Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Blaðsíða 13
föstudagur 2. júlí 2010 fréttir 13 ÍSLENSK GÆÐAFRAMLEIÐSLA Í 35 ÁR NORM-X HF | Auðbrekka 6 | 200 Kópavogur | Sími: 565 8899 | Netfang: normx@normx.is n Okkar verð betra verð n Yfir 10.000 ánægðir notendur á Íslandi n Við bjóðum einnig allar lagnir, nuddkerfi, lok og ljósabúnað Ellefu íslenskir blaðamenn frá helstu fjölmiðlum landsins og bloggarar dvöldu í fjóra daga í Brussel í lok maí í boði stækkunarstjórnar Evrópu- sambandsins. Sá sem hér skrifar fór fyrir hönd DV. Blaðamennirnir voru skilgreindir sem hagsmunaaðilar (e. stakehold- ers) sem boðið var til þess að kynna sér starfsemi sambandsins. ESB borgaði fyrir flug, gistingu og í nokkr- um tilfellum fyrir mat. Blaðamenn- irnir heimsóttu byggingar fram- kvæmdastjórnar, ráðherraráðs og Evrópuþings ESB. Auk þess var þeim boðið á fund í sendiráði Íslands í Brussel þar sem farið var yfir feril að- ildarumsóknarinnar. ESB hefur upp á síðkastið boðið hópum íslenskra hagsmunaaðila til Brussel. Þeir embættismenn ESB sem DV ræddi við segja að hinar boðs- ferðirnar hafi allar verið með mjög áþekku sniði og blaðamannaferðin. Fjögurra stjörnu hótel ESB sendi boð til ritstjórna á fjöl- miðlum sem síðan völdu blaða- menn til að fara í ferðina. Flogið var með Icelandair til Lundúna og það- an með Brussels Airways til höfuð- borgar Belgíu. Við komuna á New Charle- magne- hótelið, sem er steinsnar frá höfuðstöðvum ESB, beið „welcome pack“ á hótelinu, en það var mappa með bæklingum um stjórnkerfi ESB. Í möppunni var líka að finna kúlu- penna og USB-minniskubb, hvort tveggja merkt stækkunarstjórninni. Hótelið var fjögurra stjörnu og kost- ar hver nótt 325 evrur, sem eru um 50 þúsund íslenskar krónur. Á slóðum Barrosos Á miðvikudeginum var Berlay- mont- byggingin heimsótt, en þar eru höfuðstöðvar framkvæmda- stjórnar ESB. Þar situr Jose Manuel Barroso forseti hennar á þrettándu hæð. Hann hittum við ekki. Í fundarherbergi var rætt við embættismenn frá ólíkum sviðum ESB og blaðamennirnir meðal ann- ars fræddir um stofnanakerfi sam- bandsins. Danskur diplómati mætti á svæðið og sagði okkur frá löngum starfsferli sínum í utanríkisþjónustu Danmerkur, framtíð ESB og hvernig lítil ríki geti haft áhrif í Brussel. Menn frá fiskveiðistjórninni ræddu um fiskveiðistefnu ESB. Þeir sögðu að Íslendingar þyrftu ekki að hafa áhyggjur af henni. Síðar þenn- an dag var blaðamönnum boðið á fund í skrifstofum stækkunarstjórn- ar ESB. Þar hittum við starfshópinn sem vinnur að aðildarumsókn Ís- lands. Íslenska sendiráðið heimsótt Á fimmtudeginum var Evrópuþing- ið heimsótt. Þar ræddi írski þing- maðurinn Pat Gallagher um fram- farir sem orðið hafa á Írlandi eftir inngöngu í ESB og svaraði spurn- ingum íslensku blaðamannanna. Sama dag var hópnum boðið á fund í sendiráði Íslands, sem er í næsta nágrenni við helstu stofnanir ESB. Þar ræddi Stefán Haukur Jóhannes- son, sendiherra og aðalsamninga- maður Íslands, um tæknileg atriði umsóknarferlisins. Flogið var heim snemma morguninn eftir. Evrópskir blaðamenn komu hingað Embættismaður í Brussel, sem DV ræddi við í gær, sagði að blaða- mannaferðin hefði verið skipulögð til að dýpka skilning íslenskra fjöl- miðlamanna á sambandinu. Hann nefndi að í síðustu viku hefðu 14 evrópskir blaðamenn komið á veg- um ESB til Íslands, þar sem þeir hittu efnahags- og viðskiptaráð- herra, Jón Gnarr borgarstjóra og fé- lagasamtök sem ýmist eru með eða á móti aðild Íslands að ESB. Þeir hefðu einnig rætt við bændur og fólk í sjávarútvegi. Evrópusambandið bauð ellefu íslenskum blaðamönnum til Brussel í lok maí. Tilgangurinn var að dýpka skilning þeirra á ESB, segir embættismaður í Brussel. Áður hafa fulltrúar bænda, sveitarstjórnarmanna og atvinnurekenda farið í sams konar ferðir til Brussel. Þá komu evrópskir blaðamenn hingað til lands á dögunum til að átta sig á áhrifum inngöngu Íslands í ESB. Íslenskir blaðamenn Í brussel Í boði esb hElgi hraFn guðmundsson blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Evrópuþingið Íslenskirblaðamenníleið- sögnumEvrópuþingiðíBrusselílokmaí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.