Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Blaðsíða 10
10 fréttir 2. júlí 2010 föstudagur • Svart • Hvítt • Krem • Brúnt Holtagörðum 2. hæð • Sími 512 6800 • www.dorma.is • dorma@dorma.is OPIÐ Virka daga frá kl. 10-18 Laugardag frá kl. 11-17 Serta aftur á Íslandi !! Yankee Candle, hin einu sönnu. Yfi r 40 mismunandi ilmkerti ! Kynningarafsláttur 15% Chiro 600 heilsurúm Stærð cm. Tilboð kr. 90x200 90.900,- 100x200 95.900,- 120x200 98.000,- 140x200 119.900,- 160x200 149.900,- 180x200 159.900,- Fjölskylduhjálp Íslands verðlaunaði tvo sjálfboðaliða á dögunum fyr- ir störf sín í þágu góðgerðafélagsins, en þá var Sigurður Vilhelm Ólafsson valinn sjálfboðaliði ársins 2009 og Ragna Rósantsdóttir var valin heið- urskona númer 2 hjá Fjölskyldu- hjálpinni. Sigurður Vilhelm er 72 ára og hefur starfað sem sjálfboða- liði hjá Fjölskylduhjálpinni í þrjú ár og mætir hress og kátur til vinnu alla miðvikudagsmorgna klukkan átta og stendur vaktina til klukkan fimm á daginn. Ragna Rósantsdóttir er 78 ára og hefur starfað við sjálfboða- liðastörf síðastliðin sautján ár og er ein þeirra kvenna sem stofnaði Fjöl- skylduhjálp Íslands árið 2003. Líkt og Sigurður Vilhelm mætir Ragna alla miðvikudaga til starfa hjá samtök- unum. Aldrei fengið viðurkenningu Sigurður Vilhelm er fyrrverandi sjó- maður en hann var til sjós í 35 ár, ým- ist á bátum frá Reykjavík eða Kefla- vík. Aðspurður hvort það hafi komið honum á óvart að vera valinn sjálf- boðaliði ársins getur hann ekki ann- að en viðurkennt það. „Ég átti ekki von á þessu enda ekki fengið eina viðurkenningu í þau 72 ár sem ég hef lifað. En að sjálfsögðu er ég ánægður með að hafa verið veitt þessi viður- kenning,“ segir Sigurður Vilhelm, eða Villi eins og hann er alla jafna kallað- ur. Hann segist þó eiga erfitt með að svara því af hverju hann hafi verið út- nefndur sjálfboðaliði ársins en segist þó sjálfur vera afar stundvís. „Svo hef ég ekki gefið neinum eftir þó að ég sé sjúklingur.“ Sigurður þurfti nefnilega að hætta til sjós árið 1989 þegar hann fékk hjartaáfall. Þá fékk hann sér vinnu sem sundlaugarvörður og starfaði sem slíkur í fimm ár þar til hann fékk aftur hjartaáfall. „Ég fór svo að vinna hjá ÍR-húsinu fyrir þremur árum en varð að hætta þar vegna þess að eft- ir skatta fékk ég ekki nema tuttugu til þrjátíu þúsund krónur útborgaðar,“ segir hann. Ríkuleg laun Hann ákvað því að gerast sjálfboða- liði því hann treystir sér ekki í erfið- isvinnu en vildi engu að síður hafa eitthvað fyrir stafni. Aðspurður hvað það sé sem fái hann til að sinna slíku sjálfboðaliðastarfi segir hann það vera afar gefandi. „Að hjálpa fólki gefur miklu meira en nokkur laun,“ segir Sigurður Vilhelm og er ekki annað á honum að sjá en hann hafi afskaplega gaman af þessu starfi. „Það er mjög gott að vinna hér. Hér er fólkið afskaplega samtaka og hef- ur gaman af þessu gefandi starfi.“ Hann segir þeim sem sækja hjálp til Fjölskylduhjálparinnar hafa fjölgað gífurlega en þegar hann hóf þar störf sóttu um 100 manns á dag aðstoðina en nú koma um 400 til 500 manns á dag. Neyðin aukist Ragna Rósantsdóttir tekur í sama streng en hún segir gífurlega fjölg- un hafa orðið á komum fólks í Fjöl- skylduhjálpina eftir hrun. Ragna hefur í það minnsta ágætis saman- burð en hún hefur fengist við sjálf- boðaliðastörf í sautján ár. Fyrst hjá Mæðrastyrksnefnd en síðan var hún ein þeirra kvenna sem stofnuðu Fjölskylduhjálp Íslands árið 2003. „Neyðin hefur aukist til muna og margir sem þurfa á hjálp að halda,“ segir Ragna. Hún segir ótrúlega marga hafa sótt Fjölskylduhjálpina þegar hún var opnuð en ekkert í lík- ingu við það sem er nú um stund- ir. Hún segir marga eiga um sárt að binda eftir að hafa misst allt og fólk eigi erfitt með að koma sér upp úr því. „Hjá sumum finn ég fyrir þessu en ég spjalla þó ekki við fólk um erf- iðleika þess. Flestir spjalla bara um daginn og veginn en ég er ekkert að forvitnast um þeirra hagi,“ segir Ragna. Laun í ánægju Ragna segir að henni finnist þetta starf vera skemmtilegt og gefandi. „Það er áhugavert að hjálpa fólki og það gefur manni mikið til baka. Maður fær alltaf borgað til baka ein- hverja ánægju við að starfa hérna.“ Ragna segist sjálf hafa alist upp hjá fátækri ekkju. „Maður ólst upp við það að hafa nóg að borða og næga umhyggju en maður þurfti að safna fyrir því sem mann langaði í.“ Ragna starfar við að flokka föt og selja í Fjölskylduhjálpinni. Þar eru ný föt seld á fimm hundruð krón- ur og eru notuð föt seld á um þrjú hundruð krónur. Hún segir það hafa komið sér sérlega á óvart að vera valin heiðurskona númer 2. „Andlit- ið nánast datt af mér þegar ég heyrði það,“ segir Ragna sem átti svo sann- arlega ekki von á þessari nafnbót. Stuðningur frá manninum Ragna segir að það hafi verið haft samband við hana þegar stofna átti Fjölskylduhjálpina árið 2003 og henni hafi litist vel á hugmynd- ina og ákveðið að slá til. Hún segir eiginmann sinn styðja vel við bakið á sér. „Hann styður við bakið á mér í einu og öllu. Honum fannst það hreint út sagt ágætt þegar ég sagðist ætla að stofna Fjölskylduhjálp í fé- lagi við aðrar konur.“ Hún segist ætla að halda áfram í sjálfboðaliðastarfi. „Eins lengi og ég hef heilsu til en hvað það verður lengi get ég ekki sagt til um. Maður getur verið dáinn á morgun.“ Hún segir þó húsnæðisvandamál setja strik í reikninginn í starfi Fjölskyldu- hjálpar Íslands. Starfsemin hefur sprengt utan af sér núverandi hús- næði og ekki hafi nægjanlega skýr svör fengist frá Reykjavíkurborg um nýtt húsnæði. „Við fengum afhent- ar tvær milljónir í styrk frá borginni en þær eru fljótar að hverfa þegar húsaleigan er níutíu þúsund á mán- uði,“ segir Ragna. Fjölskylduhjálpin missir húsnæðið í september næst- komandi og enn hefur ekki fundist nýtt húsnæði undir starfsemina. Sigurður Vilhelm Ólafsson og Ragna Rósantsdóttir voru í vikunni verðlaunuð af Fjölskylduhjálp Íslands fyrir sjálfboðaliðastörf. Sigurður Vilhelm var valinn sjálfboðaliði ársins en Ragna fékk nafnbótina heiðurs- kona númer 2. Sigurður Vilhelm segir slíkt starf gefa meira en nokkur laun og segir Ragna að ánægjan sem fylgi starfinu sé hennar besta kaup. ELDRI BORGARAR HJÁLPA FÁTÆKUM biRgiR oLgeiRSSoN blaðamaður skrifar: birgir@dv.is Svo hef ég ekki gefið neinum eft- ir þó að ég sé sjúklingur. Sigurður Vilhelm og Ragna SigurðurVilhelm ÓlafssonogRagnaRós- antsdóttirvoruaðvonum ánægðmeðaðveravalin sjálfboðaliðiársinsog heiðurskonanúmer2hjá FjölskylduhjálpÍslands. myNd RÓbeRt ReyNiSSoN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.