Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2010, Blaðsíða 2
„ÞETTA ER BARNIÐ MITT, ÉG VIL ANNAST ÞAÐ ÁFRAM“ n Jóhannes Jónsson kaupsýslumaður, sem gjarnan er kenndur við versl- unina Bónus, er ekki hrifinn af þeirri þróun að verslanir Haga verði settar í sérstök rekstrarfélög. Arion banki hefur fært rekstur 10-11 verslananna í sérstakt rekstrarfélag sem er aðskil- ið frá Högum. Greint var frá þessu á mánudaginn. Hugsanlega er þetta upphafið að því að verslanir Haga verði sett- ar í sérstök rekstrarfélög. Aðspurður hvort hann telji að þetta þýði að Arion banki sé byrjaður að búta niður fyrirtækið Haga segir Jóhannes: „Ekki svo ég viti til. Ég er bara ekkert búinn að hugsa um það, það er bara ekkert uppi á borðinu.“ Hann undirstrikar að hann viti auðvitað ekki nákvæmlega hvað Arion banki hyggist fyrir með Haga í framtíðinni. Arion banki ræður yfir nær öllu hlutafé í Högum eftir að bankinn leysti félagið til sín vegna tugmilljarða skulda eignarhaldsfélagins 1998 ehf. við bankann. „JÓN ER NÁTTÚRULEGA TOPPMAÐUR“ n Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segir fyrrverandi aðaleiganda, og fyrrver- andi stjórnarformann félagsins, Jón Ásgeir Jóhannesson, vera einn besta ráðgjafa fyrirtækisins í dag. Fyrir ráðgjafarstörf sín fær sá síðarnefndi hátt í milljón króna á mánuði í laun. Eins og frægt er orðið þarf Jón Ásgeir að verjast stefnu slitastjórnar Glitnis bæði í Lundúnum og New York. Við réttarhöld á Englandi í síðustu viku var minnst á ráðgjafarstörf hans fyrir 365 og sagt að fyrir þau hlyti hann tæpar 800 þús- und krónur. Þar að auki hefði hann 132 millj- ónir í árslaun án þess að fram kæmi hvaðan þau væru. Breski dómarinn sagði við réttar- höldin furðulegt hversu hratt eignir Jóns Ás- geirs hefðu rýrnað og mánaðarleg eyðsla hans á vekti spurningar. Að meðaltali segist fjár- festirinn hafa eytt á bilinu 50 til 65 milljónum króna í hverjum mánuði. Dómari samþykkti kyrrsetningu eigna Jóns Ásgeirs. Aðspurður hvort Jón Ásgeir hafi reynst honum góður ráðgjafi segir Ari svo vera: „Já, Jón er náttúrulega toppmaður og það vita allir sem til þekkja.“ INGIBJÖRG FÆR LÍKA LAUN FRÁ 365 FYRIR RÁÐGJÖF n Ingibjörg Pálmadóttir, aðaleigandi fjölmiðlafyrirtækisins 365 og stjórn- arformaður félagsins, fær ráðgjafargreiðsl- ur frá fjölmiðlafyrirtækinu 365 til viðbótar við laun fyrir stjórnar- setu. Þetta segir Ari Edwald, for- stjóri 365, aðspurður hvort 365 greiði laun fyrir ráðgjafarþjón- ustu til erlendra eignarhalds- félaga í eigu Jóns Ásgeirs og Ingibjargar. Ari segir að þessi greiðsla til Ingibjargar fari þó beint til hennar en ekki í gegnum erlend eignarhaldsfélög. Hjónin eru því bæði á launaskrá 365 fyrir að veita 365 ráðgjöf. Ari segir að ráðgjafargreiðslurnar til Ingibjargar séu vegna tiltekinna verkefna sem hún hafi unnið fyrir félagið. Því er ekki um að ræða fasta greiðslu sem Ingibjörg fær mánaðar- lega fyrir almenna ráðgjöf eða rekstrarráð- gjöf heldur tímabundnar greiðslur, ef lagt er út frá orðum Ara. 2 3 1 „ÞETTA ER BARNIÐ MITT“ miðvikudagur og fimmtudagur 14. – 15. JÚLÍ 2010 fólk fréttir dagblaðið vísir 80. tbl. 100. árg. – verð kr. 395 n Jóhannes í Bónus ósáttur n 10-11 í sérstakt félag n „draumurinn“ að eiga haga áfram n forstJóri haga verst frétta fréttir fær líka laun sem ráðgJafi hJá 365 fréttir n ingiBJörg Pálmadóttir þiggur laun hJá fJölmiðlafyrirtækinu 25 arion hefur uppskiptingu haga: fJármögnun magma tryggð n fimm millJarðar söfnuð-ust á þriðJudagskvöldn ross Beaty lánaði magma millJarð fyrir hs orku Ásdís RÁn eR nakin í Playboy fólk Jóhannes í bónus Á móti uppskiptingu Haga. Finnur árnason Segir framtíð Haga óráðna. Jón ásgeir Jóhannesson Einnig andvígur uppskiptingu Haga. fréttir n „dJarfasta myndataka sem ég hef farið í“ sex ódýRaR leiðiR í fRí fleiri íhuga sJálfsvíg n geðhJálP til BJargar MENNTAMálA- RáÐuNEyTI gAgNRýNdI HRAÐBRAuT SjóNvARpS- STjARNA AfTuR á SjóINN fréttir neytendur 4 fréttir 14. júlí 2010 miðvikudagur Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is Ný kynslóð Rafskutlur -frelsi og nýir möguleikar Einfaldar í notkun og hagkvæmar í rekstri Fær að hafa hundinn „Miðað við það sem að ég er upp- lýstur um var niðurstaða stjórnar húsfélagsins sú að því yrði beint til eigenda í húsinu að heimila áfram- haldandi veru hundsins og tekið til- lit til aðstæðna á meðan Svanhildur Anna er að leysa úr sínum málum,“ segir Jón Pálmi Pálsson, bæjarstjóri á Akranesi. Svanhildur Anna Sveins- dóttir er sjón- og heyrnarskert og þjáist af jafnvægisleysi eftir heila- æxli. Hún fékk nýlega hund sem hjálpar henni mikið í daglegu lífi. Hún býr í fjölbýlishúsi á Akranesi og getur ekki haft hundinn nema með samþykki allra íbúa. Íbúar sem fluttu nýlega inn í húsið veittu henni ekki leyfi fyrir því að hafa hundinn. AGS talar fyrir opnum tjöldum „Mér finnst að mörgu leyti ágætt að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sé farinn að tala fyrir opnum tjöldum en ekki bara í hvíslingum inni í Stjórnar- ráðinu,“ segir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, um til- lögur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að breytingum á íslenska skattkerfinu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggur til breytingarnar í nýrri skýrslu. Þar kemur meðal annars fram að leggja ætti niður lægra þrep virðisauka- skattsins og fækka skattþrepum í tekjuskattskerfinu í tvö. Íslendingar 494 þúsund Íslendingar verða orðnir 494 þúsund talsins þann 1. janúar árið 2060. Þetta er samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Íslands. Þó gæti farið svo að Íslending- ar verði ekki nema 386.500 árið 2060. Á vef Hagstofunnar kemur fram að sú nýjung hafi verið tek- in upp í mannfjöldaspánni að gerð eru þrjú afbrigði af henni, svokölluð lágspá, miðspá og há- spá. Afbrigðin miðast við ólíkar forsendur um fjölda barna á ævi hverrar konu og búferlaflutninga. INGIBJÖRG FÆR LÍKA R ÐGJAFALAUN FR 365 Ingibjörg Pálmadóttir, aðaleigandi fjölmiðlafyrirtækisins 365 og stjórn- arformaður félagsins, fær einnig ráðgjafagreiðslur frá fjölmiðlafyr- irtækinu til viðbótar við laun fyrir stjórnarsetu. Þetta segir Ari Edwald, forstjóri 365, aðspurður hvort 365 greiði laun fyrir ráðgjafarþjónustu til erlendra eignarhaldsfélaga í eigu Jóns Ásgeirs og Ingibjargar. Líkt og komið hefur fram í fjöl- miðlum fær Jón Ásgeir nærri 900 þúsund krónur á mánuði fyrir ráð- gjafastörf sín hjá 365 og samkvæmt orðum Ara fær Ingibjörg líka greitt fyrir að veita félaginu ráðgjöf. Ari segir að þessi greiðsla til Ingibjarg- ar fari þó beint til hennar en ekki í gegnum erlend eignarhaldsfélög. Hjónin eru því bæði á launaskrá hjá 365 fyrir að veita 365 ráðgjöf. En líkt og Ari sagði í DV á mánudaginn er hann afar ánægður með þá ráðgjöf sem Jón Ásgeir hefur veitt fjölmiðla- fyrirtækinu enda segir hann að Jón sé „toppráðgjafi“ og „toppmaður“ og að hann eigi þátt í uppgangi fjöl- miðla 365. Ráðgjöf vegna erlendra verkefna Ari segir að ráðgjafagreiðslurn- ar til Ingibjargar séu vegna tiltek- inna verkefna sem hún hafi unn- ið fyrir félagið. Því er ekki um að ræða fasta greiðslu sem Ingibjörg fær mánaðarlega fyrir almenna eða rekstrarráðgjöf heldur tímabundn- ar greiðslur, ef lagt er út frá orðum Ara. Ari vill þó ekki gefa það upp hvaða verkefni þetta eru sem Ingi- björg vinnur fyrir fjölmiðlafyrir- tækið. „Þetta er bara innanhúss- mál hjá okkur. Ég sé ekki ástæðu til að fara nánar út í það. Hvað við erum að gera hér innanhúss á ekk- ert erindi í opinbera umræðu. Það hefur alltaf tíðkast hjá þessu fyrir- tæki og forverum þess að stjórn- armenn séu virkir í ýmsum verk- efnum fyrir félagið, sérstaklega í verkefnum sem snúast um sam- skipti við erlenda aðila,“ segir Ari sem jánkar því að ráðgjafarvinna Ingibjargar snúist vissulega um slík samskipti við erlenda aðila. „Ein- hver hluti þessarar vinnu hennar snýst um það, já.“ Ari segir að honum finnist öðru máli gegna um ráðgjafarvinnu Ingi- bjargar fyrir 365 en Jóns Ásgeirs þar sem hún sé starfandi stjórnarfor- maður í félaginu. „Þessar spurning- ar varðandi stjórnarformanninn eru annars eðlis en spurningarnar varð- andi Jón Ásgeir, þar sem það mál kom upp opinberlega í þessum málaferlum í Bretlandi.“ Þess skal getið að Ingibjörgu er einn- ig stefnt í New York ásamt Jóni Ásgeir og viðskiptafélögum hans vegna meðferð- ar þeirra á Glitni og eru þau krafin um 260 milljarða króna í skaðabætur. Greiðsl- urnar frá 365 kunna að skipta máli í sam- bandi við stefnu Glitnis gegn þeim hjónum því Glitnir mun reyna að kortleggja eignastöðu hinna stefndu í málinu þegar metið er hversu miklar eignir bankinn geti sótt til þeirra. Greinir ekki frá upphæðinni Ari vill aðspurður ekki greina frá upp- hæðinni sem Ingibjörg fær frá 365 vegna ráðgjafarvinnunnar. „Ég held að ég hafi nú þegar gefið meiri upp- lýsingar um þessi mál en hægt er að ætlast til frá einkafyrirtæki. Fjárhæð- ir og annað slíkt er bara innan- hússmál hjá okkur. Ég mun ekki segja frá því hvað hún fær fyr- ir þessa vinnu. Það er alveg ljóst að Ingibjörg, ég og aðrir starfsmenn og ráðgjafar sem vinna fyrir þetta fyrir- tæki fá greitt fyrir sína vinnu. Ég held að þetta gæti ekki verið á annan hátt,“ segir hann. Ari segir að styttra sé síðan Ingi- björg hafi byrjað að vinna ráðgjafar- störf fyrir félagið en Jón Ásgeir. Ari segir að Jón Ásgeir hafi unnið ráð- gjafarstörf fyrir 365 í um það bil eitt ár, það er að segja frá því eftir banka- hrunið haustið 2008, en að Ingibjörg hafi unnið skemur sem ráðgjafi fyrir fyrirtækið. „Störf Ingibjargar eru allt annars eðlis. Ingibjörg hefur verið stjórnarformaður 365 síðan um vor- ið 2008 og vinnur hún þessi ráðgjaf- arstörf í tengslum við það,“ segir Ari. „Ég get líka sagt þér að greiðslurnar til þeirra Jóns Ásgeirs og Ingibjargar fyrir unnin störf fyrir þetta fyrirtæki eru hreinir smámunir í samanburði við þá fjármuni sem þau hafa lagt til félagsins.“ Því liggur ekki fyrir hversu mikið þau hjónin, Jón Ásgeir og Ingibjörg, fá greitt í laun frá fjöl- miðlafyrirtækinu sem þau eiga. inGi f. vilhjálmsson fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Ég held að ég hafi nú þegar gefið meiri upplýsingar um þessi mál en hægt er að ætlast til frá einka- fyrirtæki. Eiginkona jóns ásgeirs jóhannessonar, ingibjörg Pálmadóttir, er líka á ráðgjafa-launum hjá fjölmiðlafyrirtækinu 365. Forstjóri 365 vill ekki gefa upp hvers eðlis ráð-gjöfin er né hversu mikið Ingibjörg fær greitt fyrir hana. Ingibjörgu er stefnt í New York ásamt Jóni Ásgeiri og reynir slitastjórn Glitnis að ná utan um eignastöðu þeirra. fá bæði ráðgjafalaun HjóninJónÁsgeirJóhannessonogIngibjörgPálmadóttirfábæðiráðgjafalaunfráfjölmiðlafyrirtækinu365.JónÁsgeiráttifélagiðásínumtímaenIngibjörgáþaðídagaðmestu. Gefur ekki upp launin AriEdwaldvillekkigefa upphversumikiðIngibjörg Pálmadóttirfæríráðgjafalaun frá365. SIGGI STORMUR: VEÐRIÐ GOTT Í SUMAR MÁNUDAGUR og ÞRIÐJUDAGUR 12. – 13. JÚLÍ 2010 fRéttIR RÉTTIR SEM ÞÚ VERÐUR AÐ SMAKKA! ERna GUnnþóRS: OF GRÓF FYRIR FACE- BOOK? fólk NeyteNDUR GUðMUndUR REIf SjóvaRnaRGaRð: NÁGRANNI tIGeRS WOODS n SkólA- StJóRI keyptI flóRíDA-vIllU fRéttIR jón GaRðaR SElUR: kÆRAStAN kAUpIR MetRO fRéttIR daGblaðIð víSIR 79. Tbl. 100. áRG. – vERð kR. 395 „dýRlInGuRInn“ BREYtIR söGunnI n fÆR 760 ÞúSUND fyRIR RÁÐGJöf tIl ARA eDWAlD n eIGINkONA JóNS Á 365 n JóN „eR tOppMAÐUR“ n ARI kOMINN Á bíl JóNS n eyDDU 50-60 MIllJóN- UM kRóNA Á MÁNUÐI „jón áSGEIR ER TOpp- RáÐGjAfI“ út tek t fRéttIR byGGJA SUMARHöll í SkUGGA GJAlDÞROtS n leONARD-HJóN ReISA SUMARbúStAÐ OG byGGJA vIÐ HúSIÐ 25 „MÉR fAnnST HAnn SVO LjóTUR“ Ari ræður fyrrverAndi eigAndA: forsíða Dv mánudaginn12.júlí2010 Kári stefánsson skilur lítið í dagsektum Kópavogsbæjar: Drullupollumfækkað „Hið eina sem ég veit er að þeg- ar ég var að alast upp í Kópavogsbæ þá voru allar götur þar moldargötur með drullupollum og mér skilst að það hafi skánað eitthvað aðeins síð- an,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, um sektar- greiðslur Kópavogsbæjar gagnvart sér vegna ófrágenginnar lóðar við Fagra- þing 5 í bænum. Frá síðari hluta maí hefur Kópa- vogsbær beitt Kára dagsektum og daglega hafa bæst 20 þúsund krón- ur á skuldareikning forstjórans hjá bænum. Samanlagðar sektargreiðslur Kára nema nú nærri milljón króna. Á lóðinni hefur verið unnið að nýbygg- ingu Kára, sem samkvæmt fasteigna- skrá verður rúmir 500 fermetrar að stærð, en bæjaryfirvöld eru ósátt við að lóð hans sé ófrágengin í götunni. Líkt og DV greindi frá hefur bygg- ingarfélagið Eykt ehf. stefnt Kára vegna nýbyggingarinnar. Deilan snýr að ríflega 11 milljóna króna uppgjöri vegna byggingar á stóru húsi við Ell- iðavatn. Þar með berst Kári á tveim- ur vígstöðvum fyrir dómstólum því fyrirtæki sem sá um að hreinsa rot- þró hjá honum telur hann ekki hafa borgað fyrir verkið. Sjálfur segist Kári ekki hafa hug- mynd um hvað Kópavogsbæ gangi til með þessum sektargreiðslum og bendir á forsvarsmenn bæjarins til svara. Hann segist ekki hafa heyrt frá bæjaryfirvöldum lengi. „Þetta verða þeir hjá Kópavogsbæ að svara fyrir. Ég ræð engu þarna um og hef ekki hugmynd um hvað er þarna að ger- ast. Ég hef ekki frétt frá Kópavogsbæ í langan tíma. trausti@dv.is Bendir á bæinn Kárisegistekkihafa hugmyndumhvaðbænumgangitil varðandidagsektirnar. ÞESSAR FRÉTTIR BAR HÆST Í VIKUNNI ÞETTA HELST Þórdís Jóna Sigurðardóttir, systir Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings, er byrjuð að bjóða upp á detox. Meðferðin er á svipaðri línu og detox-meðferð Jónínu Benediktsdóttur, að undanskilinni ristilhreinsun. HITT MÁLIÐ 2 FRÉTTIR 16. júlí 2010 FÖSTUDAGUR Þórdís Jóna Sigurðardóttir, syst- ir Hreiðars Más Sigurðssonar fyrr- verandi bankastjóra Kaupþings og fyrrverandi stjórnanda hjá Baugi, býður Íslendingum upp á detox- meðferð. Meðferðin er lík þeirri sem Jónína Benediktsdóttir detox- drottning auglýsir að undanskild- um hinum þjóðþekktu ristilhreins- unum þeirrar síðarnefndu. Þórdís var stjórnarformaður í nokkrum mikilvægum Baugsfélög- um, eins og Dagsbrún, og leiddi fjárfestingar þess á Norðurlöndum um tíma. Þessi hægri hönd Jóns Ás- geirs er því nú komin í samkeppni við fyrrverandi kærustu föður Baugsmannsins Jóhannesar Jóns- sonar. Í grunninn ganga báðar með- ferðirnar út á bætt mataræði og heilsusamlegt líferni í von um bættan lífsstíl. Báðar gefa þær Jónína og Þórdís Jóna fögur fyrir- heit um lengra líf án erfiðra sjúk- dóma og aukið hreysti þátttakenda. Þannig geti þeir átt til að mynda von á því að losna við alzheimer, at- hyglisbrest, krabbamein, sykursýki og þunglyndi með því að ganga í gegnum meðferðina. Í grunninn sé það einfalt að halda sér heilbrigð- um með því að fylgja ráðum þeirra Jónínu eða Þórdísar Jónu. Fögur fyrirheit Þórdís Jóna staðfestir að hún sé einn eigenda Happs ehf. sem býður fólki upp á námskeið í bættum lífsstíl. Á sama tíma og hún viðurkennir að þær Jónína séu á sömu línu legg- ur Þórdís Jóna áherslu á að það sé ekki aðeins ristilhreinsunin sem geri hennar meðferð frábrugðna detoxinu hennar Jónínu. „Ég er einn af eigendunum en er í raun bara starfsmaður á plani því framkvæmdastjórinn er hún Lukka sem stofn- aði þetta á sínum tíma. Við leggjum áherslu á heilsu- fæði en þetta er ekki detox-með- ferð sem slík því við erum ekki með ristilskolun. Þetta gengur bara mjög vel og er voða gam- an,“ segir Þórdís Jóna. „Ég trúi ekki á ristilhreinsanir. Við erum á svipaðri línu þar sem við hvetjum fólk til að borða hollan mat og teljum að með breyttum lífsstíl geti líkaminn unnið gegn ýmsum kvill- um. Þetta er ekki mikið dýpra en það. Við vitn- um í rannsóknir sem hafa sýnt að þetta getur haft áhrif á ýmsa sjúk- dóma. Við von- umst til þess að breytt mataræði og betri lífsstíll lengi lífið og geri það heilbrigðara og betra.“ Mikill mótbyr Þórdís Jóna hefur ver- ið einn alharðasti aðdá- andi „CrossFit“ hug- myndafræðinnar hér á landi og hefur sem slík- ur starf- að sem þjálfari íþrótta- stefnunnar hjá Sporthúsinu. Þar hefur hún einna helst þjálfað kon- ur til að ná betri heilsu í gegn- um CrossFit og um leið tileinka sér betri og heilsusamlegri matar- venjur. Þá hefur Þórdís Jóna sinnt hlutverki stjórnarformanns Stoða Invest og framkvæmdastjóra Ráð- gjafarhússins. Jónína hefur aftur á móti þurft að sæta harðri gagnrýni undan- farið á meðferð sína, svo mikilli að hún hefur boðað eigin rannsókn á áhrifum detox á heilsu og líðan þátttakenda. Rannsókn sem verði framkvæmd undir stjórn sérfræð- ings og með vísindalegum aðferð- um. Um það hefur landlæknisemb- ættið viðrað efasemdir sínar ásamt því að efast um áhrif detox-með- ferða almennt. HÆGRI HÖND JÓNS Í DETOX TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Systir ÞórdísJónaersystirHreiðarsMásSigurðsson- ar,fyrrverandibankastjóraKaupþings,ogsathún umtímasemstjórnarformaðurStoða.Þáhefurhún starfaðsemCrossFit-þjálfariíSporthúsinu. Við vitnum í rannsóknir sem hafa sýnt að þetta getur haft áhrif á ýmsa sjúkdóma. SIGGI STORMUR: VEÐRIÐ GOTT Í SUMAR MÁNUDAGUR og ÞRIÐJUDAGUR 12. – 13. JÚLÍ 2010 fRéttIR RÉTTIR SEM ÞÚ VERÐUR AÐ SMAKKA! ERna GUnnþóRS: OF GRÓF FYRIR FACE- BOOK? fólk NeyteNDUR GUðMUndUR REIf SjóvaRnaRGaRð: NÁGRANNI tIGeRS WOODS n SkólA- StJóRI keyptI flóRíDA-vIllU fRéttIR jón GaRðaR SElUR: kÆRAStAN kAUpIR MetRO fRéttIR daGblaðIð víSIR 79. Tbl. 100. áRG. – vERð kR. 395 „dýRlInGuRInn“ BREYtIR söGunnI n fÆR 760 ÞúSUND fyRIR RÁÐGJöf tIl ARA eDWAlD n eIGINkONA JóNS Á 365 n JóN „eR tOppMAÐUR“ n ARI kOMINN Á bíl JóNS n eyDDU 50-60 MIllJóN- UM kRóNA Á MÁNUÐI „jón áSGEIR ER TOpp- RáÐGjAfI“ út tek t fRéttIR byGGJA SUMARHöll í SkUGGA GJAlDÞROtS n leONARD-HJóN ReISA SUMARbúStAÐ OG byGGJA vIÐ HúSIÐ 25 „MÉR fAnnST HAnn SVO LjóTUR“ Ari ræður fyrrverAndi eigAndA: Bætt heilsa ÞórdísJóna legguráhersluáheilsufæði íþeirrivonaðævifólks lengist,líðanþessbætistog landvinnirsjúkdómarhverfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.