Hann var reiður út í mig. Hann var að mála sig út í horn. Ég var búinn að veita honum áminningar fyrir afglöp í starfi og hann var ekki sáttur við það. Þannig auðvitað varð ég hræddur framhald á næstu sÍðu Hann sagði orðrétt við mig einu sinni að ef ég héldi ekki kjafti tæki hann af mér leyfið. m yn d h Ö Rð u R sv ei n ss o n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.