Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Qupperneq 18
18 fréttir 2. júlí 2010 föstudagur TuTTugu og einn hefur beðið bana Tuttugu manns hafa látið lífið í sautján banaslysum umferðinni á þessu og síðasta ári; sextán karlmenn og fjórar konur. Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu segir að banaslysum hafi fækkað en segir hraðann algengasta orsakavald banaslysa. Á þessu ári og því síðasta hafa 21 manns látist í umferðinni. Þar af fjórir á þessu ári, að því er kem- ur fram í gögnum frá Umferðar- stofu, sem heldur nákvæmt bók- hald yfir öll bílslys sem verða á Íslandi. Meðalaldur þeirra sem lát- ist hafa í umferðinni undanfar- ið eitt og hálft ár er 43 ár. Í fyrra létust tveir einstaklingar undir þrítugu en á þessu ári voru þrír þeirra sem létust í umferðinni verið um tvítugt. Einn var tut- tugu og tveggja ára en stúlkurnar tvær sem létust í hörmulegu bíl- slysi á Suðurnesjum í apríl voru 18 ára gamlar Banaslysum fækkar „Bílarnir eru sem betur fer alltaf að verða betri og betri auk þess sem hraðinn hefur minnkað,“ segir Sig- urður Helgason hjá Umferðarstofu um þróun banaslysa í umferðinni á Íslandi. Hann segir að á árunum 2007, 2008 og 2009 hafi banaslys- in í umferðinni verið hátt í 30 færri en síðustu ár þar á undan. Þetta er hagstæðasta tímabilið í langan tíma. Sigurður segir aðspurður að hraðinn sé stærsti orsakaþáttur- inn í banaslysum. Hann segir að við tiltölulega litla hraðaminnkun minnki líkurnar á banvænu slysi verulega. „Rannsóknir hafa sýnt að hættan á banaslysi er 46 pró- sent meiri ef ekið er á 100 í stað- inn fyrir 90. Þetta snýst um orkuna sem leysist úr læðingi. Líkaminn þolir minna en maður heldur,“ út- skýrir Sigurður. Bílbelti og kennsla Sigurður segir að forvarnir og góð kennsla séu mikilvægustu þætt- irnir þegar kemur að alvarlegum umferðarslysum. Mikið verk hafi verið unnið í þróun á kennslu og þjálfun nýrra ökumanna. Kennsl- an sé nú mikið betri en áður og kröfurnar meiri. Spurður um beltanotkun Ís- lendinga segir Sigurður að al- mennt sé hún með ágætum. At- huganir sýni að um 90 til 95 prósent þeirra sem aki á þjóðveg- unum séu í beltum. Á stofnbraut- um á höfuðborgarsvæðinu sé bíl- beltanotkun einnig nokkuð góð en úr henni dragi í minni þétt- býliskjörnum. „Það er stundum eins og fólk haldi að ekkert geti komið fyrir ef eldhúsglugginn er í sjónlínu,“ segir Sigurður og bend- ir á að nokkuð stór hluti þeirra sem meiðist í umferðaróhöppum verði fyrir því í næsta nágrenni við heimili sitt. Ástandið verst í Austur- Evrópu Ísland er í fimmta sæti yfir þau Evrópulönd þar sem hlutfallslega fæst banaslys urðu í umferðinni, árið 2009. Í fyrra urðu 5,4 bana- slys í umferðinni á hverja 100 þús- und íbúa, samkvæmt bráðabirgða upplýsingum frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda. Á Möltu voru slysin fæst, eða 3,7 á hverja 100 þúsund íbúa en í Svíþjóð, í Hol- landi og á Bretlandi voru bana- slysin einnig hlutfallslega færri en á Íslandi. Af þeim sautján sem létust í umferðarslysum á Íslandi í fyrra voru 12 ökumenn eða farþegar í bílum, tveir voru á bifhjóli en enn féll af fjórhjóli. Tveir voru fótgang- andi. Á Írlandi voru slysin hlut- fallslega jafn mörg og á Íslandi en í löndum Austur-Evrópu; Lithá- en, Póllandi, Rúmeníu, Lettlandi, Búlgaríu, og á Grikklandi voru banaslysin 14 á hverja 100 þúsund íbúa. Meðaltal Evrópusambands- landa var 7,8 á hverja 100 þúsund íbúa. BAldur guðmundsson blaðamaður skrifar: baldur@dv.is Bílarnir eru sem betur fer alltaf að verða betri og betri auk þess sem hraðinn hefur minnkað. 5. janúar 2009 suðurlandsvegur 38árakarl 25. aPrÍL 2010 reykjanesbær 18árakona 18árakona 27. maÍ 2009 grindavíkurvegur 48árakarl 16. október 2009 Haukadalsvegur 47árakarl 17. ágúst 2009 Þingvallavegur 48árakarl 1. mars 2009 Akrafjallsvegur 45árakarl 16. maÍ 2009 suðurfjarðarvegur 17árakarl 25. sePtember 2009 Hlíðarvegur 68árakarl 27. október 2009 Jökulsárhlíð 53árakarl 14. ágúst 2009 norðurlandsvegur 50árakona 19. júnÍ 2010 gilsfjörður 60árakona 21. júLÍ 2009 djúpvegur, Álftafirði 20árakona 1. janúar 2009 Ólafsfjarðarvegur 65árakarl 13. mars 2010 Vallavegur á héraði 22árakarl 22. janúar 2009 Hverfisgata 34árakona 21. maÍ 2009 Birkimelur/Hringbraut 38árakarl 18. desember 2009 Hafnarfjarðarvegur 34árakarl 59árakarl 62árakarl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.