Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Blaðsíða 62
Hinn magnaði trommuleik-
ari hljómsveitarinnar Mínuss,
Björn Stefánsson, komst inn í
leiklistarskólann Teater Hold-
berg í Danmörku. Björn ætti að
eiga auðvelt með að slá í gegn í
leiklistinni því hann hefur sýnt
ótrúlega takta þegar hann hefur
troðið upp í gervi Micks Jagger
með ábreiðuhljómsveit sinni,
Stónes. Þar hefur hann þótt ná
Jagger jafnvel betur en Jagger
sjálfur. Björn býr í Danmörku
ásamt konu sinni og barni.
Kærastan hans mun samkvæmt
facebook-síðu sinni hafa landað
draumavinnunni sinni og því
augljóslega mikil hamingju hjá
þeim hjúum.
Svokölluð Samkeppni Samúels, vef-
rits sem byggir á grunni tímaritsins
fræga með sama nafni, hefur verið
hleypt af stokkunum. Um er að ræða
módelkeppni og þegar þetta er skrif-
að hafa sjö ungar konur verið kynnt-
ar til leiks en stúlkurnar eru kynntar
smátt og smátt til ágústloka.
Ein af þessum sjö er Móeiður
Skúladóttir sem á Samúelssíðunni
er sögð vera stúlkan framan á um-
töluðum fermingarbæklingi Smára-
lindar frá árinu 2007. Ritstjóri Sam-
úels staðfesti það við blaðamann DV
í vikunni. Þegar bæklingurinn kom
út héldu sumir því fram að stúlk-
an væri í kynferðislegri stellingu,
fremst í þeim flokki var Guðbjörg
Hildur Kolbeins, kennari í fjölmiðla-
fræði við Háskóla Íslands, á meðan
aðrir sögðust vart hafa heyrt aðra
eins vitleysu. Móeiður pósar einmitt
á sama hátt á einni myndinni. Þeg-
ar blaðamaður hafði svo samband
við hana í vikunni sagði Móeiður
það hins vegar ekki rétt að hún væri
Smáralindarstúlkan umtalaða. Hún
hefði setið fyrir í einhverjum auglýs-
ingabæklingum Hagkaupa, en ekki
hinum umtalaða fermingarbæklingi
Smáralindar árið 2007.
Samkeppni Samúels fer annars
fram á Broadway í september og á
meðal þess sem sigurvegarinn fær
í verðlaun er ársafnot af nýrri bif-
reið af tegundinni iQ, krýningarstól-
inn Regínu og módelmyndatöku í
„spennandi stórborg“.
kristjanh@dv.is
Ekki SmáralindarStúlkan
BjöSSi í
lEikliStar-
Skóla
Keppandi í SamKeppni SamúelS Sagður vera fermingarmódel SmáralindarbæKlingS:
Vala Grand er í forsíðuviðtali
nýjasta Monitors. Þar talar hún
meðal annars um að hún vilji
taka þátt í fegurðarsamkeppn-
inni Ungfrú Ísland eftir að hafa
gengist undir langþráða kynleið-
réttingaraðgerð. Vala segist ætla
sækja um þáttöku þegar hún er
„ búin að láta setja júllur“ á sig.
„Það yrði ótrúlega góð staðfest-
ing á mínum réttindum ef ég
fengi að taka þátt. Þá er ég búin
að sanna allt og staðfesta fyrir
sjálfri mér að ég er kona. Hvern-
ig gætu þeir sagt að ég sé ekki
kona þegar ég er komin með
píku? Ef það verður eitthvað
kjaftæði, þá verða vandræði og
vesen, ég er ekki að grínast.“
Vala í
Ungfrú
íSland
62 fólkið 2. júlí 2010 föstudagur
Móeiður Í hálfgerðri
fermingarstellingu a la
Smáralindarbæklingurinn.
Smáralindarbæklingur
Fermingarbæklingurinn frægi
sem miklar umræður spunnust
um árið 2007.
„Þessi mynd var öll skrifuð og tekin
fyrir hrunið, fyrir utan einhver nokk-
ur stúdíóatriði og fleira smálegt. Þá
gerðist þetta hrun og mótmælin hóf-
ust og við vorum bara vá! Þetta datt
bara í hendurnar á okkur fyrir sögu-
þráðinn í myndinni,“ segir Darri Ing-
ólfsson sem bæði leikur aðalhlut-
verkið og er einn meðframleiðenda
nýrrar íslenskrar kvikmyndar sem
heitir Boðberinn.
Myndin verður frumsýnd næsta
miðvikudag og segir frá því þegar
pípulagningamaðurinn Páll fer að
fá ákveðnar sýnir, eða vitranir. „Pál
langar að verða listmálari og er að
reyna að komast inn í Listaháskól-
ann,“ segir Darri um karakterinn
sem hann leikur. „Svo fer hann að fá
þessar vitranir um að það sé eitthvað
samsæri í gangi hjá yfirstéttinni,
peningamönnunum og stjórnmála-
mönnunum, sem hrindir af stað at-
burðarás sem veldur smá kaosi.“
Darri kveðst ekki geta neitað því
að smá spádóm um það sem seinna
gerðist megi finna í söguþræðinum.
„Það eru líka fleiri litlir hlutir, fleiri
svona hliðstæður, sem gera þetta
ennþá skrítnara. Til dæmis leikur
Þráinn Bertelsson pólitíkus hjá okk-
ur, og svo varð hann pólitíkus. En
flestir þeirra sem eru með sæmilega
opin augun voru nú samt farnir að
sjá eitthvað af þessu fyrir, áður en allt
skall á er það ekki? Það voru viðvör-
unarljós hér og þar, til dæmis allar
þessar einkaþotur á Reykjavíkurflug-
velli,“ segir Darri og hlær.
Hjálmar Einarsson heitir leik-
stjóri og handritshöfundur Boðbera.
Darri segist ekki vita hvort hann sé
með einhvers konar spádómsgáfu.
„En hann er alla vega eitthvað skrít-
inn,“ segir Darri í léttum dúr. Á meðal
annarra leikara í myndinni má nefna
Ísgerði Elfu Gunnarsdóttur, Pétur
Einarsson, Jón Pál Eyjólfsson, Magn-
ús Jónsson, Móeiði Júníusdóttur og
Gunnar Eyjólfsson. Þá er nokkuð um
stórtækar tæknibrellur, meðal ann-
ars er Alþingishúsið sprengt, og er
maðurinn á bak við þær Þórður Karl
Einarsson.
Í kjölfar þess að Páll fer að fá áður-
nefndar vitranir tekur hann til sinna
ráða. Í stiklu myndarinnar, eða „trai-
ler“, sést hann skjóta mann og annan
úr íslensku yfirstéttinni með skotum
sem innihalda blóðeitrandi glerbrot
og mannaskít. Þeir sem ekki hafa
séð sjónvarpsþættina Mannaveiðar
og vilja ekki láta ljóstra upp fyrir sér
hver morðinginn þar var ættu ekki að
lesa lengra. En þeir sem sáu þættina
muna kannski eftir Darra sem morð-
ingjanum þar. Darri hlær við þegar
blaðamaður spyr hvers vegna hann
sé sískjótandi fólk í sjónvarps- og
kvikmyndahlutverkum sínum.
„Ég veit ekki hvernig stendur á
þessu. Ég sem er ótrúlega kammó
gaur! Ég hef líka verið að leika mik-
ið úti í London eftir að ég útskrifaðist
úr leiklistarskóla þar og þá hef ég líka
fengið hlutverk einhverra nettra sós-
íópata,“ segir Darri, afar undrandi.
Hann bætir við að hann sé ennþá
að bíða eftir hlutverki í rómantískri
gamanmynd. „Ég er viss um að ég
yrði pottþéttur í svoleiðis hlutverki!“
Hjálmar leikstjóri lærði í Tékk-
landi þar sem hann vann svo við gerð
auglýsinga og tónlistarmyndbanda
auk þess að gera stuttmyndir. „Þetta
er fyrsta stóra verkefnið hans, fyrsta
myndin alla vega í fullri lengd,“ seg-
ir Darri. „Hann hefur lagt alveg óg-
urlega vinnu í myndina síðustu tvö
og hálft ár og á heiður og verðlaun
skilið fyrir að koma þessari mynd til
skila með því litla fé sem hann hafði
á milli handanna.“
kristjanh@dv.is
boðberi heitir ný, íslensk kvikmynd sem frumsýnd verður í næstu viku. Hún segir
frá manni sem fer að fá vitranir um spillingu á meðal íslenskra peningamanna og
pólitíkusa og tekur í framhaldinu málin í sínar hendur. myndin var nánast öll tekin
fyrir hrun.
lEikUr alltaf
SóSíópata
Ný, ísleNsk myNd frumsýNd:
Hjálmar Einarsson Er leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar en þetta er hans
fyrsta kvikmynd í fullri lengd.
Darri Ingólfsson Leikur pípar-
ann Pál sem fer að fá vitranir um
spillingu yfirstéttarinnar. Hann
tekur í kjölfarið til sinna ráða.