Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Blaðsíða 24
Einn göfugasti og flekklaus-asti maður á Íslandi í dag að mati Svarthöfða er Tryggvi Þór Herbertsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins. Á meðan aðrir þingmenn flokksins segja af sér þingmennsku og fara halloka í um- ræðunni vegna gamalla synda fyrir- hrunsáranna stendur þetta valmenni keikt og má vera stolt af sínu. Hvergi hefur skuggi fallið á þennan mikla mann í upp-gjörinu við hrunið og árin þar á undan. Aldrei hefur neitt mál komið upp sem gæti mögu- lega orðið til þess að menn krefjist afsagnar Tryggva Þórs líkt og félaga hans, Guðlaugs Þórs og Gísla Mart- eins, sem þáðu milljónir í styrki. Svo maður tali nú ekki um Þorgerði Katr- ínu og Kaupþingsbrall hennar. Öfugt við þessa syndaseli þáði Tryggvi Þór aldrei neina prófkjörsstyrki fyrir hrun, enda tók hann sem betur fer ekki þátt í stjórnmálum fyrr en eftir það. Á meðan aðrir sjálfstæð- ismenn voru að betla peninga af stór- fyrirtækjum og útrásarvíkingum sem unnu gegn þjóðinni var Tryggvi að fást við önnur og göfugri störf. Fyrst var Tryggvi uppi í háskóla að reyna að bæta heiminn og Ísland með faglegum úttekt-um sínum á sviði hagfræði. Eins og frægt er orðið gerðið hann þjóðinni til dæmis mikið gagn árið 2006 þegar hann skrif- aði skýrslu um fjármálaástandið á Ís- landi sem var kostuð af Viðskiptaráði Íslands þar sem mikið lof var borið á íslenskar eftirlitsstofnanir. Einnig vildi Tryggvi Þór vinna þjóðinni mikið gagn þetta sama ár þegar hann bað auðmanninn Björgólf Guð- mundsson að borga undir sig sér- staka rannsóknarstöðu í hagfræði sem heita átti eftir Hafskipsmannin- um fyrrverandi. Í þeirri stöðu ætlaði Tryggvi Þór sér væntanlega að halda áfram þeim tímamótarannsókn- um sem greint var frá skýrslu hans, rannsóknir sem væntanlega hefðu lagt enn frekari grunn að íslenska útrásarævintýrinu sem hann mærði svo mjög. En svo var íslenska þjóðin svo ólánssöm að missa Tryggva Þór úr þessari virtustu rík-isstofnun landsins og yfir til fjárfestingabankans Askar Capital þar sem Tryggvi reyndi enn frekar að bæta heiminn með göfgi sinni. Auð- vitað fékk Tryggvi Þór nokkur hundr- uð milljóna kúlulán, jeppa og fleira þegar hann hóf störf enda ekki auð- velt verk eða öfundsvert að vera bjarg- vættur Íslands í göfugum fjárfesting- arbanka sem ætlar að sigra heiminn. Og að sjálfsögðu tók hann sér lán hjá einkahlutafélaginu sem kúlulánið var inn í þegar hann skorti fé vegna fast- eignaviðskipta. Þegar spá Tryggva um fjár-málastöðugleika rættist ekki árið 2008 kom því engum á óvart að Geir H. Haarde réð bjargvættinn til liðs við ríkisstjórnina til að bjarga því sem bjargað yrði. Hver annar hefði verið betri til starfsins en Tryggvi sem ævinlega hafði starfað þar sem neyðin var mest. Auðvitað var það því ekki skrítið að Tryggvi Þór keyrði áfram á jeppanum frá Askar og þægi 16 milljónir í laun frá bankan- um á meðan hann ráðlagði Geir um heill þjóðarinnar. Bjargvættir eru mikilvægir menn og eiga skilið allt hið besta. Og auðvitað var það ekki held-ur ekki skrítið að Tryggvi Þór fengi áfram greiddar á sjöttu milljón króna frá Ask- ar Capital í fyrra, sama ár og hann var kjörinn á Alþingi Íslendinga, enn og aftur til að koma og bjarga málunum, Sjálfstæðisflokknum og þjóðinni þeg- ar komið var í óefni. Svarthöfði ber mikla virðingu fyrir hæfileikum Tryggva Þórs og mannkostum og spyr sig iðulega að því hvað íslenska þjóðin myndi gera ef hún ætti hann ekki að í nauðum. Tryggvi Þór er nán- ast sjálfkjörinn sem næsti formað- ur Sjálfstæðisflokksins enda er hann nánast eini þingmaður þeirra sem ekki er laskaður af vafasömum mál- um. Þvert á móti eru verk þessa bjarg- vætts og saga eins göfug og góð og axarsköft samflokksmanna hans eru forkastanleg og siðlaus. Tryggvi Þór mun koma þjóðinni á réttan kjöl líkt og hann hefur alltaf gert. Bjargvættur Íslands „... ríða fólkinu í rassgat og við verjum það.“ n Bubbi Morthens um þau skilaboð sem ríkisstjórnin sendi fjármálafyrirtækjum með nýlegum tilmælum Seðlabanka og Fjármálaeftirlitsins. - DV.is „Við vorum bara að skemmta okkur.“ n Fimm íslenskir karlmenn við lögregluna í Mílanó á Ítalíu. Þeir skildu ekkert í því að þeir væru handteknir fyrir að hoppa á bílum í miðbæ borgarinnar. - DV.is „Íslendinga hefur vantað tónlistarhús í hundrað ár.“ n Ólafur Elíasson, listamaður og einn hönnuða Hörpu. Hann segir það engu breyta um hrunið ef húsið yrði rifið heldur verði að gera það besta úr því sem komið er og læra af reynslunni. - Frétta- blaðið „Ég er handviss um að hún rokki þetta.“ n Garðar Gunnlaugsson fótboltakappi um eiginkonu sína Ásdísi Rán sem mun prýða forsíðu búlgarska Playboy. - DV „Eins og alltaf hef ég rétt fyrir mér.“ n Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um mál byggingarfélagsins Eyktar gegn honum. Eykt segir Kára ekki hafa greitt alla reikninga sína en Kári er ekki sammála því. - DV Anna og lúxusjeppinn Anna Skúladóttir, fjármálastjóri Orkuveitu Reykjavíkur, á heiður skilinn fyrir að skila um það bil átta milljóna króna Benz-jeppa sem almannafyrirtækið keypti handa henni á reikning borgarbúa 12. maí síðastliðinn. Þær skýringar sem hún færði eru hins vegar til þess að draga úr göfuglyndi hennar. Anna er fjármálastjóri fyrirtækis í al- mannaeign og taldi sig ekki þurfa að svara fyrir ákvarðanir sem varða fjármál fyrir- tækisins, líkt og jeppakaup fyrir hana á sama tíma og lagt var á ráðin um gjald- skrárhækkun fyrir almenning. Anna hef- ur reyndar margt til að svara fyrir og því er slæmt að hún skuli hafa það viðhorf að henni beri ekki að veita almenningi svör. Orkuveitan er afar illa stödd fjárhagslega, vegna fjármálalegra ákvarðana, og horfur eru á að almenningur borgi 37% hærra verð fyrir heita vatnið vegna þess. Engu að síður vildi Anna ekki ræða þessi útgjöld við DV eða aðra fjölmiðla, svo hægt væri að færa al- menningi svörin. Bréf Önnu til samstarfsmanna sinna í Orku- veitunni útskýrir sýn hennar á hver ábyrgð hennar sé. „Ég harma þá umræðu sem þessi kaup hafa valdið Orkuveitu Reykjavíkur,“ skrifaði hún á innra net Orkuveitunnar. Hún kaus að neita að tjá sig um málið opinber- lega. Stjórnendur Orkuveitunnar virðast að mörgu leyti hafa litið á hana sem einkafyr- irtæki. Þegar plottað var um sölu Reykjavik Energy Invest, REI, hafði verið ákveðið að stjórnendur Orkuveitunnar fengju að kaupa í REI fyrir tugi milljóna króna á sérkjörum, þar á meðal Anna fjármálastjóri og forstjór- inn Hjörleifur Kvaran. Þetta er sama fólk og ákvað að kaupa sér rándýran glæsijeppa á kostnað Orkuveitunnar. Fjórir yfirmenn fyr- irtækisins keyra um á jeppa á þess kostnað, en þeir neita að upplýsa hverjir það eru og hvað það kostar. Væntanlega þykir stjórn- endum Orkuveitunnar það ekki koma al- menningi við hvernig þeir nýta almannafé í eigin þágu. Lánshæfismat Orkuveitunnar er í rusl- flokki, horfur neikvæðar. Óttast er að greiðslufall geti orðið hjá Orkuveitunni. Vegna þess möguleika er talið að Reykja- víkurborg þurfi að hafa 12 milljarða króna handbæra til að bjarga henni. Fólkið sem stýrir henni hefur farið illa að ráði sínu. Kostnaðurinn lendir á okkur. Sama fólk harmar að rætt sé um að það kaupi sér lúxus- jeppa á okkar kostnað. Það sem var óeðlilegt var að kaupa millj- ónajeppa handa fjármálastjóra almanna- fyrirtækis í kröggum. Og það er ennþá óeðli- legra að kvarta yfir því að sagt sé frá því. Það viðhorf á ekki heima hjá stjórnendum al- mannafyrirtækja. Þetta sýnir að vandamál- ið er enn til staðar innan Orkuveitunnar. jón trausti reynisson ritstjóri skrifar. Þetta er sama fólk og ákvað að kaupa sér rándýran glæsijeppa á kostnað Orkuveitunnar. leiðari svarthöfði bókstaflega 24 umræða 2. júlí 2010 föstudagur Hægri-grænn þingmaður n Guðmundur Franklín Jónsson, þáttarstjórnandi á Útvarpi Sögu og fyrrverandi verðbréfamiðlari á Wall Street, hefur stofnað nýjan stjórnmála- flokk. Flokkur- inn fékk heitið Hægri grænir og er væntanlega til mótvægis við vinstri-græna. Aðspurður í út- varpsviðtali hverjir stæðu að stofn- uninni með Guðmundi sagði hann: „Fullt af fólki, ekki neinir svona heimsfrægir Íslendingar.“ Þess ber þó að geta að sá sem innleiddi hugtakið „hægri-grænt“ í þjóðfélagsumræðuna á Íslandi er einmitt hornreka þing- maður. Hann heitir Illugi Gunnars- son og er í leyfi frá þingstörfum. Ekki hefur þó heyrst að hann hafi áhuga á hinu nýja stjórnmálaafli. Samúel ríS á ný n Tímaritið Samúel er risið úr rekkju eftir margra ára dvala. Tímaritið rís af krafti og hefur boðað til mikillar feg- urðarsamkeppni fáklæddra stúlkna á netinu. Það er fornfrægi tímarita- ritstjórinn Þórarinn Jón Magnússon sem stýrir vefútgáfu Samúels. Litið er á endurreisn Samúels sem tákn um afturhvarf íslensks samfélags til einfaldari tíma í kjölfar efnahags- hrunsins. Endurreisn Samúels helst í hendur við dauða erótíska tímaritsins Bleikt og blátt, eða B og B. Það varð hins vegar ekki efnahagshruninu að bráð, heldur fyrst og fremst miklum uppgangi femínisma síðustu ár og tilheyrandi aðkasti sem það varð fyrir. Talið er að endurreisn Samúels verði skammvinn ef femínistar fara af stað. gulli á bláþræði n Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrver- andi heilbrigðisráðherra, hefur tekið þann pólinn í hæðina að þegja af sér kröfur grasrótar Sjálfstæðisflokks- ins um að hann segi af sér þing- mennsku. Þannig hefur Guðlaugur farið þá leið að hafa ýmist slökkt á farsíma sínum eða svara ekki símtölum blaðamanna DV. Nú treystir Guðlaugur á dvínandi minni kjós- enda. Óvíst er hins vegar að þagnar- aðferðin gagnist jafn vel og hún gerði fyrir hrun. gíSli marteinn lafði n Guðlaugur Þór Þórðarson má þakka Bjarna Benediktssyni fyrir að hann hangi enn þá inni á Alþingi þrátt fyrir andstöðu grasrótarinnar. Gísli Marteinn Baldursson á það hins vegar klass- ískri vanrækslu stjórnmála- manna að þakka að hann situr í borgarstjórn. Ósamræmi er í kosningareglum til Alþingis og til sveitarstjórna. Ef Gísli hefði boðið sig fram til þings hefðu yfir þrjú þúsund yfirstrikanir kjós- enda Sjálfstæðisflokksins dugað til að færa hann niður. sandkorn tryggvagötu 11, 101 reykjavík Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir framkvæmdaStjóri: Bogi örn emilsson ritStjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is fréttaStjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is dv á netinu: Dv.IS aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: Árvakur. Dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Ég reikna ekki með því. Mér finnst ágætt að aðrir sjái um að ferðast um þessa helgi,“ segir SIGurður HelGaSon, hjá umferðarstofu. Nú er að ganga í garð ein mesta ferðahelgi sumarsins. reynslan hefur sýnt að þá geti verið sérstaklega þung umferð til og frá höfuðborgarsvæðinu. umferðarstofa leggur áherslu á að fólk keyri á löglegum hraða og í samræmi við aðstæður hverju sinni. umferðarstofa ráðleggur þeim sem geta að ferðast utan helsta umferðartímans til að komast hjá löngum röðum. leggur þú land undir fót um helgina? spurningin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.