Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2010, Blaðsíða 28
Reggí hjá hemma og Valda Rvk Sound- system eru ný mánaðarleg reggíkvöld sem fara fram í Nýlendu- vöruverzlun Hemma og Valda fyrsta laugardag hvers mánaðar. Kvöldin eru í umsjón DJ Elvars, sem hefur verið tíður gestasnúður hjá Breakbeat.is í gegnum árin, og fer kvöld númer tvö fram næsta laugardag. DJ Tobbi verður sérstakur gestur á kvöldinu. Dagskráin hefst klukkan 23 og stendur til 3. Frítt inn. Nánari upplýsingar um viðburði Rvk Soundsystem má finna á facebook. com/rvksoundsystem. Rímað Við ásmund Sýningin Rím verður opnuð í Listasafninu á Akureyri á laugardaginn klukkan 15. Þar gefur að líta úrval verka Ásmunds Sveinssonar myndhöggvara í bland við verk listamanna samtímans sem ríma við minni Ásmundar. Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni auk Ásmundar eru Birgir Snæbjörn Birgisson, Davíð Örn Halldórsson, Eirún Sigurðardóttir, Finnur Arnar Arnarson, Guðrún Vera Hjartardóttir, Hrafnkell Sigurðsson, Kristín Gunnlaugsdóttir, Ólöf Nordal, Pétur Örn Friðriksson og Sara Riel. Sýningarstjór- ar eru Ólöf K. Sigurðardóttir og Sigríður Melrós Ólafsdóttir. Nánari upplýsingar um safnið og sýninguna má nálgast á vef safnsins, listasafn.akureyri.is. Sýning á verkum Eiríks Smith opnuð í Hafnarborg um helgina: Formlegt aðhald eiríks Sýningin Formlegt aðhald, verk Ei- ríks Smith frá 1951 til 1957, var opn- uð í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar, á laug- ardaginn. Eiríkur á að baki langan og farsælan feril og hefur hann tekið miklum breytingum. Á sýningunni eru verk frá fyrstu árunum eftir að Eiríkur sneri heim frá námi í Kaup- mannahöfn og París, síðari hluta árs 1951. Þá var mikill umbrotatími í íslenskri myndlist og var hann þátt- takandi í þeirri formbyltingu sem var að eiga sér stað. Hafnarborg varðveitir fjölda verka eftir Eirík en árið 1990 gaf hann safninu hátt á fjórða hundr- að verk eftir sig, olíumálverk, vatns- litamyndir og teikningar. Í tilefni 100 ára afmælis Hafnarfjarðar árið 2008 var Eiríkur gerður að heiðurslista- manni bæjarins og af því tilefni vann Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur greiningu á verkum Eiríks í safneign Hafnarborgar. Nú í vetur bætti lista- maðurinn málverkum frá árinu 1952 við gjöfina. Forstöðumaður Hafnar- borgar segir mikinn feng í verkunum og eru þau mikilvægur hluti sýning- arinnar. Einnig eru á sýningunni verk sem fengin hafa verið að láni frá Listasafni Íslands, Listasafni ASÍ og einkasöfnurum. Við undirbúning sýningarinnar nýttist vel heimilda- safn sem Eiríkur færði Hafnarborg. Hluti þess er á sýningunni og má þar nefna ljósmyndir, greinar og sýning- arskrár, meðal annars sýningarskrá sem Eiríkur hannaði fyrir Haustsýn- inguna 1953. Sýningin Formlegt aðhald er fyrst í röð sýninga sem settar verða upp í Hafnarborg á næstu árum og kynna margbreyttan feril Eiríks Smith. Sýn- ingin stendur til 22. ágúst. 28 fókus 2. júlí 2010 föstudagur gítaRtónleikaR á gljúFRasteini Kristinn Árnason spilar á gítar á stofutónleikum Gljúfrasteins á sunnudaginn klukkan 16. Efnisskrá- in er fjölbreytt og spannar tónverk frá 16. til 21. aldarinnar. Tónverk verða leikin eftir Luis Milan, Giov- anni Kapsberger, Johann Sebastian Bach, Manuel de Falla, Isaac Albeniz og eftir Kristin sjálfan. Kristinn lauk burtfararprófi frá Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar árið 1983 og stundaði framhaldsnám í Bandaríkj- unum, Englandi og Spáni. Nokkrir geisladiskar hafa komið út með gít- arleik hans og halut diskur hans með verkum eftir Sor og Ponce Íslensku tónlistarverðlaunin árið 1997 í flokki klassískra hljómdiska. Aðgangseyrir á tónleikana er 1000 krónur. moso mongo... að ljúka Sýningu Snorra Ásmundssonar , Moso Mongo Memory Mix, í Listasal Mosfellsbæjar lýkur næsta mánudag. Það er því ekki seinna vænna fyrir þá sem ekki hafa kíkt á hana að skella sér. Sýningin er, eins og nafnið gefur til kynna, minningabrot ásamt „svona smá flippi“, eins og það er orðað í til- kynningu. Til gamans má geta að sýningin inniheldur áður ósýnd viðtöl við Birgi Andrésson og Jacques Ambach, sem einnig er þekktur sem Jack the Rapper. skRíllinn gegn ákæRuValdinu Nýlistasafnið býður gestum upp á áhugaverða dagskrá í júlí. Annars vegar samstöðuatburðinn Skríll- inn gegn ákæruvaldinu! núna á laugardaginn klukkan 17 og hins vegar opnun sýningar sem enn hef- ur vinnuheitið Old News, laugar- daginn eftir viku, 10. júlí. Auk þess býður safnið til pallborðsumræðna um miðjan júlí, um málfrelsi, fjöl- miðla, sannleika, réttlæti, andóf, lýðræði, aktivisma, listina og lífið... Þó aðallega málfrelsið. Stjórnandi málþingsins er Haukur Már Helga- son, heimspekingur og rithöfundur. Nánar verður greint frá tímasetn- ingu og lista yfir þátttakendur í pall- borðsumræðunum síðar. Eiríkur Smith listmálari Einn mikilvirt- asti listmálari þjóðarinnar í seinni tíð. Það eru tvö ár liðin síðan Hera var síðast hér á landi. „Við ákváðum bara að kíkja í sumar. Það eru tvö ár liðin síðan ég var hér síðast og það er al- veg nógu langur tími held ég. Í raun- inni er rosa mikið búið að breytast en samt ekkert, það er svo skrýtið,“ segir Hera og hlær „Nú er kominn vetur á Nýja-Sjálandi og þá er gott að koma hér í sumarið. Ég vil eiginlega helst alltaf vera í sumri.“ Hera segist sakna furðulegustu hluta þegar hún er ekki á landinu. „Til dæmis kavíar í túbu. Það er ekki til á Nýja-Sjálandi, ekkert í líkingu við það. Ég ætla að reyna að smygla því með mér aftur heim,“ seg- ir hún hlæjandi og bætir við: „Ég held samt að það sé alveg löglegt því það er sjávarafurð.“ Spilaði á stærstu útilistahátíð í heimi Hera hefur ekki setið auðum höndum á Nýja Sjálandi þar sem hún býr. „Ég er búin að vera að halda tón- leika alveg á fullu og hef líka verið að taka þátt í alls konar hátíðum. Ég var með á stærstu fjöllistahátíð í heimi sem heitir World Buskers Festival og var haldin á Nýja Sjálandi. Þar koma fjöllistamenn alls staðar að úr heim- inum og eru að gera alls konar hluti. Þá er hátíð út um allan bæ. Alla daga og öll kvöld. Ég var með tíu tónleika á tíu dögum,“ segir Hera en það er ekki eina hátíðin sem hún hefur spil- að á. „Síðan er ég líka búin að vera að spila á svona sumarhátíðum sem eru á vegum borgarinnar. Þetta er svona svipað dæmi og menningarnótt nema bara oftar. Þetta eru útitónleik- ar í sólinni á daginn.“ Auk þess að spila á tónleikum og semja tónlist þá hefur Hera verið að kenna skólabörnum frá 4 ára til 18 ára og hefur gaman af. „Þau er svo hæfileikarík og með svo opinn huga þegar þau eru svona ung,“ segir Hera. Hannar skartgripi og saumar kjóla Tónlistin er ekki það eina sem Hera hefur verið að fást við í hinu heima- landinu sínu. Henni er margt til lista lagt og hefur verið að fást við hönn- un. „Ég er búin að vera í samstarfi við vinkonu mína sem er hönnuð- ur og við gerðum hálsmen, nælur og eyrnalokka með munstrinu mínu. Ég verð með takmarkað upplag af þessu sem ég ætla að selja á tónleikunum sem ég held hér á landi,“ segir Hera en munstrið sem hún talar um hefur verið hennar helsta tákn á tónlistar- ferli hennar. Hún málar það í kring- um annað augað fyrir hverja tónleika og það er aldrei eins. „Það er innblás- ið af márum og morukum en hjá þeim er þetta stríðsmálning og svo er þetta líka innblásið af keltneskri stríðsmáln- ingu,“ segir hún. En það er ekki það eina sem Hera hefur verið að hanna. „Ég er líka búin að vera að sauma kjóla sem ég hef ver- ið að koma fram í á tónleikum en ég er bara enn að læra að sauma. Svo hef ég líka verið að hekla og þæfa hatta og hafði munstrið mitt í,“ segir þessi hæfi- leikaríka söngkona sem hefur greini- lega nóg að gera. Spennt að tala íslensku Hera segist hlakka mikið til að spila loksins aftur á Íslandi. „Ég er bara voða spennt að koma að spila og líka mjög spennt fyrir því að tala íslensku milli laga,“ segir hún og skellir upp úr. „Þetta eru svo miklir uppáhaldsstað- ir sem ég er að fara að spila á að mér finnst svolítið eins og ég sé bara að koma heim á þessum stöðum.“ Hera ákvað að spila bara á fáum stöðum í þetta skiptið en hafa það staði sem hafa sérstaka þýðingu fyrir hana. Fyrstu tónleikarnir voru í gær í Draugasetrinu á Stokkseyri, aðrir tónleikarnir eru í Oddakirkju á Rang- árvöllum í kvöld og svo ætlar hún að spila á Café Rosenberg í Reykjavík á laugardagskvöld. Síðan kemur smá pása og hún spilar á Hótel Framtíð á Djúpavogi þanng 9. júlí og Græna Hattinum á Akureyri þann 15. júlí. Syngur vampírulag ömmu sinnar Á tónleikunum ætlar Hera að flytja mikið af nýju efni. „Ég er með alveg helling af nýju efni, mjög spennandi. Það er ekki búið að taka það upp en ég ætla að reyna að fara í stúdíó meðan ég er hérna á landinu. Svo er ég líka að spila dálítið af gömlu íslensku efni. Gömlu, sem er nýtt fyrir mér.“ Hera er hrifin af gömlum íslenskum lögum og lögum sem hafa einhverja merk- ingu fyrir hana. „Ég til dæmis syng lag sem amma mín söng alltaf fyrir mig og heitir Abbalabbalá. Hún söng alltaf bara: „Hún hét Abbalabba- lá, hún var svört og brún á brá. Hún dansaði í skóginum á milli grænna greina. Trúði á stokka og steina. Þetta er ljóð eftir Davíð frá Fagraskógi. Þeg- ar amma dó svo fyrir nokkrum árum þá saknaði ég þess svo að heyra hana syngja þetta og langaði að heyra það aftur þannig ég fór að leita að text- anum. Ég fann textann og komst þá að því að þetta er bara frekar ógeðs- legt lag,“ segir Hera og hlær. „Hún er Söngkonan knáa með gítarinn, Hera Hjart- ardóttir, er komin í heimsókn til landsins eftir tveggja ára fjarveru. Ætlunin er að halda tónleika á sérvöldum stöðum um land- ið. Það er þó ekki eina ástæðan fyrir komu hennar því hún er líka að fara að gifta sig. iftir sig á Íslandi Hera Hjartardóttir Heldur tónleika á Íslandi á næstu vikum. Ætlar svo í brúðkaupsferð til Parísar, þar sem hún var búin til. MYND RóbERt REYNiSSoN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.