Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Blaðsíða 53
föstudagur 2. júlí 2010 úttekt 53 Mannréttindi fyrir alla „Ég er þakklátur og ánægður í hjart- anu yfir því að þetta skuli vera komið í gegn,“ segir Guðbergur Garðarsson, betur þekktur sem annar helmingur- inn af Begga og Pacas, um nýju hjú- skaparlögin. „Fyrst og fremst finnst mér þetta frábært hvað varðar mann- réttindi fyrir allt mannkyn, burtséð frá því hvort þau mannréttindi tengjast samkynhneigð eða ekki. Lögin þýða réttlæti fyrir alla til að geta lifað í kær- leikanum. Orðið gifting þýðir að gefa og af hverju ættu ekki allir að mega gefa hver öðrum kærleika, sama af hvaða kyni?“ segir hann og bætir við að hann hafi ekki fundið fyrir neinum mótbyr í samfélaginu. „Samfélagið tekur vel í þetta og mér finnst eins og þetta hafi bara alltaf átt að vera svona. Margt af því sem við teljum að séu for- dómar er stundum bara fáfræði.“ Beggi og Pacas eru ógiftir og Beggi segir ekkert slíkt á döfinni. „Við erum svo ofboðslega hamingjusamir í hjart- anu og líður svo vel saman. Hins veg- ar hefur þetta áhrif og maður veit aldrei. Áður en þessi lög tóku gildi var ég ekkert að hugsa um giftingu, en hver veit?“ segir hann en þeir Pa- cas hafa verið saman í átta ár og eru enn þá jafn ástfangnir og í upphafi sambandsins. „Eftir allan þennan tíma er það alveg ótrúlegt,“ segir hann hlæjandi og bætir við að leyndarmál þeirra sé gagnkvæm virðing, kær- leikur og ást. „Það er það sem skipt- ir máli sem og að lifa í deginum í dag. Gærdagurinn er búinn, um morgun- daginn vitum við ekki hvar við mun- um standa. Lifum í núinu í kærleik og njótum þess.“ Líður vel saman Beggi og Pacas eru ekki á leiðinni upp að altarinu en Beggi segir að aldrei eigi að segja aldrei. „Að mínu mati er hjónaband fyrst og fremst samningur um ákveðin réttindi,“ segir Bergþór Pálsson söngvari en bætir við að með staðfastri samvist hafi þessi réttindi löngu verið tryggð. „Það skýtur skökku við að meina presti með lögum að gefa þá saman sem vilja eigast, en að sama skapi er heldur ekki hægt að þvinga prest til verks, sem honum finnst ganga í berhögg við sína trú. Mér finnst þetta góð lausn en þær hug- myndir að kirkjan hætti að gefa fólk saman hafa líka komið fram, líkt og gert er t.d. í Þýskalandi, þar sem allir fara til borgardóm- ara eða sýslumanns til að gifta sig en geta svo farið í kirkju og feng- ið blessun yfir sambandið. Það hefði ef til vill verið auðveldari lausn en þessi er ágæt líka,“ seg- ir Bergþór sem er hreykinn af ís- lensku þjóðinni. „Við tökum oft ótrúlega vel við okkur. Stundum er sagt að það sé ókostur, þeg- ar við förum og kaupum okkur öll það sama á sama tímanum. Svona eins og með fótanuddtæk- ið. Í þjóðinni er sterk réttlætis- kennd í grunninn og þegar okk- ur finnst réttlætið verða fram að ganga getur ekkert stoppað okk- ur,“ segir hann og bætir við að svo virðist sem kirkjunnar menn standi líka flestir á bak við lögin. Bergþór er í sambúð með Al- berti Eiríkssyni. Hann er bjart- sýnn á að þeir séu á leið upp að altarinu. „Ég veit ekki hvar og hvenær en það hlýtur að koma að því. Við erum búnir að vera saman í tólf ár,“ segir hann og hlær þegar hann er spurður hvort hann sé að bíða eftir bónorðinu. „Ætli það sé ekki frekar einhvers konar tilfinning og samkomulag sem gerir það að verkum að okk- ar hjónaband verður að veruleika frekar en að einhver fari niður á hnén.“ Bergþór Pálsson söngvari hefur verið í sambúð með Al- berti Eiríkssyni í tólf ár og segir hjónaband fyrst og fremst samning um ákveðin réttindi. Beggi og Pacas hafa verið saman í átta ár og eru alltaf jafn ást- fangnir. Beggi segir gagnkvæma virðingu, kærleik og ást leynd- armálið. Gifting þýðir að gefa Bjartsýnn á brúðkaup Bergþór Pálsson segir að tilfinning og samkomulag á milli þeirra Alberts ráði því frekar ef hjónaband þeirra verður að veruleika en að einhver fari niður á hnén. Hreykinn af íslensku þjóðinni Kristín Þórisdóttir og Ína Björk Hannesdóttir eiga þrjú börn og hafa verið í staðfestri sambúð í sjö ár. Aldrei að vita nema ég biðji hennar Flott fjölskylda Ína Björk, Kristín, Þórir Sólbjartur og Laufey Ebba. Á myndina vantar Ellert Orra. í átta ár. Ína hefur dvalið er- lendis upp á síðkastið þannig að þær hafa ekki náð að fagna þessum áfanga saman og að- spurð segist Kidda ekki vita hvort þær ætli að breyta sinni staðföstu sambúð í hjóna- band. „Við vorum búnar að vera saman í eitt ár þegar við giftum okkur svo það var smá Hollywood-bragur á þessu hjá okkur. Varðandi hjónaband höfum við bara ekki fengið tíma til að ræða málin en það er aldrei að vita nema ég biðji hennar,“ segir hún hlæjandi en bætir svo við: „Við sem búum á Íslandi erum svo heppin og það gerir maður sér best grein fyrir þegar maður ræðir við þá sem hafa alltaf þurft að berjast fyrir tilverurétti sínum. Þegar ég kom út úr skápnum á sín- um tíma fannst mér ég þurfa að velja á milii þess eða fjöl- skyldulífs en í dag vakna ég á hverjum morgni þakklát og hugsa: Vá! Ég er samkyn- hneigð kona í sambandi með manneskjunni sem ég vil deila lífinu með og saman eigum við börn. Lífið gæti ekki verið mikið betra.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.