Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Page 13
föstudagur 2. júlí 2010 fréttir 13 ÍSLENSK GÆÐAFRAMLEIÐSLA Í 35 ÁR NORM-X HF | Auðbrekka 6 | 200 Kópavogur | Sími: 565 8899 | Netfang: normx@normx.is n Okkar verð betra verð n Yfir 10.000 ánægðir notendur á Íslandi n Við bjóðum einnig allar lagnir, nuddkerfi, lok og ljósabúnað Ellefu íslenskir blaðamenn frá helstu fjölmiðlum landsins og bloggarar dvöldu í fjóra daga í Brussel í lok maí í boði stækkunarstjórnar Evrópu- sambandsins. Sá sem hér skrifar fór fyrir hönd DV. Blaðamennirnir voru skilgreindir sem hagsmunaaðilar (e. stakehold- ers) sem boðið var til þess að kynna sér starfsemi sambandsins. ESB borgaði fyrir flug, gistingu og í nokkr- um tilfellum fyrir mat. Blaðamenn- irnir heimsóttu byggingar fram- kvæmdastjórnar, ráðherraráðs og Evrópuþings ESB. Auk þess var þeim boðið á fund í sendiráði Íslands í Brussel þar sem farið var yfir feril að- ildarumsóknarinnar. ESB hefur upp á síðkastið boðið hópum íslenskra hagsmunaaðila til Brussel. Þeir embættismenn ESB sem DV ræddi við segja að hinar boðs- ferðirnar hafi allar verið með mjög áþekku sniði og blaðamannaferðin. Fjögurra stjörnu hótel ESB sendi boð til ritstjórna á fjöl- miðlum sem síðan völdu blaða- menn til að fara í ferðina. Flogið var með Icelandair til Lundúna og það- an með Brussels Airways til höfuð- borgar Belgíu. Við komuna á New Charle- magne- hótelið, sem er steinsnar frá höfuðstöðvum ESB, beið „welcome pack“ á hótelinu, en það var mappa með bæklingum um stjórnkerfi ESB. Í möppunni var líka að finna kúlu- penna og USB-minniskubb, hvort tveggja merkt stækkunarstjórninni. Hótelið var fjögurra stjörnu og kost- ar hver nótt 325 evrur, sem eru um 50 þúsund íslenskar krónur. Á slóðum Barrosos Á miðvikudeginum var Berlay- mont- byggingin heimsótt, en þar eru höfuðstöðvar framkvæmda- stjórnar ESB. Þar situr Jose Manuel Barroso forseti hennar á þrettándu hæð. Hann hittum við ekki. Í fundarherbergi var rætt við embættismenn frá ólíkum sviðum ESB og blaðamennirnir meðal ann- ars fræddir um stofnanakerfi sam- bandsins. Danskur diplómati mætti á svæðið og sagði okkur frá löngum starfsferli sínum í utanríkisþjónustu Danmerkur, framtíð ESB og hvernig lítil ríki geti haft áhrif í Brussel. Menn frá fiskveiðistjórninni ræddu um fiskveiðistefnu ESB. Þeir sögðu að Íslendingar þyrftu ekki að hafa áhyggjur af henni. Síðar þenn- an dag var blaðamönnum boðið á fund í skrifstofum stækkunarstjórn- ar ESB. Þar hittum við starfshópinn sem vinnur að aðildarumsókn Ís- lands. Íslenska sendiráðið heimsótt Á fimmtudeginum var Evrópuþing- ið heimsótt. Þar ræddi írski þing- maðurinn Pat Gallagher um fram- farir sem orðið hafa á Írlandi eftir inngöngu í ESB og svaraði spurn- ingum íslensku blaðamannanna. Sama dag var hópnum boðið á fund í sendiráði Íslands, sem er í næsta nágrenni við helstu stofnanir ESB. Þar ræddi Stefán Haukur Jóhannes- son, sendiherra og aðalsamninga- maður Íslands, um tæknileg atriði umsóknarferlisins. Flogið var heim snemma morguninn eftir. Evrópskir blaðamenn komu hingað Embættismaður í Brussel, sem DV ræddi við í gær, sagði að blaða- mannaferðin hefði verið skipulögð til að dýpka skilning íslenskra fjöl- miðlamanna á sambandinu. Hann nefndi að í síðustu viku hefðu 14 evrópskir blaðamenn komið á veg- um ESB til Íslands, þar sem þeir hittu efnahags- og viðskiptaráð- herra, Jón Gnarr borgarstjóra og fé- lagasamtök sem ýmist eru með eða á móti aðild Íslands að ESB. Þeir hefðu einnig rætt við bændur og fólk í sjávarútvegi. Evrópusambandið bauð ellefu íslenskum blaðamönnum til Brussel í lok maí. Tilgangurinn var að dýpka skilning þeirra á ESB, segir embættismaður í Brussel. Áður hafa fulltrúar bænda, sveitarstjórnarmanna og atvinnurekenda farið í sams konar ferðir til Brussel. Þá komu evrópskir blaðamenn hingað til lands á dögunum til að átta sig á áhrifum inngöngu Íslands í ESB. Íslenskir blaðamenn Í brussel Í boði esb hElgi hraFn guðmundsson blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Evrópuþingið Íslenskirblaðamenníleið- sögnumEvrópuþingiðíBrusselílokmaí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.